08.11.2019 14:28

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna og Hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 16. nóvember í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst kl. 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða.

Veislustjóri verður Haraldur Benediktsson, Retro ehf. og Hafa gaman ehf. sjá um forrétt, aðalrétt og eftirrétt og hljómsveitin Bolarnir sjá um að halda uppi stuðinu fram á nótt.

Miðaverð er kr. 7.900 og verður hægt að greiða inn á reikning BHS 0307-13-110277 kt. 471101-2650. Vinsamlegast sendið kvittun á netfangið [email protected]. Miðapantanir berist fyrir 10. nóvember.

Í skemmtinefndinni eru: Linda og Steini 4522945 og 69239269, Lisa og Skafti 778387 og 8672540, Eline og Jón 8448649 og 8422881 og Elín Ósk og Kristófer 8672548 og 8676741.

 

08.11.2019 14:25

Árangur

Stjórn Neista biður þá knapa sem hafa verið á keppnisbrautinni síðasta ár að senda sér sinn árangur á [email protected] ekki seinna en 12.nóvember.

04.09.2019 14:22

Þjálfaramenntun ÍSÍ

Haustfjarnám 2019 þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi. Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari. Slóð á skráningu á bæði stig í haustfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2019: http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/ Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514- 4000 & 863-1399 eða á [email protected]

21.06.2019 11:31

Mótinu frestað

Frestað - ekki næg skráning var á mótið sem fram átti að fara á morgun laugardag. Reynum aftur í ágúst. Þeir sem þurfa að fá endurgreitt sendi póst á gjaldkera félagsins [email protected]

14.06.2019 14:01

17.júní

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Dagskráin hefst klukkan 13:00 með andlitsmálum við SAH að Húnabraut 37-39. Hefðbundin skrúðganga fer þaðan klukkan 13:30 og að hátíðarsvæðinu við Félagsheimilið. Þar fer fram hátíðardagskrá með hugvekju, fjallkonu og hátíðarávarpi svo eitthvað sé nefnt.

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní:

13:00 – Andlitsmálun við SAH. Blöðrur, fánar og fleira til sölu

13:40 – Skrúðganga að hátíðarsvæði við Félagsheimilið.

14:00 – Hátíðardagskrá við Félagsheimilið. Ávörp: Fjallkonan, séra Sveinbjörn Einarsson og fulltrúi sveitarstjórnar. Andlitsmálun – hoppukastali, blöðrur, candy floss, popp, sælgæti og heitar vöfflur til sölu.

Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti.

05.06.2019 15:28

Opið félagsmót

Opið Félagsmót Neista og Ísteka

22.júní og hefst klukkan 11:00

 

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

A-FLOKKI

B-FLOKKI

B-FLOKKI UNGMENNA

UNGLINGAFLOKKI

BARNAFLOKKI

POLLAFLOKKUR

TÖLTI

SKEIÐI

BROKKI

 

Sigurvegarar í A og B flokki hljóta 25.000 í verðlaunafé en 10.000 í tölti, skeiði og brokki

Boðið verður upp á hádegismat

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka

Skráningargjald er 2000 krónur á grein en 1000 krónur fyrir brokk og skeið og frítt fyrir polla.

Skráning fer fram á sportfengur.com og stendur til 20.júní.

Greiða skal inn á reikning Neista og senda staðfestingu á [email protected]

 

 

0307-26-055624 kt. 480269-7139

 

 

 

 

 

 

 

 

05.06.2019 15:20

Fundargerð

Efni: Stjórnarfundur Neista
Fundur nr.: 1 - 2019
Staður og stund: Hnjúkabyggð 33, þriðjudagur 4. júní  2019 klukkan 16:00
Mættir stjórnarmenn:,Magnús(MS), Berglind(BB), Lisa (LH), Kolbrún( KÁG) og Hjörtur (HKE)
Fjarverandi:, 
Ritari fundar: Magnús Sigurjónsson (MS)

Fyrirliggjandi dagskrá:

  • Stjórn skiptir með sér verkum
  • USAH
  • 17. júní
  • Félagsmót
  • Kerrustæði
  • Rekstrar
  • Reiðhöll
  • Önnur mál

 

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Magnús Sigurjónsson formaður leggur til eftirfarandi skiptingu: Berglind Bjarnadóttir varaformaður, Lisa Halterlein gjaldkeri, Kolbrún Ágústa Guðnadóttir ritari og Hjörtur Karl Einarsson meðsjórnandi og er það samþykkt.

 

2. USAH

Fulltrúrar Neista sátu USAH þing, 1.maí kaffi var haldið og er þeim sem bökuðu og unnu þakkað fyrir sitt framlag. Húnavaka kom út í lok maí og fékk Neisti nokkrar bækur til þess að afhenda og sá formaður um það.

 

3. 17. Júní

MS og LH taka að sér undirbúning fyrir 17. júní hátíðarhöld, leita skal til félagsmanna til aðstoðar

 

4. Félagsmót

Félagsmót verður 22.júní en dagsetningin var ákveðin af mótanefnd félagsins. Stjórnin er búinn að fá styrktaraðila á mótið. Nesiti mun bjóða upp á mat á mótinum fyrir félagsmenn, gesti og gangandi.


 5. Kerrustæði

MS hefur fengið nokkrar ábendingar vegna kerrumála, MS ætlar í viðræður við bæinn varðandi kerruplan á félagssvæði Neista.

 

6. Rekstrar

Mikið er nú um rekstra og menn að færa milli hólfa og húsa, óhöpp hafa orðið vegna þessa. Fólk er beðið um að sýna aðgát og liggja ekki á flautum í návist fólks á hestbaki. MS ætlar að leita til félagsmanna varðandi nánari útfærslu.

 7. Reiðhöll

Fyrirhugaður er fundur með sveitarstjórum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps vegna reiðhallarinnar. Magnús fær fullt umboð stjórnar til ákvarðanatöku á þeim fundi.

 

8. Félagsgjöld

LH greindi frá að félagsgjöld fyrir árið 2019 hafa verið send út.

 

9. Önnur mál

Stjórnarmenn spjölluðu um hin ýmsu mál.

Fundi slitið 17:00

 

_________________________             __________________________

Magnús Sigurjónsson                              Berglind Bjarnadóttir

 

_________________________             __________________________

          Hjörtur Karl Einarsson                        Kolbrún Ágústa Guðnadóttir

 

_________________________

               Lisa Halterlein

28.05.2019 13:04

Ákveðið er að árleg karlareið fari fram laugardaginn 8. júní næstkomandi. Við ætlum að safnast saman við Akur og ríða sem leið liggur að Húnsstöðum og síðan þar sem leið liggur í reiðhöllina. Þar grillum við að venju og höfum glaða stund.  Áætlað er að leggja af stað um kl.17:00 frá Akri.  Þátttökugjald er kr. 3000.  Komum með góða skapið og höfum af þessu gaman.  Þátttka tilkynnist fyrir 5. júní til Þórðar Pálssonar í síma 898-3243

Nefndin.

 

09.04.2019 22:10

SAH Mótaröðin - Lokamót

 
 

Lokamót SAH mótaraðarinnar verður haldið , laugadaginn 13 apríl - mótið hefst 13:00

Mótið hefst á pollaflokki, en pollaflokkurinn (teymingarflokkur) og barnaflokkurinn(13 ára og yngri) verða riðnir inni (tölt T7)

Aðrir flokkar keppa úti !

Keppt verður úti á beinni braut, þar sem hver knapi hefur tvær ferðir fram og til baka til að sýna þær gangtegundir sem að hann vill
Keppt verður í eftirfarandi flokkum,  17 ára og yngri, áhugamannaflokk og opnum flokki


Áskilinn er réttur til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Um er að ræða síðasta mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH afurðum


Skráningar berist á netfangið: [email protected] eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir

kl. 23:00 föstudaginn  12 apríl


Skráningargjald: fullorðinsflokkur kr. 2.000

Skráningargjald þarf að greiða til þess að skráning sé tekin gild !


Fram komi nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.

Mótanefnd

04.04.2019 14:24

Neistafélagi sigraði B-úrslitin í fjórgangi í KS deildinni í gær.

 

Sigurvegari B-úrslita var Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu og hlutu þau 7,17 í einkunn. Þess má geta að Þórbjörn var yngsti keppandi kvöldins en hann er einungis 6 vetra.

 

Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu

Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu

03.04.2019 15:31

Stórsýning

Breytt dagsetning - 24.apríl klukkan 18:00

 

Þann 24. apríl 2019 fer fram Stórsýning A-Húnvetnskra hestamanna í reiðhöllinni Arnargerði. Hestamenn/eigendur eru hvattir til að taka þátt í þessum viðburði og gleðjast saman eins og hestamönnum einum er lagið.

Hross af öllum toga og á öllum aldri velkomin.

 

Skráningargjald er 2000 kr. fyrir hvert atriði óháð fjölda hrossa.

 

Skráningar berist í tölvupósti á [email protected], en skráningarfrestur er til miðnættis 21.apríl.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja skráningu eru 

IS númer 

Nafn hests og litur

Eigandi

Aðrar upplýsingar um hrossið sé þess óskað 

 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Gunnarsson í síma 8948332

03.04.2019 09:53

Frá Farskólanum

Við í Farskólanum ætlum að bjóða upp á raunfærnimat á móti hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra -FNV  nú í vor ef næg þátttaka fæst (8 -10 manns). 

Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk, sem unnið hefur við tamningar í a.m.k 3 ár og er orðið 23 ára, til að fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga á framhaldsskólastigi. Þessi leið getur stytt námstíma á hestabraut, verulega.

Biðjum ykkur að auglýsa þetta meðal ykkar félaga og við í Farskólanum munum svara öllum spurningum sem upp koma varðandi þetta. Getum einnig komið og kynnt fyrir áhugasömum eða þeir komið við í Farskólanum og fengið nánari upplýsingar.

Einnig má gjarnan senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected] 

ATH. - Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu ef viðkomandi hefur ekki lokið öðru námi en grunnskóla.

27.03.2019 16:04

Styrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið, þar á meðal í Húnavatnssýslum. Markmiðið er halda áfram þeirri miklu uppbyggingu innviða sem hafin er til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.

Saman tilkynntu ráðherrarnir um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum. Á sama tíma er áætlað að verja 1,3 milljörðum króna sérstaklega til landvörslu.

Hestamannafélagið Neisti fær tæplega 1,8 milljón krónur í styrk til að koma upp áningarstað á krossgötum við Vatnsdalshóla.

Glæsilegt og vill stjórn þakka Reiðveganefndinni fyrir þetta.

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925995
Samtals gestir: 88422
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere