Færslur: 2017 Maí25.05.2017 19:20Næsta námskeið hjá Fanneyju
Fanney kemur aftur til okkar á laugardaginn næsta. Skrifað af Selmu 17.05.2017 21:59Námskeið hjá Fanneyju!
Fanney Dögg ætlar að koma til okkar og vera með námskeið þar sem lögð verður áhersla á undirbúning fyrir keppni.
Skrifað af Selmu 17.05.2017 14:12Belgískur meistari!
Lara Margrét Jónsdóttir stefnir á að komast í hollenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum, sem haldið verður í sumar. Til þess að öðlast keppnisreynslu, og safna sér inn punktum, tók hún þátt í Belgíska Meistaramótinu um síðastliðna helgi á hryssunni Örk frá Hjarðartúni. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu T4, (slaktaumatölt), og enduðu auk þess í þriðja sæti í fjórgangi. Þær stöllur munu taka þátt í fleiri mótum í Hollandi og Belgíu á næstunni á leið sinni að markmiðinu. Ásdís Brynja Jónsdóttir stefnir einnig á að komast á Heimsmeistramótið í hestaíþróttum í fimmgangi á Sleipni frá Runnum. Skrifað af Selmu 12.05.2017 12:11Fjórðungsmót VesturlandsTilkynning frá mótshöldurum Eins og ykkur er kunnugt verður Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017. Framkvæmdaaðilar mótsins eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt á mótinu félagsmenn í hestamannafélögunum á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar þ.e. A og B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki Þá verður tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri. Þá er stefnt að keppni í 100 m fljúgandi skeiði, 150 og 250 m skeiði. Vegleg verðlaun verða fyrir fyrsta sætið í tölti og 100 m skeiði. Keppendur skrá sig sjálfir í tölt opinn flokk, tölt 17 ára og yngri og skeiðgreinar. Stefnt er að því að sem flestir geti fengið pláss fyrir sín hross í hesthúsum í Borgarnesi en einhverjir geta þurft að vera í næsta nágrenni. Þó verður mikilvægt að þau hross sem lokið hafa keppni fari strax að lokinni keppni frá Borgarnesi þannig að rými verði fyrir þá sem eftir eiga að keppa. Tekið skal fram að stefnt er að því að hvert félag sem eigi keppnisrétt á fjórðungsmótinu fái ákveðin hesthús til umráða og það verði síðan þeirra að ákveða um nýtingu á viðkomandi húsi/húsum þannig að einstakir keppendur eiga ekki sjálfir að útvega sér hesthúspláss í Borgarnesi. Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag hvað þetta varðar síðar. Vekja má athygli á því að aðgangseyri verður mjög í hóf stillt eða 2.500 kr. og síðan getur hver og einn ákveðið hvað hann verður lengi á mótinu t.d. einn dag eða allt mótið. Tjaldstæði með rafmagni verða á Kárastaðatúni (milli þéttbýlisins í Borgarnesi og mótssvæðisins). Selt verður sérstaklega inn á tjaldstæðið og fyrir afnot af rafmagni. Sýning á kynbótahrossum verður í umsjá RML en fjöldi þeirra verður þessi: Stóðhestar 4 v., 5 v. og 6 v. verða 8 í hverjum flokki en 6 í flokki 7 v. og eldri eða samtals 30 stóðhestar. Hryssur 4 v. verða 8, 5 v. verða 14, 6 v. verða 10 og 7 v. og eldri verða 6 eða samtals 38. Samtals munu því 68 kynbótahross eiga rétt til að mæta á fjórðungsmótið. Miðað er við að kynbótahross verði að lágmarki að vera í 25% eigu aðila sem á lögheimili á svæði þeirra hestamannafélaga sem eiga keppnisrétt á mótinu (Vesturland, Vestfirðir, Húnavatnssýslur og Skagafjörður).
Flettingar í dag: 843 Gestir í dag: 56 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 926076 Samtals gestir: 88427 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:56:28 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is