10.01.2012 10:25

Meistaradeild Norðurlands 2012, KS-Deildin

Úrtaka fer fram 25.janúar í Svaðastaðahöllinni. Og hefst kl: 20:00 Keppt í fjór og fimmgangi. Keppt verður um 6 sæti. Þar sem tveir keppendur hafa afboðað þátttöku vegna flutnings af svæðinu, áskilur stjórn MN sér rétt til að úthluta tveimur...

Úrtaka fer fram 25.janúar í Svaðastaðahöllinni. Og hefst kl: 20:00
Keppt í fjór og fimmgangi.
Keppt verður um 6 sæti.

Þar sem tveir keppendur hafa afboðað þátttöku vegna flutnings af svæðinu, áskilur stjórn MN sér rétt til að úthluta tveimur sætum til viðbótar ef viðunandi árangur í úrtöku næst.

Skráning fyrir föstudagskvöldið 20.janúar
hjá Eyþóri : 848-2725 og Stefáni : 860-2050

Stjórn MN


05.01.2012 13:28

Námskeiðin að hefjast


Minnum á að verkleg kennsla í knapamerkjum hefst í næstu viku.
Mánudag verður kn 1 krakkar hjá Ragnhildi.
Þriðjudag verða kn 2 krakkar og kn. 1 fullorðnir hjá Barböru
Fimmtudag verða kn 3 allir hjá Hafdísi.





Minnum líka á reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna sem byrja í síðustu viku í janúar. Þeir sem hafa hug á þeim námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 15. janúar. Kennari verður Ragnhildur Haraldsdóttir.

 


Minnum líka á:
Birna Tryggvadóttir kemur og verður með námskeið 27.-29. janúar bæði almennt fyrir börn, unglinga og fullorðna og einnig keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hún tekur einnig í einstaklingskennslu ef þess er óskað. Skráning er á netfang Neista fyrir 15. janúar. Einnig má fá uppslýsingar hjá Selmu í síma 661 9961.




02.01.2012 09:48

Upplýsingar um kynbótasýningar 2012



Á fundi Fagráðs í hrossarækt þann 16. desember sl. var sýningaráætlun kynbótadóma fyrir árið 2012 lögð fram, sýningargjöld og einkunnarlágmörk kynbótahrossa á Landsmóti ákveðin.

Samkvæmt því munu sýningargjöld verða 18.500 kr. fyrir fullan dóma, en 13.500 kr fyrir sköpulags- eða reiðdóm.

Einnig voru einkunnarlágmörk kynbótahrossa á Landsmóti ákveðin og verða þau eftirfarandi:

Stóðhestar:
7 vetra og eldri            8,35
6 vetra                        8,30
5 vetra                        8,15
4 vetra                        8,00
 
Hryssur
7 vetra og eldri            8,25
6 vetra                        8,20
5 vetra                        8,05
4 vetra                        7,90
 

Þá var eftirfarandi sýningaráætlun ársins lögð fram til samþykktar:

  • 20.4 - 21.4             Skagafjörður
  • 30.4 -   4.5            Hafnarfjörður
  •   7.5 - 11.5            Hafnarfjörður
  • 14.5 - 18.5            Eyjafjörður
  • 14.5 - 18.5            Selfoss
  • 21.5 - 25.5            Selfoss
  • 21.5 - 25.5            Blönduós
  • 28.5 -   1.6            Skagafjörður
  • 28.5 -  29.5            Hornafjörður
  • 30.5 -  31.5            Fljótsdalshérað
  • 28.5 -   1.6            Hella
  •   4.6 -    8.6            Hella
  •   4.6 -    8.6            Eyjafjörður
  •   4.6 -    8.6            Borgarfjörður
  • 25.6 -    1.7            Landsmót
  •   7.8 -  10.8            Húnavatnssýslur
  •   7.8 - 10.8            Borgarfjörður
  • 13.8 -  17.8            Skagafjörður
  • 13.8 -  17.8            Hella
  • 20.8 -  24.8            Hella
  • 20.8 -  24.8            Eyjafjörður


Eiðfaxi 



23.12.2011 21:52

Gleðileg jól




Hestamannafélagið Neisti óskar
félagsmönnum, Húnvetningum
sem og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir
á árinu sem er að líða.


15.12.2011 08:16

Spennandi vetur framundan


Það styttist í nýtt, spennandi og viðburðaríkt ár hjá Hestamannafélaginu Neista.

Námskeiðin verða öll á sínum stað og 1. mót vetrarins verður 5. febrúar þar sem krakkarnir ætla að hittast og keppa í tölti.

Verkleg kennsla í knapamerkjum hefst í 2. viku í janúar og ættu þeir sem voru í bóklegu námskeiði nú í haust að vera búnir að fá upplýsingar um það. Kennarar eru Barbara Dittmar og Hafdís Arnardóttir.

Eins og undanfarin ár verður boðið uppá reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna og byrja þau í síðustu viku janúar. Þeir sem hafa hug á þeim námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 15. janúar. Kennari verður Ragnhildur Haraldsdóttir.

Birna Tryggvadóttir kemur og verður með námskeið 27.-29. janúar bæði almennt fyrir börn, unglinga og fullorðna og einnig keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hún tekur einnig í einstaklingskennslu ef þess er óskað. Skráning er á netfang Neista fyrir 15. janúar. Einnig má fá uppslýsingar hjá Selmu í síma 661 9961.

Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður á Hvammstanga 10. febrúar og keppt veður í fjórgangi.  Þangað ætlum við Neistafélagar auðvitað að mæta. Fyrir keppni verður boðið uppá bóklegar og verklegar æfingar og verður það auglýst síðar.


14.12.2011 08:55

Jólaleikur Landsmóts

Ó já, jólastemningin fer að ná hámarki hér á skrifstofu Landsmóts og hér eru mandarínur og piparkökur í öll mál. Við viljum endilega hvetja ykkur til að taka þátt í jólaleiknum okkar og freista gæfunnar um leið og miði á LM 2012 er keyptur á forsöluverði.

Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur.

Á Þorláksmessu förum við í sparifötin, fáum okkur smákökur, malt & appelsín og drögum út heppna vinningshafa. Það er til mikils að vinna því meðal vinninga eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, inneign hjá N1, Mountain Horse úlpa frá Líflandi, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.

Potturinn bíður því stútfullur af glæsilegum vinningum sem væri ekki amalegt að fá sem auka jólagjafir þetta árið. Smelltu þér á miðasöluvef landsmóts svo þú eigir möguleika á vinningi!

Gleðileg jól!

--------------------///---------------------

DVD diskur frá LM 2011

Já það er margt að gerast hjá Landsmóti. Á skrifstofu Landsmóts er hægt að kaupa gjafabréf fyrir miða á Landsmót sem er vitanlega tilvalið í jólapakka hestamannsins! Hafið samband í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Að lokum minnir Landsmót á DVD diskana frá mótinu í sumar á Vindheimamelum sem nú fara að koma úr framleiðslu. Gefinn verður út annars vegar DVD með hápunktum Landsmóts og hins vegar kynbótahross á Landsmóti. Þetta er gríðarlega mikið efni, eða rúmlega átta klukkustundir í það heila og frábær heimild um gott mót norður í Skagafirði í sumar. Hápunktarnir munu kosta kr. 5.000 og kynbótadiskurinn kr. 8.000. Þarna er komin önnur hugmynd að frábærri gjöf í jólapakka hestamannsins!

Vonast er til að hægt verði að dreifa diskunum í verslanir á föstudaginn 16.desember en einnig er hægt að panta diskinn á skrifstofu LH/Landsmóts í síma 514 4030 og fá hann sendan í póstkröfu eða greiða með kreditkorti í gegnum síma. Diskurinn verður m.a. fáanlegur í eftirtöldum verslunum: Lífland Lynghálsi og Akureyri, Baldvin & Þorvaldur Selfossi, Knapinn Borgarnesi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KS Varmahlíð og Fákasport Akureyri.



11.12.2011 10:47

Almennur félagsfundur


Almennur félagsfundur hestamannafélagsins Neista verður haldinn miðvikudaginn 14.des kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði. Rætt verður um dagskrá vetrarins, þáttöku og undirbúning í viðburðum vetrarins og almennt um félagsstarf Neista.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin


01.12.2011 20:31

Vöru- og sölukynning í Þytsheimum, Hvammstanga

                   

Þann 3. desember nk. verða verslanirnar Kidka og Knapinn Borgarnesi með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum frá kl. 13:00 - 19:00. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni og dagatal hestamannafélagsins til sölu frá kl. 13:00 - 16:00 .

Notið ykkur þetta tækifæri til að versla í heimabyggð.     Heitt á könnunni :)

Fræðslunefnd Þyts


29.11.2011 20:25

Verslunin Hestar og menn í Húnaveri


Haldinn verður markaður í Húnaveri næstkomandi laugardag, 3. desember, milli klukkan 13 og 17. Í boði verður fatnaður, hestavörur, ýmis handverk, brauð og kökur, bæði notað og nýtt. Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps verður með kaffi og með því á staðnum á góðu verði.

Á markaðnum verður ýmislegt á boðstólum, t.d. vörur frá fyrirtækjunum Hestum og mönnum, Töfrakonum, Sveitabakaríi, Silfur-Hlöðunni og glerlistakonan Anna Gunnarsdóttir verður með vörur sínar til sölu, ásamt mörgum öðrum söluaðilum.

Eitthvað fyrir alla og í jólagjafir. Allflestir söluaðilar taka ekki kort.


21.11.2011 22:49

Uppskeruhátiðin


Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna sem var sl. laugardaskvöld tókst afskaplega vel í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         

Þessi maður....



Ólafur Magnússon, var knapi árins 2011
hjá hestamannafélaginu Neista.


Hann var alltaf á ferðinni og gerði það afar gott......

KS-deildin
4. sæti í fjórgangi
2. sæti í tölti
4. sæti í heildarstigum.

Húnvetnska liðakeppnin
1. sæti í tölti

Ís-landsmót á Svínavatni
4. sæti í tölti

Félagsmót Neista og úrtaka
1. sæti í B flokki
2. sæti í A-flokki

Gullmótið í Hafnarfirði
5. sæti í tölti

Landsmót hestamanna
12. sæti í B-flokki


Innilega til hamingju með flottan árangur.



Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin.    


Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Eydís frá Hæli

F. Glymur frá Innri Skeljabrekku M. Dáð frá Blönduósi
B: 7,99  H: 7,74  A: 7,84
Ræktandi og eigandi: Jón Kristófer Sigmarsson
Sýnandi: Gísli Gíslason

5 vetra 
Heiðdís frá Hólabaki
 

F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki
B: 8,24  H: 8,17   A: 8,20
Ræktandi og eigandi:  Björn Magnússon
Sýnandi:  Agnar Þór Magnússon


6 vetra
Hildur frá Blönduósi
F. Adam frá Ásmundarstöðum.  M. Hlökk frá Hólum
B:  8,03  H: 7,99  A: 8,01
Ræktendur: Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Björnsson
Eigandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Mette Mannseth
   

7 vetra og eldri
Birta frá Flögu 
F. Gustur frá Hóli.  M. Brynja frá Flugumýri II
B: 8,25   H:  8,13   A: 8,18
Ræktandi: Valur K. Valsson
Eigandi: Berit Edvardsson
Sýnandi:  Berit Edvardsson

 

Stóðhestar

4 vetra
Guðberg frá Skagaströnd
F. Smári frá Skagaströnd  M. Þyrla frá Skagaströnd
B: 7,93   H: 7,83   A: 7,87
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi:  Erlingur Erlingsson

5 vetra
Kompás frá Skagaströnd

F.  Hágangur frá Narfastöðum  M. Sunna frá Akranesi
B: 8,64   H: 8,13    A:  8,34
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Mette Mannseth

6 vetra
Dofri frá Steinnesi

F.  Gígjar frá Auðsholtshjáleigu  M. Dáð frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,25  A:  8,29
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Gammur ehf
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson

7 vetra og eldri 
Kiljan frá Steinnesi
F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B: 8,35  H: 9,07   A: 8,78
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendi: Ingolf Nordal og fl.
Sýnandi:  Þorvaldur Árni Þorvaldsson

 

Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns. 

Heiðdís frá Hólabaki
 

F. Rökkvi frá Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki
B: 8,24  H: 8,17   A: 8,20
Ræktandi og eigandi:  Björn Magnússon
Sýnandi:  Agnar Þór Magnússon

 

Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

Freyðir frá Leysingjastöðum

F. Sær frá Bakkakoti M. Dekkja frá Leysingjastöðum
B:  7,80  H: 8,41   A: 8,17
Ræktandi og eigandi:  Hreinn Magnússon
SýnandiÍsólfur Líndal Þórisson


Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Kompás frá Skagaströnd
F.  Hágangur frá Narfastöðum  M. Sunna frá Akranesi
B: 8,64   H: 8,13    A:  8,34
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Mette Mannseth


Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu.         

Viti frá Kagaðarhóli
F. Smári frá Skagaströnd  M. Ópera frá Dvergsstöðum
B:  8,05  H: 8,10    A: 8,08
Ræktendur og eigendur:  Víkingur Gunnarsson og Guðrún Stefánsdóttir
Sýnandi:  Gísli Gíslason

 

Ræktunarbú  2011 : Hólabak í Húnavatnshreppi
Ábúendur á Hólabaki:  Björn Magnússon og Aðalheiður Ingvarsdóttir


Á árinu 2011 voru 2 hross áberandi frá Hólabaki.
Það er fyrrnefnd Heiðdís sem er einungis 5 vetra en á héraðssýningu í maí fékk hún fjórar níur, fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið.
Glæsihesturinn Sigur frá Hólabaki gerði það afar gott á keppnisvellinum í ár og mætti víða. Þeir Hinrik Bragason urðu t.d. Íslandsmeistarar í fjórgangi og á urðu í 4. sæti í tölti og 5. sæti í fjórgangi á Heimsmeistaramótinu í Austurríki sl. sumar. Glæsilegt.

Til hamingju Hólabak.


16.11.2011 14:24

Minnum á .....


Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista
verður haldin laugardaginn 19. nóvember
í Félagsheimilinu á Blönduósi.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
fyrir seinni fréttir 17. nóvember í síma:


897 9138     Ólöf og Sigurður             861 7440     Brynjólfur og Jóhanna
895 9671     Lalli og Rakel                    693 7911     Ragnhildur og Víðir



15.11.2011 10:34

Viðburðir 2012


Viðburðadagatalið 2012 er komið inn.
Eins og sjá má verður mikið um að vera í vetur. Neisti fyrirhugar að vera með 3 mót í Reiðhöllinni og ísmót á Hnjúkatjörn eins og fyrri ár. Ís-landsmót á Svínavatni er á sínum stað svo og Karlareiðin. USAH verður 100 ára 31. mars 2012 og verður afmælishátíð þann dag.
Einhverjar uppákomur eiga eftir að koma inná dagatalið og verður þeim bætt þar inná svo og ef breytingar verða á dagsetningum móta. 



10.11.2011 14:44

Uppskeruhátíðin

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista

verður haldin laugardaginn 19. nóvember
í Félagsheimilinu á Blönduósi.


Húsið opnað kl. 20:00 með fordrykk í boði SAH Afurða.
Glæsilegur þriggja rétta kvöldverður.



Stórhljómsveit Dúa og Stulla heldur uppi
stuðinu fram eftir nóttu.


Miðaverð kr. 5.500

Forsala aðgöngumiða verður á veitingastaðnum
Pottinum á Blönduósi. 

Upplýsingar í símum:

897 9138     Ólöf og Sigurður             861 7440     Brynjólfur og Jóhanna
895 9671     Lalli og Rakel                    693 7911     Ragnhildur og Víðir



09.11.2011 09:16

Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina 2012



Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina verður haldinn í Félagshúsi Þyts 2012 mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30.

Fyrirhugaðar dagssetningar fyrir mótaröðina 2012 eru:

10. febrúar - Fjórgangur
25. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi
16. mars - Fimmgangur og tölt unglinga
14. apríl - Tölt

Einnig mun fræðslunefnd Þyts fara yfir vetrarstarfið.

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar og fræðslunefnd Þyts.


07.11.2011 18:45

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð búgreinasambanda A-Hún og hestamannafélagsins Neista verður haldin í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 19. nóvember.
Þriggja rétta veislumatur, skemmtiatriði og dansleikur fram eftir nóttu.

Nánar auglýst síðar.

Nefndin
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442726
Samtals gestir: 52991
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 08:30:29

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere