Færslur: 2008 Nóvember28.11.2008 10:44Íslandsmót Barna,ungmenna og unglinga á Hvammstanga árið 2010
Skrifað af SM 25.11.2008 11:35Hver að verða síðastur!!!!!!Jæja Þá fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Matseðill Forréttur: Reykt laxa- og gæsapaté með brauði og sósu Aðalréttur: Villikryddað lambafillet með brúnuðum kartöflum og pönnusteiktu grænmeti Veislustjórn verður í höndum Gríms Atlasonar, hljómleikahaldara og sveitarstjóra Dalabyggðar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi.
-miðinn gildir sem happadrættismiði - Heiða og Björn, s: 895 4473 Silla og Himmi, s: 691 8228 Erna og Maggi, s: 866 9144 Jóna Fanney og Hjörtur , s: 861 9816. 19.11.2008 10:36Mestu stóðhestakaup sögunnar 18. nóvember 2008.
Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar
Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar. Báðir hestarnir slógu í gegn síðastliðið vor og sumar. Dugur var seldur á árinu fyrir verð sem svaraði góðri íbúð í blokk á Selfossi. Sem hefur þá legið á bilinu 20 til 30 milljónir. Ágústínus er ekki verðminni hestur frá kynbótafræðilegu sjónarmiði. Það má því áætla að hér sé um að ræða pakka upp á alla vega 50 milljónir. Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Hún er frjósöm, á fimmtán skráð afkvæmi, þar á meðal stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum. Ágústínus sækir til föður síns gangrými og skörungsskap. Hann er flugrúmur á brokki og skeiði, góður á tölti. Daníel segir hestinn góðan og að sér kæmi ekki á óvart að hann færi í hæfileikaeinkunn næsta vor sem ekki hefur sést áður, ef allt gengur að óskum. Ágústínus er með 8,61 í aðaleinkunn, þar af 8,93 fyrir hæfileika. Hann er með 9,0 fyrir skeið og stökk, og 9,5 fyrir brokk og vilja. Dugur er hæst dæmdi fimm vetra klárhestur í röðum stóðhesta. Með 8,42 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og hófa. Hann er með 9,5 fyrir fegurð í reið. Hann er undan tveimur Orrabörnum, Sveini-Hervari frá Þúfu og Dröfn frá Þúfu, sem er út af Stjarna frá Bjóluhjáleigu í móðurætt. Það sem er sérstakt við þessi kaup er að báðir hestarnir eru móbrúnir (ef ekki glóbrúnir). Ágústínus er með ljósbrún augu. Dugur ber leirljósan erfðavísi (hugsanlega Ágústínus líka) og getur gefið leirljós afkvæmi og sennilega marga af þeim litum sem leirljósi liturinn getur framkallað í blöndun. Skrifað af sm 17.11.2008 23:45UPPSKERUHÁTÍÐ Uppskeruhátíð verður haldin í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, laugardaginn, 29. nóvember nk. Hátíðin hefst kl. 20:30 með fordrykk í boði SAH Afurða . Matseðill Forréttur: Reykt laxa- og gæsapaté með brauði og sósu Aðalréttur: Villikryddað lambafillet með brúnuðum kartöflum og pönnusteiktu grænmeti Eftirréttur: Dísudraumur, konfekt og kaffi Veislustjórn verður í höndum Gríms Atlasonar, hljómleikahaldara og sveitarstjóra Dalabyggðar. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi. Verð kr. 4.500.- - Sætaferðir frá Ólafslundi og Húnaveri kl. 19:30 og N1 Blönduósi kl. 20:00.
Tryggið ykkur miða og pantið sætaferðir hjá eftirtöldum aðilum eigi síðar en þriðjudaginn, 25. nóvember nk. Heiða og Björn, s: 895 4473 Silla og Himmi, s: 691 8228 Erna og Maggi, s: 866 9144 Jóna Fanney og Hjörtur , s: 861 9816.
Skrifað af sm 14.11.2008 14:41Skaflajárn hækka í verðiSkaflajárn hækka í verði www.lhhestar.is
Ef borin eru saman verð á 8 mm skeifum þá eru ódýrustu skeifurnar sem LH Hestar fundu í þeim verslunum sem haft var samband við á höfuðborgarsvæðinu svokallaðar Sæluskeifur í versluninni Ástund í Austurveri á 300 krónur stykkið. Skaflar í Ástund kosta 100 krónur stykkið. Ástund er einnig með dýrustu skeifurnar, en það er innpakkaður heill gangur, pottaður með sköflum, á 2999 krónur. Einnig er Ástund með skeifur með eigin nafni á 495 krónur parið, eða 1980 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Með sköflum 2780 krónur. Í Hestagallerýi kostar gangurinn 1690 og skaflarnir 50 krónur. Gangurinn kemur því út á 2190 krónur. Í Líflandi eru þrjár gerðir skeifna: Líflandsskeifur á 830 - 950 parið, eftir því hvort um er að ræða pottaðar, ópottaðar eða með uppslætti. Gangur er því á 1860 og upp í 1900 krónur fyrir utan skafla. Kerckhaert skeifur á 900 krónur parið og Mustad á 900 krónur parið, sem gerir 1800 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Skaflar í Líflandi kosta frá 40 og upp í 90 krónur eftir tegund. Í Hestum og mönnum kostar gangurinn af 8 mm Mustad skeifum 1860 krónur og átta skaflar 720 krónur, sem gerir samtals 2580 krónur. Í versluninni TopReiter kostar gangur af 8 mm Mustad 1980 krónur, átta skaflar 760 krónur, sem gerir samtals 2740 krónur. 10.11.2008 11:31Skrifað af sm 08.11.2008 22:33UPPSKERUHÁTÍÐ UPPSKERUHÁTÍÐUppskeruhátíð Búgreinasambandanna sem áður var auglýst hér á síðunni þann 29. nóv. í Félagsheimilinu á Blönduósi hefur verið færð af óviðráðanlegum orsökum og mun verða í !! 07.11.2008 22:44Endurmenntun - Knapamerki
07.11.2008 22:42Aðalfundur Félags hrossabænda
07.11.2008 22:22Ráðstefnan Hrossarækt 2008
Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: Skrifað af sm
Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is