29.01.2014 23:38Ísmót
Eins og er þá er veðurspáin þannig að það er erfitt að ráða í hana. Gæti orðið hvasst og snjókoma og kannski ekki. Ákvörðun verður tekin um hádegisbil á föstudag varðandi mótið. Mótanefnd Skrifað af HBE 25.01.2014 11:11Fyrsta mót vetrarins - ístölt
Fyrsta mót vetrarins í Mótaröð Neista sem er ístölt, verður haldið á Hnjúkatjörn nk. laugardag 1 febrúar kl.11.00, ef að veður og færð leyfir. Keppt verður í 3 flokkum í mótaröðinni eins og verið hefur.
2 keppendur eru inn á í einu. Riðinn er einn leggur hægt tölt og til baka tölt með hraðabreytingum. Aftur tölt með hraðabreytingum og svo yfirferðartölt til baka. Alls fjórar ferðir. Úrslit eru riðin í hverjum flokki fyrir sig strax eftir forkeppni. Fimm knapar í úrslitum, með þeirri undantekningu þó ef að einhverjir eru jafnir að stigum. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir fyrstu skráningu og 1.000 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 1.000 fyrir hverja skráningu. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa líka. Keppendur skrá sig í flokka í upphafi keppni og haldast í þeim flokkum út mótaröðina, með þeim möguleika þó að keppendur mega skrá sig upp um flokk hvenær sem er kjósi þeir það en þá er ekki heimilt að fara til baka og ekki taka þeir með sér þau stig sem að þeir hafi til unnið. Annars gilda almennt reglur LH, og er bent sérstaklega á reglur um fóta,- og beislisbúnað ! Mótanefnd Skrifað af HBE 23.01.2014 21:15Tjarnartölt 2014
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 25. janúar nk og hefst mótið kl 12:30. Ísinn er spegilsléttur að sögn Jóhanns svo nú er um að gera að skrá á fyrsta mót ársins.
Keppt verður í tölti í 3 flokkum: 1. 1.flokki 2. 2.flokki 3. Barna og unglingaflokki. 5 keppendur í úrslit í öllum flokkum.
Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 til 2010 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið. Skráning á netfangið thytur1@gmail.com . Lokaskráningardagur er föstudagurinn 24. janúar, skráningargjald er 1.000.- fyrir fullorðna hver skráning en 500 hver skráning fyrir börn og unglinga. Skráningargjald má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499. Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992 Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir. Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri. Ef fella þarf mótið niður vegna veðurs birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur Skrifað af selma 04.01.2014 02:20Frá æskulýðsnefnd
Pétur Örn Sveinsson og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir í Saurbæ ætla að sjá um reiðkennsluna hjá okkur í vetur. Þau munu byrja með bóklega tíma í Knapamerkjum 1,2,3 og 5 dagana 14. og 16. janúar. Áætlað er að verklegir tímar hefjist viku síðar. Því miður var ekki næg þátttaka í Knapamerki 4. Reiðnámskeið fyrir börn munu hefjast í lok mánaðar. Þátttakendur á námskeiðum munu fá tímaskipulag námskeiða sent í tölvupósti þegar nær dregur en öll kennsla mun fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum. Eins og áður er sérstök áhersla lögð á að niðurgreiða námskeið fyrir börn og unglinga. Kostnaður fyrir hvern og einn mun liggja fyrir við námskeiðslok. Æskulýðsnefndin Skrifað af Ásdís 24.12.2013 15:24Gleðileg jól
Þökkum stuðning, gott samstarf og 16.12.2013 13:12Fundur mótanefndarMótanefndin fundaði á dögunum yfir kaffi og smákökum, um mótahald vetrarins sem og framkvæmd þeirra. Önnur mál voru að sjálfsögðu rædd en ýmislegt er í pípunum. Það skýrist síðar. Mótin verða eftirfarandi, en auðvitað miðast þetta alltaf við færð og veður og þess háttar.
mbk. Mótanefnd og Gleðileg jól !
Skrifað af HBE 05.12.2013 10:24Frá reiðveganefnd
Girðing var lögð meðfram þessum vegum og nú er frágangi lokið og framkvæmdum þessa árs þar með.
Vill reiðveganefnd þakka öllum sem að þessari vinnu komu en sérstakar þakkir fá þeir Víðir Kristjánsson og Tryggvi Björnsson fyrir gott framlag og góða verkstjórn við girðingavinnuna.
30.11.2013 21:42Uppskeruhátíðin
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var 23. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
Hryssur 4 vetra
5 vetra
7 vetra og eldri
Stóðhestar 4 vetra
7 vetra og eldri
Sölufélagsbikarinn fær hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.
Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.
Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns. Kompás frá Skagaströnd Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd Besti frá Upphafi
Á árinu 2013 var glæsihesturinn Freyðir frá Leysingjastöðum áberandi, gerði það mjög gott á keppnisvellinum ásamt knapa sínum Ísólfi Líndal Þórissyni. Á Fjóðungsmóti á Kaldármelum unnu þeir B-flokki gæðinga með einkunina 9,01. Ísólfur og Freyðir gerðu það líka gott á Íslandsmóti í Borgarnesi en þar uður þeir í 5.-6. sæti í tölti með einkunina 8,28 eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Þeir kepptu einnig í fjórgangi og urðu í 5. sæti með einkunina 8,0.
Hreinn og Hjördís hafa stundað hrossarækt í áratugi og mörg góð hross komið frá þeim, má þar meðal annars nefna Stíganda og Sindra Stígandason.
Sindri og Ísólfur (mynd af heimasíðu Lækjamóts) Stígandi, myndir www.stigandi.us Til hamingju Leysingjastaðir.
25.11.2013 09:11Frá æskulýðsnefndSkráning er hafin fyrir námskeið vorannar Áætlað er að námskeið hefjist um miðjan janúar, boðið verður upp á námskeið í Knapamerkjum 1-5 og almenn reiðnámskeið fyrir börn yngri en 12 ára (fyrir vana og óvana). Vinsamlegast sendið skráningarupplýsingar á netfangið neisti.aeska@gmail.com þar sem fram kemur nafn, kennitala og námskeið sem óskað er eftir. Skráningu lýkur föstudaginn 13. desember 2013. Æskulýðsnefndin stefnir á að bjóða upp á styttri námskeið á önninni, fylgist með á www.neisti.net Hestamenn sem óska eftir sérstökum námskeiðum eru beðnir um að koma því á framfæri við nefndina.
Fyrir hönd Neista Æskulýðsnefnd Skrifað af Ásdís 13.11.2013 20:52MótanefndarfundurMótanefnd mun halda fund næstu daga hvar farið verður yfir mót vetrarins. Í vor óskuðum við eftir hugmyndum frá fólki og eins ef að það hefði einhverjar óskir varðandi mótahaldið. Nokkrar tillögur skiluðu sér og viljum við þakka fyrir það. Ef að einhverjir vilja bæta við það þá endilega skilið því inn til Höskuldar í netfangið hundar@internet.is og svo má alltaf hringja líka í síma 894-8710. kv Mótanefnd Skrifað af HBE 12.11.2013 21:29Uppskeruhátíð búgreinafélaga og hestamanna
Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamanna verður haldin laugardaginn 23. nóvember næstkomandi í Húnaveri. Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30. Trukkarnir leika fyrir dansi. Miðapantanir verða hjá eftirtöldum: Aðalbjörgu og Ragnari s: 452 4663 / 868 4917 / 893 0466 Kristínu Jónu og Val s: 452 4506 / 846 8745 / 867 9785 Gróu og Sigga s: 452 4958 / 892 7192 / 863 4577 Jónu Ólafs s: 897 8216 Miðar verða seldir á staðnum (Posi). Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 17. nóvember. Sætaferðir eru áætlaðar frá N1 kl. 19:15 ef næg þátttaka fæst. Þau sæti skulu pöntuð um leið og miðar. Skrifað af selma 04.11.2013 08:12Hrossabændur í A-Hún
Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi fimmtudaginn 7.nóvember 2013 og hefst stundvíslega kl. 20:30
Skrifað af selma 30.10.2013 13:26Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 23. nóvember n.k. 21.10.2013 21:46Ný netföng
Búið er að uppfæra síðuna "Stjórn og nefndir Neista" hér til hægri. Ný netföng hafa verið tekin í notkun hjá hestamannafélaginu. Það almenna er: heneisti@gmail.com og hjá æskulýðsnefnd: neisti.aeska@gmail.com
Skrifað af selma 21.10.2013 21:31Bíókvöldið
Endilega hafið samband ef áhugi er að kaupa diskinn af Afmælissýningunni á netfang Neista heneisti@gmail.com Verð kr. 1.500.
Skrifað af selma Flettingar í dag: 2421 Gestir í dag: 65 Flettingar í gær: 1373 Gestir í gær: 87 Samtals flettingar: 929027 Samtals gestir: 88523 Tölur uppfærðar: 1.4.2025 20:10:34 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is