Mótanefnd
Húnvetnsku liðakeppninnar ásamt liðsstjórum hafa farið yfir reglur
keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem við vorum sammála
um og þær breytingar sem við gerðum. Framundan er spennandi keppni og
styttist í fyrsta mót sem verður 11. febrúar í Þytsheimum. Breytingar
frá því í fyrra eru þær að 3. flokk verður bætt við ef næg þátttaka fæst
og b-úrslit í unglingaflokki tekin út í staðin. Þar sem tími gefst ekki
fyrir fleiri úrslit á einu kvöldi. Einnig bætist skeið við og verður
það með smalanum á Blönduósi.
Spkef sparisjóður verður aðalstyrktaraðili keppninnar og mun liðakeppnin því fá nýtt nafn, Sparisjóðs-liðakeppnin.
Ný regla fyrir þetta ár er sú að á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema hann sé í Neista eða Þyt.
Varamaður
mótanefndarinnar, Þórdís Helga Benediktsdóttir, kemur inn með okkur í
vetur í starfið þar sem Fanney Dögg er í námi á Hólum.
Mót Sparisjóðs-liðakeppninnar verða:
11. febrúar - Fjórgangur
26. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi (ath laugardagur)
11. mars - Fimmgangur
8. apríl - Tölt
Reglur keppninnar árið 2011:
Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili.
1.
flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir
efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í
úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig
Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.
2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 7 stig
3. sæti - 6 stig
4. sæti - 5 stig
5. sæti - 4 stig
Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 3 stig
7.sæti - 2 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.
3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 3 stig
2. sæti - 2 stig
3. sæti - 1 stig
4. sæti - 1 stig
5. sæti - 1 stig
Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1994 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig
Skeið:
Þessi
keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í
einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig
Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig
verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1.
2. eða 3. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á
tímabilinu.
Hver
keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef
keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli
þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til
að ríða úrslit fyrir sig.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Mótanefnd liðakeppninnar
Þytur