26.02.2016 18:27

Mótaröð Neista - Ísmót

 

Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, verður nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00  ef veður leyfir, en veðurútlit er mjög gott. Mótið verður á Flóðinu fyrir neðan Vatnsdalshóla. Frábær ís og fallegt umhverfi.  Hægt að aka út á ísinn til að fylgjast með mótinu og áhorfendur hvattir til að fjölmenna

Mynd: Eline Schrijver


Keppt verður í 2 flokkum í tölti:

Flokkur 16 ára og yngri
Opinn flokkur

 

Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki.

Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 14.00 laugardaginn 27. febrúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa.

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.

Mótanefnd.

21.02.2016 18:18

Mótaröð Neista - Ísmót

 

Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, er fyrirhugað að halda nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00  á Hnjúkatjörninni.

 

Keppt verður í 2 flokkum í tölti:

Flokkur 16 ára og yngri
Opinn flokkur

 

Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki.

Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 22.00 föstudaginn 26. febrúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa.

Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.

Mótanefnd.

15.02.2016 09:48

Kortasjá LH

Búið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.
Farið er inn á kortasjá um heimasíðu LH, www.lhhestar.is og smellt á flipa hægra megin á síðunni. 
Einnig er hægt að fara inn á kortasjá um tengla sem er að finna á heimasíðum flestra hestamannafélaga eða fara beint inn á slóðina www.map.is/lh
Búið að setja inn í kortasjána 11.325 km - sjá ferla á upphafskorti kortasjár.

 

15.02.2016 09:40

Svínavatn 2016

 

 

Laugardaginn 5. mars verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún. 
Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti.
Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.
Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki.
Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

12.02.2016 10:04

Úrslit - T7

 

 

Fyrsta mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Úrslit urðu þessi:

 

Unglingaflokkur:

 

1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum   6,75
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Keisari frá Hofi    6,25
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar    6,0
4. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum   5,5
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum   5,25

 

 

Opinn flokkur

 

1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal   6,7  /  7,25
2. Jón Kristófer Sigmarsson og Ösp frá Vallaholti  6,6  / 7,0
3. Jakob Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti   6,2  /  6,5
4. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum   6,6  /  6,5
5. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi   6,1  / 6,25

 

Rúnar Örn sigraði B úrslitin og keppti því í A úrslitum. Hlutkesti réði röð Jakobs og Ólafs í 3-4 sæti.

 

 

03.02.2016 22:01

Mótaröð Neista - T7

 

Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00 verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð.

Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára  og yngri og opnum flokki.

Skráning er á netfang Neist
[email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 9. febrúar.
Við skráningu þarf að koma fram; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hverja skráningu og 1.500 kr. fyrir fyrir unglinga.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista 
[email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ár og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta.

Mótanefnd

 

 

28.01.2016 21:57

Reiðnámskeið byrjuð

 

Alltaf gaman í Reiðhöllinni þegar hún fyllist af ungum knöpum, foreldrum og hestunum þeirra að sjálfsögðu.
Kristín Jósteinsdóttir ætar vera með krökkunum í vetur að gera fullt af skemmtilegum og alls konar æfingum.

 

 

 
 

 

 

 

 
 
 


 

 

 

 

 

 

 

 

24.01.2016 20:47

Mót veturinn 2016

 

Mót vetrarins:

 

11. feb. verður keppt í T7

27. feb. verður Ísmót

17. mars verður fjórgangur

7. apríl verður tölt-skeið

 

Keppt verður í tveimur flokkum:

opinn flokkur 

unglingaflokkur 16 ára og yngri.

 

Mótanefnd.

21.01.2016 09:12

Heyefnagreiningar fyrir hestamenn

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen. Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri. Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk. Blóðgreiningar. Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur. Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk. Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf Ásvegi 4, Hvanneyri 311 Borgarnes

Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

17.01.2016 21:24

Aðalfundur

Aðalfundur hestmannafélagins Neista

verður mánudagskvöldið 25. janúar kl. 20:30

Í Reiðhöllinni Arnargerði.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf
Kosningar

 

Hvetum áhugasama um að mæta og koma málefnum sínum á framfæri.
Komin er tillaga að nýjum fulltrúum í stjórn sem kjósa á um.

 

Stjórn hestamannafélagsins Neista

15.01.2016 09:23

Frá Æskulýðsnefnd

Vegna ónógar þátttöku er ekki unnt að kenna Knapamerkjanámskeið á þessari önn. Þess í stað er unnað að því að halda almennt reiðnámskeið hjá félaginu. Mun það vera auglýst sérstaklega þegar það liggur fyrir. Reiðnámskeið fyrir börn hefjast í lok mánaðar, þeir sem hafa skrá sig til þátttöku fá tölvupóst með frekari upplýsingum.

Hestamenn eru sérstaklega hvattir til þess að setja sig í samband við æskulýðsnefndina ([email protected]) hafi þeir sérstakar óskir/ábendingar um styttri námskeið sem unnt væri að halda hjá félaginu.

19.12.2015 09:38

Reiðnámskeið í vetur


Frá æskulýðsnefnd Neista.

Í janúar mun Hestamannafélagið Neisti fara af stað með námskeið í knapamerkjunum og reiðnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það fer eftir þátttöku hvaða knapamerki verða kennd. Aldurstakmark er 12 ára í knapamerki 1 (börn fædd 2004).

Skráning með tölvupósti á netfangið [email protected] þar sem fram þarf að koma fullt nafn og aldur þátttakenda, getustig eða tiltekið knapamerkjanámskeið ásamt upplýsingum um greiðanda.

Skráningu lýkur 27. desember.

Reiðnámskeið fyrir börn, 10.000 kr.
Knapamerki 1, 25.000 kr.
Knapamerki 2, 30.000 kr.
Knapamerki 3, 38.000 kr.
Knapamerki 4, 50.000 kr.
Knapamerki 5, 70.000 kr.

Áætlað er að hefja knapamerkjanámskeið um miðjan janúar

Æskulýðsnefnd.

01.12.2015 22:33

Uppskeruhátíðin

 

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 28. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....


Knapi ársins 2015 hjá Hestamannafélaginu Neista er Eline Manon Schrijver.

Innilega til hamingju.

 Rúnar, formaður Neista og Eline


Eline gerði það gott á keppnisvellinum sem fyrr: Tók þátt í stigamóti Neista innanhúss og var stigahæsti knapinn í opnum flokki, vann þar fimmgang og smala og var  í öðru sæti í tölti. Á félagsmóti Neista vann hún A-flokk á Laufa frá Syðra-Skörðugili með einkunina 8,48 og á ísmóti á Svínavatni fór hún með Krónu í B-flokk, einkunn 8,38 og Laufa í A-flokk, einkunn 8,28. Á móti á Hvammstanga var hún í úrslitum.

             Eline og Laufi
 

                                    Eline og Króna

 

                                   Eline og Laufi

 

 

 

Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin (1. sætið).  

Viðurkenningar kynbótahrossa:

 

Hryssur
4 vetra

1. sæti
Nútíð frá Leysingjastöðum II.  
F. Sindri frá Leysingjastöðum
M. Gæska frá Leysingjaststöðum
B: 8,41  H: 7,79   A: 8,04
Ræktandi: Hreinn Magnússon
Eigandi: Sindrastaðir ehf.


2. sæti
Héla frá Geitaskarði
F. Hrímnir frá Ósi
M. Kara frá Garði
B: 7,96   H: 7,43  A: 7,64
Ræktendur og eigendur: Sigurður Örn og Sigurður Örn Leví

 

Stóðhestar
4 vetra

1. sæti
Konungur frá Hofi 
F. Orri frá Þúfu
M. Kantata frá Hofi

B: 8,09   H: 7,54   A: 7,76
Ræktendur og eigendur: Jón og Eline


 

Hryssur
5 vetra

1. sæti
Skvísa frá Skagaströnd  
F. Klettur frá Hvammi
M. Þruma frá Skagaströnd
B: 8,44  H: 7,95   A: 8,15 
Ræktandi og eigandi: Þorlákur Sveinsson


2. sæti
Sóta frá Steinnesi 
F. Óskasteinn frá Íbishóli
M. Hota frá Steinnesi
B: 8,19 H: 7,99  A: 8,07
Ræktandi: Jósef Magnússon
Eigandi: Magnús Bragi Magnússon


3. sæti
Gleði frá Steinnesi 
F. Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M. Gæfa frá Steinnesi
B: 8,13 H: 7,94  A: 8,02
Ræktandi og eigandi: Magnús Jósefsson

 

Stóðhestar
5 vetra

1. sæti
Vegur frá Kagaðarhóli  
F. Seiður frá Flugumýri 
M.   Ópera frá Dvergsstöðum
B: 8,05  H: 8,62  A: 8,39

Ræktendur: Guðrún Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Eigendur: Ræktendur og Jóhann Kristinn Ragnarsson


2. sæti
Akur frá Kagaðarhóli    
F. Arður frá Brautarholti
M. Dalla frá Ási
B: 8,08  H 8,38  A: 8,26
Ræktendur:  Guðrún Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Eigendur: Ræktendur, Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon

3. sæti
Henrý frá Kjalarlandi  
F: Álfur frá Selfossi
M. Regína frá Flugumýri
B: 7,96   H: 8,20  A: 8,10
Ræktandi og eigandi: Halla María Þórðardóttir



 

 

Hryssur
6 vetra

1. sæti
Þórunn frá Kjalarlandi
F. Gári frá Auðsholtshjáleigu
M. Regína frá Flugumýri:
B:  8,0  H: 8,37  A: 8,22
Ræktandi: Halla María Þórðardóttir

Eigendur: Sigurður Helgi Ólafsson og Stella Björg Kristinsdóttir
 

2. sæti
Nunna frá Blönduósi 
F. Álfur frá Selfossi
M. Slemma frá Sauðanesi
B: 8,03   H: 8,20  A: 8,14 

Ræktandi:  Sigfús Eyjólfsson
Eigendur: Bjarni Sveinsson og Ingimundur Sigurmundsson


3. sæti
Kesja frá Steinnesi 
F. Álfur frá Selfossi
M. Krafla frá Brekku
B: 7,86  H: 7,91  A: 7,89
Ræktandi og eigandi: Magnús Jósefsson


Stóðhestar
6 vetra

1. sæti
Klakinn frá Skagaströnd
F. Álfur frá Selfossi
M. Sunna frá Akranesi
B: 8,56  H: 8,05  A: 8,25
Ræktandi: Sveinn Ingi Grímsson
Eigendur: Ýmsir 



2. sæti
Sváfnir frá Geitaskarði
F. Stáli frá Kjarri
M. Bylgja frá Svignaskarði
B: 8,30  H: 8;06  A: 8,16
Ræktendur og eigendur: Sigurður Örn og Sigurður Örn Leví


3. sæti
Dofri frá Hvammi  2
F: Glitnir frá Eikarbrekku 
M. Blíða frá Röðli

B: 8,31  H: 7,84   A: 8,03
Ræktandi: Sonja Suska
Eigandi: Sylvia Steinweber-Merkl

 

Hryssur
7 vetra og eldri

1. sæti
Sunna frá Skagaströnd  
F. Orri frá Þúfu
M. Sunna frá Akranesi
B: 8,20  H: 8,15  A: 8,17
Ræktandi: Sveinn Ingi Grímsson

Eigandi: Þorlákur Sveinsson

2. sæti
Ösp frá Hofi  
F. Gammur frá Steinnesi
M. Fasta frá Hofi
B: 8,13  H: 8,07  A: 8,09
Ræktandi: Jón Gíslason
Eigandi: Dhr. Th. van Eikenhorst

 

3. sæti
Króna frá Hofi
F. Akkur frá Brautarholti 
M. Klóra frá Hofi

B: 8,18  H: 7,88  A:  8,00
Ræktendur og eigendur: Jón og Eline 

 

Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu.

Konungur frá Hofi 
F. Orri frá Þúfu
M. Kantata frá Hofi

B: 8,09   H: 7,54   A: 7,76
Ræktendur og eigendur: Jón og Eline

 

Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Vegur frá Kagaðarhóli  
F. Seiður frá Flugumýri 
M.   Ópera frá Dvergsstöðum
B: 8,05  H: 8,62  A: 8,39

Ræktendur: Guðrún Stefánsdóttir og Víkingur Gunnarsson
Eigendur: Ræktendur og Jóhann Kristinn Ragnarsson
  

 

 

Ræktunarbú  2015 :
Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson og fjölskylda.

              

 

11.11.2015 08:54

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún og hestamanna

 

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún og hestamanna verður haldin laugardaginn 28. nóvember n.k. í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Húsið opnað kl. 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst kl. 20:30

Trukkarnir leika fyrir dansi.
Miðaverð 6.900 kr.

Miðapantanir verða hjá eftirfarandi:
Gullu s: 848 9447
Maríönnu s: 848 2947
Rúnari Aðalbirni s: 662 6841
Magnúsi s: 897 3486

Skráningu lýkur mánudagskvöldið 23. nóvember.
Fjölmennum og fögnum saman.

Undirbúningsnefndin.

17.10.2015 11:53

Haustskýrslur búfjár 2015

Ágætu hestamenn í Norðvesturumdæmi.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á www.bustofn.is.
Þetta er annað árið sem búfjáreigendur sem einungis eiga hesta þurfa að skila inn haustskýrslu og eru þeir eindregið hvattir til að skila á tilsettum tíma

Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við undirritaðann:

[email protected]

 

Einar Kári Magnússon


 

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925995
Samtals gestir: 88422
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere