24.03.2021 10:45

Knapi ársins 2020

Knapi ársins 2020 hjá Hestamannafélaginu Neista 2020 er Lilja Maria Suska Hún er vel að titlinum komin enda átti hún gott tímabil á skeiðhestinum Viðari frá Hvammi 2, þau eru í 19. Sæti á stöðulista í 100 metra skeiði en áttu best tímann 7,73. 

 

23.03.2021 13:39

Fjórgangsmót

Fjórgangsmót Neista - Miðvikudaginn 24. mars klukkan 18:00

 

Skráning á fjórgangsmót er til hádegis 24. mars á netfangið [email protected]. Nafn knapa og hests auk aldurs og lits hestsins

 

Eftirfarandi flokkar í boði

  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • 2. flokkur
  • 1. flokkur

Svo er að sjálfsögðu boðið upp á Pollaflokk

Mótanefnd áskilur sér rétt til þess að sameina flokka ef ekki næst næg skráning

Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139 (Pollar frítt - börn og  unglingar 1.500 og fullorðnir 2.000) Skráning tekur gildi þegar millifærsla hefur borist.

 

17.03.2021 12:00

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista fer fram í Reiðhöllinni Arnargerði, þriðjudaginn 23. mars klukkan 17:00

Dagskrá:

 

Venjuleg aðalfundarstörf

 

Stjórn Neista

 

Athugið: Fólk vantar í stjórn og nefndir, áhugasamir sendi tölvupóst á [email protected]

08.03.2021 14:10

Ísmóti aflýst

Ísmóti sem átti að vera á miðvikudaginn er aflýst

26.02.2021 12:02

Úrslit

Hér koma úrslit frá fyrsta móti vetrarins

 

Barna- og unglingaflokkur

1) Guðrún Elín Egilsdóttir

Rökkvi frá Miðhúsum 6,8

 

2) Sunna Margrét Ólafsdóttir Gáski frá Sveinsstöðum 6,50

3-4) Salka Kristín Ólafsdóttir Píla frá Sveinsstöðum 5,8

Kristín Erla Sævarsdóttir Gjöf frá Steinnesi 5,8

5) Karoline Nielsen Strönd frá Snjallsteinshöfða 2,5

 

T7 fullorðnir/ungmenni

1) Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Rebekka frá Skagaströnd 7,0

2) Jakob Víðir Kristjánsson Sara frá Stóradal 6,5

3) Ólafur Magnússon Ronja frá Sveinsstöðum 6,3

4) Helena Finzel Katí frá Nautabúi 6,0

5) SólrúnTinna Grímsdóttir Eldborg frá Þjóðólfshaga 5,3

 

T1

1) Jón Kristófer Sigmarsson Ásjóna frá Hæli 7,0

2) Bergrún Ingólfsdóttir Mósan frá Skeggstöðum 6,7

3) Guðmundur Sigfússon Stika frá Blönduósi 6,3

4) Berglind Bjarnadóttir Herdís frá Steinnesi 6,2

5) Guðjón Gunnarsson Fróði frá Njálsstöðum 5,7 

 

 
 

 

24.02.2021 14:17

 

Ráslistar

 

Mótið hefst stundvíslega klukkan 19:00 og svo strax á eftir eru úrslit.

 

Pollaflokkur  
Margrét Viðja Jakobsdóttir Hetta frá Stóradal
   
Barna- og unglingaflokkur  
Salka Kristín Ólafsdóttir Píla frá Sveinsstöðum
Karoline Nielsen

Strönd frá Snjallsteinshöfða

 

Guðrún Elín Egilsdóttir Rökkvi frá Miðhúsum
Kristín Erla Sævarsdóttir Gjöf frá Steinnesi
   
   
Sunna Margrét Ólafsdóttir Gáski frá Sveinsstöðum
   
T7  
Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Rebekka frá Skagaströnd
Sólrún Tinna Grímsdóttir Eldborg frá Þjóðólfshaga
Ásdís Freyja Grímsdóttir Rós frá Reykjum
Berglind Bjarnadóttir Kvasir frá Steinnesi
Helene Finzel Katí frá Nautabúi
Sara Bönlykke Bettý frá Hæli
   
T1  
Hanifé Mueller-Schoenau Örk frá Efri-Fitjum
Guðjón Friðmar Gunnarsson Fróði frá Njálsstöðum
Ólafur Magnússon Ronja frá Sveinsstöðum
Jón Kristófer Sigmarsson Ásjóna frá Hæli
Berglind Bjarnadóttir Herdís frá Steinnesi
Bergrún Ingólfsdóttir Mósan frá Skeggsstöðum
Ægir Sigurgeirsson Tomma frá Stekkjardal
Guðmundur Sigfússon Stika frá Blönduósi

22.02.2021 13:56

Töltmót-skráning

Skráning á mótið á miðvikudag.

 

Knapar eru beðnir að skrá sig á netfangið [email protected]. Fram komi nafn knapa og hests auk aldurs og lits á hestinum.Skráningar skal berast fyrir klukkan 23:00 þriðjudaginn 23.02.2021

Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139 (Pollar frítt - börn og  unglingar 1.500 og fullorðnir 2.000) Skráning tekur gildi þegar millifærsla hefur borist.

Flokkar í boði:

  • Pollaflokkur
  • T7 Barnaflokkur
  • T7 Unglingaflokkur
  • T7 Fullorðnir/ungmenni
  • T1 Fullorðnir/ungmenni

 

Mótið hefst klukkan 19:00

15.02.2021 13:29

Mótaröð Neista og SAH afurða

 

 

24/2    Tölt T1 og T7 – Reiðhöllinni Arnargerði

  • Pollaflokkur
  • T7 Barnaflokkur
  • T7 Unglingaflokkur
  • T7 Fullorðnir/ungmenni
  • T1 Fullorðnir/ungmenni

10/3   Bæjarkeppni á Svínavatni

  • Barnaflokkur
  • Unglingar- og ungmenni
  • Fullorðinsflokkur

24/3    Fjórgangur – Reiðhöllinni Arnargerði

  • Barnaflokkur
  • Unglingaflokkur
  • Ungmennaflokkur
  • 2. flokkur
  • 1. flokkur

7/4      Þrígangur – Á beinni braut upp á velli

  •  Allir flokkar
  • Sýna skal a.m.k þrjár gangtegundir í fjórum ferðum fram og til baka
  • Dæmt eftir gæðingaskala

20.01.2021 12:21

Knapi ársins

Knapar eru beðnir að skila inn árangursskýrslu á netfangið [email protected] ef þeir telja sig eiga möguleika að hljóta nafnbótina knapi ársins 2020 hjá Neista.

08.01.2021 20:43

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2021

 

Veturinn 2021 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið á Blönduósi:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Skráning fer fram hjá Önnu Margréti á [email protected] eða í síma 848-6774 fyrir 20. janúar.

 

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 1 x í viku

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr.

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði.

Námskeið hefst í byrjun febrúar.

Kennari: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

Verð: 5.000 kr.

 

Reiðnámskeið (keppnisnámskeið) -  4 helgar – börn, unglingar og ungmenni

Lögð verður áhersla á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum.

Gerðar verða meiri kröfur til ásetu, stjórnunar, jafnvægis og gangskiptinga en á almennu reiðnámskeiði. Bókleg kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Námskeiðið fer að miklu leyti fram inní reiðhöll, þangað til veður leyfir að farið verði út á keppnisvöllinn.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem stefna á að taka þátt á mótum í vetur og næsta sumar.

Kennsla hefst í febrúar.

Kennari er Bergrún Ingólfsdóttir

Verð 20.000 kr.

 

Knapamerki 1 og 2

Vegna covid 19 tókst ekki að ljúka knapamerkjum 1 og 2 í fyrra. Stefnt er að því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrra og ljúka þessum námskeiðum. Gott væri að heyra frá þeim sem tóku þátt í fyrra, hvort það ætli ekki allir að vera með í vetur og klára námskeiðið.

Kennari: Bergrún Ingólfsdóttir

Eins væri gott að frétta hvort áhugi er hjá fleirum en þeim sem voru í knapamerkjum í fyrra. Ef nægur áhugi reynist, verður reynt að bjóða upp á heil námskeið í knapamerkjum 1 og/eða 2. Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

 

 

16.04.2020 15:14

Myndbönd

Kæru Neistafélagar,

Hestamannafélagið hefur keypt aðgang að myndefni á Worlfeng þannig nú er hægt að skoða myndbönd frá landsmótum

Gjörið svo vel og njótið

Aðgangur að Worldfeng - Hestamannafélagið Hornfirðingur

 

16.04.2020 14:44

Fjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ

Fjarnám 1. 2. og 3. stigs verður í boði núna í apríl sem er óvenjulegt en gert í ljósi þess að nemendur hafi hugsanlega góðan tíma til að sinna náminu þessa dagana. Námið hefst mánudaginn 20. apríl. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.

Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði.
Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. 
Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.-

Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 20. apríl. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. 

Slóð á skráningu á öll stig í aprílfjarnámi Þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 og 863-1399 eða á [email protected]

 

 

05.03.2020 18:36

Vantar fleiri hendur í framkvæmdir

Kæru Neistafélagar

Framkvæmdir eru nú í gangi í reiðhöllinni og er salurinn að taka stökkbreytingu til betri vegar. Búið er að mála og parketleggja en þar er næst á dagskrá er að setja upp eldhúsinnréttingu. Það verður mikil breyting á salnum þegar verkinu er lokið og vonandi verður hægt að fagna 20 ára afmæli reiðhallarinnar þar með pompi og prakt í næstu viku.

Eins og áður segir hófust framkvæmdir í höllinni um síðustu helgi og mættu nokkrir félagsmenn Neista ásamt stjórnarmönnum til að láta verkin tala. Stjórn Neista er gífurlega þakklát fyrir þá aðstoð sem fengist hefur í framkvæmdirnar en á sama tíma óskum við eftir fleiri félögum til að leggja sitt að mörkum. Eins og staðan er núna þá hafa nokkir félagsmenn lagt mjög mikið á sig í þágu félagsins en við teljum að hægt sé að virkja fleiri félagsmenn í verkefnið. Mikið líf er í hestamannafélaginu um þessar mundir eins og mátti sjá á Grímutöltinu í SAH mótaröðinni um liðna helgi. Þátttakan var frábær og margt um manninn í reiðhöllinni. Endurbætur reiðhallarinnar eru ekki síst í þágu þeirra virku félagsmanna sem sækja viðburði Neista s.s. mót og námskeið og annara sem nýta reiðhöllina í sinni hestamennsku. Því er spurning hvort það séu ekki fleiri félagasmenn tilbúnir að gefa Neista og reiðhöllinni aðeins af tíma sínum og njóta samveru á sama tíma? 

Stjórn Neista vill hvetja félagsmenn til að hafa samband og bjóða fram krafta sína. Unnið verður í reiðhöllinni næstu daga, í ýmsum verkefnum og á ýmsum tímum svo að flestir ættu að geta lagt verkefninu lið með einum eða öðru hætti. 

Sem dæmi um verkefni sem þarf að vinna þá vantar aðstoð við;

Þrif á húsgögnum, sessum, áhorfendapöllum, veggjum, hurðum og fleira.
Málningu á anddyri, salernum, gluggum, hurðum og fl.
Smíði á skáp/kompu í anddyri undir sessur
Söfnun styrkja - fjáröflun
Skipulagningu afmælisfagnaðar
Bakstur fyrir afmælisfagnað
Flísalögn
Endurbætur á salernum, uppsetning nýrra tækja og fleira.

Einnig vantar enn húsgögn í salinn okkar og félagsmenn mega gjarnan vera vakandi fyrir hentugum húsmunum. Það sem vantar er;

Sófi
Sófaborð
Bókahillur - lágar
Lokaðar hirslur / skápar
Ísskápur
Eldhúsmunir
Ryksuga

Tökum höndum saman! 

Með kveðju,

Stjórn Hestamannafélagins Neista


01.03.2020 22:00

Vinnuhelgi í reiðhöllinni

Framkvæmdir eru komnar á skrið í reiðhöllinni en eins og við vitum þá fögnum við 20 ára afmæli hennar í næstu viku. Það voru vaskir Neistafélagar sem mættu með hendur fram úr ermum og hófu framkvæmdirnar. 



Búið er að rífa út innréttingar og henda ónýtum húsbúnaði. Salurinn hefur nú verið málaður að mestu leyti og er málningarvinna á salernum í gangi. Frekari málningarvinna er á döfinni þar sem einnig á að mála anddyri reiðhallarinnar. 

Stjórn Neista vill þakka sérstaklega fyrir alla þá aðstoð sem fékkst um helgina en jafnframt benda á að enn er mikið verk fyrir höndum. Það er hægt að finna verkefni fyrir alla, bæði lengri, styttri, þyngri eða léttari. Margar hendur vinna létt verk! 










Flettingar í dag: 466
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442712
Samtals gestir: 52983
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 08:06:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere