21.06.2016 08:38

Eins og undanfarin ár hafði hestamannafélagið Neisti umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi.

    
 
 
 
 
 
 


Stjórn Neista þakkar öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin og í kaffið kærlega fyrir komuna.       
 

16.06.2016 10:10

17. júní


Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. 

Hestamannafélagið Neisti hefur umsjón með hátíðarhöldunum en félagið hefur haft umsjón með þeim a.m.k. síðan 2008 (eftir því sem myndir í myndaalbúmi segja).

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní

Kl.8:00 Fánar dregnir að hún.

Kl.10:00-21:00 Sundlaug Blönduóss opin.

Kl.10:00-11:00 Skotfélagið Markviss verður með kynningu á skotíþróttinni. Börn eldri en 15 ára geta fengið að prófa undir leiðsögn þjálfara.

Kl.10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið.

Kl.11:00-12:00 Guðsþjónusta í Blönduóskirkju.

Kl.11:00 -12:00 Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33.

Kl.12:30 Kl.13:45 Andlitsmálun fyrir utan SAH Afurðir, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu (ath enginn posi á staðnum).

Kl.13:30 Skrúðganga frá SAH að félagsheimilinu. Hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan hátíðarræða, tónlistaratriði, hoppukastali fyrir börn.

Kl.14:30 -16:30 Kaffisala í félagsheimilinu. Og bíó fyrir börnin (ath enginn posi á staðnum).

Kl.15:30 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir).

Kl.16:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu.

Kl.16:00 Rennibrautarkeppni í sundlauginni.

Boðið verður upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli á 17. júní og einnig veðrur boðið upp á flug á laugardaginn og sunnudaginn eftir þörfum. Allt flug fer þó eftir veðri. Verð fyrir stutt flug er 2.000 krónur pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug 3.000 krónur pr. sæti. Æskilegt er að þrír bóki sig saman en ekki skylda. Hægt er að panta lengra flug á laugardag og sunnudag og fer verð eftir lengd flugsins. Pantanir í síma 664 6030.

 

08.06.2016 22:23

Úrtaka fyrir Landsmótið á Hólum Tímaseðill

Sameiginleg úrtaka Skagfirðings,Neista.Glæsis og Þyts fyrir Landsmót 2016 á Hólum 

Tímaseðill

Föstudagur 10.júní
Kl.20:00  250 metra skeið og 150 metra skeið
 

Laugardagur 11.júní
Kl. 8:15 Knapafundur
kl. 9:00 B-flokkur
Kl.12:00 Matur og 100 metra skeið
Kl.12:45 Barnaflokkur
Kl.14:00 Unglingaflokkur
Kl.15:30 Kaffi
Kl.15:45 Ungmennaflokkur
Kl.17:15 A-flokkur  (tuttugu fyrstu hestar)
Kl.19:15 Kvöldmatur
Kl.19:45 A-flokkur (seinna hluti)

Sunnudagur  tímaseðill uppkast nánari kemur á Laugardagskvöld
Kl.8:30 B-flokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
A-flokkur

Eftir seinni umferð á úrtökunni 
Tölt
seinni sprettir í 250 metra skeiði og 150 metra skeiði

06.06.2016 21:07

Fótaskoðunarmann


Það bráðvantar fótaskoðunarmann/menn til starfa við mótið á Hólum, hvort sem um væri að ræða heilan eða hálfan dag og/eða annan eða báða dagana.

Endilega setið ykkur í samband við Sigga í síma 8488010 ef einhver getur hjálpað.

05.06.2016 13:02

Úrtakan fyrir LM á Hólum

 

Eins og hér hefur komið fram þá fer úrtaka Neista fyrir Landsmót fram á Hólum 11. og 12. júní.

Við skáningu  sem fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add kemur fram upphæð sem þarf að borga fyrir hverja grein og/eða hverja skráningu, 5.000 í A og B flokk en 3.000 í allar aðrar greinar. Það þarf að vera búið að leggja inn áður en mótið hefst. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59.


Þeir sem vilja geyma hesta sína yfir nótt á Hólum þurfa að koma með hey með sér.

Þeir sem ætla að taka þátt þurfa að vera búnir að greiða félagsgjöld Neista,  en greiðsluseðill þar að lútandi var sendur til félagsmanna í maí. Þeir sem ekki eru búnir að greiða félagsgjöldin fá ekki þátttökurétt.

 

03.06.2016 09:12

Úrtaka fyrir LM 2016 á Hólum; Neisti, Skagfirðingur, Þytur og Glæsir

 


Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista,

Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk.


Keppt verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, barna,- unglinga,- og ungmennaflokki.
Tölti T1, 100 metra skeiði,150 metra skeiði og 250 metra skeiði.
Boðið verður upp á tvöfalda umferð í öllum flokkum nema tölti

Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram
föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.

Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59

ATH! Ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningafrestur rennur út.

Skráning telst ekki gild fyrr en kvittum hefur borist á netfangið iþ[email protected] 
með skýringu fyrir hvern greitt er.


Nánari upplýsingar berast á
https://skagfirdingur.is/
þegar nær dregur


Íþrótta og mótanefnd Skagfirðings

30.05.2016 13:14

Karlareið Neista

Karlareið Hestmannafélagsins Neista verður farin laugardaginn 4.júní nk.  Mæting er í Arnargerði við Reiðhöllina, en lagt verður af stað kl.16.00.  Riðinn verður hringur frá Arnargerði, upp Svínvetningabraut að Köldukinn og þaðan með Blöndubökkum heim.  Að lokinni ferð verður grill og fjör í reiðhöllinni.  Skráningar eru hjá Magnúsi Ólafssyni í síma 898-5695 og eða í netfangið [email protected].

Nefndin.

 

 

29.05.2016 08:33

Sólon frá Skáney á Þingeyrum

 

Sólon frá Skáney verður til afnota í löngu gangmáli á Þingeyrum á vegum Hrossaræktarsamtaka Vestur-Hún og Austur-Hún.

Tollurinn kostar 115.000  m/VSK fyrir félagsmenn og 125.000 m/VSK fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í verðinu er hagagjald og ein sónarskoðun.

Sólon kemur í kringum 20.júní. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi í Steinnesi í síma: 897 3486.

Sólon á 16 afkvæmi í 1.verðlaunum og hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti en hann hefur hlotið 8,48 fyrir sköpulag, 8,85 fyrir kosti og aðaleinkunn 8,70. Sólon er undan Spegli frá Sauðárkróki og Nútíð frá Skáney, hann er með 119 í kynbótamati

 

Dómsorð:
Sólon gefur vel stór hross. Höfuð er svipgott með beina neflínu. Hálsinn er reistur, vel settur og mjúkur en nokkuð sver. Yfirlínan er úrvals góð, bakið breitt og vöðvað og lendin jöfn og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá en ekki létt á bolinn. Fætur eru prúðir og sterklegir en nágengni alltíð að aftan. Hófar eru efnisþykkir en nokkuð hælalágir. Prúðleiki er afbrags góður. Sólon gefur rúmt og taktgott tölt með góðri fótlyftu, brokkið er síðra heldur ferðlítið og ójafnt. Flest afkvæmin eru alhliðageng og er skeiðgeta efnileg. Afkvæmin hafa þjálan reiðvilja, góðan höfuðburð og prýðilegan fótaburð. Sólon gefur stór og myndarleg hross með úrvals bak og lend. Gangur er alhliða, töltið best með ágætum fótaburði. Sólon hlýtur fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi og sjöunda sætið.

Sköpulag    Kostir 
Höfuð 8   Tölt 9
Háls/herðar/bógar 8   Brokk 9
Bak og lend 9,5   Skeið 8
Samræmi 8   Stökk 8
Fótagerð 8,5   Vilji og geðslag 9
Réttleiki 7   Fegurð í reið 8,5
Hófar 8,5   Fet 7
Prúðleiki 9,5   Hæfileikar 8,64
Sköpulag 8,24   Hægt tölt 9
    Hægt stökk 7,5
   
Aðaleinkunn 8,5

 

22.05.2016 09:11

Þátttökuréttur á LM2016

Hversu mörg hross/knapar frá hestamannafélögunum hafa þátttökurétt á Landsmóti?
Fjöldi skráðra félagsmanna í hverju hestamannafélagi fyrir sig segir til um þann fjölda hrossa sem öðlast þátttökurétt á Landmóti.    

Dæmi:

  • Hestamannafélag með 1-125 félaga á félagaskrá öðlast rétt til að senda eitt hross í hvern keppnisflokk; þ.e. A og B flokk, barna-, unglinga- og ungmennaflokk.
  • Hestamannafélög með 126-250 skráða félaga:  2 hross í hverjum flokki.
  • Hestamannafélög með 251-375 skráða félaga: 3 hross í hverjum flokki, o.s.frv. 

Miðað er við fjölda skráðra félaga á félagaskrá hestamannafélaga 15. apríl 2016 en þá er skiladagur ársskýrslu og félagafjölda til ÍSÍ í gegnum skráningarkerfið FELIX.  

Þátttökuréttur félaga í LH:

Félag Alls Fj. fulltrúa
Hestamannafélagið Adam 60 1
Hestamannafélagið Blær 95 1
Hestamannafélagið Brimfaxi 155 2
Hestamannafélagið Dreyri 246 2
Hestamannafélagið Fákur 1379 12
Hestamannafélagið Faxi 265 3
Hestamannafélagið Feykir 64 1
Hestamannafélagið Freyfaxi 201 2
Hestamannafélagið Funi 155 2
Hestamannafélagið Geysir 649 6
Hestamannafélagið Glaður 152 2
Hestamannafélagið Glæsir 72 1
Hestamannafélagið Glófaxi 62 1
Hestamannafélagið Gnýfari 25 1
Hestamannafélagið Grani 128 2
Hestamannafélagið Háfeti 69 1
Hestamannafélagið Hending 32 1
Hestamannafélagið Hörður 776 7
Hestamannafélagið Hornfirðingur 158 2
Hestamannafélagið Hringur 130 2
Hestamannafélagið Kópur 87 1
Hestamannafélagið Léttir 460 4
Hestamannafélagið Ljúfur 126 2
Hestamannafélagið Logi 205 2
Hestamannafélagið Máni 333 3
Hestamannafélagið Neisti 182 2
Hestamannafélagið Sindri 133 2
Hestamannafélagið Skagfirðingur 643 6
Hestamannafélagið Skuggi 278 3
Hestamannafélagið Sleipnir 592 5
Hestamannafélagið Smári 306 3
Hestamannafélagið Snæfaxi 75 1
Hestamannafélagið Snæfellingur 254 3
Hestamannafélagið Sörli 757 7
Hestamannafélagið Sóti 132 2
Hestamannafélagið Sprettur 1117 9
Hestamannafélagið Stormur 93 1
Hestamannafélagið Þjálfi 138 2
Hestamannafélagið Þráinn 90 1
Hestamannafélagið Þytur 296 3
Hestamannafélagið Trausti 131 2
    116

18.05.2016 22:33

Karlareið Neista

Karlareið Hestamannafélagsins Neista verður farin laugardaginn 4.júní nk. Nánar auglýst síðar !!! Karlar takið daginn frá !!

17.05.2016 23:05

Tilkynning frá Skotfélaginu Markviss


Skotfélagið Markviss verður með hreindýraskotpróf á skeiðvellinum í Kúagirðingunni dagana 22. maí og 12. júní, frá kl. 10:00 báða dagana.
 

Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum er veiðimönnum hreindýra og leiðsögumönnum þeirra skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Taka þarf prófið fyrir 1. júlí. Skotfélagið Markviss verður með verkleg skotpróf dagana: 

22. maí frá kl. 10:00
12. júní frá kl. 10:00

Prófstaður er „skeiðvöllurinn í Kúagirðingunni“ í landi Blönduóss.

 

09.05.2016 19:40

Almennur félagsfundur

 

Almennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni 10. maí kl. 20.30.

Vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi er varðar Skotfélagið mætir Valgarður Hilmarsson og kynnir breytingarnar og svarar spurningum félagsmanna.

Stjórnin

03.05.2016 23:09

Hnakkakynning

 

 

Hnakkakynning verður haldið í anddyri reiðhallarinnar á Blönduósi föstudaginn 6. maí kl.16-18. 

Kynntar verða allar helstu týpur Benni´s Harmony og nýji PORTOS FREEDOM tvískipti hnakkurinn.
Tilvalið að nota tækifærið ef þú ert í hnakkakaupahugleiðingum og koma með eigin hest og prófa á honum eða bara kynna þér það besta á markaði í hnökkum.

 
 

01.05.2016 10:00

Úrtaka fyrir landsmót

Úrtaka fyrir landsmót verður á Hólum 11.-12. júní.

Hún verður haldin í samstarfi með Þyt og Skagfirðingi.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Mótanefnd

 

01.05.2016 08:34

Uppskeruhátiðin

Miðvikudaginn 27. apríl var uppskeruhátíð hjá krökkunum úr barna-og unglingastarfi vetrarins.
Markmið vetrarstarfsins var að hafa gaman saman, virkja krakkana í hestamennskunni og reyna að vekja áhuga á hestamennsku hjá fleiri börnum.
Dagurinn var skemmtilegur, krakkarnir hafa tekið miklum framförum og höfðu virkilega gaman saman.
Eftir sýninguna var boðið uppá grillaðar pylsur og ís og öllum veitt viðurkenningar og gjafir.
Kristín Jósteinsdóttir sá um alla krakkana og þökkum við  henni fyrir frábært starf.
Myndirnar tók Magnús Ólafsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æskulýðsnefnd.

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere