Færslur: 2012 Júní27.06.2012 13:36Ásdís Brynja í B-úrslitFrábært árangur hjá Ásdísi Brynju og Prímus í morgun en þau fengu einkunina 8,31 og 14 sætið og keppa því í B-úrslitum á laugardaginn. Til hamingju. Ásdís og Prímus (mynd tekin af heimasíðu Brekkukots) Sigurður Bjarni varð hins
vegar að draga sig úr keppni þar sem Prinsessa var bitin í nótt. Það var
afskaplega leiðinlegt þar sem þau áttu góða möguleika á topp 15. Sigurður og Prinsessa (mynd tekin af heimasíðu Hestar og Ferðir Suska) Skrifað af selma 27.06.2012 01:53Forkeppnum lokiðForkeppnum er lokið á landsmóti og allir Neistafélagar luku keppni með góðum árangri, til hamingju með það. Milliriðlar voru í dag í B-flokki og stóðu þeir sig frábærlega. Ísólfur og Freyðir eru 5. inn í úrslit og Ólafur og Gáksi 10. sæti inn í úrslit. Frábært hjá þeim. Það verður gaman að fylgjast með þeim í úrslitum um helgina. Freyðir og Ísólfur (mynd síðan í vor, tekin af heimasíðu Lækjamóts) Gáski og Ólafur Milliriðlar barna eru á morgun, miðvikudag og óskum við þeim góðs gengis. Skrifað af selma 26.06.2012 01:45Glæsilegir fulltrúar NeistaFyrsti dagur Landsmót á landsmóti og Neisti þegar kominn með 4 fulltrúa í milliriðla. Frábær árangur hjá krökkunum í barnaflokki en Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti fengu 8,50 í forkeppni og 7. sætið og Siguður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi fengu 8,35 og urðu í 21. sæti. Bæði komin í milliriðla, til hamingju með það. Ásdís og Prímus Það gekk líka vel í B-flokkunum því báðir hestar Neista eru komnir í milliriðla. Þeir félagar Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon fengu 8,59 í forkeppninni og 16-17 sætið og rétt á eftir þeim komu þeir Freyðir frá Leysingjastöðum og Ísólfur Líndal Þórisson en þeir fengu 8,58 og 20 sæti. Til hamingju með það. Skrifað af selma 25.06.2012 22:57Fulltrúar Neista í gæðingakeppni á LM 2012![]() A flokkur: IS2005187251 Vökull frá Sæfelli og Ísólfur Líndal Þórisson IS2006235678 Snerpa frá Eyri og Ísólfur Líndal Þórisson B flokkur: IS1998156278 Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon IS2005156304 Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson Barnaflokkur: IS2003156420 Prímus frá Brekkukoti og Ásdís Brynja Jónsdóttir IS2003256481 Prinsessa frá Blönduósi og Sigurður Bjarni Aadnegard Unglingaflokkur: IS2005156079 Viðar frá Hvammi 2 og Haukur Marian Suska Ungmennaflokkur: IS2002187621 Börkur frá Akurgerði og Stefán Logi Grímsson Töltkeppni: IS1998156278 Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon Skrifað af Áslaug Inga 21.06.2012 11:04ÚrslitAfsakið töfina en hér koma úrslitin af félagsmótinu þann 16. júní ![]() Barnaflokkur: ![]() 1. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti 8,23 / 8,68 2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi 8,28 / 8,57 3. Lilja Maria Suska og Neisti frá Bolungarvík 8,16 / 8,25 4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli 8,08 / 8,13 5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka 8,02 / 7,99 Unglingaflokkur: ![]() 1. Hanna Ægisdóttir og Penni frá Stekkjardal 8,05 / 8,22 2. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi 8,02 / 7,99 3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Sóldögg frá Kaldárbakka 8,10 / 7,98 4. Haukur Marian Suska og Viðar frá Hvammi 2 8,09 / 7,19 5. Hrafnhildur Björnsdóttir og Álfadís frá Árholti 7,79 / 0,00 Ungmennaflokkur: ![]() 1. Elín Hulda Harðardóttir og Syrpa frá Hnjúkahlíð 8,05 / 8,20 2. Hanifé Muller-Schoenau og Pyttla frá Grænuhlíð 8,02 / 8,15 3. Stefán Logi Grímsson og Börkur frá Akurgerði 8,14 / 8,07 4. Harpa Birgisdóttir og Kládíus frá Kollaleiru 7,93 / 7,97 5. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi 8,15 / 0,00 B flokkur: ![]() 1. Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 8,45 / 8,81 2. Áfangi frá Sauðanesi og Tryggvi Björnsson 8,29 / 8,53 3. Börkur frá Brekkukoti og Ragnhildur Haraldsdóttir 8,18 / 8,40 4. Fylkir frá Þingeyrum og Helga Thoroddsen 8,32 / 8,23 5. Hrókur frá Grænuhlíð og Ægir Sigurgeirsson 8,14 / 8,07 Freyðir frá Leysingjastöðum og Ísólfur Líndal Þórisson urðu efstir eftir forkeppnina með einkunina 8,61 og þar með farmiða á Landsmót en kepptu ekki í úrslitum. A flokkur: ![]() 1. Vökull frá Sæfelli og Ísólfur Líndal Þórisson 8,33 / 8,30 2. Eyvör frá Eyri og Eline Schriver 8,03 / 8,23 3. Snerpa frá Eyri og Jón Gíslason 8,17 / 8,03 4. Von frá Kópavogi og Hlega Thoroddsen 8,11 / 8,01 5. Þokki frá Blönduósi og Þórólfur Óli Aadnegard 7,74 / 7,68 Tölt: ![]() 1. Tryggvi Björnsson og Hátíð frá Blönduósi 6,30 / 7,17 2. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Grænuhlíð 6,63 / 6,67 3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti 4,83 / 6,28 4. Cristine Mai og ölur frá Þingeyrum 5,67 / 6,00 5. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 5,43 / 4,94 Skeið (100 m flugskeið): 1. Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum tími: 8,50 2. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhól tími: 9,40 3. Haukur Marian Suska og Tinna frá Hvammi tími: 11,25 Par mótsins voru, valin af dómurum, Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti ![]() ![]() Skrifað af Áslaug Inga 18.06.2012 13:16Nýjar myndirMyndir eru komnar undir mynda-albúm af félagsmótinu 16. júní 2012. Skrifað af Hjálmar Kárdal 16.06.2012 22:2517. júní hátíðarhöld á Blönduósi![]() ![]() Kl. 8:00 Fánar dregnir að hún. Kl. 10:00-11:00 Börnum boðið á hestbak í Reiðhöllinni Arnargerði. Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Blönduósskirkju. Kl. 11:00-12:00 Dorgveiðikeppni á bryggjunni (þátttakendur eru á eigin ábyrgð og eiga að vera í björgunarvestum). Kl. 12:30-13:30 Andlitsmálun fyrir utan SAH afurðir helíumblöðrur og annað sem tilheyrir verður til sölu (ekki tekið við greiðslukortum). Kl. 13:30 Skrúðganga frá SAH afurðum á Bæjartorg. Á Bæjartorgi verður hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan Hátíðarræða Tónlist Leikir fyrir börn á þríhyrnutúni Kl. 14:30-16:00 Kaffisala í Félagsheimilinu, vöfflukaffi (ekki tekið við greiðslukortum). Útsýnisflug frá Blönduósflugvelli, að hætti Magnúsar Ólafssonar, ef veður leyfir. Laugardaginn 16. júní frá kl. 10:00 og eitthvað fram á daginn. Sunnudaginn 17. júní frá kl. 16.00. Gjald kr. 1.500 fyrir stutt flug, en 2.000 kr. fyrir lengra flug (ekki tekið við greiðslukortum). Skráning í flugskýlinu eða í síma 898 5695. Sundlaugin verður opin frá 10:00 - 16:00 Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti. Skrifað af Áslaug Inga 15.06.2012 15:54FélagsmótDagskrá félagsmóts neista Mótið hefst klukkan 10:00 Ungmennaflokkur B-flokkur barnaflokkur unglingaflokkur pollar hádegishlé í ca klukkutíma Tölt A flokkur Skeið Vegna tæknilegra örðuleika verður ráslistinn hendur upp í reiðhöllinni í fyrramálið Skrifað af Óli 13.06.2012 09:11Skeið og tölt opiðMótanefnd vill koma því á framfæri að bæði skeið og tölt er opið fyrir alla sem vilja keppa í því á mótinu á laugardaginn. Skráningar skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21 í kvöld. Skrifað af selma 11.06.2012 23:14Völlurinn lokaður .....Ekki verður hægt að æfa á vellinum þriðjudag eftir kl. 18.00 og föstudag eftir kl. 19.00 þar sem verið er að gera hann kláran fyrir félagsmótið sem verður á laugardag. Mótanefnd Skrifað af selma 10.06.2012 23:12Félagsmót Neista og úrtaka fyrir LandsmótFélagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót verður haldið á Blönduósvelli laugardaginn 16. júní kl. 10.00. Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki (ekki pollaflokkur). Einkunnir úr forkeppni gilda til þátttöku á Landsmóti. Keppt verður í tölti opinn flokkur, A og B flokki gæðinga, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Einnig verður keppt í 100 m skeiði. Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21.00 þriðjudagskvöldið 12. júní. Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein. Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. Ath. Skrifað af selma 09.06.2012 23:52Frábær kvennareiðÞær voru hressar konurnar 40 sem mættu við Reiðhöllina um miðjan dag í dag til að gera sér glaðan dag á hestbaki. Þær Gulla, Eva, Edda og Guðrún áttu veg og vanda að skiplagningu ferðarinnar og fórst þeim það vel úr hendi. Gulla hjá Hestaleigunni Galsa var búin að taka reiðleiðina út og var hún fararstjóri í ferðinni. ![]() ![]() Eva og Gulla Farin var stór og góður hringur með mörgum stoppum ![]() ![]() ![]() og endað í Reiðhöllinni í grilli sem strákarnir Guðmundur, Guðmundur og Jón Ragnar sáu um. ![]() ![]() Frábær dagur; frábærar konur, frábært veður, frábær reiðleið, frábær matur og frábærir grillarar. Skrifað af selma 06.06.2012 18:02Uppskeruhátíð nr. 2Það er tími uppskeruhátíða þessa dagana og sl. mánudag hittust þeir sem voru í knapamerkjum fullorðinna í vetur og fóru saman í góðan útreiðatúr í tilefni að flestir voru búnir í prófum og stóðust þau með prýði. Farinn var góður útreiðatúr en eins og gengur gátu ekki allir mætt...... ![]() grillað var og skírteini afhent...... ![]() Hér eru þau Helga Thoroddsen, prófdómari, Sigríður B. Aadnegard, Guðmundur Sigfússon og Hafdís Arnardóttir, kennari. Þau Sigríður og Guðmundur stóðu sig frábærlega í knapamerki 3 og fengu 9,0 í verklegu prófi. ![]() Magnús Ólafsson, Selma Svavarsdóttir og Hafdís Arnardóttir. Allir aðrir stóðu sig frábærlega líka og hér tekur aldursforseti knapamerkjanna við sínu skírteini en Magnús Ólafsson lauk einnig prófi í knapamerki 3. Til hamingju öll með prófin ykkar. Skrifað af selma 03.06.2012 22:32UppskeruhátíðÞað var aldeilis flott veður sem æskulýðurinn og áhangendur þeirra fengu í dag þegar þau héldu uppskeruhátíðina sína. Það var góður hópur sem mætti við Reiðhöllina kl. 14. með hesta sína og riðu upp í Kúagirðingu undir fararstjórn Jóns Ragnars Gíslasonar hjá Hestaleigunni Galsa. Frábær ferð og gaman að sjá hve dugleg þau eru og vel ríðandi. ![]() Eftir reiðtúrinn var grillað og skírteini afhent og öll fengu þau gjöf fyrir hve frábærlega þau eru búin að standa sig í vetur. Flottir krakkar, takk takk fyrir veturinn og sjáumst vonandi aftur næsta vetur. ![]() Eins og gengur gátu ekki allir krakkarnir mætt í dag en á námskeiðum hjá Neista í vetur voru 38 krakkar, 8 af þeim voru í knapamerkjum og luku þau prófum úr knapamerkjum 1, 2 og 3. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma 03.06.2012 21:43Blær frá MiðsitjuBlær tekur á móti hryssum í Gröf í Víðidal eftir landsmót. Blær er með 8,65 fyrir hæfileika og 8,48 í aðaleinkunn. Faðir hans er Arður frá Brautarholti og móðir hans er Björk frá Hólum. Verð pr folatoll er 90.000 með girðingargjaldi, hagagöngu og virðisaukaskatti. Upplýsingar hjá Tryggva í síma 898-1057. Skrifað af selma
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is