09.03.2010 14:11

Lokaskráningardagur í dag í Húnvetnsku liðakeppninni - fimmgangur


    

Lokaskráningardagur er í dag 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið: [email protected].
Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Meira um mótið hér.

Mótanefnd

09.03.2010 14:10

Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttum

HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar
voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar
hafa verið.   Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda.
Hjálagt fylgja helstu breytingarnar - en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran
af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál - íþróttadómarar og kynna sér hann.  


Í skeiði inná hringvelli er meiri munur  í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett. Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli.  Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn. Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina.  Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju. Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5. Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar

Gæðingaskeið: "HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN 
ER SETTUR Á STÖKK - HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5"

Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: [email protected]

Með bestu kveðjum
Stjórn HÍDÍ

09.03.2010 11:19

LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélaga

LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélaga

Fulltrúar hestamannafélaganna Geysi, Léttfeta, Sindra ogStíganda

áttu pantaðan fund með Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga (LH) föstudaginn 5. mars varðandi Landsmót hestamanna 2012. Ætluðu fyrir hönd 26 hestamannafélaga að mótmæla hvernig staðið væri að ákvörðun landsmótsstaðar 2012.

Samkvæmt heimildum Feykis.is afboðar Haraldur fundinn um miðnætti fyrir fundardag á þeim forsendum að hann sé upptekinn og nái ekki að boða stjórnarmenn til fundarins. En daginn eftir eða sama dag og fundurinn átti að vera birtist frétt um að komið hafi verið á fundi milli LH og Fáks þar sem undirritaður var samningur um Landsmót í Reykjavík 2012.

-Við furðum okkur á vinnubrögðum formanns LH og teljum þau ólýðræðisleg og ekki unnin af heilindum. Ljóst er að geysileg andstaða ríkir meðal hestamanna um val á Reykjavík sem Landsmótsstað 2012, segir í yfirlýsingu frá fulltrúahópnum.

08.03.2010 20:27

Úrslit grunnskólamóts

Fyrsta grunnskólamót vetrarins var í Þytsheimum í gær. Gaman var að sjá hvað margir sáu sér fært að koma og kíkja á skemmtilegt mót.

Úrslit urðu þessi;

Fegurðarreið 1.-3. bekkur
 knapiskólihestureinkunn forkeppnieinkunn úrslit
1Lilja María Suska HauksdóttirHúnLjúfur frá Hvammi ll5,56
2Guðný Rúna VésteinsdóttirVarBlesi frá Litlu-Tungu ll5,55,5
3Jódís Helga KáradóttirVarPókemon frá Fagranesi4,55
4Magnús Eyþór MagnússonÁrsKatla frá Íbishóli4,54,5
5Lara Margrét JónsdóttirHúnVarpa frá Hofi4,54


Tvígangur/þrígangur 4.-7.bekkur
  knapi skóli Hestur einkunn forkeppni einkunn úrslit
1 Viktoría Eik Elvarsdóttir Var Smáralind frá Syðra-Skörðugili 5,5 7,2
2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Var Hafþór frá Syðra-Skörðugili 5,8 6,7
3 Sigurður Bjarni Aadengard Blö Óviss frá Reykjum 5,8 6,3
4 Guðmar Freyr Magnússon Árs Frami frá Íbishóli 5,5 6
5 Freyja Sól Bessadóttir Var Blesi frá Litlu- Tungu ll  5,6 5,7



Fjórgangur 8.-10.bekkur
  Nafn skóli Hestur forkeppni einkunn einkunn úrslit
1 Bryndís Rún Baldursdóttir Árs Aron frá Eystri-Hól 6,1 6,8
2 Jón Helgi Sigurgeirsson Var Bjarmi frá Enni 5,6 6,5
3 Jóhannes Geir Gunnarsson Hvt Þróttur frá Húsavík 5,7 6
4 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt Sómi frá Böðvarshólum 5,3 5,7
5 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs Máni frá Árbakka 5,3 5,6
6 Ragnheiður Petra  Árs Muggur frá Sauðárkróki 5,3 5,3



Skeið 8.-10. bekkur
Knapi skóli bekkur hestur timi 1 timi 2
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt 10.b Stígur frá Efri-Þverá  3,94 4,15
2 Kristófer Smári Gunnarsson Hvt 8.b Kofri frá Efri-Þverá 5,47 4,95
3 Jón Helgi Sigurgeirsson Var 9.b Náttar frá Reykjavík 5,59 5,03
4 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs 10.b Gneysti frá Yzta-Mói        X 5,19
5 Sara María Ásgeisdóttir Var 9.b Jarpblesa frá Djúpadal      X 6,53


Þá standa stigin í keppninni svona:
Varmahlíð 30
Ársskóli 26
Grsk. Húnaþingsvestra 22
Húnavallaskóli 21
Blönduskóli 8


Smalinn er næsta mót og verður á Blönduósi 21.mars. fjölmennum og fylgjumst með framtíðarknöpunum okkar.

