Færslur: 2010 Apríl30.04.2010 15:34HestahóstiStarfsemi lamast af völdum hestahósta
Hóstapest í hrossum breiðist út um landið og hefur víða haft áhrif á hestatengda atvinnustarfsemi svo og mótahald. Pestin er lúmsk og endar í sumum tilvikum í illskeyttri bakteríusýkingu. Ekki er vitað um orsök eða tegund hennar.
DÝRAHALD Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma. Að sögn Sigríðar hefur enn ekki fundist hvað veldur pestinni. Hins vegar hafa þekktar sýkingapestir í öndunarfærum hrossa verið útilokaðar með veitugreiningu. Allt þykir benda til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þéttskipuðum hesthúsum. Bakteríusýkingar virðast í mörgum tilfellum fylgja í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös. Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að oft er um að ræða streptókokka sem nú er verið að greina nánar. Slíkar sýkingar er í mörgum tilfellum hægt að meðhöndla til að flýta bata hrossanna. Nú er að koma í ljós að mörg hross eru lengi með hóstapestina, allt upp í fjórar vikur, og enn sér ekki fyrir endann á því hversu lengi þau verða að jafna sig að fullu. Unnið er áfram að greiningu hennar bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar. "Pestin er mjög lúmsk þegar hún er að byrja," segir Sigríður. "Síðan magnast hún upp með tímanum og fer að breiðast út. Allra fyrstu einkenni eru þurr hósti, glært nefrennsli og slappleiki sem þó verður aðeins vart í reið. Hestarnir sækja gjarnan niður með hausinn til að hósta. Ég legg mikið upp úr því að eigendur hrossa átti sig því fljótt á því ef þau veikjast. Þá er nauðsynlegt að gefa þeim frí og búa vel að þeim. Mikilvægt er að loftið sé gott, en alls ekki kalt. Með vorinu á að vera hægt að koma betur til móts þessar þarfir." Sigríður segir ekki vitað til þess að hross hafi drepist í kjölfar pestarinnar né orðið það alvarlega veik að þeim hafi verið hætta búin. Mörg hrossanna gangi í gegnum veikindin án þess að fá hita. "Hins vegar er vandinn sá að þetta situr lengur í hrossunum heldur en við héldum í fyrstu og kemur þess vegna verr við alla hestatengda starfsemi. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta valdi hrossunum varanlegu tjóni." Sigríður segir að pestin raski að líkindum vorsýningum kynbótahrossa, þannig að meginþunginn verði á síðsumarsýningunum. 30.04.2010 08:16Æskan og HesturinnÆskan og Hesturinn - Frestað29. apríl 2010
Sýningunni Æskan og Hesturinn sem vera átti í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki,1. maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna hestaflensunar sem er að ganga.Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin. Skrifað af sm 28.04.2010 23:26Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna - breytt dagsetning
Íslandsmótið verður því haldið dagana 12.-15. ágúst á félagssvæði hestamanna á Hvammstanga.
Skrifað af selma 28.04.2010 23:22Þátttökufjöldi hrossa á LM16.apríl síðastliðinn var lesið úr félagatali hestamannafélaganna fjölda félagsmanna í hverju félagi fyrir sig. Út frá þeim tölum er reiknaður fjöldi hrossa sem hverju félagi er heimilt að senda á Landsmót 2010. Fyrir hverja 125 félaga fer einn hestur. Fjöldi hrossa á LM 2010Félag: Samtals 121 hross Það er því ljóst að í hverjum flokki Gæðingakeppninnar á Landsmóti
2010 mun 121 hross hafa þátttökurétt. Skrifað af selma 28.04.2010 23:00Kynbótasýning á Blönduósi 6. og 7. maí 2010Vegna hættu á
útbreiðslu á veirusýkingu í hrossum hefur verið ákveðið að halda kynbótasýningu
á Blönduósi fimmtudaginn 6. maí og yfirlitssýningu að morgni föstudags 7. maí.
Ef skráningar gefa tilefni til verður miðvikudegi 5. maí bætt
við. Tekið er á móti
skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu [email protected] eða í síma 451-2602 /
895-4365. Síðasti
skráningardagur er mánudagur 3. maí. Sýningargjald er
14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf
að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og
senda kvittun á netfangið [email protected]
með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða. Munið að kynna
ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og
spattmyndir. Nánari upplýsingar
um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins
www.rhs.is Búnaðarsamband
Húnaþings og Stranda Skrifað af selma 28.04.2010 08:39Vinnudagur nefnda NeistaMinnum á vinnufund nefnda Neista í Reiðhöllinni fimmtudagskvöldið 29. apríl kl. 19.30. Stjórn Neista Skrifað af selma 23.04.2010 20:32Dagskrá Tekið til kostanna 2010![]() ![]() Gustur í góðum félagsskap. Ingunn og Hágangur. Það er gaman að segja frá því að á sýningunna Tekið til kostanna munu heimasæturnar á Dýrfinnustöðum þær Ingunn og Björg mæta sérdeilis vel ríðandi. Reiðskjótar þeirra eru gæðingarnir og hestagullin Hágangur frá Narfastöðum og Gustur frá Hóli sem er í feikna formi. Það er greinilegt að Gustur fær gott atlot hjá Ingólfi bónda á Dýfinnustöðum því klárinn lítur glæsilega út og er unun að sjá hann dans um með miklum hreyfingum hjá Ingunni dóttur Ingólfs.Dagskrá sýningarinnar er nú fullmótuð og stefnir í skemmtilega og flotta sýningu. Í fyrsta sinn í heiminum verður riðin munsturreið á fljúgandi skeiði en það eru knáir skeiðreiðarmenn úr Skagafirði undir stjórn Elvars E. Einarssonar sem það sýna. Börn og unglingar úr vetrarstarfi hestamannafélagana í Skagafirði munu sýna flott munsturatriði einnig verða nemendur frá Hólaskóla með glæsileg munsturatriði. Ekki má gleyma hinum stórglæsilegu húnvetnsku Dívum sem koma með enn eitt glæsiatriðið eins og þeim er einum lagið. Sýningin byrjar kl: 20:30 á laugardagskvöldið í reiðhöllinni Svaðastaðir. Forsala miða er í reiðhöllinni og kostar miðinn 2500.- krónur. Dagskrá Tekið til kostanna 2010. Heimasæturnar á Dýrfinnustöðum Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 1 Kynbótahross Reiðkennaraefni Hólaskóla Katla-Hervör og Christina Munsturreið á skeiði Sumarsveifla Klárhross Prúðbúnar dömur Gola og Heiðrún Hlé 20 mín Skeiðkeppni Léttisfélagar Penni frá Glæsibæ Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 2 Alhliðahross Die Sensenfrauen (Hólanemar 1.ár) Íþróttamenn Skagafjarðar Húnvetnsku Dívurnar Bragi og Tryggvi Lesa meira Skrifað af selma 22.04.2010 09:21"Strákarnir í prófi"Þeir voru sko flottir "strákarnir" hennar Söndru sem mættu í próf í Knapamerki 1 í gær. Hér eru þeir Magnús Ólafsson, "forsetaskjóni" og Sandra reiðkennari "Strákarnir" þeir Beggi, Rúnar, Kristján, Lalli, Maggi og Hjalli (vantar Sævar) með prófdómaranum Helgu og reiðkennaranum Söndru. Það mættu 7 í próf í gær og þá hafa 20 fullorðnir lokið prófi í Knapamerki 1, 10 konur og 10 karlar. Allir stóðust það með glæsibrag. Til hamingju öll. Skrifað af selma 21.04.2010 09:29Hósti í hrossumEftrifarandi tilkynning er á heimasíðu
Matvælastofnunar - mast.is Smitandi hósti í hrossum breiðist nú á milli hesthúsa víða um land og er talið líklegast að um veirusýkingu sé að ræða. Fyrstu rannsóknir benda til þess að ekki sé um hestainflúensu eða smitandi háls- og lungnakvef/fósturlát (EHV-1) að ræða en það eru alvarlegustu veirusýkingarnar sem leggjast á öndunarfæri hrossa. Áfram er unnið að því að greina orsökina. Ekki er enn vitað til þess að hross á útigangi hafi sýkst og óvíst hvort það muni gerast, en það kæmi sér sérlega illa nú þegar hætta á öskufalli er yfirvofandi á stórum landssvæðum. Hestamönnum er því ráðlagt að hafa fataskipti og þvo sér um hendur áður en útigangshrossum er gefið og ekki gefa útigangi moð frá sýktum hrossum. Mikilvægt er að hvíla hesta sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar eða eru í byrjunarfasa slíkrar sýkingar og getur það skipt sköpum um hversu hratt þeir ná bata. Alls ekki má mæta með slíka hesta í keppni eða sýningar af nokkru tagi. Hestamenn eru því hvattir til að halda sýningahaldi í lágmarki á meðan veikin gengur yfir. Skrifað af selma 18.04.2010 20:16Grunnskólamót - úrslitUm hálf fimmleytið í dag lauk keppni í hestaíþróttum
grunnskólanna á norðvesturlandi. Var keppt í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkrók og var hinn besta skemmtan. Úrslit urðu eftirfarandi: Fegurðareið 1. - 3. bekkur 1.Guðný Rúna Vésteinsdóttir á Blesa frá Litlu-Tungu 2 Varmahlíðarskóli 2.Lara Margrét Jónsdóttir á Vörpu frá Hofi Húnavallaskóli 3.Jón Hjálmar Ingimarsson á Flæsu frá Fjalli Varmahlíðarskóli 4. Hólmar Björn Birgirsson á Tangó frá Reykjum Grunnskóli Austan Vatna 5.-6.Ásdís Freyja Grímsdóttir á Funa frá Þorkelshóli Húnavallaskóli 5.-6.Guðmunda Góa Haraldsdóttir á Mána frá Árbakka Árskóli Tölt 4. - 7. bekkur 1.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjarmóti Varmahlíðarskóli 2.Ingunn Ingólfsdóttir og Hágangur frá Narfastöðum Varmahlíðarskóli 3.Guðmar Freyr Magnússon og Frami frá Íbishóli Árskóli 4.Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi Gr. Blönduósi 5.Rakel Eir Ingimarsdóttir og Smáralind frá S.-Skörðugili Varmahlíðarskóli Tölt 8.-10.bekkur 1. Eydís Anna Kristófersdóttir og Spyrna frá Syðri-Reykjum Gr.Húnaþings Vestra 2.Elínborg Bessadóttir og Blesi frá Litlu-Tungu Varmahlíðarskóli 3.Stefán Logi Grímsson og Gleði frá Sveinsstöðum Húnavallaskóli 4.Katarína Ingimarsdóttir og Johnny Be Good frá Hala Varmahlíðarskóli 5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ Gr.Húnaþings Vestra 6.Friðrik Andri Atlason og Perla frá Kvistum Varmhlíðarskóli Skeið 8.-10.bekkur 1. Fríða Marý Halldórsdóttir og Stígur frá Efri-Þverá Gr.Húnaþings Vestra 2.Stefán Logi Grímsson og Hávar frá Hofi Húnavallaskóli 3.Steindóra Ólöf Haraldsdóttir og Gneisti frá Ysta-Mói Árskóli 4.Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir og Kráka frá Starrastöðum Varmahlíðarskóli 5.Ragnheiður Petra Óladóttir og Hrekkur frá Enni Árskóli Og það fór þannig að Varmahlíðarskóli varði bikarinn frá því í fyrra og verður geymdur í Varmahlíðarskóla næsta árið. 1. Varmahlíðarskóli 2. Húnavallaskóli 3. Árskóli Til hamingju krakkar úr Varmahlíðaskóla með þennann frábæra árangur Skrifað af selma 18.04.2010 09:33Ráslisti fyrir Grunnskólamótið á SauðárkrókiHér kemur ráslistinn fyrir síðasta grunnskólamót vetrarins, það verður í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á morgun. Keppnin hefst kl. 13:00. Skráningargjöld skulu greidd fyrir keppni. Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst. Gjaldkeri verður við sjoppuna í aðalinngangi reiðhallarinnar. Þar verður hægt að kaupa sér kaffi, gos, sælgæti og pizzu. Ef einhverjar athugasemdir eru, þá vinsamlega sendið póst á [email protected] Dagskrá Fegurðarreið Tölt 4. - 7. bekkur Tölt 8. - 10. bekkur Skeið 8. - 10. bekkur Að lokinni keppni er keppendum boðið uppá pizzu og gos. * ATH úrslit eru riðin í lok hverrar greinar
Skrifað af selma 14.04.2010 21:24Frábær myndFengum sendar flottar myndir af æskulýðssýningunni frá Hjálmari Ólafssyni í Kárdalstungu sem settar voru í myndaalbúm. Takk fyrir Hjálmar. Verð að setja hér þessa æðislega flottu mynd af þeim feðginum Ingu Rós og Hauki. Skrifað af selma 13.04.2010 23:16KnapamerkjaprófÓli Magg og Sandra mættu með nemendur sína í fyrstu knapamerkjapróf vetrarins í Reiðhöllina í gær. Helga Thoroddsen prófdómari mætti kl. 17 til að taka út 13 nemendur. Í prófið mættu 10 konur og 3 karlar sem stóðust öll prófið með glæsibrag. Innilega til hamingju með það. Óli og Helga eitthvað að spá..... Didda í Litladal mætt í hringinn Sandra, Edda, Gummi og Helga Sigga, Anna Magga og Höskuldur Þeir voru glaðir nemendur, kennari og prófdómari að aflokun góðu dagsverki. Nú er hægt að kíkja á YouTube og sjá verklegt Knapamerkjapróf 2 stig. Skrifað af selma 13.04.2010 11:44Loka GrunnskólamótiðNú er komið að loka mótinu í Grunnskólamótaröð hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.Það verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00 Keppt verður í: Fegurðarreið 1. - 3. bekkur Tölt 4. - 7. bekkur Tölt 8. - 10. bekkur Skeið 8. - 10. bekkur Við skráningu þarf að koma fram keppnisgrein, nafn knapa, bekkur og skóli. Nafn hests, aldur, litur og upp á hvora hönd er riðið. Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst. Frekari upplýsingar hjá Smára í síma 8447285 Skrifað af sm 11.04.2010 22:48Lokaúrslit í KS-deildinni 2010Þá er KS-deildin búin þetta árið. Lokakvöldið var 7.apríl síðastliðinn
og var þá keppt í smala og skeiði og
einnig réðust úrslit í heildarstiga keppninni.Í smalanum sigraði
smalakóngurinn Magnús Bragi Magnússon og er þetta ekki í fyrsta skipti
sem
Magnús Bragi vinnur glæsta sigra í smalakeppni. Í skeiðinu sigraði
Bjarni Jónasson eftir harða keppni við Tryggva Björnsson en þeir félagar
þeyttust í gegnum höllinna á sama tíma 5,10 sek. sem er mjög góður tími,
en Bjarni vann sökum þess að tími hans úr hinum
sprettinum var betri en Tryggva. Með sigrinum í skeiðinu gulltryggði
Bjarni sér sigur í KS-deildinni þetta árið. Stirkleiki á keppninni í
ár var sennilega sá mesti frá upphafi deildarinnar og eflaust eigum við
eftir að sjá marga af þeim hestum og knöpum sem hvað mest hvað að í
KS-deildinni í vetur standa ofarlega á komandi landsmóti í Skagafirði í
sumar.Úrslit úr smala og skeiði má sjá á flipanum ýmis
mót - ks deild - úrslit - smali/skeið. Hér fyrir neðan eru heildarúrslit
í KS-deildinni 2010. Tólf efstu knapar hafa unnið sér
þáttökurétt á næsta ári.
Skrifað af selma
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is