Færslur: 2011 Apríl03.04.2011 22:26Grunnskólamót - úrslitÍ dag var síðasta Grunnskólamótið í þriggja móta röð haldið í Þytsheimum á Hvammstanga og tókst það með stakri prýði. 85 skráningar voru og höfðu þátttökurétt börn í Grunnskólum á Norðurlandi vestra. Æskulýðsnefndir hestamannafélaga svæðisins héldu þessi mót. Fyrsta mótið var haldið á Blönduósi í febrúar og annað mótið á Sauðárkróki í mars. Að móti loknu varð ljóst hvaða skóli var hlutskarpastur í stigakeppninni, en naumt hafði verið á munum fyrir síðustu grein, sem var skeið. Stigakeppnin fór svo: 1. Varmahlíðarskól 94 stig 2. Húnavallaskóli með 89 stig 3. Grunnskóli Húnaþings vestra með 59 stig 4. Árskóli með 53 stig 5. Blönduskóli með 48 stig 6. Grunnskólinn Austan Vatna 41 stig ![]() Innilega til hamingju. Úrslit mótsins í dag voru eftirfarandi: Fegurðarreið 1.-3. bekkur ![]()
![]()
![]()
![]()
Skrifað af selma 02.04.2011 07:39Grunnskólamót - Ráslistar
Skráningargjöld skulu greidd áður en mót hefst og þá helst í peningum, ekki með kortum. Ráslista má sjá á heimasíðu Þyts.Skrifað af selma 01.04.2011 08:14JakkarÞeir sem eru að hugsa um að panta jakka þurfa að hafa samband við Hólmar Hákon í síma 6956381 fyrir 7. apríl. Hann er með flestar stærðir heima hjá sér þannig að hægt er að kíkja til hans og máta. Skrifað af selma 01.04.2011 08:00Alltaf gamanÞær voru alltaf kátar þessar litlu hnátur sem mæta á hverjum fimmtudegi á námskeið til hennar Nellu. Alltaf svo gaman hjá þeim og foreldrum þeirra sem fá að hlaupa hring eftir hring í reiðhöllinni..... ![]() Hafdís og Dögun, Sunna Margrét og Inga Sóley, Inga Rós og Haukur Skrifað af selma
Flettingar í dag: 1327 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930922 Samtals gestir: 88582 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is