20.11.2022 10:44

Frá Æskulýðsnefnd Neista

Miðvikudaginn 23. nóv. kl 17:30 verður haldin kynning á námskeiðum og öðru sem æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Neista mun standa fyrir í vetur.
Við hvetjum foreldra, börn og alla sem áhuga hafa á að kynna sér og móta vetrarstarfið að mæta, sérstaklega þá sem ekki hafa tekið þátt á reiðnámskeiðum. Ekki er skylda að vera með reynslu í hestamennsku!!
Við stefnum á að gera fullt af skemmtilegum hlutum í vetur og bjóða upp á nokkrar nýjungar t.d. leiguhesta, æfingakeppni með leiðsögn, afmælissýning Neista, slútt með gistingu, prufudag í janúar (fyrir þau sem eru óákveðin) og skiptimarkað fyrir reiðföt.
Fleiri hugmyndir vel þegnar.
Það væri gaman að sjá sem flesta. Ef þið hafið áhuga en komist ekki á fundinn, endilega sendið okkur tölvupóst [email protected] svo að við getum sett ykkur á póstlistann.
Hittumst á kaffistofunni í Reiðhöllinni Arnargerði.
Léttar veitingar í boði.

 
Bestu kveðjur
Katharina og Sonja, æskulýðsnefnd.
 
 

20.11.2022 08:25

Uppskeruhátíð Búgreinafélaganna og hestamannafélagsins Neista

Glæsilegi uppskeruhátíð búgreinafélaganna og hestamannafélagsins Neista var haldin 19. nóvember.
Þar voru knapar ársins og sjálfboðaliði ársins verðlaunaðir.
 
Knapi ársins 2022 í fullorðinsflokki hjá Hestamannafélaginu Neista er Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.
 

Guðrún Rut gerði það gott á árinu, tók þátt í vetrarmótaröð Skagfirðings og félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara í vor.
Á vetrarmótaröð Skagfirðins fór hún með Kristal og Skjá.
Á félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara mætti Guðrún Rut með Kristal, Skjá, Rebekku og Sál. Öll þessi hross eru frá Skagaströnd.
Glæsileg pör þar á fer og stóðu þau sig öll með prýði á þessum mótum.

Þess má líka geta að Guðrún Rut hefur kennt hjá okkur á námskeiðum í nokkur ár. Frábær kennari.
Innilega til hamingju!


 

Knapi ársins 2022 í yngri flokkum hjá Hestamannafélaginu Neista er Una Ósk Guðmundsdóttir.

 

Una átti frábært ár, tók þátt í Gæðingakvöldmóti Skagfirðings, Vetrarmótaröð Skagfirðins, WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings, Félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara og Landsmóti hestamanna.

Una fór á Landsmót hestamanna fyrir hönd félagsins með Snældu frá Húsavík og stóðu þær sig frábærlega vel.
Glæsilega gert, innilega til hamingju!

 

 

Sjálfboðaliði ársins hjá hestamannafélaginu Neista er Kristján Þorbjörnsson.
Arnar Freyr tók á móti verðlaununum.

 

Kristján er búinn að vera í reiðveganefnd Neista til fjölda ára, hann er einnig í samgöngunefnd Landsambands hestamanna sem kemur saman einu sinni á ári og fer yfir reiðvegamál hestamannafélaga.
Þeir eru ófáir reiðvegirnir sem Kristján er búinn að leggja hér í héraði, með hjálp annarra auðvitað, en það liggur mikil vinna að koma þessum vegum í framkvæmd.
Hann kom einnig upp hrossaáningagerði hjá Sveinsstöðum 2019, sótti um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að setja upp áningagerði, sem hann fékk.

Í sumar fór mikil vinna í að fá reiðveg meðfram nýja Skagsstrandarveginum samþykktan.

Hann á mikið hrós skilið fyrir að leggja alla þessa vinnu fram til að við hin getum riðið hér um héruð.
Spuring hvort hann vilji ekki taka okkur í hópreið um þessa vegi sem hann hefur haft í hönd með að koma í framkvæmd.

Innilega til hamingju og bestu þakkir fyrir!



 

 

 

11.06.2022 21:46

LH-félagi ársins 2022

 

 

Í vetur kom hugmynd frá LH  að hestamannafélögin tilnefndu sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. 

Stjórn Neista tilnefndi Val Valsson fyrir allt það góða starf sem hann hefur lagt til félagsins til margra ára.
Þókkum við honum og öllum öðrum sem vinna allt það sjalboðastarf sem fram fer á vegum Neista kærlega fyrir.

 

Hann vann kosninguna sem fram fór á netinu á vef LH.

Innilega til hamingju!

11.06.2022 16:32

Dagskrá mótsins 12. júní

Dagskrá mótsins á morgun 12.júní.

9.15 knapafundur

10.00 
B flokkur
10:23 Barnaflokkur
10:32 Ungmennaflokkur
10:50 Unglingaflokkur
11:04 A-flokkur
11:46 Gæðingatölt

12.10-12.45 matarhlé
12.45 Úrslit
B-flokkur
ungmennaflokkur
unglingaflokkur
Gæðingatölt
Barnaflokkur
A-flokkur
Áætluð mótslok 15:00

02.06.2022 12:13

Landsmót - tjaldstæði

Hestamannafélagið Neisti hefur fengið úthlutað tjaldstæðum á svæði 1,  neðsta röð.
Hér er hlekkur fyrir þá sem vilja vera á svæði Neista.
ATH.
Greiða þarf fyrir miðnætti á morgun 3. júní til að ná plássi
https://tix.is/is/specialoffer/acmlqjabxfiiw

 

02.06.2022 11:11

Félagsgjöld

Félagsgjöld hestamannafélagins voru send út í vor í heimabanka félagsmanna. Eindagi var 1. júní.

Innifalið í félagsgjöldum er aðgangur að Worldfeng og þátttökuréttur á félagsmót hestamannafélagsins og á Landsmót, þ.e. eigandi hests þarf að vera búinn að borga félagsgjöldin.

Við lokum aðgangi að Worlfeng á þá sem ekki eru búnir að greiða fyrir 5. júní.

Þeir sem taka þátt í félagsmóti og úrtöku fyrir Landsmót 12. júní og eru ekki búnir að borga hafa ekki keppnisrétt. Þeir þurfa að vera búnir að borga greiðsluseðil fyrir 5. júní.

 

Gjaldkeri He. Neista.

02.06.2022 08:59

Félagsmót og úrtaka fyrir Landsmót

Félagsmót og úrtaka Neista og Snarfara verður haldið sunnudaginn 12. júní á velli Neista við Arnargerði. Boðið verður upp á A-flokk, B-flokk, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk, og svo gæðingatölt fullorðinna og 21 árs og yngri. Skráning fer fram í Sportfeng og er loka skráningardagur 9. júní. Skráningagjald er 5000 kr. í alla flokka nema barna- og unglingaflokk, þar er gjaldið 4000 kr. Skráningagjald hækkar um helming ef skráð er eftir skráningafrest. Senda þarf kvittun á [email protected]. Skráning ekki gild fyrr en greiðsla berst.

Til þess að knapi sé gjaldgengur í úrtöku í B og A flokki þarf eigandi hests að vera skráður í annað hvort Neista eða Snarfara. Til þess að knapi sé gjaldgengur í yngri flokka úrtöku þurfa bæði knapi og eigandi hests að vera í Neista eða Snarfara.

 

 

 
   
 

31.05.2022 19:44

Frá æskulýðsnefnd - keppnisþjálfun

 

Æskulýðsnefnd býður upp á 30 mínútna einkatíma á vellinum á Blönduósi, dagana 02.06, 05.06 og 09.06 fyrir úrtökuna. Einnig er hægt að finna annan tíma ef hann hentar betur.
Tilvalið fyrir þá krakka, unglinga og ungmenni sem stefna á félagsmótið 12. júní og á landsmót.
Skráningar berast á netfangið [email protected] fyrir hádegi 1. Júní, þar sem fram þarf að koma nafn knapa og í hvaða flokki á að keppa.
Kennari verður Ásdís Brynja Jónsdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólum.
 
 
 

28.04.2022 09:47

Uppskeruhátíð

Það er svo gaman þegar hlutirnir takast vel og það var sko alveg þannig á uppskeruhátíðinni hjá krökkunum 26. apríl.

Frábær mæting var á uppskeruhátíðna en þar fóru allir sem hafa verið á námskeiðum í vetur og aðrir sem gátu komið í góðan reiðtúr með foreldrum/öfum/ömmum, síðan var farið í leiki og auðvitað í grillaðar pylsur á eftir. 
Virkilega vel heppnað og skemmtilegt. Þökkum við æskulýðsnefnd fyrir vel heppnaðan dag.

Kennarar í vetur voru Klara Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Við færum þeim bestu þakkir fyrir frábæran vetur.

Vetrarstarfinu er þá formlega lokið en eftir er kennsla í knapamerkjum og próf.

Í vor verður boðið uppá námskeið hjá börnum og unglingum í tengslum við Landsmót.

Bestu þakkir til æskulýðsnefndar sem hélt utan um barna- og unglingastarfið í vetur sem og fyrri vetur.


Hér eru nokkrar myndir sem annars eru í myndaalbúmi.
Myndir tók Magnea Jóna Pálmadóttir.

 

 

 

Stjórnin

 

 

 

 

 

 
 
        

21.04.2022 19:31

SAH mótaröðin - þrígangsmót

 

1. maí ætlum við að halda þrígangsmót á beinu brautinni úppá velli. Riðnar verða tvær ferðir fram og til baka (4 ferðir). Sýna verður að minnsta kosti 3 gangtegundir, en gefnar verða einkunnir fyrir 3 bestu gangtegundirnar sem parið sýnir.

Dæmi um sýningu:
1. Hægt tölt -  brokk -  hratt tölt -  fet
2. Tölt -  skeið -  brokk -  tölt
3. Hægt tölt -  brokk -  stökk -  fet
4. Brokk -  fet -  stökk - brokk

Ef áætlað er að sýna tölt en ekki skeið þá þarf að sýna annað hvort hægt eð a hratt tölt, en frjáls ferð á tölti ef skeið er í sýningu.

Einn ríður í einu í forkeppni, en hver á eftir öðrðum í úrslitum. 5 knapar komast í úrslit.

Boðið verður uppá pollaflokk, barna- unglinga- og ungmennaflokk, 2. og 1. flokk.

Koma þarf fram nafn knapa, flokkur, nafn, aldur og litur hests. Áskiljum okkur þann rétt að fella niður og sameina flokka ef ekki næst næg skráning.

Skráning skal berast á netfangið [email protected] og nú er skráningarfrestur til 29. apríl, best að skrá sem fyrst!

Skránignargjöld 2.000 kr. í alla flokka nema pollaflokk sem er frír. Greiðist inná reikning 0307 26 055624 kt. 480269-7139.  Skráning ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Þetta er síðasta mótið í SAH mótaröðinni og verða stigahæstu knapar í hverjum flokki verðlaunaðir eftir mótið í samkomusalnum í reiðhöllinni.

Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband á facebook við Klöru Sveinbjörns eða í sími 7717763.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,
mótanefnd.

18.04.2022 21:16

Heimsókn frá LH


Stjórn LH kom við hér í reiðhöllinni 11. apríl sl. og hélt góðan upplýsingafund fyrir stjórnir hestamannafélaganna Þyt, Neista, Snarfara og Skagfirðing.
Gott var að hittast,
Rætt var um; reiðvegamál, tryggingar og öryggismál  (https://www.samgongustofa.is/umferd/oryggi/hestar-og-umferd/), sjálfboðaliða ársins, 100 hestamenn heimsóttir, þolreiðina, könnun um aðstöðumun milli félaga (fasteignagjöld) , mótahald, gæðingakeppni, samráðsgátt, agamál, æskulýðsmál, afreksmál, Skógarhóla svo eitthvað sé nefnt.

Mörg þessara mála eru auðvitað á https://www.lhhestar.is/ og facebook síðu LH.

Virkilega góður fundur og upplýsandi.
Takk fyrir okkur.

https://www.youtube.com/watch?v=Zeg2L5VNG00

 

 

01.04.2022 05:42

Hvatningarverðlaun

Stjórn Neista ákvað í vetur að veita hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða sem hefur unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins fyrir árið 2021.

Margir hafa lagt hönd á plóginn og  unnið mikið starf fyrir félagið og það þyrfti að hampa öllu þessu góða fólki oftar.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir, hér með.

Stjórnin (hluti stjórnar) ákvað að veita Selmu Erludóttur þessi verðlaun fyrir árið 2021.
Hún hefur unnið ötult starf fyrir félagið í mörg ár og alltaf tilbúin að hjálpa eða leiðbeina. Hún hefur verið í stjórn síðan 2008, tók sér þó hlé 2018-2021 en hefur verið gjaldkeri hjá félaginu frá 2008, var gjaldkeri utan stjórnar þessi ár sem hún var ekki í stjórn. Ársreikninga félagsins hefur hún gert síðan árið 2000, verið í æskulýðsnefnd meðan hennar strákarnir hennar voru á námskeiðum og séð um ýmis mál.  Lætur sér verulega annt um hestamennskuna hér á svæðinu.

Við erum því afar þakklát fyrir hennar störf í þágu félagsins og vonumst til þess að hún haldi áfram því góða starfi sem hún hefur innt af hendi í öll þessi ár.

Hafrún Ýr, formaður Neista, afhendir Selmu hvatningarverðlaunin.

 

31.03.2022 23:42

Knapar ársins 2021

Eftir fjórgangsmótið var haldið uppí sal reiðhallarinnar og verðlaun veitt.
Loksins var hægt að verðlauna knapa ársins 2021 en það voru þær

Ásdís Freyja Grímsdóttir í yngri flokkum og Bergrún Ingólfsdóttir í flokki fullorðinna sem hlutu þau.

 

Ásdís Freyja Grímsdóttir, knapi ársins í yngri flokkum.

Hún komst ekki til að taka við verðlaununum en mamma hennar, Jóhanna, kom í staðin,
hér er hún ásamt formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr.


Ásdís gerði það gott í keppni á sl. ári, í ungmennaflokki.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk þar 8.30 í forkeppninni á Pipar frá Reykjum.

Ásdís og Pipar gerðu það gott alls staðar þar sem þau kepptu, á félagsmótinu urðu þau í 1. sæti með 8.33. Þau fóru fyrir hönd Neista á  fjórðungsmótinu og urðu þar  í 6. sæti í forkeppni með 8.32 og í úrslitum í 8. sæti með einkunina 8.07.
Hún á Pipar, hefur tamið hann og þjálfað.  Virkilega flott par þar á ferð.

Ásdís Freyja byrjaði á námskeiðum í þessari reiðhöll  um leið og hún fór að ganga og var hér á námskeiðum hvern einasta vetur þar til hún fór í framhaldsskóla, foreldrarnir endalaust duglegir að keyra frá Reykjum hér niður eftir með krakkana á námskeið.

Hún var að vinna hjá Bergrúnu í fyrravetur og þær stöllur voru greinilega gott lið saman með góða hesta!!

Innilega til hamingju með flottan árangur!



Bergrún Ingólfsdóttir, knapi ársins í flokki fullorðinna

Bergrún tekur við verðlaunum sínum frá formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr.


Bergrún gerði það gott á keppnisvellinum á sl. ári eins og oft áður.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk frábærar tölur á Galdur og Roða. Þar var hún í 1. sæti á Roða í forkeppni með einkunina 8,58 í A-flokki og 7. sæti á Galdri í B-flokki með einkunina 8,43. Glæsilega gert!

Bergrún fór á fjórðungsmót fyrir hönd Neista og stóð sig frábærlega með Galdur og Roða. Hún var í 9. sæti í forkeppni á Galdri 8,52 og 14. í úrslitum með einkunina 8.11.

Á félagsmótinu var Galdur efstur í forkeppni í B-flokki, keppti ekki í úrslitum. Hún var í 2. sæti í úrslitum á Sóldögg í A-flokki og í 2. sæti í úrslitum í gæðingatölti á Lygnu.

Vel gert og innilega til hamingju!

 

31.03.2022 23:00

Fjórgangur - úrslit

Skemmtileg mót var í kvöld í reiðhöllinni, vel sótt og tókst vel í alla staði.

Verðlaunaafhendingin var upp í salnum  eftir mót og bauð hestamannafélagið öllum uppá pizzur.
 

 

Pollaflokkur:

 

Hilmir Hrafn og Feykir
Rakel Ósk og Korgur
Margrét Viðja og Apall
Haraldur Bjarki og Moldi
Sveinbjörn Óskar og Sóldögg

Þau fengu verðlaunapeningana sína uppí sal þar sem verðlaunaafhending fór fram.

 

 

 

Barnaflokkur:

 

1. Hera og Feykir 5,8
2. Karoline og Strönd 5,13
3. Salka Kristín og Hríma 4,3

 

Unglingaflokkur:

 

1. Þórey Helga og Ólga  5,3
2. Kristín Erla og Sónata 5,13
3. Sunna Margrét og Píla  5,06

 

2. flokkur:

 

1. Carina og Katla 6,8
2. Guðrún Tinna og Toppur 6,43
3. Hafrún Ýr og Gjöf  6,0
4. Camilla og Júpíter  5,94
5. Sólrún Tinna og Eldborg  5,63

 

 

1. flokkur:

 

1. Bergrún og Baldur  6,6
2. Eline og Kolur  6,5
3. Klara og Snörp 6,3
4. Ágúst og Andrómeda  4,6

 

 

 

Pizzapartí, virkilega gaman að sjá svona marga.
Takk fyrir komuna og bestu þakkir til þeirra sem tóku þátt og sáu um mótið.

 

     
 
 
 

 

31.03.2022 17:41

SAH - mótaröðin, fjórgangur í kvöld

Dagskrá ??
18.30
Forkeppni í öllum flokkum
~Barna- og unglingaflokkur
Þessir flokkar riða forkeppni og úrslit saman en eru verðlaunuð sér.
~2.flokkur
~1.flokkur
Pollaflokkur
10 mín hlé
Úrslit
Barna og unglingaflokkur
2.flokkur
1.flokkur
Flettingar í dag: 426
Gestir í dag: 127
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442672
Samtals gestir: 52960
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 07:00:06

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere