23.08.2015 09:40

Félgasmót Neista - úrslit


Félagsmót Neista var haldið á Blönduósvelli í gær 22. ágúst.

Kristinn Bjarni sá um að verðlaun kæmust í réttar hendur smiley

 

 

 

B flokkur, minna vanir

 

1. Garri frá Sveinsstöðum / Kristín Jósteinsdóttir
2. Háleggur frá Stóradal / Birkir Freyr Hilmarsson
3. Huldar Geir frá Sveinsstöðum / Magnús Ólafsson


 

 

B flokkur, meira vanir

 

1. Börkur frá Brekkukoti / Ragnhildur Haraldsdóttir
2. Gimsteinn frá Röðli / Víðir Kristjánsson
3. Svipa frá Stekkjardal / Ægir Sigurgeirsson
4. Vigur frá Hofi / Ásdís Brynja Jónsdóttir
5. Glaumur frá Hofi / Jón Gíslason

 

Barnaflokkur

 

1. Ásdís Freyja Grímsdóttir / Hamingja frá Reykjum

 

Unglingaflokkur

 

1. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1
2. Sólrún Tinna Grímsdóttir / Pontíak frá Breiðabólstað
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir / Keisari frá Hofi
4. Lara Margrét Jónsdóttir / Birta frá Kaldbak

 

A Flokkur

 

1. Laufi frá Syðra-Skörðugili / Eline Schrijver
2. Abel frá Sveinsstöðum / Kristín Jósteinsdóttir
3 Aþena frá Stóradal / Ægir Sigurgeirsson
4. Heilladís frá Sveinsstöðum / Magnús Ólafsson
5. Viola frá Steinnesi / Ásdís Brynja Jónsdóttir

 

Tölt

 

1. Ægir Sigurgeirsson / Gítar frá Stekkjadal
2. Sólrún Tinna Grímsdóttir / Pontíak frá Breiðabólstað
3. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1.
4. Hapra Birgisdóttir /
5. Magnús Ólafsson / Heilladís frá Sveinsstöðum


 

Skeið

 

1. Ragnhildur Haraldsdóttir / Steina frá Nykhóli
2. Kristín Jósteinsdóttir / Abel frá Sveinsstöðum
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir / Viola frá Steinnesi

 

 

 

Glæsilegasta par mótsins var Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1

 

 

 

21.08.2015 08:39

Dagsrká og ráslistar

 

KL. 10:00    Forkeppni :

                    B flokkur minna og meira vanir

                    Unglingaflokkur

                    Barnaflokkur

                    A flokkur

                    Tölt

KL. 13:00 (að forkeppni lokinni) Hádegishlé  Grill í Reiðhöllinni fyrir alla.

Verð kr  1500 fyrir fullorðna og 1000 kr fyrir börn.

Kl. Ca 14:30  Úrslit í sömu röð og forkeppni byrjað á B fl minna vanir.

                    Pollaflokkur opin skráning.

                    Brokk

                    Skeið

 

 

B-FLOKKUR.

 

Ásdís Brynja Jónsdóttir   Vigur frá Hofi
Víðir Kristjánsson  Glanni frá Brekknakoti
Birkir Freyr Hilmarsson Háleggur frá Stóradal
Jón Gíslason Glaumur frá Hofi
Þórður Pálsson Magni frá Sauðanesi
Magnús Ólafsson Huldar Geir frá Sveinsstöðum
Ragnhildur Haraldsdóttir Börkur frá Brekkukoti
Lara Margrét Jónsdóttir Öfund frá Eystra Fróðholti
Ægir Sigurgeirsson Svipa frá Stekkjardal
Kristín Jósteinsdóttir Garri frá Sveinsstöðum
Víðir Kristjánsson Gimsteinn frá Röðli

 

Unglingaflokkur

Lara Margrét Jónsdóttir Króna frá Hofi
Sólrún Tinna Grímsdóttir Pontíak frá Breiðabólstað
Aron Freyr Sigurðsson Hlynur frá Haukatungu Syðri 1.
Lilja María Suska  Myrra frá Skarði
Ásdís Brynja Jónsdóttir Keisari frá Hofi
Lara Margrét Jónsdóttir Birta frá Kaldbak
Sólrún Tinna Grímsdóttir Hespa frá Reykjum

 

Barnaflokkur

Ásdís Freyja Grímsdóttir Hamingja frá Reykjum
Ásdís Freyja Grímsdóttir Nökkvi frá Reykjum

 

A Flokkur

 

Magnús Ólafsson Heilladís frá Sveinsstöðum
Eline Schriver Laufi frá Syðra Skörðugili
Ægir Sigurgeirsson Aþena frá Stóradal
Ásdís Brynja Jónsdóttir Viola frá Steinnesi
Kristín Jósteinsdóttir Abel frá Sveinsstöðum

 

Tölt

Magnús Ólafsson Huldar Geir frá Sveinsstöðum
Þórður Pálsson Nóta frá Sauðanesi
Aron Freyr Sigurðsson Hlynur frá Haukatungu Syðri 1.
Ásdís Freyja Grímsdóttir  Hespa frá Reykjum
Ægir Sigurgeirsson Gítar frá Stekkjadal
Sólrún Tinna Grímsdóttir Pontíak frá Breiðabólstað
Magnús Ólafsson Heilladís frá Sveinsstöðum
Birkir Freyr Hilmarsson Glíma frá Ósi

 

Brokk

Aron Freyr Sigurðsson Hlynur frá Haukatungu Syðri 1.
Birkir Freyr Hilmarsson Háleggur frá Stóradal
Jón Gíslason Glaumur frá Hofi
Víðir Kristjánsson Gimsteinn frá Röðli

 

Skeið

Ásdís Brynja Jónsdóttir Viola frá Steinnesi
Magnea Rut Gunnarsdóttir Sygin frá Litladal
Sólrún Tinna Grímsdóttir Hnakkur frá Reykjum
Ragnhildur Haraldsdóttir Steina frá Nykhóli
Ásmundur Sigurkarlsson Embla frá Klömbrum

 

14.08.2015 16:16

Félagsmót Neista

 

Félagsmót Neista verður haldið á Blönduósvelli 22. ágúst 2015.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

A-flokk gæðinga
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga minna keppnisvanir
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollar (9 ára og yngri á árinu) 
Skeið 100 m
300 m brokk

 

Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. http://skraning.sportfengur.com Lokaskráningardagur er miðnætti miðvikudaginn 19.ágúst.

Skráningargjöld í A og B flokk er 2500kr. Fyrir börn, unglinga og ungmenni auk tölts er 1.500 kr. Í skeiði og brokki er skráningargjaldið 1000 kr. á hest. Frítt er fyrir polla.

Pollaflokkur heitir,,Annað" í skráningarkerfinu, þeir sem skrá sig í B flokk minna vana, senda póst á heneisti@gmail.com eftir að þeir hafi skráð sig í kerfið.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á grillveislu í Reiðhöllinni að móti loknu gegn vægu gjaldi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Mótanefnd Neista

11.08.2015 22:11

Félagsmót Neista 22. ágúst

 

Félagsmót Neista verði haldið laugardaginn 22. ágúst
 

Nánari tilhögun og keppnisgreinar verða auglýstar þegar nær líður.

Mótanefndin.

21.06.2015 18:40

Landsmót 50+ dagana 26. - 28. júní á Blönduósi

 

Eins og allir vita þá er Landsmót 50+ dagana 26. - 28. júní á Blönduósi. Þar er meðal annars keppt í hestaíþróttum. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld 21. júní.

Allir sem eru 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum 5. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður á Blönduósi dagana 26.-28. júní, hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald 3.500 kr. og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Á mótinu verður jafnframt boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl ásamt heilsufarsmælingum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins á síðunni www.umfi .is. Skráningin fer fram á skraning.umfi.is.

Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess.

16.06.2015 16:41

Hátíðardagskrá á 17. júní

 

Dagskrá hátíðarhalda á  Blönduósi þann 17. júní


Kl. 8:00 Fánar dregnir að hún


Kl.10:00 -11:00 Rennibrautakeppni í sundlauginni – tímataka.


Kl.10:30 -11:30 Kynning á golfíþróttinni á golfvellinum í boði Golfklúbbsins Ós, auk sýnikennslu


Kl. 12:00 Sýning í reiðhöllinni, sýnt verður frá vetrarstarfi Hestamannafélagsins Neista (frítt inn) Börnum boðið á hestbak í lok sýningar og þeir sem vilja geta spreytt sig á þrautabraut.


Kl.13:45 Andlitsmálun fyrir utan SAH, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu.(tökum ekki við greiðslukortum)


Kl.14:45 Skrúðganga frá SAH að félagsheimilinu Hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan Hátíðarræða Tónlistaratriði


Kl.15:00 -15:40 Skipulagðir leikir í íþróttahúsinu


Kl.16:00 Kaffisala í félagsheimilinu. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri (tökum ekki við greiðslukortum)


Frítt verður í sund af tilefni 5 ára afmælis sundlaugarinnar.


Að auki verður hörku stuð og Diskó í skjólinu frá kl 16-18, ekkert aldurstakmark. 


Hoppukastali verður fyrir utan félagsheimilið milli 16-18. 


Og að ógleymdri lokasýningu frá ballettnámskeiði, sem haldið var fyrir börn fædd 2006 - 2009 í vor, verður sýnd aftur á 17. júní. Sýningin byrjar klukkan 15:00 í bíósal Félagsheimilisins. Aðgangur er ókeypis og allir eru

10.06.2015 23:15

Félagsmót Neista 22. ágúst

 

Mótanefnd hefur ákveðið að Félagsmót Neista verði haldið 22. ágúst næstkomandi.  

Félagar eru hvattir til að taka þessa dagsetningu frá og fjölmenna til keppni og hafa skemmtilegt mót. Hugmynd hefur komið fram að hestamenn komi ríðandi sem víðast að á mótsstað.

Nánari tilhögun og keppnisgreinar verða auglýstar síðar.

Mótanefndin.

 

26.04.2015 20:22

Uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista

 

Í dag 26. apríl var uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista. Engin sýning var þar sem veðrið var leiðinlegt en foreldrar mættu með kökur og úr varð heljarinnar veisla, mætingin var frábær.

 

 

Reiðnámskeið hafa verið á hverjum vetri í reiðhöllinni síðan 2002 en þá var fyrsta æskulýðsnefndin starfsett og varð þá strax fullt á öll námskeið. Reiðhöllin var tekin í notkun í mars 2000. 

Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á.
Mikil þátttaka var á námskeiðin strax á 1. vetri. Helga Thoroddsen og Herdís Reynisdóttir kenndu eldri krökkunum á laugardögum en nefndarmenn voru með yngri krakkana milli 16-18 nokkra daga í viku.

 

Í dag voru viðurkenningar og gafir afhentar til þeirra barna og unglinga sem voru á námskeiðum,  en í vetur voru hefðbundin námskeið fyrir krakka yngri en 12 ára og svo knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5. 

Knapamerkin hafa verið kennd frá árinu 2007. Nú í vor luku 3 börn og 1 fullorðinn prófi í knapamerki 1, 2 unglingar og 2 fullorðnir í knapamerki 2, 2  unglingar og 1 fullorðinn í knapamerki 3, en knapamerki 3 er kennt á 2 árum og eru 4 í seinni hópnum. Knapamerki 4 er líka kennt á 2 árum og þar er 1 unglingur.

 Þau minnstu með Pétri kennara.

 

  Bara stelpur í miðhópnum, þau sem ekki eru orðin 12 ára, .... með Pétri kennara.
 

 

    Knapamerki 1 ásamt Heiðrúnu kennara.

 

    Pétur með þeim sem tóku próf í knapamerki 2.

 

    Heiðrún og Pétur með stelpurnar í knapamerki 3.

 

Þrír fullorðnir luku prófi í knapamerki 5 og eru þau þau fyrstu til að ljúka knapamerki 5 á Blönduósi sem er frábært.
Allt er hægt ef vilji og metnaður er til staðar.

     Heiðrún með þau þrjú fræknu sem luku knapamerki 5.

 

 

Sá yngsti og elsti á námskeiðum í vetur, Magnúsarnir tveir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér í hestamennskunni.  Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum er á sínum 2. vetri á reiðnámskeiðum og Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, alls ekki hættur en lauk prófi í knapamerki 5 með glæsibrag.

 


Kennarar í vetur voru þau sömu og í fyrra svo þau þekkja alla staðháttu vel. Þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson, reiðkennarar í Saurbæ í Skagafirði komu 2x í viku frá því í janúar. Þrátt fyrir leiðindaveður í allan vetur féllu mjög fáir dagar niður. Þeim finnst gaman að koma á Blönduós og dást að því að svona lítið félag eins og Neisti skuli geta boðið uppá knapamerkjanámskeið. Þeim finnst frábært að svona stigskipt nám eins og knapamerki sé í boði í dag. Það er mjög lærdómsríkt, farið er í öll helstu grunnatriði reiðmennsku sem og eðli hestsins, fóðurfærði, beinabyggingu og sögu hestsins svo eitthvað sé nefnt. Hestakosturinn skiptir þó miklu máli en hann er stundum ekki nógu heppilegur. Hestarnir þurfa ekki að vera neitt sérstaklega flottir en vel tamdir og ganghreinir. Þau sjá mikin mun á þeim knöpum sem eru með vel tamda hesta og þá sem eru með lítið tamda. Þetta kemur mjög vel í ljós á 5 stiginu, þeir knapar sem hafa byggt upp sína hesta stig af stigi allt frá byrjun eru að ná mestum árangri. Það er eftitt að kenna tveimur byrjendum í einu, bæði knapanum og hestinum og það stendur stundum í veginum fyrir framförum hjá lítið reyndum knöpum. Hesturinn er nefnilega besti kennarinn. Þau segja líka að þau hefðu verið til í að fara á svona námskeið þegar þau voru 12 ára!
Frábærir kennarar, kærar þakkir fyrir veturinn.

 

 

Heiðrún fær þakklætisvott frá nemendum í knapamerki 5. 

 


Æskulýðsnefndin færði þeim einnig þakklætisvott fyrir frábærlega góða og skemmtilega kennslu í vetur.

 

 

 

Helga Thoroddsen sem er höfundur knapamerkjanna (vor 2004) en lét af störfum sem verkefnisstjóri þeirra haustið 2014 kom og dæmi hjá okkur núna sem og áður. Hún hefur dæmt í langflestum prófunum. Hún er því búin að fylgjast með öllum þeim sem hafa farið í gegnum knapamerkin hjá félaginu og nú síðast þeim þrem fræknu í próf í knapamerki 5.  Eftir að hafa fylgst með "okkar" fólki í gegnum allt knapamerkjakerfið 1 til 5, segir hún að þau sanni það að Knapamerkin eru fyrir alla og geta unnið kraftaverk fyrir knapa þegar rétt er að málum staðið. Það sem einkenndi prófin hjá Magga, Gumma og Siggu voru prúðmannlegir knapar með rétt viðhorf gagnvart sjálfum sér og hestum sínum og hestar í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Kennarinn þeirra Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á heiður skilinn fyrir það yfirbragð sem var á knöpum og hestum - og að sjálfsögðu aðrir reiðkennarar sem hafa komið að málum í gegn um árin. Þegar saman fara góð reiðkennsla, góðir nemendur og góðir hestar er greinilegt að árangurinn skilar sér.

Þökkum við henni kærlega fyrir að hafa komið og dæmt hjá okkur í gegnum árin.

 
 


 

Enn einu frábæru vetrarstarfi hjá félaginu er lokið. Til hamingju öll sem voruð á námskeiðum og öll sem tókuð próf.
Félagið er órúlega heppið að fá þessa frábæru kennara sem komið hafa í gegnum tíðina til að kenna. Kærar þakkir fyrir það.

Frábær dagur, takk öll sem komuð og gerðuð daginn skemmtilegan. Vonandi sjáumst við að ári á námskeiðum hjá Neista.

 

26.04.2015 20:04

Próf í knapamerki 3 og 4

 

17. apríl voru próf í knapamerkjum 3 og 4 og gengu þau vel fyrir sig.

Hér eru Lilja og Sólrún með Pétri kennara. Þær voru að fara í próf í knapamerki 3.


og Lisa var auðvitað mætt líka..... í knapamerki 3.

 

Og Harpa Hrönn og Börkur voru að fara í knapamerki 4.