06.03.2010 16:52

Úrslit á Ís-landsmóti




Það var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land.  Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði  verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim    fresta mótinu, eða fella það niður,  enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum.

Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá       keppendum.  Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim.  Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn  og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt.  Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok

Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn  5. mars 2011.


Úrslit urðu þessi:


B-flokkur

  Tryggvi og Bragi


1. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi   8,53 / 8,73

2. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum  8,51 / 8,44

3. Elvar Einarsson og Stimpill frá Vatni  8,44 / 8,46  Tryggvi knapi í forkeppni

4. Svavar Hreiðarsson og Johnny be good frá Hala  8,33 / 8,36

5. Jakob S. Sigurðsson og Glettingur frá St. Sandfelli 2   8,30 / 8,34

6. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum  8,29 / 8,27

7. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum  8,27 / 8,50

8. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði    8,17 / 8,23



A-flokkur

Jakob og Vörður


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Vörður frá Árbæ  8,44 / 8,53

2. Páll Bjarki Pálsson og Hreimur frá Flugumýri II  8,43 / 8,43

3. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti   8,36 / 8,37

4. Sigurður Pálsson og Glettingur frá Steinnesi  8,31/8,36 Páll knapi í forkeppni

5. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi  8,30 / 8,37

6. Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri-Skógum  8,19 / 8,11

7. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli  8,18  /  8,41

8. Tryggvi Björnsson og Dáðadrengur frá Köldukinn   8,06/8,06  Elvar knapi í forkeppni



Tölt

  Jakob og Árborg


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey  7,50 / 6,83

2. Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu  7,17 / 7,33

3. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum   7,00 / 6,67

4. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ  6,83 / 6,50

5. Camilla Petra Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti  6,67 / 6,17

6. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti  6,67  /  6,67

    Eftirtaldir luku ekki keppni

    Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Úði frá Húsavík

    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum



  Ís-landsmót


06.03.2010 10:04

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur


Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur og tölt unglinga og verður í Þytsheimum föstudagskvöldið 12. mars nk. Lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið:
[email protected]. Keppt verður í fimmgangi í 1. flokki, 2. flokki og í tölti í flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða  tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, fet, stökk og skeið í fimmgangi en í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allt um reglur keppninnar má sjá 
hér.

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


05.03.2010 11:06

Fyrsta grunnskólamótið


Fyrsta grunnskólamótið
verður í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00

04.03.2010 22:46

Ráslistar á Ís-landsmót


Dagskráin hefst stundvíslega kl. 10.00 á laugardagsmorgun
á B-flokki, síðan A-flokki og endað á tölti.
Úrslit verða riðin strax eftir hverja grein.


Ráslista er að finna  hér.

04.03.2010 11:18

KS- Deildin - Frábær tölt - úrslit


Áhorfendur voru ekki sviknir af töltkeppni KS-deildarinnar sem haldin var í gær í Svaðastaðahöllini. Fyrsti hestur í braut gaf tóninn með einkunn uppá 7,30.
 

Margar glæsilegar sýningar sáust og seinasti hestur inní B-úrslit var með einkunnina 6.93. Mikil spenna var svo í A-úrslitum og urðu tveir knapar Ísólfur og Ólafur jafnir í fyrsta til öðru sæti með einkunnina 8,11. Var því gripið til sætisröðunar þar sem Ísólfur hafði betur.

Mikil spenna er komin í stigasöfnunina og verður fróðlegt að sjá hvað mun gerast eftir hálfann mánuð þegar keppt verður í fimmgangi.

A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjastöðum II 8,11

2. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum  8,11

3. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði 7,89

4. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti 7,50

5. Magnús B Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50

 

B-úrslit

5. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50
6. Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi 7,22

7. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum 7,22

8. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti 7,11

9. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum 7,11

 

Stigasöfnun

1          Ólafur Magnússon 16 stig
2          Ísólfur Líndal Þórisson 15 stig

3          Bjarni Jónasson 14 stig

4          Mette Mannseth 11,5 stig

5          Elvar E. Einarsson 11,5 stig

6          Þórarinn Eymundsson 7,5 stig

7          Magnús Bragi Magnússon 7,5 stig

8          Sölvi Sigurðarson 6,5 stig

9          Þorsteinn Björnsson 1,5 stig

10        Líney María Hjálmarsdóttir 1 stig

03.03.2010 11:01

Tölt í KS deildinni í kvöld



Eftir frábæra fjórgangskeppni í KS deildinni er komið að tölti. Það verður mikið fjör í Svaðastaðahöllinni í kvöld, miðvikudagskvöld 3. mars kl:20:00. Eins og sjá má á ráslistanum eru margir sterkir hestar skráðir til leiks og ljóst er að hart verður barist.

Ráslisti:
  1. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti
  2. Líney María Hjálmarsdóttir - Þerna frá Miðsitju
  3. Ragnar Stefánsson - Lotning frá Þúfum
  4. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði
  5. Riikka Anniina - Gnótt frá Grund II
  6. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum
  7. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli
  8. Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi
  9. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum
  10. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti
  11. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Spakur frá Dýrfinnustöðum
  12. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum
  13. Erlingur Ingvarsson - Gerpla frá Hlíðarenda
  14. Viðar Bragason - Von frá Syðra-Kolugili
  15. Tryggvi Björnsson - Ólga frá Steinnesi
  16. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjasyöðum II
  17. Þorbjörn Hreinn Matthíasson - Týr frá Litla-Dal
  18. Björn Fr. Jónsson - Aníta frá Vatnsleysu

02.03.2010 16:28

Karlareið Hestamannafélagsins Neista


Karlareið Hestamannafélagsins Neista verður
laugardaginn 13. mars  n.k.  
Riðið verður úr "Bótinni" suður Svínavatn að Stekkjardal.



Lagt verður af stað kl.14.00.  Örugg  fararstjórn .  Grillað í reiðhöllinni Arnargerði að ferð lokinni.

Gjald kr.3500.-

Þátttaka tilkynnist fyrir  miðnætti miðvikudaginn 10. mars. til einhvers eftirtalinna:

Jóns Kr. Sigmars.        sími   8989402

Guðmundar Sigf.        sími  8926674

Páls Þórðar.                sími 8484284

Undirbúningsnefndin

02.03.2010 08:24

Grunnskólamót


Fyrsta grunnskólamótið
verður í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00


keppt verður í
fegurðarreið 1.-3. bekkur
tví- eða þrígangi 4.-7. bekkur
fjórgangi 8.-10. bekkur
skeiði 8.-10. bekkur

skráningargjald er 1000 krónur á hest
skráning þarf að berast fyrir kl.21.00  fimmtudagskvöldið 4.mars
í skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests, bekkur, skóli, upp á hvora hönd er riðið
skráning þarf að berast á [email protected]

Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts

endilega hafið samband á e-mailið ef einhverjar spurningar vakna.
 

28.02.2010 22:15

Hrossaræktendur - Hestamenn

Almennur fundur um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi fimmtudaginn 4. mars kl. 20:30.

Frummælendur:

Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags Tamningamanna

Hrossaræktarsamband V-Hún

Samtök hrossabænda í A-Hún

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

28.02.2010 22:04

Úrslit ístölts á Hnjúkatjörn

Veðrið var frábært á mjög svo skemmtilegu ístölti á  Hnjúkatjörn í dag. Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom kærlega fyrir. Myndir komnar inná vefinn.

Úrslit urðu þessi:

Barnaflokkur


1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum
2. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gyðja frá Reykjum
3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Skuggi frá Breiðavaði
4. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Rifa frá Efri-Mýrum
4. Sigríður Þorkelsdóttir og Pjakkur frá Efri-Mýrum


Unglingaflokkur


1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti 
2. Brynjar Geir Ægisson og Heiðar frá Hæli
3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa frá Stekkjardal
4. Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá


2. flokkur


1. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduós
2. Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum
3. Áslaug Inga Finnsdóttir og Dáðadrengur frá Köldukinn
4. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Æsir frá Böðvarshólum
5. Guðmundur Sigfússon og Aron


1. flokkur


1. Tryggvi Björnsson og Stimpill frá Vatni
2. Ninni Kulberg og Stefna frá Sauðanesi
3. Jón Kristófer Sigmarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum
4. Eline Manon Schrijver og Þekla frá Hólum
5. Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga 2

28.02.2010 19:33

Afmæli Þyts

Það má með sanni segja að gærdagurinn hafi verið frábær og sýningin vel heppnuð. Stjórn Þyts vill þakka öllum sem komu að hátíðinni en knapar sýningarinnar voru 84 og ætli það hafi ekki komið um 120 manns að sýningunni í heild.

Hátíðin byrjaði á fánareið og ræðuhöldum. Sigrún formaður hélt ræðu um tilurð félagsins og byggingu reiðhallarinnar sem fékk nafnið Þytsheimar. Séra Magnús Magnússon blessaði húsið og má segja að hann hafi náð sambandi við veðurguðina því um kl 14:00 var leiðindaveður, norðaustan hríð, en um 15:00 þegar hátíðin var að hefjast og Magnús búinn að blessa húsið þá birti til. Guðný Helga oddviti Húnaþings vestra fór með vísu sem hún orti um hestamannafélagið og reiðhöllina. Anna María gaf hestamannafélaginu skeiðklukkur frá Ungmennasambandinu og formaður LH Haraldur Þórarinsson tók einnig til máls. Síðan kom hvert flotta atriðið á fætur öðru. Í hléi var síðan þvílík kökuveisla í boði félagsmanna.

Hér að neðan má sjá video Palla sem eru inn á 
Hvammstangablogginu en hann tók líka upp alla sýninguna í gær. Takk kærlega Palli.

Hægt er að sjá tvö atriði frá sýningunni á YouTube.
Það eru atriðin "
Svörtu folarnir" og "Dívurnar".

Myndir koma svo inn á heimasíðu Þyts innan tíðar.


Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443718
Samtals gestir: 53285
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 02:32:42

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere