Færslur: 2011 Júní29.06.2011 09:53Gáski og Óli í B-úrslitFrábær árangur hjá Gáska og Óla í gær þar sem þeir unnu sæti í B-úrslitum á Landsmóti, urðu í 11. sæti í milliriðlum. Þeir munu keppa á föstudag og fylgjust við að sjálfsögðu með því ![]() ![]() Á félagsmóti Neista 2009 Skrifað af selma 27.06.2011 19:59Óli og Gáski í milliriðilSmá Landsmótsfréttir..... Keppt var í forkeppni í B-flokki í dag og komust Gáski og Ólafur Magnússon í milliriðil. Forkeppni í barna- og unglingaflokki var á sunnudag en í dag, mánudag var ungmennaflokkur og B-flokkur. Hluti Landsmótsfara mætti í Skagfjörðinn í fallegu veðri á laugardag til að nýta æfingatímann sem Neista var úthlutað og gera klárt fyrir sunnudaginn. ![]() Skemmtilegur knapafundur var kl. 10 á sunnudagsmorgni þar sem Sigurbjörn Bárðarson sagði krökkunum að þá þegar væru þau búin að ná ákveðnum sigri með því að vera komin á Landsmót, nú væri þau komin þangað og þá væri bara að hafa gaman af því að vera í brautinni, gera sitt besta með bros á vör og það gerðu krakkarnir frá Neista svo sannarlega og voru flottir fulltrúar félagsins. ![]() Haukur Marian og Viðar og Sigurgeir og Hátíð ![]() ![]() Sigurður Bjarni og Þokki Lilja Maria og Hamur Keppendur stóðu sig frábærlega og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. (ekki náðist mynd af Agnari, Óla og Ragga þar sem þeir kepptu í dag, mánudag og myndasmiður farinn heim). Nokkrar myndir í albúmi. Skrifað af selma 27.06.2011 19:54Úrslit landsmóts UMFÍ 50 +Fyrsta landsmót UMFÍ 50 + í hestaíþróttum var sl. föstudag. Mótið var skemmtilegt og margir flottir knapar tóku þátt í mótinu. Það var greinilegt að knapar í þessum aldursflokki gefa yngri knöpum ekkert eftir sem sést vel á einkunnum efstu hrossa. Fjórgangur ![]() úrslit 1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,27 2 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 5,83 3 Halldór P. Sigurðsson / Fálki frá Bessastöðum 5,70 4 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,60 5 Magnús Ólafsson / Dynur frá Sveinsstöðum 5,57 Fimmgangur ![]() úrslit 1 Sverrir Sigurðsson / Rammur frá Höfðabakka 6,64 2 Þórir Ísólfsson / Návist frá Lækjamóti 6,26 3 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,14 4 Elías Guðmundsson / Frenja frá Vatni 4,60 5 Þorgeir Jóhannesson / Sunna frá Áslandi 3,95 Tölt ![]() úrslit 1 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,61 2 Herdís Einarsdóttir / Kasper frá Grafarkoti 6,56 3 Halldór P. Sigurðsson / Gósi frá Miðhópi 6,44 4 Sverrir Sigurðsson / Vág frá Höfðabakka 6,06 5 Magnús Ólafsson / Gleði frá Sveinsstöðum 5,78 Þytur Skrifað af selma 21.06.2011 19:00Vaktir hestamannafélaga á Landsmóti 2011Helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið [email protected]. Fram þarf að koma frá hvaða hestamannafélagi viðkomandi kemur. Skrifað af selma 21.06.2011 00:07Æfing fyrir landsmótStemming er hjá krökkunum fyrir Landsmóti sem byrjar á sunnudaginn með forkeppni í unglingaflokki og síðan baranaflokki. Í kvöld örkuðu þau ásamt foreldri og Óla Magg, sem er endalaust tilbúinn að snúast í kringum þau, á Vindheimamela að æfa fyrir keppnina. Virkilega skemmtileg ferð og gott fyrir þau að prófa annan völl en þann sem þau eru vön á Blönduósi. Á Landsmót fyrir Neista fara: ![]() Í B-flokk fara Óli og Gáski og Raggi og Stikla en í A-flokk fara Óli og Ódeseifur og Raggi og Maur en þessir kappar þurfa nú lítið að æfa sig. Afskaplega fallegt veður var á Melunum en kalt. Vonandi fer að hlýna. ![]() ![]() Nokkrar myndir í albúmi. Skrifað af selma 20.06.2011 08:47Kvennareið 2011Hin árlega kvennareið verður farin laugardaginn 25. júní næstkomandi. Farið verður frá Reiðhöllinni Arnargerði klukkan 16.00. Góð og skemmtileg reiðleið fyrir alla sem endar svo í grilli og gríni í Reiðhöllinni. Þemað þetta árið er rautt svo ekki er verra að punta sig og sína í tilefni dagsins. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst, það léttir allan undirbúning. Nánari upplýsingar og skráning: Frá reiðhöllinni liggur leið, ríður núna saman. Glæstar meyjar, gleði og glans, djöfull verður gaman. J.Ö.S. Skrifað af selma 18.06.2011 09:5617. júníEins og undanfarin ár hafði hestamannafélagið Neisti umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi en það viðraði ekki beint vel á hátíðargesti svo hluti af dagskránni var flutt inn í bíósalinn í félagsheimilinu. Dagskráin var með hefðbundnum hætti, börnum boðið á hestbak uppí reiðhöll. ![]() Dorgveiðikeppni var út á bryggju þar sem Beggi Páls réði ríkjum. Það veiddist einn fiskur .... ![]() Angela "blés" í blöðrur eins og fyrri ár.... ![]() ![]() ![]() og skrúðganga var frá SAH afurðum að Bæjartorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram, þ.e. hluti hennar inni þar sem hellirigndi þegar skrúðganga byrjaði. Erla Hrönn Harðardóttir var fjallkonan í ár. ![]() Þar sem ekki náðist að koma öllum græjunum inn með svo skömmum tíma varð hljómsveitin, Svanur, Gutti, Aggi og Anna Sigga að spila úti en þau fluttu nokkur skemmtileg lög. ![]() Og eins og alltaf kom frábært fólk í eldhúsið. Jón Árni tór sig vel út við vöffludeigið og Áslaug að baka það ![]() ![]() Magnús Ólafsson bauð uppá útsýnisflug og fór hann margar ferðir um loftin blá. Stjórn Neista
þakkar
öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt.
Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega
fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin
og
í kaffið kærlega fyrir komuna. Skrifað af selma 15.06.2011 20:28Minnum á Landsmót UMFÍ 50+Landsmótið verður 24. - 26. júní eins og sést hér að ofan. Hestaíþróttirnar verða á föstudeginum 24. júní. Nánar um dagskrá mótsins má sjá hér. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti ef næg þátttaka verður. Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests og í hvaða grein á að keppa. Hvetjum við Neistafélaga til að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir um að senda Ingu Maríu póst á [email protected], sem fyrst. USAH borgar skráningargjöldin. Slóðin inn á heimasíðu mótsins er: http://umfi.is/umfi09/50plus/ Skrifað af selma 14.06.2011 21:00Ennþá opið fyrir umsóknir í Reiðmanninn!!!Fjölmargar umsóknir hafa borist í Reiðmanninn sem hefst næstkomandi haust, þó þeim sé misskipt á milli staða sem auglýstir hafa verið, þ.e. Hvammstanga, Hellu og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þar sem fólk hefur verði nokkuð upptekið á úrtökumótum og hrossastússi, höfum við ákveðið að framlengja ögn umsóknarfrestinum í Reiðmanninn. Ágætt er að miða við að póstleggja umsóknina 16. júní. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru á vefnum www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn í vinstri stiku. Endilega vísið áhugafólki og félögum á þetta, og komið á framfæri þessari seinkunn á umsóknarfresti. Þeir sem nú þegar hafa sótt um í Reiðmanninn, mega gera ráð fyrir því að fá svör um inngöngu fyrir miðjan júlí ef allt gengur eftir.
Skrifað af selma 13.06.2011 20:24Úrslit félagsmóts NeistaFélagsmót Neista var haldið á Blönduósvelli í dag og tókst með ágætum. Veðrið var "ótrúlega" gott, ekki rok, svolítið svalt en þurrt að mestu. Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir daginn. Úrslit urðu þessi: B-flokkur 1. Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 8,54 / 8,69 2. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson 8,28 / 8,46 3. Fáni frá Lækjardal og Guðmundur Þór Elíasson 8,29 / 8,37 4. Öskubuska frá Litladal og Finnur Bessi Svavarsson 8,19 / 8,16 5. Stikla frá Efri-Mýrum og Ragnar Stefánsson 8,32 / 0 Ungmennaflokkur 1. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi 8,19 / 8,30 2. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II 7,90 / 7,99 3. Harpa Birgisdóttir og Kládíus frá Kollaleiru 8,03 / 7,94 Unglingaflokkur 1. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð frá Blönduósi 8,12 / 8,48 2. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi 7,84 / 7,96 3. Haukur marian Suska og Viðar frá Hvammi 2 7,92 / 7,95 4 Hákon Ari Grímsson og Hnakkur frá Reykjum 7,88 / 7,77 5. Stefán Logi Grímsson og Gyðja frá Reykjum 7,72 / 7,56 Barnaflokkur 1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 7,96 / 8,32 2. Lilja Maria Suska og Hamur frá Hamrahlíð 8,27 / 8,28 3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör frá Hvammi 7,55 / 8,12 4. Lara margrét Jónsdóttir og Eyvör frá Eyri 7,29 / 8,03 5. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Djarfur frá Hnjúki 7,68 / 7,96 Tölt 1. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð frá Blönduósi 6,18 / 6,81 2. Guðmundur Þór Elíasson og Fáni frá Lækjardal 6,14 / 6,34 3. Ólafur Magnússon og Knár frá Steinnesi 5,50 / 6,17 4. Christine Mai og Ölur frá Þingeyrum 5,74 / 5,90 5. Hörður Ríkharðsson og Sveindís frá Blönduósi 4,54 / 5,20 A-flokkur 1. Maur frá Fornhaga II og Ragnar Stefánsson 8,32 / 8,36 2. Heilladís frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 8,11 / 8,29 3. Gáta frá Flögu og Valur Valsson 7,80 / 7,81 4. Móalingur frá Brennigerði og Helgi Gíslason 7,42 / 7,47 (þeir kepptu sem gestir) Par mótsins, valið af dómurum, voru Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð frá Blönduósi, virkilega flott par þar á ferð. Skrifað af selma 12.06.2011 21:28RáslistarDagskrá félagsmóts Neista mánudaginn 13. júní hefst kl. 10.00 á forkeppni B-flokkur Ungmenni Unglingar Börn Pollar hádegishlé verður um kl. 13 og verður í uþb. klukkutíma Tölt A-flokkur Úrslit verða strax eftir forkeppni í sömu röð. Ráslistar B-flokkur 1. Ólafur og Knár 2. Hörður og Skíma 3. Ísólfur og Freyðir 4. Guðmundur og Kjarkur 5. Þóður og Stikla 6. Ragnar og Stikla 7. Finnur og Öskubuska 8. Ólafur og Kasper 9. Helga og Fylkir 10. Eline og Hugmynd 11. Guðmundur og Fáni 12. Christine og Ölur 13. Hörður og Sveindís 14. Jón og Hróður 15. Ólafur og Gáski Ungmennaflokkur 1. Harpa og Dynur 2. Elín og Móheiður 3. Karen og Bylta 4. Agnar og Njörður 5. Harpa og Kládíus Unglingaflokkur 1. Friðrún og Gleði 2. Stefán og Gyðja 3. Haukur og Viðar 4. Sigurgeir og Hátíð 5. Friðrún og Demantur 6. Hrafnhildur og Óður 7. Stefán og Nökkvi 8. Haukur og Hamur 9. Friðrún og Eljar Barnaflokkur 1. Lilja og Þruma 2. Lara og Eyvör 3. Sólrún og Djarfur 4. Ásdís og Ör 5. Sigurður og Þokki 6. Sólrún og Perla 7. Lilja og Ívar Pollaflokkur 1. Bjartmar og Fagrajörp 2. Ásdís og Gáta 3. Inga og Neisti Tölt 1. Ragnar og Stikla 2. Guðmundur og Fáni 3. Ólafur og Knár 4. Elín og Móheiður 5. Hrafnhildur og Óður 6. Sigurður Bjarni og Þokki 7. Hörður og Sveindís 8. Barbara og Vordís 9. Sigurgeir og Hátíð 10. Christina og Ölur 11. Ragnar og Maur 12. Guðmundur og Jörð 13. Ólafur og Hrappur A-flokkur 1. Ólafur og Heilladís 2. Helgi Páll og Móalingur 3. Valur og Gáta 4. Haukur Marian og Tinna 5. Christine og Von 6. Ragnar og Maur 7. Ólafur og Ódeseifur Skrifað af selma 11.06.2011 12:55Völlurinn lokaðuður .....Ekki verður hægt að æfa á vellinum á morgun sunnudag eftir kl. 18.00 þar sem verið er að gera hann kláran fyrir mótið á mánudag. Skrifað af selma 10.06.2011 23:29Dagskrá félagsmóts NeistaDagskrá félagsmóts Neista mánudaginn 13. júní hefst kl. 10.00 á forkeppni B-flokkur Ungmenni Unglingar Börn Pollar hádegishlé í klukkutíma Tölt A-flokkur Úrslit verða strax eftir forkeppni í sömu röð. Skrifað af selma 10.06.2011 15:11Kvennareið 2011Hin árlega kvennareið verður farin Laugardaginn 25 Júní. Konur takið daginn frá, nánar auglýst síðar. Nefndin Skrifað af selma 05.06.2011 21:23Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmótFélagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót verður haldið á Blönduósvelli mánudaginn 13. júní kl. 10.00. Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki (ekki pollaflokkur). Keppt verður í tölti opinn flokkur, A og B flokki gæðinga, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21.00 fimmtudagskvöldið 9. júní. Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein. Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. Ath.
Mótanefnd Skrifað af selma
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is