 

26.04.2015 12:53

Frá æskulýðsnefnd Neista

 

Þar sem veðrið er ekki með besta móti, verður sýningu barnastarfs Neista frestað um óvkeðinn tíma.

Hins vegar verður kaffi og með því á kaffistofu Reiðhallarinnar  kl. 16.00 í dag. Þar verða viðurkenningar og gafir afhentar til þeirra barna og unglinga sem voru á námskeiðum hjá Neista í vetur.

 

Allir velkomnir.

 

 

 

24.04.2015 21:29

Uppskeruhátíð Neista

 

Frá æskulýðsnefnd Neista
Uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista verður haldin sunnudaginn 26. apríl næstkomandi og hefst hún klukkan 16:00. Foreldrar bjóða upp á kaffisamsæti að hátíðinni lokinni. Allir eru velkomnir.

23.04.2015 20:07

Knapamerki 5

 

Mikið megum við vera stolt af glæsilegum árangri hjá fólkinu okkar í knapamerki 5.
Þau fóru á Sauðárkrók í dag og luku prófi í knapamerki 5 með stæl. Prófdómarar voru Helga Thoroddsen og Þóarinn Eymundsson.
Metnaður og dugnaður einkennir þessi þrjú en þau byrjuðu ásamt fleirum í knapamerkjunum árið 2009.
Knapamerki 4 og 5 voru tekin á tveim vetrum hvort.

 
Magnús Ólafsson, Sigríður Aadnegard og Guðmundur Sigfússon

 

Pétur og Heiðrún í Saurbæ hafa kennt knapamerki 5 í fyrra og í vetur en þau segja að hestakosturinn skipti miklu máli . Hestarnir þurfa ekki að vera neitt sérstaklega flottir en vel tamdir og ganghreinir. Þetta kemur mjög vel í ljós á 5 stiginu, þeir knapar sem hafa byggt upp sína hesta stig af stigi allt frá byrjun eru að ná mestum árangri.

Maggi, Sigga og Gummi, innilega til hamingju með frábæran árangur!


 

 

 

 

 

 

22.04.2015 17:02

Fræðslufundur með Þorvaldi Kristjánssyni í Dæli í Víðidal

 

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið „Ganghæfni íslenskra hrossa - áhrif sköpulags og skeiðgens" í Dæli í Víðidal fimmtudaginn 23.apríl (sumardaginn fyrsta ) kl. 20:30.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og hestamenn hvattir til að fjölmenna.

Hrossaræktarsamtökin

21.04.2015 19:58

Hrossaræktendur athugið !!


Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur og ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML mun bjóða upp á skoðun ungfola í Reiðhöllinni á Blönduósi föstudaginn 24 apríl frá kl.15 og fram eftir degi

Skráningar og nánari upplýsingar hjá Þórði Pálssyni á netfanginu thp@rml.is fyrir fimmtudag 23 apríl 2015


Hrossaræktarsamtök A-Hún og V-Hún


 

17.04.2015 14:51

Próf í knapamerkjum

 

Síðastliðinn föstudag, þ.e. fyrir viku, voru fyrstu prófin í knapamerkjunum. Þeir sem voru í knapamerkjum 1 og 2 tóku próf og auðvitað gengu þau glimrandi vel. 

Próf í knapamerkjum 3, 4 og 5 verða á næstunni en námskeiðahaldi er að ljúka þennan veturinn og verður uppskeruhátíð þann 26. apríl með sýningu nemenda,  sýna okkur hinum hvað þau hafa lært í vetur. Að sýningu lokinni verður boðið uppá kaffi á kaffistofunni smiley

 

 

Þessi þrjú voru mætt í anddyrið í próf í knapamerki 1 kl 18.00 og biðu róleg eftir Helgu prófdómara.

 

Knapamerki 1, Hlíðar, Bjartmar og Hugrún.

 

Lisa tók próf bæði í knapamerki 1 og 2.

 

Í knapamerki 2 voru mætt Guðný, Hreinn og Ásdís 

 

 

 

Flettingar í dag: 1259
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1373
Gestir í gær: 87
Samtals flettingar: 927865
Samtals gestir: 88480
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 11:48:25

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere