11.02.2013 14:22Fræðslukvöld Hólanema í ReiðhöllinniFrá æfingum upp í afköst Notkun fimiþjálfunar til þess að bæta gangtegundir Fræðslukvöld Hólanema miðvikudaginn 13. febrúar. Þau Bjarni Sveinsson, Carrie Lyons Brandt og Sara Pesenacker
Skrifað af selma 09.02.2013 15:39Mótaröð NeistaFyrsta mót í Mótaröð Neista verður fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði. Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 12. febrúar. Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð, í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri. Fram þarf að koma; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið. Skráningargjald er 1.000 kr fyrir hverja skráningu. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ekki er tekið við greiðslukortum). 10. bekkur í Blönduskóla verður með kaffi og eitthvað gott til sölu í sjoppunni. Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem 3 stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum. Mótanefnd Skrifað af selma 07.02.2013 12:13Grunnskólamóti - Þrautabraut/Smali/SkeiðGrunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verða: 17. febrúar á Blönduós - þrautabraut, smali og skeið 10. mars á Hvammstanga - fegurðarreið, tölt og skeið 21. apríl á Sauðárkróki - fegurðarreið, tvígangur, þrígangur, fjórgangur og skeið Þrautabraut, smali og skeið verða í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 17. febrúar kl. 13.00 Keppnisgreinar eru: Skráningar þurfa að hafa borist fyrir Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, og skal greiða á staðnum áður en mót hefst
smalabraut 4. - 10. bekkur þrautabraut 1. - 3. bekkur Grunnskólamót
Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt. 1. Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra. 2. Keppnisgreinar eru: Ø Fegurðarreið 1. - 3. bekkur. Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu. Ø Tvígangur 4. - 7. bekkur. Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd. Ø Þrígangur 4. - 7. bekkur. Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur. Áseta og stjórnun dæmd. Ø Fjórgangur 8. - 10. bekkur. Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur. Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt, ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk. ¨ Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16
Ø Þrautabraut 1. - 3. bekkur. Áseta, stjórnun og færni dæmd. Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál, þar skal stöðva hestinn og halda svo áfram. Ø Smali 4. - 7. og 8 .- 10. bekkur. Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast 2x4 sekúndur við. Ef tunna dettur er bætt við 4 sekúndum og ef tunnu er sleppt bætast við 4x4 sekúndur. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn. Ef hleypt er yfir pallinn bætast við 4x4 sekúndur. Ø Tölt 4. - 7. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir . ¨ Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16 Ø Tölt 8. - 10. bekkur. Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir . ¨ Riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16
Ø Skeið 8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað. Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir. ¨ Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað. v Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.
3. Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 4. Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2 greinar. 5. Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur 6. Keppendur í tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk. verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í. Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 7. Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa. 8. Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti. 9. Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar. 10. Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.
Stig Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið, Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis. 1. sæti gefur 10 stig til viðkomandi skóla Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein. 1. sæti gefur 5 stig Skrifað af selma 03.02.2013 11:53Svínavatn 2013
"Laugardaginn 2. mars verður Svínavatn 2013 haldið á Svínavatni í
A-Hún. Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti.
Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða
nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins," segir í tilkynningu frá aðstandendum.
Skrifað af selma 30.01.2013 21:30Gaman að byrja á reiðnámskeiðiHöllin fylltist í dag af börnum, hestum og foreldrum en ekkert er eins skemmtilegt og þegar litlu krakkarnir mæta á námskeið. Það er svo gaman hjá þeim. Byrjendur eru 11 en þar eru þau yngstu 4 ára og hér er foreldrar mætt með þau. Skrifað af selma 30.01.2013 09:36Ísmót á Gauksmýrartjörn
Keppt verður í tölti í 3 flokkum: 1. 1.flokki 2. 2.flokki 3. Barna og unglingaflokki.
5 keppendur í úrslit i öllum flokkum. Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 og 2009 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.
Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992 eða Kollu í síma 863-7786 Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir. Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.
Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur Skrifað af selma 28.01.2013 21:00Frábært námskeið og skemmtileg TöltfimikeppniFrábæru reiðnámskeiði hjá Trausta Þór lauk um miðjan dag á sunnudag með töltfimikeppni en þar vann Ragnhildur Harladsdóttir naumlega Magnús Ólafsson. Hún keppti sem gestur þar sem hún var ekki á námskeiðinu og fékk þar að leiðandi ekki verðlaun. Námskeiðið var mjög vel heppnað, 18 manns á aldrinum 10 til 67 ára sóttu það og var gaman að sjá hve miklum framförum hestar og menn tóku á aðeins 2 dögum. Trausti kom á föstudag þar sem þátttaka var meiri en ráð var fyrir gert og vann hann með einn nemandahóp á föstudag og annan á laugardag og síðan alla á sunnudag. Hestar og knapar voru undirbúnir þessa daga fyrir töltfimi og að keppa í töltfimi. Í keppninni lýsti Trausti öllum því sem fyrir augu áhorfandans bar og kom því vel til skila hvað væri verið að biðja um, hvar og hvenær. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt og áhorfendur ánægðir með það. Úrslit urðu þau að Magnús Ólafsson varð í 1. sæti, Guðmundur Sigfússon í 2. sæti og Eline Schrijver í 3. sæti. Flottar sýningar hjá þeim. Eline, Guðmundur og Magnús ásamt Trausta Þór að loknu námskeiði. Sigurbjörg Jónsdóttir í Litladal gaf verðlaun í fyrsta sætið en það var þessi fallegi hestshaus sem hún skar út. Kærar þakkir fyrir það. Myndir komnar í albúm. Skrifað af selma 26.01.2013 17:42Töltfimi - keppniÞeir nemendur sem hafa verið á námskeiði hjá Trausta Þór um helgina munu ljúka námskeiðinu á morgun með keppni í Töltfiminni. Sjá má upplýsingar um töltfimi hér. Mótið hefst um kl. 15 á morgun sunnudag. Allir velkomnir að koma og horfa á. Skrifað af selma 26.01.2013 14:32Fundur mótanefndarFundur var haldinn í mótanefnd Neista miðvikudaginn 23.01.2013 1. Mótaröð Neista 2013. Rætt var um mótaröðina og framkvæmd hennar, reglur, dagssetningar og fl. Eftirfarandi var ákveðið varðandi komandi keppnir. Mótaröðin heitir "Mótaröð Hestamannafélagsins Neista 2013". Mótaröðin hefst 14 febrúar eins og áður hefur komið fram á tölti T7 í opnum flokki, áhugamannaflokki og flokki 16 ára og yngri. Þannig verða flokkarnir út mótaröðina. Veitt verða verðlaun fyrir stigahæstu knapana í þessum flokkum í lok mótaraðarinnar. Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti í samanlögðum stigafjölda í hverjum flokki fyrir sig. Stigagjöf verður þannig: 1 sæti gefur 10 stig, 2 sæti 8 stig, 3 sætið 6 stig, 4 sætið 5 stig, 5 sætið 4 stig og svo koll af kolli niður í 8 sætið sem gefur 1 stig. Mótið verður þá svohljóðandi: · 14 febrúar tölt T7 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 24 febrúar verður ístölt (sjá breytingu á dagssetningu) opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 7 mars fjórgangur opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 21 mars Tölt T1 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 6 apríl fimmgangur opinn fyrir alla (Sjá breytingu á dags.) Tölt T1 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. Skoðað verður hvort að hægt sé að nota keppnisvöll, ef ekki þá verður höllin notuð. Ákveðið var að fimmgangurinn yrði opinn fyrir alla flokkana og stigagjöfin yrði þannig að fyrir 1 sætið yrði 5 stig, 2 sætið 4 stig, og svo koll af kolli niður í 1 stig fyrir 5 sæti.
2. Önnur mál. · Verkefnum var skipt á milli stjórnarmanna varðandi mótaröðina og framkvæmd mótanna.
Víðir Kristjánsson, Ólafur Magnússon, Raghildur Haraldsdóttir,Pétur Snær Sæmundsson, Höskuldur B.Erlingsson 25.01.2013 12:29Töltfimi![]() Úr Hestablaðinu í dag 25.01.2013 Fyrsta kynningarmótið í Töltfimi á Íslandi verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 27. janúar.Fyrsta kynningarmótið í Töltfimi á Íslandi verður haldið á Blönduósi sunnudaginn 27. janúar. Mótið er haldið í tengslum við reiðnámskeið sem Trausti Þór Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, heldur þar um helgina. 25.01.2013 08:32Námskeið í ReiðhöllinniNámskeið verða í Reiðhöllinni frá k. 10. í dag föstudag til sunnudagskvölds eða eitthvað fram yfir miðjan dag á sunnudeginum. Gera má ráð fyrir því að hún sé samt laus eftir kvöldmat alla dagana. Skrifað af selma 21.01.2013 15:52Folaldasýning úrslitGóð þátttaka var á folaldasýningu, bæði hvað varðar folöld og áhorfendur. Helstu ræktendur á svæðinu voru mættir með yfir 30 folöld og gekk sýningin vel. Dómarinn Eyþór Einarsson valdi bestu folöldin og áhorfendur einnig í hvorum flokki. Áhorfendur voru sammála dómara um efsta sætið í báðum flokkum. Úrslit urðu þessi: Hestar: 1. Ljósvíkingur frá Steinnesi, leirljós F: Óskasteinn frá Íbishóli M: Djörfung frá Steinnesi Rækt. og eig.: Magnús Jósefsson 2. Leiknir frá Blönduósi , brúnn F: Viti frá Kagaðarhóli M: Sandra frá Hólabaki Rækt.: Björn Magnússon og Hrímahestar ehf Eig.: Hrímahestar ehf 3. Fannar frá Blönduósi, brúnskjóttur F: Toppur frá Auðsholtshjáleigu M: Ungfrú Ástrós frá Blönduósi Rækt. og eig.: Sigríður Grímsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson 4. Frosti frá Geitaskarði, grár F: Kvartett frá Túnsbergi M: Röskva frá Geitaskarði Rækt.: Sigurður Örn Levy og Sigurður Örn Ágústsson Eig.: Gjón Gunnarsson 5. Sjóður frá Steinnesi, grár F: Spuni frá Vesturkoti M: Muska frá Sigríðarstöðum Rækt. og eig.: Magnús Jósefsson Hryssur: 1. Þrúður frá Skagaströnd, brún F: Þröstur frá Hvammi M: Þjóð frá Skagaströnd Rækt. og eig.: Þorlákur Sveinsson og Lalli ehf 2. Björk frá Grænuhlíð, brún F: Víðir frá Prestbakka M: Þruma frá Grænuhlíð Rækt. og eig.: Ásmundur Óskar Einarsson 3. Limra frá Blönduósi, rauðskjótt F: Kapall frá Kommu M: Hrifning frá Árgerði Rækt. og eig.: Ásgeir Blöndal og Hrímahestar ehf 4. Sigurrós frá Hólabaki, bleikálótt F: Fróði frá Staðartungu M: Sigurdís frá Hólabaki Rækt. og eig.: Björn Magnússon 5. Fenja frá Skagaströnd, rauðstjörnótt F: Styrmir frá Skagaströnd M: Milljón frá Skagaströnd Rækt.: Jón Heiðar Jónsson Eig.: Jón Heiðar Jónsson og Aron Logi Svavarsson Stórræktendurnir Magnús Jósefsson og Þorlákur Sveinsson unnu því folatollana sem í boði voru. Skrifað af selma 19.01.2013 09:30FolaldasýningFolaldasýning í Reiðhöllinni Arnargerði, Blönduósi sunnudaginn 20. janúar, kl. 14.00. 25 folöld eru skráð, bestu folöldin valin af áhorfendum. Skrifað af selma 16.01.2013 14:37Folaldasýningin, lokaskráningardagur á morgun 17. jan !!!
Dómari velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssna en áhorfendur velja álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin [email protected] og [email protected] fyrir 17. janúar. Veglegir follatollar verða í verðlaun t.d. Aldur frá Brautarholti aðaleinkunn 8,25, Brennir frá Efri-Fitjum aðaleinkunn 8.01, Grettir frá Grafarkoti aðaleinkunn 8,23 og Klængur frá Skálakoti aðaleinkunn 8,38. Hrossaræktarsamtök A-Hún Skrifað af selma 12.01.2013 11:21Fjórðungsmót Vesturlands 2013![]() Karen, Aron, Harpa og Agnar á Fjórðungsmóti á Kaldármelum 2009 Í sumar verður haldið Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum sem fyrr. Mótið fer fram dagana 3.-7. júlí og verður með hefðbundnu sniði. Framkvæmdanefnd mótsins býður hestamannafélögum á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og Skagafirði að taka þátt í mótinu, sýna þar kynbótahross og keppa á mótinu eins og gert var 2009 með mjög góðum árangri. Skrifað af selma Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 44 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925935 Samtals gestir: 88415 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is