Færslur: 2009 Mars15.03.2009 19:07Innanfélagsmót Neista verður á Hnjúkatjörninni Sunnudaginn 05.apríl kl: 14:00 skráning á staðnum. Þáttökugjald verður sanngjarnt. Nánar auglýst síðar. Nefndin. 15.03.2009 09:59SMALABRAUTKrakkar það var ætlunin að hafa æfingabraut í smalanum í dag en vegna efnis vöntunar verður það ekki, 13.03.2009 09:10Áskorendamót Riddara Norðursins
Laugardagskvöldið 14. mars kl.20.00 Í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkrók Mótið hefst á setningarathöfn þar sem Riddarar fara á kostum. Að lokinni setningarathöfn munu úrslitin hefjast og búist er við magnaðri keppni. Þar mætast stálin stinn í feiknalegri keppni um glæsilegan farandgrip. Liðin sem skráð eru til leiks: · Lið Þorbjörns Matthíassonar Liðstjóri er Lúlli sjálfur. · Lið Narfastaða Liðstjóri Bjarni Jónasson. · Íbisliðið Liðstjóri Magnús B Magnússon. · Lið Vatnsleysu Liðstjóri Björn Jónsson. · Lið Víðdælinga Liðstjóri Elvar Logi Friðriksson. · Lið Riddara Norðursins Liðstjóri Lilja Pálmadóttir. Keppnin er þannig að riðin verða úrslit á milli liðanna í fjórgang, fimmgang, tölti og skeiði. Aðgangseyrir aðeins 1000. kr. Gleði og söngur verður í anddyri reiðhallarinnar að móti loknu. 11.03.2009 14:31Stórsýningin 28. marsVegna fjölda ákskorana um að hafa Stórsýninguna á laugardegi höfum við ákveðið að færa hana fram um einn dag og verður hún laugardaginn 28. mars kl. 15.00. Skrifað af selma 11.03.2009 10:58HvammstangahöllinSMALINNNæsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni er SMALINN.
Það verður 20. mars nk í Hvammstangahöllinni. Skráning hjá Kollu á emeil: kolbruni@simnet.is fyrir miðnætti þriðjudagsins 17. mars. Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, ætt, litur og aldur. Brautin verður tilbúin um næstu helgi og verður líklega mjög svipuð og teikningin af Smalanum sem verður á grunnskólamótinu (læt hana fylgja hér með) og ætlar mótanefnd að setja hana upp og auglýsa tíma þar sem keppendur geta komið og prufað brautina. Þessi teikning er eins eða mjög svipuð og brautin er í KS deildinni. En annars verður hún þannig að það verður farið á milli staura, upp á pall, í kringum staura osfrv. Þannig að það er hægt að byrja að æfa gæðingana þótt brautin sé ekki komin upp. Keppt verður í Unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki. Stig í Unglingaflokki eru 3 -2-1-1-1, stig í 2. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 og stig í 1. flokki eru 10-9-8-7-6-5-4-3-2-1. Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í Unglingaflokki.
fengið af heimasíðu Þyts 09.03.2009 22:44Einkunnir úr forkeppni á Ís-LandsmótiÞar sem fjölmargar óskir um að birta einkunnir úr forkeppni hafa borist verður það gert hér. Lesendur verða þó að hafa það hugfast að þetta eru ekki "löglegir" dómar, aðeins tveir dómarar dæmdu undir mikilli tímapressu og sjálfsagt má finna einhverjar tölur sem eru umdeilanlegar. Tilgangurinn var að sýna fjölda af góðum hrossum á stuttum tíma og að bestu hrossin og knaparnir yrðu í efstu sætum. Dóma má finna hér. 09.03.2009 11:05Stórsýningin í Reiðhöllinni 29. mars nk. kl. 15.00Ákveðið hefur verið að halda Stórsýninguna 29. mars nk. kl. 15.00. Í vetur er 10. starfsár Reiðhallarinnar og upplagt að halda fjölskyldusýningu.
Af nógu er að taka því það er mikil gróska hér á svæðinu í hestamennsku. Mikið er tamið og mótahald er umfangsmikið eins og t.d. mátti sjá á frábæru Ís-Landsmóti. Þar komu fram mörg góð hross úr A-Hún og í úrslit voru frábær hross frá ræktunarbúunum, Hólabaki, Steinnesi og Sveinsstöðum, til hamingju með það. Barna- og unglingastarf er í fullum gangi, u.þ.b. 50 börn eru á námskeiðum og einnig tóku nokkrar konur sig saman og eru á námskeiðum. Svo framundan eru endalausar æfingar fyrir skemmtileg atriði hjá börnum, unglingum, konum og körlum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með atriði endilega hafi samband við Hödda í s: 8940081 eða Selmu í s: 6619961. Skrifað af selma 09.03.2009 11:01Að afloknu Ís-landsmótiNú að afloknu Ís-landamóti á Svínavatni er það helsta sem eftir stendur að mótið tókst í alla staði afskaplega vel. Veðrið var frábært, ísinn góður og dagskráin stóðst mjög vel, byrjað var á mínútunni kl. 9.30 og mótinu lauk um kl. 5.30 sem var heldur fyrr en áætlað hafði verið. Dagskráin var keyrð stíft áfram og ekkert mátti útaf bregða til að við lentum í tímahraki, en það er styðst frá því að segja að aldrei þurfti að bíða eftir knöpum og eiga þeir skilið sérstakt hrós fyrir það. Einnig stóðu starfsmenn, sem allir voru sjálfboðaliðar, sig frábærlega við að gera mótið svo vel heppnað og eru þeim hér með færðar bestu þakkir. Úrslit eru birt hér á síðunni fyrir neðan, en fyrir mistök voru þau ekki alveg rétt í fyrstu en hafa verið leiðrétt. Á mótinu voru 212 sýningar, 175 hestar tóku þátt og 110 knapar. Upptökur frá mótinu verða aðgengilegar á hestafréttir.is fljótlega, en ekki tókst að senda beint út frá mótsstað. Við munum halda okkur við að hafa mótið laugardaginn í 10. viku ársins og verður það því 6. mars á næsta ári.08.03.2009 13:43Grunnskólamót í hestaíþróttumGrunnskólamót Norðurlands vestra í hestaíþróttum verður sett á í vetur. Keppnin verður haldin í samstarfi við hestamannafélögin 07.03.2009 21:10
Hans Friðrik Kjerúlf sigraði B-flokkin með frábærri sýningu og töltið eftir að Freyðir frá Hafsteinsstöðum reif undan sér skeifu fyrir síðustu yfirferðina. Sigurður Sigurðarson og Freyðir voru lang efstir eftir hæga töltið og hraðabreytingar. Vignir Siggeirsson var á heimaræktuðum gæðingi Óm frá Hemlu. Þeir báru af á tölti og skeiði, þeir áttu frábæra sýningu. Vignir kom annar inn í úrslit á eftir Hinriki Bragasyni og Straum frá Breiðholti. Hér eru heildarúrslit frá hinu vinsæla Ís-Landsmóti á Svínavatni sem haldið var í blíðskapar veðri í gær. Mótið gekk eins og í sögu og hrossin voru afburðar góð. B - Flokkur Úrslit 05.03.2009 23:08Urmull af gæðingum mætir á SvínavatnSkráningar eru rúmlega 230 þannig að þetta verður trúlega stærsta hestamannamót sem haldið verður norðanheiða í ár. Fjöldinn af stórstjörnum meðal þátttakenda er slíkur að útilokað er að tilgreina einhverja sérstaka, en vísað á fyrirliggjandi ráslista þar um. Dagskráin hefst við sólarupprás kl. 9.30. stundvíslega á B-flokk, síðan A-flokk og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein.Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18. Mótið verður tekið upp af Ben Media og verður aðgengilegt á vefsjónvarpi hestafrétta á sunnudag . Einnig verður bein útsending á hestafrettir.is ef ekki koma upp óvænt tæknileg vandamál á síðustu metrunum. Veðurspáin er mjög hagstæð, úrkomulaust, dálítið frost og nánast logn. Áhugafólk er hvatt til að mæta og sjá fullt af stórglæsilegum hrossum og þar af mikið af háttdæmdum keppnis og kynbótahrossum á þessu sterkasta ísmóti vetrarins. 04.03.2009 21:24AðalfundurAðalfundur Hestamannafélagsins Neista verður haldinn þriðjudaginn 10. mars 2009 kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórn Hestamannafélagsins Neista. 04.03.2009 21:16Veitingar og fleiraVeitingar verða seldar á svæðinu s.s. heitir drykkir, heitar samlokur, pylsur, pönnukökur, kleinur, gos og sælgæti. Ekki verður hægt að nota kort þannig að fólk þarf að hafa meðferðis einhverja aura. Eigi einhver eftir að greiða skráningagjöld þarf að gera það í síðasta lagi við vallarenda. Skrá verður til sölu á 1.000. kr. Salernisaðstaða verður á staðnum og einnig í Dalsmynni við Auðkúlurétt. Dagskránni verður útvarpað á svæðinu á FM 103,7 Í tilefni af Ís-Landsmóti á Svínavatni laugardaginn 7. mars
Bjóðum við upp á þriggja rétta kvöldmáltíð.
Forréttur Humarsúpa með rómatopp og hvítlauksbrauði.
Aðalréttur Kalkúnabringa með fondante kartöflu, gljáðu grænmeti og rauðvínssósu.
Eftirréttur Mangoís með ferskum ávöxtum.
3.890 kr.
Eftir borðhald spila Haldpokarnir fram eftir nóttu. Frítt inn
Pizzutilboð alla daga 12" pizza með tveimur áleggstegundum og 1/2 líter kók.
1.290 kr.
Borðapantanir í síma 453 5060 Potturinn og Pannan Blönduósi 04.03.2009 21:13StaðsetningMótssvæðið er við suðurenda Svínavatns og er styðst fyrir þá sem koma að norðan að fara yfir Svartárbrú skammt norðan við Húnaver, síðan yfir Blöndubrú og þá blasir svæðið við eftir c.a. 8 km. Þeir sem koma að sunnan geta farið Reykjabraut sem er þegar búið er að fara fram hjá Stóru Giljá, þá er komið að norður enda Svínavatns, þá þarf að keyra c.a. 15 km. Þar til komið er að suður endanum. Einnig er hægt að fara á Blönduós og aka Svínvetningabraut c.a. 25 km. Þá er komið á svæðið. Flettingar í dag: 1587 Gestir í dag: 27 Flettingar í gær: 2946 Gestir í gær: 81 Samtals flettingar: 934128 Samtals gestir: 88668 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 12:43:14 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is