02.06.2022 08:59

Félagsmót og úrtaka fyrir Landsmót

Félagsmót og úrtaka Neista og Snarfara verður haldið sunnudaginn 12. júní á velli Neista við Arnargerði. Boðið verður upp á A-flokk, B-flokk, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk, og svo gæðingatölt fullorðinna og 21 árs og yngri. Skráning fer fram í Sportfeng og er loka skráningardagur 9. júní. Skráningagjald er 5000 kr. í alla flokka nema barna- og unglingaflokk, þar er gjaldið 4000 kr. Skráningagjald hækkar um helming ef skráð er eftir skráningafrest. Senda þarf kvittun á [email protected]. Skráning ekki gild fyrr en greiðsla berst.

Til þess að knapi sé gjaldgengur í úrtöku í B og A flokki þarf eigandi hests að vera skráður í annað hvort Neista eða Snarfara. Til þess að knapi sé gjaldgengur í yngri flokka úrtöku þurfa bæði knapi og eigandi hests að vera í Neista eða Snarfara.

 

 

 
   
 
Flettingar í dag: 635
Gestir í dag: 211
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 444115
Samtals gestir: 53442
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 09:28:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere