Færslur: 2010 Maí31.05.2010 21:54Endurgreiðslur til viðskiptavina Landsmóts hestamanna 2010Af gefnu tilefni skal það ítrekað að
Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem
keypt hafa verið
vegna Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta. Við biðjum
viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts
biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum að vinda ofan af mótinu í
ár og fjöldi viðskiptavina er stór. Við munum næstu daga ganga skipulega til verks við að endurgreiða, en bendum á að þar sem viðskiptin fóru að mestu leyti fram í gegnum kreditkortaviðskipti í gegnum netmiðasölukerfi okkar, getur liðið einhver tími þar Landsmót kreditfærir og þar til eiginleg endurgreiðsla berst inná reikning viðskiptavinar. Við biðjum viðskiptavini Landsmóts að hafa þetta í huga og búa sig undir að greiðslur í gegnum kreditkortafyrirtæki berast ekki strax og gætu jafnvel borist í fleiri en einni greiðslu (dæmi: keypt er fyrir 48.000; greiðsla berst uppá 24.000 og nokkrum dögum síðar lokagreiðsla). Ógerlegt er að taka við svo miklum fjölda símtala og því biðjum við þá sem vilja endurgreiðslu um að senda tölvupóst ásamt kvittun um kaupin á netfangið: [email protected]. Þar sem fyrirhugað er að Landsmót verði haldið að ári (2011) er viðskiptavinum að sjálfsögðu í sjálfvald sett hvort þeir vilji eiga miðana inni hjá mótshöldurum. Öllum tölvupóstum verður sinnt skipulega en eins og áður sagði; fjöldinn er mikill og munu starfsmenn Landsmóts ganga vasklega til verks og leggja sig fram um að vera í góðu sambandi við viðskiptavini við að endurgreiða. F.h. Landsmóts hestamanna ehf. Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri www.lhhestar.is Skrifað af selma 31.05.2010 21:49Landsmóti 2010 frestaðSamhljóða ákvörðun var tekin á fundi
hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum
dýralæknamála,
starfandi dýralæknum, fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og fulltrúa sjávar-
og landbúnaðarráðuneytisins vegna smitandi
hósta sem herjað hefur á hrossastofninn í landinu undanfarið.
Í ályktuninni samþykkti fundurinn að fresta Landsmóti 2010 en halda það að ári, á Vindheimamelum í Skagafirði eins og til stóð á þessu ári. Fundurinn ítrekaði að þessi frestun Landsmóts um ár skyldi unnin í nánu samstarfi við Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga (FEIF). Jafnframt var skorað á Landssamband hestamannafélaga (LH) og Bændasamtök Íslands (BÍ) að sýningar- og keppnishald yrði endurskoðað á næstu mánuðum til að gera eigendum hrossa, sem stefnt var með í dóma, sýningar- eða keppni á árinu, kleift að skrá þau til þátttöku þegar þau eru orðin heilsuhraust. Tryggt verði að sýningar- og keppnishald fari fram með velferð hestsins og heilsu að leiðarljósi. Fundinn sátu auk helstu hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt, fulltrúi sjávar- og landbúnaðarráðuneytis, formenn BÍ og LH, stjórn Landsmóts ehf., formaður Félags hrossabænda og Félags tamningamanna. Fulltrúar yfirvalda dýrlæknamála sátu jafnframt fundinn ásamt starfandi dýralæknum og fulltrúum leiðbeiningaþjónustu. Fyrir liggur að tjón greinarinnar vegna sjúkdómsins er nú þegar orðið gífurlegt og hagsmunir miklir. Er skorað á stjórnvöld að tryggja Matvælastofnun (MAST) og Tilraunastöðinni á Keldum nægjanlegt fjármagnt til að auka rannsóknir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Jafnframt verði Landsmótshöldurum tryggð sú fjárhagslega staða að framtíðar mótahaldi sé ekki ógnað. Aðspurður segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Landsmóts hestamanna ehf Landsmót vera stærsta glugga hestamennskunnar í landinu og gífurlega mikilvægt öllum greinum hestamennskunnar þ.m.t. ferðaþjónustu í landinu. "Tjónið er alvarlegt og það má líkja þessu við náttúruhamfarir, greinin er lömuð og þetta teygir anga sína um allt samfélagið. Þessi ákvörðun var þó óviðráðanleg enda er velferð hestsins algjörlega í fyrirrúmi." Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma segir að ýmislegt varðandi sjúkdóminn og feril hans hafi verið að skýrast á síðustu dögum. Nauðsynlegt sé þó að fara í frekari rannsóknir á eðli hans og uppruna. "Þetta er vægur sjúkdómur en einkenni hans vara í nokkrar vikur og það hefur sett undirbúning Landsmóts í uppnám" segir Sigríður. Að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Landsmóts ehf. munu seldir miðar að sjálfsögðu verða endurgreiddir. "Ég vil þó biðja fólk um að sýna okkur smá biðlund, en allir sem þess óska fá miðana endurgreidda en einnig er möguleiki á að geyma miðana til ársins 2011. Reynt verður að fara í samstarf við flugfélög vegna flugfarmiða þeirra sem eru að koma erlendis frá en flestir eiga þó að geta nýtt sér ferða- eða forfallatryggingar. Við munum á næstunni senda út leiðbeiningar til allra sem keypt hafa miða og kynna fyrirkomulagið" segir Jóna Fanney. Ályktun fundarins má sjá með því að smella hér.www.lhhestar.is Skrifað af selma 31.05.2010 16:03Landsmóti 2010 hefur verið frestaðLandsmóti 2010 hefur verið frestað ![]() það á fundi hagsmunaaðila sem nú er að ljúka í landbúnaðarráðuneytinu. Nánar verður skýrt frá fundinum með fréttatilkynningu LH. Skrifað af selma 28.05.2010 20:10Mikil samstaða á formannafundi LHFormannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldin í dag, 28.maí, í
húsakynnum ÍSÍ. Fundurinn var vel sóttur en auk formanna og
fulltrúa hestamannafélaganna sátu fundinn: stjórn LH, fyrrverandi
formenn LH, formaður FHB og formaður FT. Fyrir hönd Landsmóts hestamanna
ehf.
mættu: stjórn Landsmóts ehf., framkvæmdastjóri, mótsstjóri og hluti
framkvæmdanefndar. Umræðuefni fundarins var áhrif kvefpestar á Landsmót 2010. Fundurinn hófst með því að Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur og Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir héldu stutt erindi um veikina. Að því loknu voru fyrirspurnir fundargesta úr sal leyfðar. Hér að neðan má sjá þær spurningar og svör sem dýralæknarnir sátu fyrir: Sigurður Ævarsson - LH: Vísar í fyrirlestur Gunnars og spyr hvort að þeir hestar sem búið var að sleppa út hvort þeir hafi verið í upphafi eða enda veikinda? GÖG: Hestarnir voru búnir að vera veikir og veiktust aftur. Fengu hita og hor. Mælir með því að byrja ekki að þjálfa hrossin aftur fyrr en 2 vikum eftir síðasta hósta. Byrja mjög rólega. Ómar Didriksson - Geysi: Hefur veikin áhrif á sæði/frjósemi stóðhesta? GÖG: Langvinnur sótthiti í stóðhestum hefur áhrif á sæðisgæði, en svona skammvinnur hiti eins og nú er í gangi hefur ekki áhrif. Kristinn Guðnason - FHB: Sem dæmi; hestur sem er búin að vera veikur í 3 vikur og er einkennalaus í dag, hvað er eðlilegt að líði langur tími þar til hesturinn sé tilbúin til að þola þau átök sem hann verður fyrir í keppni? GÖG: Það er mjög misjafnt eftir hrossum. Það var skoðað ofan í barka á nokkrum hrossum sem voru á mismunandi stigum veikinnar. Sum þeirra voru með roða og stækkaðan eitlavef. Sást slím í barka. Slímið virðist koma mest frá slímhimnum nefs, en ekki ofan úr lungunum. Ef einkennin eru horfin en hesturinn samt með einstakan hósta þá getur það tekið 3-6 vikur, misjafnt eftir einstaklingnum, að komast aftur í þjálfun. Kristinn Guðnason - FHB: Ef farið er of geyst af stað að nýju getur það haft varanleg áhrif á hestinn? GÖG: Ég hef ekki trú á því að hesturinn beri varanlegan skaða. Guðni Árnason - Smára: Er það möguleiki að hross sem hefur verið stopp í 7-8 vikur og er komið í þjálfun, hittir hross á LM sem er smitað, getur verið að það smitist aftur? VS: Tekur sem dæmi kverkeitlabólgu að það sé möguleiki á endursmiti 6 mánuðum seinna. Oddur Hafsteinsson - LH: Vísar til prófana á lyfjum í Steinsholti og í Ingólfshvoli, vitið þið eitthvað um það? VS og GÖG: nei, ekki neitt. Haraldur Þórarinsson - LH: er sannað að hross séu að smitast aftur og aftur? VS: hross sem eru í mjög smituðu umhverfi, þá já. Valgerður Sveinsdóttir - Fákur: Þegar hross eru að endursmit, smitast aftur og aftur, er þetta þá sama bakterían sem er að koma aftur eða er þetta ný baktería? VS: Þekkjum það bara frá mönnum að við fáum króníska streptokokka, semsagt sama bakterían aftur. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Er til einhver áætlun fyrir næsta áfall? Því mér sýnist að við eigum von á fleiri veirum á næstunni til landsins ef ekkert verður að gert. GÖG: Já það er til grunnur að viðbragðsáætlun. Eitt stærsta áfallið væri ef inflúensan myndi berast til landsins. Hún er svo feiknalega smitandi. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Eru hestamenn með í því eða er þetta bara innan skrifstofunnar? GÖG: Byrjar innan skrifstofunnar og svo eru fengnir til liðs hestamenn sem þekkja vel til. Ekki hægt að búa til viðbraðgsáætlun fyrir allar veirur, en grunnurinn er til. Sveinbjörn Sveinbjörnsson fundarstjóri: Hverjar eru smitvarnirnar á Keflavíkurflugvelli? GÖG: Tollverðir vita að það má ekki koma inn með hestabúnað. Innflutningur með pósti er allur tjékkaður af. Hestamenn sjálfir verndi búin sín. Stoppi sína gesti líka sjálf. Varðandi þessa veiru voru viðbrögðin ekki samræmd í upphafi meðal manna. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Greinin er í molum útaf kvefpest, hvað gerist þá ef verri veira berst til landsins? Leggur áherslu á að ítreka smitvarnir! GÖG: hefur verið reynt að fá fjármagn til þess að dreifa bæklingum/einblöðungum í t.d. flugvélum en ekki fengist. Óþekktur fundargestur: Afhverju er fræðsla meðal þeirra sem koma til landins ekki betri? GÖG: segir að ekki hafi fjárveiting fengist til þess að kynna svona til erlendra ferðamanna um borð í flugvélum. Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Segir að dæmi úr Skagafirði hafa sýnt að fúkkalyf, astmalyf og slímlosandi lyf hafa lítið hjálpað veikum hrossum og engin áhrif haft á veikina. GÖG: sumum hrossum virðist batna og líða betur við fúkkalyfsmeðferð. Hversu vel þeim batnar, upp á að geta farið að æfa þau aftur vill hann þó ekki fullyrða um. Jónína Stefánsdóttir - Stígandi: Getur krónískur hósti, líkt og virðist hafa komið fram hjá Gísla Gíslasyni í Þúfum Skagafirði, komið fram ef hross eru hreyfð of snemma og hvort þau séu þá ekki orðin verðlaus? GÖG: Fullyrði ekki um þetta en segir þó að dæmi séu um hross sem hóstað hafa í margar vikur hafa hætt því eftir fimm daga fúkkalyfsmeðferð. Jónína Stefánsdóttir - Stígandi: Hvernig fer influensan með okkur fyrst þessi væga kvefpest er að setja allt á hausinn núna? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja að influensan nái til okkar, kannski með bóluefni? VS: Ekki eru til góð bóluefni við influensu, því miður. Þó að influensan sé endilega ekki það versta, það versta við hana er hversu þrælsmitandi hún er. Ef influensa nær til landsins verður hún ekki landlæg heldur einn snarpur faraldur sem nánast ógjörlegt verður að stoppa. Sigurður Ævarsson - LH: Hefði fólk áttað sig á því fyrr, hvað um var að ræða, hefði verið farið í lokanir á svæðum, og þá hvað lengi? GÖG: Svíar hafa góða reynslu af slíkum lokunum, þeir loka hrossabúgörðum í 2-3 mánuði. Vandræði okkar Íslendinga er að þessi hesthúsahverfi okkar eru einsdæmi, þekkjast ekki erlendis, mjög flókið að loka þeim. Ómar Diðriksson - Geysir: Hafa einhverjir hestar sloppið við pestina? GÖG: Hugsanlegt er að einhverjir sleppi, það er ekki vitað. Björn Bjarnason - Sörli: Það eru margir hestamenn mjög svartsýnir á að halda LM2010 en vill benda á að um 120 hross hafa verið sýnd á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Þar á meðal var 1 hestur sýndur frá Þúfum, Kappi frá Kommu, og fór í góðar tölur. Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Vill taka það fram að Gísli Gíslason Þúfum tók það sérstaklega fram að hann hefur ekki séð Kappi frá Kommu veikjast. Gunnari og Vilhjálmi þakkað fyrir fyrirlestrana og góð svör við spurningum fundargesta. Á fundinum voru eftirfarandi tvær ályktanir samþykktar: 1) Ályktun til Matvælastofnunnar Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 skorar á Matvælastofnun að hún láti rannsaka með hvaða hætti sjúkdómur sá sem herjar á íslenska hrossastofninn barst til landsins. Þá krefst fundurinn þess að stofnunin leiti þegar allra leiða til að koma í veg fyrir að aðrir sjúkdómar berist hingað. Telur fundurinn að núverandi framkvæmd sjúkdómavarna sé verulega ábótavant. 2)Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 hvetur stjórnir Landssambands hestamannafélaga, Bændasamtaka Íslands og Landsmóts hestamanna ehf. að hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við ákvarðanatöku um hvort halda eigi Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2010 í ljósi þess sjúkdóms sem nú herjar á íslenska hrossastofninn: - Velferð hestsins - Ímynd hestamennskunnar og Landsmóts til framtíðar. Nánar verður greint frá fundinum og niðurstöðum hans síðar. www.lhhestar.is Skrifað af selma 27.05.2010 20:18Hrossapestin er bráðsmitandi Innlendar fréttir | Heilbrigðismál | 27.05.2010 18:01
Hrossapestin er bráðsmitandiNú er ljóst að smitandi hósti í hrossum, sem breiðst hefur út um allt land eins og eldur í sinu undanfarið, er ekki veirusýking. Um er að ræða bráðsmitandi bakteríusýkingu. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma á Matvælastofnun segir að bakterían magnist upp inni í hesthúsum og því sé mikilvægtm, þar sem því verði við komið, að setja hrossin út.26.05.2010 23:02Félagsmót Neista og úrtaka fyrir LandsmótÞar sem hestapestin svonefnda virðist ekkert vera í rénum þá er félagsmóti Neista frestað um óákveðinn tíma. Stefnt er að þátttöku á Landsmóti hestamanna og verður úrtaka fyrir það væntanlega haldin með Vestur Húnvetningum. Þeir sem hyggja á að taka þátt í úrtökunni hafi sambandi við Val Vals í síma 8679785 eða Óla Magg í síma 8690705 svo hægt sé að sjá fjölda þeirra keppenda sem hug hafa á að taka þátt. Landssamband hestamannafélaga hefur boðað til formannafundur föstudaginn 28. maí. Þar eru formenn beðnir að taka stöðumat hjá sínu hestamannafélagi. Í framhaldi af þessum fundi verður ákörðun tekin um það hvort Landsmót verði haldið á réttum tíma. Því miður er þessi veiki miklu alvarlegri en í upphafi var haldið og virðist hún vera þrálát og erfið viðureignar. Eigendur hrossa eru hvattir til að fylgjast vel með hrossum sínum og fá upplýsingar hjá dýralæknum varðandi meðhöndlun ef þau veikjast. Stjórn Neista Skrifað af selma 26.05.2010 18:58Opinn fundur á Norðurlandi um hestapestinaNæstkomandi Sunnudag (30. maí) munu hrossaræktarsamböndin á Norðurlandi standa fyrir opnum fundi á Hótel Varmahlíð vegna hinnar svokölluðu hestapestar. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum til hrossaræktenda og tamningamanna vegna veikinnar og gefa mönnum færi á að skiptast á skoðunum um stöðu mála. Gestir fundarins verða Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma, Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ. Fundurinn hefst kl: 20:00. Hrossaræktarsamband Skagfirðinga Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga Hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu Samtök hrossabænda í A-Húnavatnssýslu Skrifað af selma 26.05.2010 18:55Kynbótasýning á Blönduósi 3. og 4. júní 2010Að öllu óbreyttu er stefnt að því að halda kynbótasýningu á Blönduósi fimmtudaginn 3. júní og yfirlitssýningu að morgni föstudags 4. júní. Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu [email protected] eða í síma 451-2602 / 895-4365. Síðasti skráningardagur er mánudagur 31. maí. Sýningargjald er 14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið [email protected] með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða. Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Skrifað af selma 21.05.2010 23:16Hestafréttir spurðu nokkra knapa álitsHestafréttir spurðu nokkra knapa álits Skiptar skoðanir eru varðandi niðurstöðu Landsmótsnefndar eftir fundinn í dag. Hestafréttir tóku nokkra knapa tali í dag til að kanna álit þeirra varðandi ákvörðunatöku Landsmótsnefndar: Hver er afstaða þín varðandi ákvörðunartöku Landsmótsnefndar? Hvað myndir þú vilja gera í stöðunni? Hvað eru hrossin búin að vera veik lengi hjá þér? 21.05.2010 23:06Fundur með hagsmunaaðilum innan hestamennskunnarFundur með hagsmunaaðilum innan hestamennskunnarÍ dag fór fram fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með öllum hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar. Tilgangur fundarins var að fá heildarsýn yfir stöðu mála vegna hóstapestarinnar svonefndu. Síðast liðinn mánudag skipaði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir nefnd, en í henni eiga sæti Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Sveinn Ólason dýralæknir. Þau hafa verið að safna öllum tiltækum upplýsingum um veikina og kynnti Sigríður helstu niðurstöður á rannsóknum þeirra og veitti ráðgjöf í ljósi þeirra. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi, ekki síst er varðar Landsmót hestamanna sem fara á fram á Vindheimamelum í Skagafirði 27. júní - 4. júlí. Við ákvarðanatöku var reynt að meta þyngd og alvarleika hóstapestarinnar með tilliti til velferðar hrossa og jafnframt hvort faraldurinn muni verða að miklu leyti genginn yfir þegar úrtökur fyrir landsmótið fara fram. Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun: Á sameiginlegum fundi hagsmunaaðila í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu voru aðilar sammála um að stefnt skuli að því að halda Landsmót hestamanna á áður ákveðnum tíma. Aðilar voru sammála um að endurskoða fyrirkomulag og dagsetningar á úrtökum og dómum hrossa fyrir landsmótið með það að leiðarljósi að gera sem flestum hrossum mögulegt að vinna sér þátttökurétt. Hópurinn mun koma saman um næstu mánaðarmót og endurmeta stöðuna. 11.05.2010 08:52Frá ÆskulýðsnefndÞó svo það sé hlé á námskeiðahaldi hjá krökkunum í knapamerkjunum vegna kvefpestarinnar í hestunum okkar þá er æskulýðsnefnd búin að ákveða að halda uppskeruhátíðina á Þingeyrum sunnudaginn 13. júní og vonum auðvitað að allir hestar verði orðnir hressir þá ![]() Þar sem engin var ferðin á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki verðum við að gera langa og skemmtilega ferð í staðin og er því fyrirhugað að reka (á laugardegi) og eða flytja (á sunnudegi) hestana í Þingeyrar, ríða út á sunnudeginum, gera eitthvað skemmtilegt og grilla eitthvað gott. ![]() Skrifað af selma 10.05.2010 11:00Tilkynning frá framkvæmdanefnd Landsmóts hestamannFrá fundi framkvæmdanefndar í Skagafirði 7. maí. Á
fundi framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna sem haldinn var í
Skagafirði, 7. maí með dýralækni hrossasjúkdóma var
ákveðið að ekki verði hvikað frá undirbúningi Landsmóts þrátt fyrir að
smitandi hósti gangi nú yfir
hrossastofninn.Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá. Ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda. Í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku. Félögin eru hvött til þess að nýta þetta ákvæði, ef þörf krefur, til að veita sem flestum tækifæri til að afla sér þátttökuréttar á Landsmóti. Hestamenn eru hvattir til að gæta að velferð hrossa sinna og mæta ekki með veik hross til keppni eða sýninga. Frekari upplýsingar um smitandi hósta hrossa er að finna HÉR. Framkvæmdanefnd Landsmóts Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun Skrifað af selma 05.05.2010 14:00Tilkynning frá hrossaræktarráðunaut Guðlaugur V. Antonsson
Hinar hefðbundnu vor- og héraðssýningar kynbótahrossa munu á næstunni fara í gang af fullum þunga svo sem vant er á þessum árstíma. Ekki hefur á þessu stigi málsins verið ákveðið með neinar breytingar á fyrirliggjandi dagskrá sýninganna. Vil ég því hvetja þá sem enn hafa sloppið við pestina eða sem hafa hross sem náð hafa sér að fullu að nýta tækifærið og koma hrossum til dóms hið fyrsta. Fyrirsjáanlegt er að álag verður að vanda mikið síðustu vikur dóma og eykst væntanlega enn með tilkomu pestarinnar. Tuttugu og sjö hross mættu til dóms á Sauðárkróki, um fjörtíu eru skráð á Blönduósi og um áttatíu í Reykjavík þannig að greinilegt er að enn eru einhver hross heilbrigð. Næstu sýningar eru síðan í Eyjafirði og Hafnarfirði. Ákveðið hefur verið að öllum hrossum sem sýna sjúkdómseinkenni pestarinnar verði umsvifalaust vísað frá sýningunum. Enda um ótvírætt dýraverndunarmál að ræða að aðeins sé komið til dóms með hross í góðu heilbrigðisástandi. Guðlaugur V. Antonsson Skrifað af selma 04.05.2010 19:29Kynbótasýning Blönduósi 6. maí 2010 - Röð knapaFimmtudagur 6. maí Holl 1 kl 8:00 1 Tryggvi Björnsson 2 Baldvin Ari Guðlaugsson 3 Tryggvi Björnsson 4 Sandra Maria Marin 5 Tryggvi Björnsson 6 Þórarinn Eymundsson 7 Baldvin Ari Guðlaugsson 8 Tryggvi Björnsson 9 Helga Thoroddsen 10 Þórarinn Eymundsson 11 Tryggvi Björnsson 12 Fanney Dögg Indriðadóttir 13 Sandra Maria Marin 14 Tryggvi Björnsson Fimmtudagur 6. maí Holl 2 kl 12:30 1 Jóhann Birgir Magnússon 2 Baldvin Ari Guðlaugsson 3 Tryggvi Björnsson 4 Agnar Þór Magnússon 5 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 6 Jóhann Birgir Magnússon 7 Tryggvi Björnsson 8 Herdís Einarsdóttir 9 Jakob Svavar Sigurðsson 10 Agnar Þór Magnússon 11 Jóhann Birgir Magnússon 12 Tryggvi Björnsson 13 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 14 Herdís Einarsdóttir Fimmtudagur 6. maí Holl 3 kl 16:30 1 Ólafur Magnússon 2 Tryggvi Björnsson 3 Jóhann Birgir Magnússon 4 Baldvin Ari Guðlaugsson 5 Agnar Þór Magnússon 6 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir 7 Ólafur Magnússon 8 Tryggvi Björnsson 9 Jóhann Birgir Magnússon 10 Herdís Einarsdóttir 11 Jakob Svavar Sigurðsson 12 Ólafur Magnússon 13 Tryggvi Björnsson Yfirlitssýning hefst kl 9:30 á föstudag 7. maí Vorsýning á Blönduósi Mót númer: 03 - 06.05.2010 Sýningarstjóri: Gunnar Ríkharðsson Aðaldómari: Guðlaugur V Antonsson Dómari 2: Sigbjörn Björnsson Dómari 3: Elsa Albertsdóttir Annað starfsfólk: Þórður Pálsson Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra IS2004155411 Kufl Grafarkoti Litur: 2510 Brúnn/milli- skjótt Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson Eigandi: Herdís Einarsdóttir F: IS1998187045 Klettur Hvammi M: IS1988255410 Kórea Grafarkoti Sýnandi: Herdís Einarsdóttir IS2004157547 Sólnes Ytra-Skörðugili Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt Ræktandi: Ingimar Ingimarsson Eigandi: Ingimar Ingimarsson F: IS1988165895 Gustur Hóli M: IS1992257552 Svartasól Ytra-Skörðugili Sýnandi: Þórarinn Eymundsson Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra IS2005165493 Baugur Efri-Rauðalæk Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Guðlaugur Arason Eigandi: Guðlaugur Arason F: IS2000165490 Krókur Efri-Rauðalæk M: IS1984260002 Dögg Akureyri Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson IS2005158843 Blær Miðsitju Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt Ræktandi: Magnús Andrésson Eigandi: Magnús Andrésson F: IS2001137637 Arður Brautarholti M: IS1991258302 Björk Hólum Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2005155354 Rammur Höfðabakka Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson Eigandi: Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson F: IS2001165222 Rammi Búlandi M: IS1994255353 Smella Höfðabakka Sýnandi: Tryggvi Björnsson Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra IS2006136481 Bliki Hjarðarholti Litur: 8410 Vindóttur/rauð- skjótt Ræktandi: Jón Þór Jónasson Eigandi: Jón Þór Jónasson F: IS1981187020 Kolfinnur Kjarnholtum I M: IS1992236485 Snót Hjarðarholti Sýnandi: Agnar Þór Magnússon IS2006155022 Eldfari Stóru-Ásgeirsá Litur: 0100 Grár/rauður einlitt Ræktandi: Elías Guðmundsson Eigandi: Elías Guðmundsson F: IS1994166620 Huginn Haga I M: IS1993255035 Eldspýta Stóru-Ásgeirsá Sýnandi: Agnar Þór Magnússon IS2006156400 Magni Sauðanesi Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt Ræktandi: Páll Þórðarson Eigandi: Páll Þórðarson F: IS1998156539 Parker Sólheimum M: IS1992256400 Mirra Sauðanesi Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2006165495 Símon Efri-Rauðalæk Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt Ræktandi: Guðlaugur Arason, Snjólaug Baldvinsdóttir Eigandi: Guðlaugur Arason, Snjólaug Baldvinsdóttir F: IS1990157003 Galsi Sauðárkróki M: IS1996266032 Pandóra Tungu Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson IS2006165490 Svartur Efri-Rauðalæk Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt Ræktandi: Heimir Guðlaugsson Eigandi: Heimir Guðlaugsson F: IS1990184730 Andvari Ey I M: IS1989265805 Nótt Þverá, Skíðadal Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson Einstaklingssýndar hryssur 7 vetra og eldri IS2000238376 Aníta Vatni Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt Ræktandi: Sigurður Hrafn Jökulsson Eigandi: Sigurður Hrafn Jökulsson F: IS1988165895 Gustur Hóli M: IS1988238376 Andrá Vatni Sýnandi: Agnar Þór Magnússon IS2003265893 Auðna Kommu Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt Ræktandi: Vilberg Jónsson Eigandi: Gangráður ehf F: IS1988165895 Gustur Hóli M: IS1995265892 Ugla Kommu Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson IS2003284654 Demba Vestra-Fíflholti Litur: 3300 Jarpur/botnu- einlitt Ræktandi: Ágúst Rúnarsson Eigandi: Ásmundur Ingvarsson F: IS1997184662 Elvis Vestra-Fíflholti M: IS1988284978 Rökkva Dufþaksholti Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2002256345 Gletta Sveinsstöðum Litur: 0100 Grár/rauður einlitt Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir Eigandi: Ólafur Magnússon F: IS1988165895 Gustur Hóli M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum Sýnandi: Ólafur Magnússon IS2003286686 Gæfa Holtsmúla 1 Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Aðalsteinn Sæmundsson Eigandi: Aðalsteinn Sæmundsson F: IS1995186691 Suðri Holtsmúla 1 M: IS1987257225 Gígja Ytra-Skörðugili Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson IS2003225049 Orrahríð Kiðafelli Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt Ræktandi: Sigurbjörn Hjaltason Eigandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason F: IS1986186055 Orri Þúfu M: IS1993257183 Tónaflóð Hólkoti Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2003256345 Stjörnudís Sveinsstöðum Litur: 2220 Brúnn/mó- stjörnótt Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir Eigandi: Þorgils Magnússon F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum Sýnandi: Ólafur Magnússon IS2003265669 Týja Árgerði Litur: 2720 Brúnn/dökk/sv. stjörnótt Ræktandi: Magni Kjartansson Eigandi: Magni Kjartansson F: IS1998165661 Týr Árgerði M: IS1990265660 Hrefna Árgerði Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir IS2002265671 Von Árgerði Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt Ræktandi: Magni Kjartansson Eigandi: Magni Kjartansson F: IS1995165663 Kjarni Árgerði M: IS1991265663 Græja Árgerði Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra IS2004255050 Brimkló Efri-Fitjum Litur: 6400 Bleikur/fífil- einlitt Ræktandi: Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson Eigandi: Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson F: IS1994158700 Keilir Miðsitju M: IS1995255418 Ballerína Grafarkoti Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2004255416 Gella Grafarkoti Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson Eigandi: Herdís Einarsdóttir F: IS1998187045 Klettur Hvammi M: IS1994255410 Glæta Grafarkoti Sýnandi: Herdís Einarsdóttir IS2004256345 Heilladís Sveinsstöðum Litur: 3540 Jarpur/milli- tvístjörnótt Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir Eigandi: Björg Þorgilsdóttir F: IS1989158501 Glampi Vatnsleysu M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum Sýnandi: Ólafur Magnússon IS2004276450 Hildigunnur Kollaleiru Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Hans Friðrik Kjerulf Eigandi: Pétur Vopni Sigurðsson F: IS1996181791 Geisli Sælukoti M: IS1992276426 Þota Reyðarfirði Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2004258430 Hrifning Kýrholti Litur: 4594 Leirljós/Hvítur/milli- blesa auk leista eða sokka hringeygt eða glaseygt Ræktandi: Steinþór Tryggvason Eigandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir, Gísli Steinþórsson, Steinþór Tryggvason F: IS1995135993 Hróður Refsstöðum M: IS1986257809 Þörf Hólum Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir IS2004255474 Hugsýn Þóreyjarnúpi Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt Ræktandi: Þóreyjarnúpshestar ehf Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon F: IS1994166620 Huginn Haga I M: IS1989255475 Kólga Þóreyjarnúpi Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon IS2004265492 Krækja Efri-Rauðalæk Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt Ræktandi: Guðlaugur Arason Eigandi: Guðlaugur Arason F: IS1986186055 Orri Þúfu M: IS1994265490 Drottning Efri-Rauðalæk Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson IS2004256287 Ólga Steinnesi Litur: 1540 Rauður/milli- tvístjörnótt Ræktandi: Jósef Magnússon Eigandi: Magnús Jósefsson F: IS1996156290 Gammur Steinnesi M: IS1995256298 Hnota Steinnesi Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2004256392 Stefna Sauðanesi Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Ingibjörg Guðmundsdóttir Eigandi: Þórður Pálsson F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu M: IS1984256018 Skikkja Sauðanesi Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2004256322 Þraut Þingeyrum Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt Ræktandi: Þingeyrabúið ehf Eigandi: Þingeyrabúið ehf F: IS1996135467 Flygill Vestri-Leirárgörðum M: IS1991287378 Tíbrá Stóra-Ármóti Sýnandi: Helga Thoroddsen Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra IS2005255573 Byrjun Bessastöðum Litur: 1200 Rauður/ljós- einlitt Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk F: IS1994158700 Keilir Miðsitju M: IS1998255417 Önn Grafarkoti Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon IS2005255415 Drápa Grafarkoti Litur: 2540 Brúnn/milli- tvístjörnótt Ræktandi: Indriði Karlsson Eigandi: Herdís Einarsdóttir F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleigu M: IS1996255714 Aría Grafarkoti Sýnandi: Herdís Einarsdóttir IS2005255410 Kara Grafarkoti Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson Eigandi: Herdís Einarsdóttir F: IS1996156290 Gammur Steinnesi M: IS1987255412 Klassík Grafarkoti Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2005256275 Líf Hólabaki Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt Ræktandi: Björn Magnússon Eigandi: Björn Magnússon F: IS1993186930 Adam Ásmundarstöðum M: IS1992256275 Dreyra Hólabaki Sýnandi: Tryggvi Björnsson IS2005258703 Þjóðhátíð Miðsitju Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Guðmar Þór Pétursson Eigandi: Guðmar Þór Pétursson F: IS1997186541 Rökkvi Hárlaugsstöðum M: IS1996258700 Skyggna Miðsitju Sýnandi: Tryggvi Björnsson Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra IS2006257342 Blálilja Hafsteinsstöðum Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt Ræktandi: Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson Eigandi: Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson F: IS1993156910 Smári Skagaströnd M: IS1997257340 Dimmblá Hafsteinsstöðum Sýnandi: Þórarinn Eymundsson IS2006255573 Hera Bessastöðum Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleigu M: IS1998255417 Önn Grafarkoti Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon IS2006256895 Orða Eyjarkoti Litur: 3720 Jarpur/dökk- stjörnótt Ræktandi: Guðbjörg Gestsdóttir Eigandi: Guðbjörg Gestsdóttir F: IS2001156297 Glettingur Steinnesi M: IS2002256894 Sæunn Eyjarkoti Sýnandi: Sandra Maria Marin IS2006255571 Ósk Bessastöðum Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon F: IS2001186077 Herakles Herríðarhóli M: IS1995265661 Milla Árgerði Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon IS2006256139 Stikla Efri-Mýrum Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt Ræktandi: Sandra Maria Marin Eigandi: Sandra Maria Marin F: IS1993156910 Smári Skagaströnd M: IS1995235510 Þruma Hvítárbakka 1 Sýnandi: Sandra Maria Marin IS2006255411 Sýn Grafarkoti Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt Ræktandi: Fanney Dögg Indriðadóttir Eigandi: Elvar Logi Friðriksson, Fanney Dögg Indriðadóttir F: IS2000135815 Sólon Skáney M: IS1994255415 Ásjóna Grafarkoti Sýnandi: Fanney Dögg Indriðadóttir IS2006235698 Unun Vatnshömrum Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt Ræktandi: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Jóhann Birgir Magnússon, Sveinn Hallgrímsson Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon F: IS1998184713 Aron Strandarhöfði M: IS1998235698 Iða Vatnshömrum Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon Skrifað af selma 04.05.2010 12:23Hrossasýningar raskast
Röskun hefur orðið á undirbúningi landsmóts hestamanna í sumar vegna smitandi hósta í hrossum sem grasserar nú í hesthúsum. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, ráðleggur hestamönnum eindregið að hvíla veik hross og segir að ekki megi mæta með þau á sýningar eða í keppni. Ekki hefur tekist að greina sjúkdóminn. Sigríður segir að þetta virðist nýr veirusjúkdómur hér á landi því lítil mótstaða sé gegn honum. Gjarnan fylgja bakteríusýkingar í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös. "Vandinn liggur í því hvað hrossin eru lengi að jafna sig og raunar ekki útséð með það hversu lengi þau eru að ná sér alveg," segir Sigríður. Hún segir að reynslan sýni að hrossin þurfi að fá hvíld meðan
sjúkdómurinn gangi yfir. Ef menn byrji of snemma að ríða út geti
hrossunum slegið niður. "Hestamenn verða að taka þetta alvarlega. Við
erum smám saman að sjá að raunveruleikinn er verri en við héldum í
upphafi." Skrifað af selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is