Færslur: 2013 Október30.10.2013 13:26Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 23. nóvember n.k. 21.10.2013 21:46Ný netföng
Búið er að uppfæra síðuna "Stjórn og nefndir Neista" hér til hægri. Ný netföng hafa verið tekin í notkun hjá hestamannafélaginu. Það almenna er: [email protected] og hjá æskulýðsnefnd: [email protected]
Skrifað af selma 21.10.2013 21:31Bíókvöldið
Endilega hafið samband ef áhugi er að kaupa diskinn af Afmælissýningunni á netfang Neista [email protected] Verð kr. 1.500.
Skrifað af selma 13.10.2013 17:41Strákarnir í vegavinnu
Reiðvegafræmkvæmdir á fullu. Myndirnar tala sínu máli.
Það verður gott að fylgjast með Tryggva Björns því hestaumferðin mun liggja um hlaðið hjá honum.
Kampakátir í kaffipásu uppí Reiðhöll. Hjörtur, Sævar, Gunnar, Valdi, Maggi, Valur og Rúnar
Skrifað af selma 11.10.2013 08:15Sýnikennsla með Iben Andersen
Sýnikennsla með reiðkennaranum Iben Andersen verður haldin á Gauksmýri, sunnudaginn nk, 13. október kl. 16.00, reiknað er með að sýningin taki um það bil 3 tíma.
Iben hefur starfað víða við tamningar og þjálfun hrossa, á Íslandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og hjá andfætlingunum í Ástralíu. Í Ástralíu lærði hún aðferðir við frumtamningar sem eru mjög ólíkar þeim sem tíðkast hér á landi. Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli og margir sótt námskeiðin hennar. Sjón er sögu ríkari ! Allir velkomnir
11.10.2013 08:05Meistaradeild Norðurlands
Nú liggja fyrir dagssetningar á mótadögum Meistaradeildar Norðurlands (KS-deildin) veturinn 2014. Keppnin fer fram á miðvikudagskvöldum og byrjar klukkan 20:00 hvert kvöld. Það er Kaupfélag Skagfirðinga sem er okkar styrktaraðili eins og undanfarin ár. Keppnisdagar eru þessir 29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni. Ákveðið hefur verið að keyra liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Fyrirkomulag liðakeppninnar verður kynnt þegar nær dregur.
08.10.2013 21:31"Bíó"
Þar sem við komumst yfir disk af Afmælissýningu Neista síðan í vor þá ætlum við að hafa "bíó" og popp og kók fyrir krakkana sem tóku þátt í sýningunni. Miðvikudaginn 9. október kl. 17.30 í Reiðhöllinni. Sýningin (diskurinn) er uþb 1 klst og 30 mín. Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur, frændur osfrv. :) Diskurinn verður tilbúinn í sölu fljótlega. Endilega hafið samband á [email protected] til að panta. Verð kr. 1.500.
Bestu kveðjur 02.10.2013 17:36Ný heimasíða Knapamerkjanna
Í loftið er komin endurnýjuð og uppfærð heimasíða Knapamerkjanna, knapamerki.is. Á síðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem sækja nám í Knapamerkjum eða eru að kenna þau. Þar er meðal annars hægt að skoða og prenta út próf, sjá myndbönd af reiðprófum, nálgast lista yfir reiðkennara og dómara, panta bækur og senda inn fyrirspurnir. Hægt er að komast inn á heimasíðu Knapamerkjanna með því að fara inn á holar.is og finna þar tengil sem heitir Knapamerki eða með því að slá beint inn vefslóðina: www.knapamerki.is
Skemmtileg umfjöllun er um hestamannafélagið Neista á síðunni, endilega kíkið á það:
Skrifað af selma
Flettingar í dag: 955 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926188 Samtals gestir: 88431 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:19:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is