05.06.2016 13:02

Úrtakan fyrir LM á Hólum

 

Eins og hér hefur komið fram þá fer úrtaka Neista fyrir Landsmót fram á Hólum 11. og 12. júní.

Við skáningu  sem fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add kemur fram upphæð sem þarf að borga fyrir hverja grein og/eða hverja skráningu, 5.000 í A og B flokk en 3.000 í allar aðrar greinar. Það þarf að vera búið að leggja inn áður en mótið hefst. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59.


Þeir sem vilja geyma hesta sína yfir nótt á Hólum þurfa að koma með hey með sér.

Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að vera búnir að greiða félagsgjöld Neista,  en greiðsluseðill þar að lútandi var sendur til félagsmanna í maí. Þeir sem ekki eru búnir að greiða félagsgjöldin fá ekki þátttökurétt.

 

03.06.2016 09:12

Úrtaka fyrir LM 2016 á Hólum; Neisti, Skagfirðingur, Þytur og Glæsir

 


Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista,

Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk.


Keppt verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, barna,- unglinga,- og ungmennaflokki.
Tölti T1, 100 metra skeiði,150 metra skeiði og 250 metra skeiði.
Boðið verður upp á tvöfalda umferð í öllum flokkum nema tölti

Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram
föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.

Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59

ATH! Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningafrestur rennur út.

Skráning telst ekki gild fyrr en kvittum hefur borist á netfangið iþ[email protected] 
með skýringu fyrir hvern greitt er.


Nánari upplýsingar berast á
https://skagfirdingur.is/
þegar nær dregur


Íþrótta og mótanefnd Skagfirðings

30.05.2016 13:14

Karlareið Neista

Karlareið Hestmannafélagsins Neista verður farin laugardaginn 4.júní nk.  Mæting er í Arnargerði við Reiðhöllina, en lagt verður af stað kl.16.00.  Riðinn verður hringur frá Arnargerði, upp Svínvetningabraut að Köldukinn og þaðan með Blöndubökkum heim.  Að lokinni ferð verður grill og fjör í reiðhöllinni.  Skráningar eru hjá Magnúsi Ólafssyni í síma 898-5695 og eða í netfangið [email protected].

Nefndin.

 

 

29.05.2016 08:33

Sólon frá Skáney á Þingeyrum

 

Sólon frá Skáney verður til afnota í löngu gangmáli á Þingeyrum á vegum Hrossaræktarsamtaka Vestur-Hún og Austur-Hún.

Tollurinn kostar 115.000  m/VSK fyrir félagsmenn og 125.000 m/VSK fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í verðinu er hagagjald og ein sónarskoðun.

Sólon kemur í kringum 20.júní. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi í Steinnesi í síma: 897 3486.

Sólon á 16 afkvæmi í 1.verðlaunum og hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti en hann hefur hlotið 8,48 fyrir sköpulag, 8,85 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,70. Sólon er undan Spegli frá Sauðárkróki og Nútíð frá Skáney, hann er með 119 í kynbótamati

 

Dómsorð:
Sólon gefur vel stór hross. Höfuð er svipgott með beina neflínu. Hálsinn er reistur, vel settur og mjúkur en nokkuð sver. Yfirlínan er úrvals góð, bakið breitt og vöðvað og lendin jöfn og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en ekki létt á bolinn. Fætur eru prúðir og sterklegir en nágengni alltíð að aftan. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð hælalágir. Prúðleiki er afbrags góður. Sólon gefur rúmt og taktgott tölt með góðri fótlyftu, brokkið er síðra heldur ferðlítið og ójafnt. Flest afkvæmin eru alhliðageng og er skeiðgeta efnileg. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, góðan höfuðburð og prýðilegan fótaburð. Sólon gefur stór og myndarleg hross með úrvals bak og lend. Gangur er alhliða, töltið best með ágætum fótaburði. Sólon hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og sjöunda sætið.

Sköpulag    Kostir 
Höfuð 8   Tölt 9
Háls/herðar/bógar 8   Brokk 9
Bak og lend 9,5   Skeið 8
Samræmi 8   Stökk 8
Fótagerð 8,5   Vilji og geðslag 9
Réttleiki 7   Fegurð í reið 8,5
Hófar 8,5   Fet 7
Prúðleiki 9,5   Hæfileikar 8,64
Sköpulag 8,24   Hægt tölt 9
    Hægt stökk 7,5
   
Aðaleinkunn 8,5

 

22.05.2016 09:11

Þátttökuréttur á LM2016

Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti?
Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti.    

Dæmi:

  • Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk, barna-, unglinga- og ungmennaflokk.
  • Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga:  2 hross í hverjum flokki.
  • Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, o.s.frv. 

Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2016 en þá er skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfið FELIX.  

Þátttökuréttur félaga í LH:

Félag Alls Fj. fulltrúa
Hestamannafélagið Adam 60 1
Hestamannafélagið Blær 95 1
Hestamannafélagið Brimfaxi 155 2
Hestamannafélagið Dreyri 246 2
Hestamannafélagið Fákur 1379 12
Hestamannafélagið Faxi 265 3
Hestamannafélagið Feykir 64 1
Hestamannafélagið Freyfaxi 201 2
Hestamannafélagið Funi 155 2
Hestamannafélagið Geysir 649 6
Hestamannafélagið Glaður 152 2
Hestamannafélagið Glæsir 72 1
Hestamannafélagið Glófaxi 62 1
Hestamannafélagið Gnýfari 25 1
Hestamannafélagið Grani 128 2
Hestamannafélagið Háfeti 69 1
Hestamannafélagið Hending 32 1
Hestamannafélagið Hörður 776 7
Hestamannafélagið Hornfirðingur 158 2
Hestamannafélagið Hringur 130 2
Hestamannafélagið Kópur 87 1
Hestamannafélagið Léttir 460 4
Hestamannafélagið Ljúfur 126 2
Hestamannafélagið Logi 205 2
Hestamannafélagið Máni 333 3
Hestamannafélagið Neisti 182 2
Hestamannafélagið Sindri 133 2
Hestamannafélagið Skagfirðingur 643 6
Hestamannafélagið Skuggi 278 3
Hestamannafélagið Sleipnir 592 5
Hestamannafélagið Smári 306 3
Hestamannafélagið Snæfaxi 75 1
Hestamannafélagið Snæfellingur 254 3
Hestamannafélagið Sörli 757 7
Hestamannafélagið Sóti 132 2
Hestamannafélagið Sprettur 1117 9
Hestamannafélagið Stormur 93 1
Hestamannafélagið Þjálfi 138 2
Hestamannafélagið Þráinn 90 1
Hestamannafélagið Þytur 296 3
Hestamannafélagið Trausti 131 2
    116

18.05.2016 22:33

Karlareið Neista

Karlareið Hestamannafélagsins Neista verður farin laugardaginn 4.júní nk. Nánar auglýst síðar !!! Karlar takið daginn frá !!

17.05.2016 23:05

Tilkynning frá Skotfélaginu Markviss


Skotfélagið Markviss verður með hreindýraskotpróf á skeiðvellinum í Kúagirðingunni dagana 22. maí og 12. júní, frá kl. 10:00 báða dagana.
 

Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Taka þarf prófið fyrir 1. júlí. Skotfélagið Markviss verður með verkleg skotpróf dagana: 

22. maí frá kl. 10:00
12. júní frá kl. 10:00

Prófstaður er „skeiðvöllurinn í Kúagirðingunni“ í landi Blönduóss.

 

09.05.2016 19:40

Almennur félagsfundur

 

Almennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni 10. maí kl. 20.30.

Vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi er varðar Skotfélagið mætir Valgarður Hilmarsson og kynnir breytingarnar og svarar spurningum félagsmanna.

Stjórnin

03.05.2016 23:09

Hnakkakynning

 

 

Hnakkakynning verður haldið í anddyri reiðhallarinnar á Blönduósi föstudaginn 6. maí kl.16-18. 

Kynntar verða allar helstu týpur Benni´s Harmony og nýji PORTOS FREEDOM tvískipti hnakkurinn.
Tilvalið að nota tækifærið ef þú ert í hnakkakaupahugleiðingum og koma með eigin hest og prófa á honum eða bara kynna þér það besta á markaði í hnökkum.

 
 

01.05.2016 10:00

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður á Hólum 11.-12. júní.

Hún verður haldin í samstarfi með Þyt og Skagfirðingi.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Mótanefnd

 

01.05.2016 08:34

Uppskeruhátiðin

Miðvikudaginn 27. apríl var uppskeruhátíð hjá krökkunum úr barna-og unglingastarfi vetrarins.
Markmið vetrarstarfsins var að hafa gaman saman, virkja krakkana í hestamennskunni og reyna að vekja áhuga á hestamennsku hjá fleiri börnum.
Dagurinn var skemmtilegur, krakkarnir hafa tekið miklum framförum og höfðu virkilega gaman saman.
Eftir sýninguna var boðið uppá grillaðar pylsur og ís og öllum veitt viðurkenningar og gjafir.
Kristín Jósteinsdóttir sá um alla krakkana og þökkum við  henni fyrir frábært starf.
Myndirnar tók Magnús Ólafsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æskulýðsnefnd.

11.04.2016 10:05

Karlatölt Norðurlands 2016

 

 

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20.04. nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19.00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.

Skráningargjaldið er 2.500 og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og skráð er. Keppendur skrá sig í skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add .

 

Skráningafrestur er til miðnættis laugardagsins 16. apríl.

 

Nánar auglýst þegar nær dregur móti. 

 

Mótanefnd Karlatölts

 

07.04.2016 22:03

Úrslit úr tölti og skeiði

Síðasta mót vetrarins var í kvöld og tókst með ágætum.
Gaman var að sjá nýliða í unglingahópnum og vonandi koma þau til með að halda áfram keppni í sumar og næsta vetur.
Í opna flokknum náðu karlarnir að raða sér í úrslitakeppnina og þar var hart barist en Hörður og Djarfur komu, sáu og sigruðu. Flott sýning hjá þeim.
Neisti bauð uppá grillaðar pylsur í hléinu sem gerðar voru góð skil. Gott kvöld og vel heppnað mót.  Þakkir til allra sem komu að þessari mótaröð félagsins í vetur á einn eða annan hátt.

Úrslit urðu þessi:

Unglingar:

 

1. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur frá Haukatungu    5,8  /  6,3
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi   5,8  /  6,2
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar   5,3  /  5,5
4. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla frá Sveinsstöðum  5,5  /  5,0
5. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill frá Kistufelli    5,2  /  4,5

 

 

Opinn flokkur:
 

 

1. Hörður Ríkharðsson og Djarfur frá Helguhvammi II  6,2  /  6,8
2. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal  6,3 /  6,7
3. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi  5,8  /  6,5
4. Magnús Ólafsson og Heilladís frá Sveinsstöðum   6,2  /  6,1
5. Jón Gíslason og Keisari frá Hofi  5,8  /  5,7
6. Ólafur Magnússon og  Garri frá Sveinsstöðum  5,8  /  5,7
7. Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti  6,0  /  5,7

 

Skeið:

 

Unglingaflokkur:
1. Lara Margrét Jónsdóttir

Opinn flokkur:
1. Ólafur Magnússon og Abel frá Sveinsstöðum
2. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur frá Sveinsstöðum
3. Davíð Jónsson og Halla fra Skúfsstöðum
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhóli

 

07.04.2016 17:36

Ráslisti

 

Unglingar: 
1. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna f Hofi
2. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum
3. Sólrún Tinna Grímdóttir og Hespa frá Reykjum
4. Anna Karlotta Sævarsdóttirog Fengur f Höfnum
5. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla f Sveinsstöðum
6. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur f. Haukatungu
7. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill f. Kistufelli
8. Hlíðar Örn Steinunnarson og Neisti f Bergstöðum
9. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar

 

Opinn flokkur:
1. Ægir Sigurgeirsson og Aþena f Stóradal
2. Magnús Ólafsson og Heilladís f.. Sveinsstöðum 
3. Hörður Ríkharðsson og Djarfur f Helguhvammi II
4. Víðir Kristjánsson og Glanni f.Brekknakoti
5. Davíð Jónsson og Linda P f Kópavogi
6. Ægir Sigurgeirsson og Svipa f Stekkjardal
7.Ólafur Magnússon og  Garri f Sveinsstöðum
8. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper f Blönduósi
9. Eline Manon Schrijver og Laufi f Syðra Skörðugili
10. Kristín Jósteinsdóttir og Dagfari f Sveinsstöðum
11. Magnús Ólafsson og Ódeseifur f Möðrufelli
12. Ægir Sigurgeirsson og Gítar f Stekkjardal

 

Skeið:
1.  Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina f Nykhóli
2. Davíð Jónsson og Halla f Skúfsstöðum
3. Ólafur Magnússon og Abel f. Sveinsstöðum
4. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur f Sveinsstöðum
5. Magnús Ólafsson og ?

 

04.04.2016 12:19

Lokamót vetrarins - Tölt og skeið

Lokamót vetrarins verður  fimmtudagskvöldið 7 apríl. og hefst keppni kl. 19.00.

Keppt verður í tölti T1 og skeiði. 

Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 2 flokkum:

Unglingaflokkur, 16 ára og yngri
Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 2.000 kr. í opnum flokki og 1.500 kr. í unglingaflokki.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

Flettingar í dag: 1024
Gestir í dag: 313
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 443270
Samtals gestir: 53146
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 19:26:12

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere