11.04.2016 10:05

Karlatölt Norðurlands 2016

 

 

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20.04. nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19.00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.

Skráningargjaldið er 2.500 og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og skráð er. Keppendur skrá sig í skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add .

 

Skráningafrestur er til miðnættis laugardagsins 16. apríl.

 

Nánar auglýst þegar nær dregur móti. 

 

Mótanefnd Karlatölts

 

07.04.2016 22:03

Úrslit úr tölti og skeiði

Síðasta mót vetrarins var í kvöld og tókst með ágætum.
Gaman var að sjá nýliða í unglingahópnum og vonandi koma þau til með að halda áfram keppni í sumar og næsta vetur.
Í opna flokknum náðu karlarnir að raða sér í úrslitakeppnina og þar var hart barist en Hörður og Djarfur komu, sáu og sigruðu. Flott sýning hjá þeim.
Neisti bauð uppá grillaðar pylsur í hléinu sem gerðar voru góð skil. Gott kvöld og vel heppnað mót.  Þakkir til allra sem komu að þessari mótaröð félagsins í vetur á einn eða annan hátt.

Úrslit urðu þessi:

Unglingar:

 

1. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur frá Haukatungu    5,8  /  6,3
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi   5,8  /  6,2
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar   5,3  /  5,5
4. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla frá Sveinsstöðum  5,5  /  5,0
5. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill frá Kistufelli    5,2  /  4,5

 

 

Opinn flokkur:
 

 

1. Hörður Ríkharðsson og Djarfur frá Helguhvammi II  6,2  /  6,8
2. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal  6,3 /  6,7
3. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi  5,8  /  6,5
4. Magnús Ólafsson og Heilladís frá Sveinsstöðum   6,2  /  6,1
5. Jón Gíslason og Keisari frá Hofi  5,8  /  5,7
6. Ólafur Magnússon og  Garri frá Sveinsstöðum  5,8  /  5,7
7. Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti  6,0  /  5,7

 

Skeið:

 

Unglingaflokkur:
1. Lara Margrét Jónsdóttir

Opinn flokkur:
1. Ólafur Magnússon og Abel frá Sveinsstöðum
2. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur frá Sveinsstöðum
3. Davíð Jónsson og Halla fra Skúfsstöðum
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhóli

 

07.04.2016 17:36

Ráslisti

 

Unglingar: 
1. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna f Hofi
2. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum
3. Sólrún Tinna Grímdóttir og Hespa frá Reykjum
4. Anna Karlotta Sævarsdóttirog Fengur f Höfnum
5. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla f Sveinsstöðum
6. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur f. Haukatungu
7. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill f. Kistufelli
8. Hlíðar Örn Steinunnarson og Neisti f Bergstöðum
9. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar

 

Opinn flokkur:
1. Ægir Sigurgeirsson og Aþena f Stóradal
2. Magnús Ólafsson og Heilladís f.. Sveinsstöðum 
3. Hörður Ríkharðsson og Djarfur f Helguhvammi II
4. Víðir Kristjánsson og Glanni f.Brekknakoti
5. Davíð Jónsson og Linda P f Kópavogi
6. Ægir Sigurgeirsson og Svipa f Stekkjardal
7.Ólafur Magnússon og  Garri f Sveinsstöðum
8. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper f Blönduósi
9. Eline Manon Schrijver og Laufi f Syðra Skörðugili
10. Kristín Jósteinsdóttir og Dagfari f Sveinsstöðum
11. Magnús Ólafsson og Ódeseifur f Möðrufelli
12. Ægir Sigurgeirsson og Gítar f Stekkjardal

 

Skeið:
1.  Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina f Nykhóli
2. Davíð Jónsson og Halla f Skúfsstöðum
3. Ólafur Magnússon og Abel f. Sveinsstöðum
4. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur f Sveinsstöðum
5. Magnús Ólafsson og ?

 

04.04.2016 12:19

Lokamót vetrarins - Tölt og skeið

Lokamót vetrarins verður  fimmtudagskvöldið 7 apríl. og hefst keppni kl. 19.00.

Keppt verður í tölti T1 og skeiði. 

Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt.

Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 2 flokkum:

Unglingaflokkur, 16 ára og yngri
Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 2.000 kr. í opnum flokki og 1.500 kr. í unglingaflokki.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  heneisti@gmail.com en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

18.03.2016 09:31

Reiðnámskeið með Sigga Sig.


18. mars kl. 13.20 - Það er nú þegar fullbókað á námskeiðið!
 

 

 

Almennt reiðnámskeið með Sigurði Sigurðarsyni verður haldið á Blönduósi föstudaginn 25. mars og laugardaginn 26. mars.
Knapar á öllum stigum hestamennskunar eru hvattir til þess að skrá sig.
Kennslufyrirkomulagið er þannig að hver þátttakandi fær fjóra einkatíma, tvo á föstudegi og tvo á laugardegi.
Frábært tækifæri til þess að öðlast meiri þekkingu og fá aðstoð reiðkennara til þess að fá reið- og eða keppnishestinn sinn enn betri.

Skráning er á netfangið magnuss@blonduskoli.is, síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 22. mars.
Athugið að einungis verða tíu þátttakendur, þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Verð: 20.000 krónur.

 

 

18.03.2016 09:00

Úrslit - fjórgangur

Þriðja mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 17.mars. Úrslit urðu þessi:
 

Unglingaflokkur:

 

1. Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri 1   5,3  /  6,7
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Kóróna frá Hofi   6,0  /  6.3
3. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum   5,5  /  6,2
4. Guðrún Tinna Rúnarsdóttir og Kasper frá Blönduósi  5,6  /   5,9
5. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og  Miðill frá Kistufelli    5,4  /  4,9

 

Opinn flokkur:

 

1. Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Brekkukoti    6,7
2. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum    6,4
3. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti    6,4
4. Kristín Jósteinsdóttir og Dagfari frá Sveinsstöðum    6,2
5. Magnús Ólafsson og Heilladís frá Sveinsstöðum   5,7

 

16.03.2016 11:19

Karlareiðinni frestað

Í ljósi aðstæðna hefur karlareiðarnefndin ákveðið að fresta hinni árlegu karlareið, sem fram átti að fara á skírdag, 24. mars, um óákveðinn tíma.
Í tilkynningu frá nefndinni segir að veðurspá sé einstaklega óhagstæð í næstu viku og því ekki að sjá að hægt verði að fara þessa árlegu reið að sinni.

 

10.03.2016 21:50

Undirbúningur fyrir keppni

Þriðjudaginn 15. mars klukkan 17:00 munu dómarar verða í reiðhöllinni.
Byrjað verður á kaffistofunni þar sem verður farið yfir helstu þætti sem viðkemur dómum, leiðara íþróttakeppninnar ásamt léttu spjalli.
Svo verður farið í verklega hlutann inni í reiðhöll.

Þátttakendur mæta með hest og ríða prógramm, fá dóm og rýnt verður í hvern dóm fyrir sig með knapanum.

Frábær æfing fyrir fjórganginn sem verður 17. mars.

Aðgangur er ÓKEYPIS, bæði fyrir þá sem koma með hest og hina sem vilja bara koma og fræðast.

Skráning í tölvupósti á neisti.aeska@gmail.com í síðasta lagi 14. mars.

10.03.2016 11:13

Fjórgangur 17. mars

 

Þriðja mót vetrarins verður fimmtudaginn 17. mars  kl. 19:00 í Reiðhöllinni Arnargerði.  Keppt verður í fjórgangi.

Keppt er í:
Unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri 
Opnum flokki

Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 15. mars. Við skráningu þarf að koma fram; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið. Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hverja skráningu og 1.500 kr. fyrir unglinga. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista heneisti@gmail.com en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ár og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta.

Mótanefnd

 

 

08.03.2016 10:02

Karlareiðin á Svínavatni

 

Hin árlega karlareið verður farin um Svínavatn á skírdag, 24. mars næstkomandi. Í fyrra tóku um 30 karlar þátt í reiðinni en árið 2014 var metþátttaka þegar um 50 karlar riðu eftir Svínavatni í frábæru veðri. Forsvarsmenn viðburðarins hvetja karla til að taka daginn frá en hann verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

05.03.2016 18:52

Svínavatn - úrslit


Af heimasíðu mótsins:

Þá er lokið enn einu frábæru ísmóti á Svínavatni. Veður hefur oftast verið gott en en sjaldan eða aldei betra en nú, logn og sólskin.

Skráningar voru um 130 og hrossin ótrúlega jöfn og góð miðað árstíma.

Kærar þakkir til  starfsmanna, styrktaraðila og ekki síst til knapa sem margir komu um langan veg létu aldrei bíða eftir sér í brautina.

Væntanlega sjáumst við svo 4. mars á næsta ári.

Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Grámann frá Hofi Höfðaströnd, knapi Barbara Wenzl.

 

 B-flokkur
1. Ármann Sverrisson Loki frá Selfossi 8,9
2. Skapti Steinbjörnsson Oddi frá Hafsteinsst 8,8
3. Sigurður Sigurðarson List frá Langsstöðum 8,7
4. Hans Kjerúlf Kjerúlf frá Kollaleiru 8,6
5. Elías Þórhallsson Staka frá Koltursey 8,6
6. Jakob Sigurðsson Nökkvi frá Syðra Skörðugili 8,5
7. Þór Jónsteinsson Þokkadís frá Sandá 8,5
8. Magnús B Magnússon Ósk frá Ysta Mói 8,5


A-flokkur
1. Jakob Sigurðsson Hersir frá Lambanesi 8,7
2. Barbara Wenzl Grámann frá Hofi Höfðastr 8,7
3. Teitur Árnason Hafsteinn frá Vakurst 8,7
4. Hans Kjerúlf Greipur frá Lönguhlíð 8,6
5. Viðar Bragason Þórir frá Björgum 8,5
6. Jón Pétur Ólafsson Urður frá Staðartungu 8,4
7. Helga Una Björnsdóttir Dögun frá Þykkvabæ 8,4
8. Skapti Ragnar Skaptason Bruni frá Akureyri 8,4


Tölt
1. Teitur Árnason Kúnst frá Ytri Skógum 8,0
2. Egill Þórir Bjarnason Dís frá Hvalsnesi 7,7
3. Fríða Hansen Nös frá Leirubakka 7,3
4. Jakob Sigurðsson Harka frá Hamarsey 7,2
5. Skapti Steinbjörnsson Oddi frá Hafsteinsst 7,0
6. Sigurður Sigurðarson Garpur frá Skúfslæk 6,8
7. Logi Þór Laxdal Lukka frá Langsstöðum 6,7
8. Linda Rún Pétursdóttir Króna frá Hólum 6,2

 

 

04.03.2016 08:08

Svínavatn - ráslistar

 

Endanlegir ráslistar fyrir ísmótið sem haldið verður
laugardaginn 5. mars nk. á Svínavatni
má sjá á heimasíðu mótsins eða hér.

 

 

28.02.2016 22:35

Skráning á Svínavatn 2016

 

Mótið verður haldið laugardaginn 5. mars. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi.

Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 1. mars.

Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram:

Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt.

Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu og greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139

og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur.

28.02.2016 17:34

Úrslit - ísmót

 

Annað mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið á Flóðinu í dag 28. febrúar í blíðskaparveðri, frábærum ís og fallegu umhverfi. Langt er síðan mót hefur verið haldið á Flóðinu en verður örugglega gert aftur. Skemmtilegt mót í alla staði og gaman að sjá svona marga, bæði þátttakendur og áhorfendur.

Úrslit urðu þessi:

Unglingaflokkur:

 

1. Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri 1   6,0  /  6,33
2. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Vigur frá Hofi    5,67  /  5,67
3. Lara Margrét Jónsdóttir og Kóróna frá Hofi    6,0  /  5,33
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum     5,17  /  5,0
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum    4,67  /  4,83
6. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Miðill frá Kistufelli    4,33  /  4,67
7. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum    4,83  / 4,33

 

 

 

Opinn flokkur:

 

 

1. Magnús Ólafsson og Ódeseifur frá Möðrufelli     6,33  /  6,83
2. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti  6,17  /  6,67
3. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum    5,83  /  6,33
4. Rúnar Örn Guðmundsson og Ksaper frá Blönduósi    6,17  /  6,33
5. Harpa Birgisdóttir og Drottning frá Kornsá     6,00 /  6,17

 

Bæjarkeppnin var á sínum stað og urðu úrslit þessi:

 

1. Davíð Jónsson -  Sauðanes
2. Ásdís Brynja Jónsdóttir  -   Litlu Sveinsstaðir
3. Ólafur Magnússon  - Stóridalur
4. Kristín Jósteinsdóttir  -  Flaga
5. Magnús Ólafsson  - Hnjúkur
6. Sunna Margrét Ólafsdóttir  -  Leysingjastaðir
7. Lara Margrét Jónsdóttir   -  Sveinsstaðir
8. Eline Schrijver -  Síða
9. Páll Þórðarson  -  Hnausar
10. Sigurbjörn Sigurbjörnsson  -  Hof

 

 

Græjan ekki alveg að virka.....

 

 

 Hestöflin voru margvísleg  ..... Magnús á Hnjúki

 


og það þurfti að járna....

 


og þessir upprennandi snillingar hjálpuðu í verðlaunaafhendingu.

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúmi.

 

27.02.2016 22:27

Ísmót - ráslisti

Ísmót hestamannafélgsins Neista fer fram á Flóðinu, við Vatnsdalshóla  28. febr og hefst kl. 13:00

Ráslisti er sem hér segir.

 

Unglingar

Knapi                                                   hestur 

Aron Freyr Sigurðsson                Hlynur frá Haukatungu syðri-1
Stefanía Hrönn Sigurdardóttir    Miðill frá Kistufelli
Ásdís Brynja Jónsdóttir               Vigur frá Hofi
Lara Margrét Jónsdóttir              Kóróna  frá Hofi
Sólrún Tinna Grímdóttir               Hespa frá Reykjum
Ásdís Freyja Grímsdóttir              Nökkvi frá Reykjum
Sunna Margrét Ólafsdóttir          Píla f. Sveinsstöðum

 

 

Opinn flokkur

knapi                                                    hestur 

Hörður Ríkharðsson                      Djarfur f. Helguhvammi 2
Ægir Sigurgeirsson                       Svipa f. Stekkjardal
Kristín Jósteinsdóttir                    Hrappur f. Sveinsstöðum
Jakob Víðri Kristjánsson               Glanni frá Brekknakoti
Birkir Freyr Hilmarsson                 Glíma f. Ósi
Leana Jónadóttir                          Dúkka f. Hæli
Jón Kristófer Sigmarsson              Ösp f. Vallholti
Sigurbjörn Pálmi Sigurbjörnsson  Patti f. Bjarnastöðum
Rúnar Örn Guðmundsson             Kasaper f Blönduósi
Davíð Jónsson                              Linda P
Páll Þórðarson                              Magni frá Sauðanesi
Harpa Birgisdóttir                         Drottning f. Kornsá
Ólafur Magnússon                        Garri f. Sveinsstöðum
Eline Manon Schrijver                    Klaufi frá Hofi
Jón Gíslason                                  Laufi f. Syðra Skörðugili
Magnús Ólafsson                          Ódeseifur f Möðrufelli
Ægir Sigurgeirsson                        Flétta f. Stekkjardal
Kristín Jósteinsdóttir                      Dagfari f. Sveinsstöðum

 


Birt með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á mótsstað.

Skráning í bæjarkeppni fer fram á staðnum.

Mótanefnd.

Flettingar í dag: 1327
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930922
Samtals gestir: 88582
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere