30.03.2018 13:55Fimmgangsmót - tillaga.
Ágæta Neistafólk. Þannig er mál með vexti að dagatal okkar segir til um að halda skuli fimmgangsmót fimmtudaginn 5. apríl í Reiðhöllinni. Mótanefnd hefur hug á að færa þetta mót yfir á föstudaginn 6. apríl og hafa jafnframt keppni í T 7 og bjóða upp á pizzu í hléi á þessu lokamóti vetrarins. Okkur finnst betra að hafa þetta að kvöldi fyrir frídag. En þar sem dagatalið hefur staðið i vetur eru kannski einhverjir sem ákveðnir eru í að keppa búnir að gera ráðstafanir og geta því ekki breytt og því viljum við kynna þessa hugmynd og sjá hver viðbrögð hún fær. Þeir sem eru því mótfallnir að þessi breyting verði gerð geta hér með komið því á framfæri í skilaboðum á feisbúkk til nefndarmanna í mótanefnd eða hvernig sem þeir vilja. Nefndin áskilur sér rétt til þess að meta þau viðbrögð sem verða og taka svo ákvörðun í samráði við stjórn í framhaldinu. Mótanefnd. 26.03.2018 16:04Úrslit í tölti - SAH mótaröðinFöstudaginn 23. mars var keppt í tölti á þriðja móti SAH mótaraðarinnar. Mótið tókst vel, góð stemming var á meðal þátttakenda og þónokkrir áhorfendur prýddu bekkina. Keppt var í fjórum flokkum og voru skráningar tæplega 30.
Opinn flokkur
Síðasta mót SAH mótaraðarinnar verður haldið fimmtudaginn 5. apríl, þá verður keppt í 5gangi og slaktaumatölti í opnum flokki og flokki áhugamanna. Keppnisgrein/ar í unglinga- og barnaflokki verða auglýstar síðar.
23.03.2018 21:20Ráslisti - nýjastiSAH - mótaröðin tölt.
Svona lítur ráslistinn út núna.....
22.03.2018 16:34SAH - töltmótKomnar eru rúmlega 20 skráningar, gaman væri að sjá fleiri, opið er fyrir skráningar fram á kvöld. Nefndin. 19.03.2018 23:22Úrslit - Æskulýðsmót NeistaSíðastliðinn sunnudag var haldið æskulýðsmót í reiðhöllinni.
1.Salka Kristín Ólafsdóttir 2.Magnús Ólafsson 3.Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir 4.-5. Kristín Erla Sævarsdóttir 4.-5. Harpa Katrín Sigurðardóttir 6. Tanja Birna Björgvinsdóttir
Þrígangur 1.Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir 2.Harpa Katrín Sigurðardóttir 3.Tanja Birna Björgvinsdóttir 4.Kristín Erla Sævarsdóttir 5.Þórdís Katla Atladóttir
Smali 1.Salka Kristín Ólafsdóttir 2.Magnús Ólafsson 3.Kristín Erla Sævarsdóttir 4.Þórdís Katla Atladóttir og Bríet Sara Sigurðardóttir 5.Elísabet Nótt Guðmundsdóttir
Takk fyrir skemmtilegt mót! Nokkrar myndir af mótinu, fleiri myndir verða settar á facebook síðu Neista.
19.03.2018 23:11SAH - mótaröðin tölt.
SAH – mótaröðin tölt.
Töltmót verður haldið föstudaginn 23. mars kl 19.00 í Reiðhöllinni.
Nendin. 18.03.2018 22:06SAH mótaröðin - TöltSAH mótaröðin - Tölt Næstkomandi föstudagskvöld 23. mars. Nánar auglýst annað kvöld. Skrá sig helst fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 22.03. Borga um leið - elskurnar, lítið eftir síðan á ísnum en þó örlítið. kv. Nefndin. 18.03.2018 19:19Ásdís Brynja kjörin íþróttamaður ársins hjá USAHÁsdís Brynja Jónsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins hjá USAH á 101. ársþingi sambandsins sem haldið var í dag. Við erum afar stolt af þessari frábæru stelpu og óskum henni innilega til hamingju með nafnbótina.
Skrifað af HB 16.03.2018 15:22Æskulýðsmót Neista - dagskrá og ráslistarDagskrá hefst kl. 14:00
Smali - Pollaflokkur Frjáls ferð á tölti eða brokki - Pollaflokkur Verðlaunaafhending Pollaflokkur T7 - Tölt - Barnaflokkur Þrígangur - Barnaflokkur Úrslit í T7 - Tölti Úrslit í þrígangi Verðlaunaafhending Barnaflokkur
Ráslistar Smali ráslisti einn keppandi inni á vellinum í einu
Barnaflokkur Elísabet Nótt Hnoss frá Hvammi, brún, 12 v. Kristján Freyr Strönd frá Snjallsteinshöfða, leirljós 15 v Þórdís Katla Vaka frá Núpi 2, 17 v, rauðtvístjörnótt Bríet Sara Dropi frá Syðri-Ey 19 v, bleikskjóttur Harpa Katrín Jarpblesi frá Hnjúki, 20 v. Jarpblesóttur m. Leista Kristín Erla Fengur frá Höfnum 20 v, brúnn Þórey Helga Kjarkur frá Búlandi, brúnn 10 v Salka Kristín Frigg frá Fögrubrekku, rauðblesótt 20 v Magnús Píla, rauðblesótt 11 v Inga Rós Feykir frá Stekkjardal, rauðstjörnóttur 12 v Tanja Birna Glæsir frá Steinnesi, brúnskjóttur, 15 v Amanda Elja, jörp Bella Lind Neisti, rauður Rakel Birna Brynja, jörp Friðbjörg Seiður frá Nautabúi, rauðblesóttur 9 v
Pollaflokkur Íris Björg Vaka frá Núpi 2, 17 v, rauðtvístjörnótt Jens Ingi Sóti frá Bólstaðarhlíð, sótrauður 21 v Hrafnhildur Elsa Ingunn frá Lækjamóti, rauðstjörnótt 7 vetra Arnór Freyr Katla, brún 18 v Fanndís Freyja Drottning, jörp 8 v Heiðdís Harpa Reyr, brúnn 22 v
Frjáls ferð - ráslisti allir keppendur inni á vellinum í einu Pollaflokkur Íris Björg Vaka frá Núpi 2, 17 v, rauðtvístjörnótt Jens Ingi Sóti frá Bólstaðarhlíð, sótrauður 21 v Hrafnhildur Elsa Ingunn frá Lækjamóti, rauðstjörnótt 7 vetra Arnór Freyr Katla, brún 18 v Fanndís Freyja Drottning, jörp 8 v Heiðdís Harpa Reyr, brúnn 22 v
T7 (tölt) - ráslisti 2 keppendur inni á vellinum í einu Barnaflokkur Holl 1 Bella Lind Neisti, rauður Rakel Birna Brynja, jörp Holl 2 Kristján Freyr Strönd frá Snjallsteinshöfða, leirljós 15 v Magnús Píla, rauðblesótt 11 v Holl 3 Tanja Birna Glæsir frá Steinnesi, brúnskjóttur, 15 v Harpa Katrín Jarpblesi frá Hnjúki, 20 v. Jarpblesóttur m. Leista Holl 4 Þórey Helga Kjarkur frá Búlandi, brúnn 10 v Kristín Erla Fengur frá Höfnum 20 v, brúnn Holl 5 Þórdís Katla Vaka frá Núpi 2, 17 v, rauðtvístjörnótt Salka Kristín Frigg frá Fögrubrekku, rauðblesótt 20 v Holl 6 Inga Rós Feykir frá Stekkjardal, rauðstjörnóttur 12 v Bríet Sara Dropi frá Syðri-Ey 19 v, bleikskjóttur
Þrígangur - ráslisti 2 keppendur inni á vellinum í einu Barnaflokkur Holl 1 Bella Lind Neisti, rauður Rakel Birna Brynja, jörp Holl 2 Elísabet Nótt Hnoss frá Hvammi, brún, 12 v. Friðbjörg Seiður frá Nautabúi, rauðblesóttur 9 v Holl 3 Tanja Birna Glæsir frá Steinnesi, brúnskjóttur, 15 v Harpa Katrín Jarpblesi frá Hnjúki, 20 v. Jarpblesóttur m. Leista Holl 4 Þórey Helga Kjarkur frá Búlandi, brúnn 10 v Kristín Erla Fengur frá Höfnum 20 v, brúnn Holl 5 Þórdís Katla Vaka frá Núpi 2, 17 v, rauðtvístjörnótt Inga Rós Feykir frá Stekkjardal, rauðstjörnóttur 12 v Holl 6 Amanda Elja, jörp Bríet Sara Dropi frá Syðri-Ey 19 v, bleikskjóttur Skrifað af Anna Magga 11.03.2018 16:43Úrslit Ísmót NeistaEnn einu ísmóti hjá Neista lokið.
Tölt - Opinn flokkur
Bæjarkeppni
Nokkrar myndir af mótinu..
09.03.2018 22:47Ráslisti SAH - ÍsmótKeppni hefst stundvíslega kl. 13:00 með unglingaflokki sem ríður úrslit. Þá ríða áhugamenn tölt og svo úrslit í því efstu 5. Þá er riðinn opinn flokkur í tölti og samsvarandi úrslit. Að lokum er bæjarkeppni þar sem hver knapi ríður fjórar ferðir og sýnir það besta sem hesturinn hefur upp á að bjóða, þar fara 5 bestu hestarnir í úrslit þar sem þeir mega ríða 5 til 6 ferðir. Hér eru ráslistar fyrsta útgáfa, vinsamlegast hafið samband við Hödda í skilaboðum á feisinu, tölvupósti eða 8940081 ef spurningar vakna.
09.03.2018 15:14Æskulýðsmót NeistaSunnudaginn 18. mars kl. 14:00 verður haldið Æskulýðsmót í reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:
Pollaflokkur - Frjáls ferð á brokki eða tölti (teymt undir) - Smali (teymt undir)
Barnaflokkur - T7 - Þrígangur (tölt/brokk, fet og stökk) - Smali
Unglingaflokkur - T7 - Fjórgangur - Smali
Þrígangur í Barnaflokki: Riðnir skulu tveir og hálfur hringur og sýnt fet (hálfur hringur), tölt eða brokk (heill hringur) og stökk (heill hringur). Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet.
Fjórgangur í unglingaflokki: Einn keppir í einu. Sýna má greinina upp á hvora hönd sem er. Knapar hafa fjóra og hálfan hring til umráða til að sýna eftirfarandi gangtegundir í þeirri röð sem þeir sjálfir kjósa. Hægt tölt, hægt til milliferðar brokk, fegurðartölt, meðal fet, hægt til milliferðar stökk. Einungis má sýna hverja gangtegund einu sinni, fet skal sýna hálfan hring og aðrar gangtegundir heilan hring. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu.
Í T7 er riðinn einn hringur á hægu tölti, hægt niður á fet og snúið við, síðan riðinn einn hringur á frjálsri ferð.
Skráningar berist á netfangið [email protected] fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 14. mars. Fram komi nafn knapa, nafn á hrossi, aldur og litur. Ekkert skráningargjald.
Veglegt kaffihlaðborð í boði foreldra Neistakrakka verður annað hvort í lok móts eða í hléi. Allir velkomnir til að fylgjast með Neistakrökkunum okkar og samgleðjast á góðum degi.
Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af Anna Margrét 06.03.2018 09:49SAH - Ísmót breytt dagsetning.
SAH – mótaröðin Ísmót á Svínavatni - ATH. breytt dagsetning. Laugardagur 10. mars.
Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur 10. mars kl. 13:00. Keppt verður í tölti í flokki barna 13 ára og yngri, flokki unglinga 14 til 17 ára, opnum flokki og flokki áhugamanna. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti. Bæjarkeppni með firmakeppnissniði fer fram að tölti loknu en þar geta knapar látið kosti gæðinga sinna njóta sín sem best. Skráning berist fyrir kl. 20:00 föstudaginn 09. mars á netfangið [email protected] Skráningargjöld eru 2.000 kr. í tölti fullorðinna, börn og unglingar greiða 1.500 kr. Bæjarkeppni er án skráningargjalda en ákveðið hefur verið að leita til allra bæja á starfssvæði Neista um þátttöku í bæjarkeppni sem felur þá í sér 2.000 kr. styrk til félagsins.
Skráningargjöld og styrki vegna bæjarkeppni má gjarnan leggja fyrirfram inn á reikning félagsins: 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Og senda þá kvittun á [email protected]
Nefndin. 05.03.2018 21:31Aðalfundur 2018Aðalfundur hestamannafélagsins Neista verður haldinn í reiðhöllinni Arnargerði þriðjudaginn 13. mars klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Við hvetjum áhugasama til að mæta og koma málefnum sínum á framfæri. Stjórn hestamannafélagsins Neista Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is