08.01.2013 23:24

Folaldasýning




Fyrirhuguð er að halda folaldasýningu  þann 20. janúar í reiðhöllinni Arnargerði Blönduósi ef næg þátttaka næst.

Dómari velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssa en áhorfendur velja álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin [email protected] og [email protected] fyrir 17.janúar. Veglegir follatollar  verða í verðlaun.

Hrossaræktar samtök A-Hún


06.01.2013 10:39

Reiðnámskeiðin að byrja


Þá fer fjörið að hefjast, búið er að raða niður námskeiðum og er þátttaka mjög góð. Allir eiga að vera búnir að fá póst um hvenær þeirra hópur á að mæta. Ef ekki endilega hafið samband við Selmu í síma 661 9961.

Reiðnámskeiðin hjá yngri og eldri krökkum, þ.e. þau sem eru ekki í knapamerkjunum, byrja í síðustu viku janúar.

Námskeiðin verða á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum í vetur og byrja í viku 3 þ.e. 14. janúar.

Mánudagur kl. 17.00 - 17.45  knapamerki 1  
Mánudagur kl. 18.00 - 18.45  knapamerki 3
Mánudagur kl. 19.00 - 19.45  knapamerki 2


Þriðjudagur kl. 17.30 - 18.15  eldri krakkar
Þriðjudagur kl. 18.20 - 19.05  knapamerki 2
Þriðjudagur kl. 19.15 - 20.00  knapamerki 1   

Miðvikudagur kl. 17.00 - 17.30  byrjendur
Miðvikudagur kl. 17.40 - 18.10  yngri krakkar
Miðvikudagur kl. 18.15 - 19.00  knapamerki 1
Miðvikudagur kl. 19.15 - 20.00  knapamerki 4


Fyrstu bóklegu tímarnir í knapamerkjum 1 og 2 eru 8. janúar og
í knapamerkjum 3 og 4 10. janúar.


Æskulýðsnefnd


06.01.2013 10:31

Mótaröð Neista




Neisti fyrirhugar að vera með mótaröð í Reiðhöllinni og ísmót í vetur.
Ísmótið á Svínavatni, Svínavatn 2013, verður á sínum stað.

Dagatalið kemur inn von bráðar og verða dagsetningar móta settar þar inn og bætt þar inná ef breytingar verða á dagsetningum. 


Mótin í Reiðhöllinni og ístöltið eru stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem stigahæsti keppandinn í hverjum flokki fyrir sig hlýtur verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum.

Fyrirhugaðir mótadagar:

14. febrúar - Valentínusartölt  T7
23. febrúar  - Ísmót
2. mars  - Svínavatn 2013
7. mars - fjórgangur
21. mars - tölt T1
4. apríl - fimmgangur og tölt


04.01.2013 19:56

Stofnfélagi Neista heiðraður

Hestamannafélagið Neisti var stofnað árið 1943 í Dalsmynni. Félagið fagnar því 70 ára afmæli á þessu ári.

Stofnfélagar voru 40 talsins, en eini eftirlifandi félaginn er Gísli Pálsson frá Hofi, þá kenndur við Sauðanes. Gísli verður 93 ára í mars og dvelur nú á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

Stjórn Hestamannafélagsins Neista ákvað í tilefni af 70 ára afmæli félagsins að gera Gísla að heiðursfélaga Neista. Heimsótti stjórnin hann og afhenti honum viðurkenningu því til staðfestingar.

                     Hjörtur, formaður Neista, afhendir Gísla viðurkenningarskjalið. 

Gísli er vel að viðurkenningunni kominn og þótt hann hafi ekki haft hestamennsku að atvinnu, þá átti hann meðal annarra stóran þátt í uppbyggingu Hólaskóla, en þar var hann formaður stjórnar í mörg ár.

Hestamannafélagið Neisti óskar Gísla og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.

 

Hjörtur Karl Einarsson
formaður Neista



28.12.2012 16:31

Námskeið með Trausta Þór


Trausti Þór Guðmundsson verður með námskeið 26. og 27. janúar 2013 í töltfimi sem er ný keppnisgrein. Hann mun kenna laugardag og fyrripart sunnudags og námskeiðið endar með keppni í töltfiminni.
Sjá má upplýsingar um fyrirkomulag Töltfimikeppninnar á heimasíðu Trausta og hér.

Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 12. Frekari upplýsingar og skráningar eru hjá Selmu í síma 6619961 og eða á netfang Neista fyrir 1. janúar nk.

26.12.2012 21:58

Myndakvöldi frestað


Myndakvöldi sem vera átti 27. desember kl. 18.30 er frestað um óákveðinn tíma þar sem verðurspáin fyrir þennan dag er leiðinleg.

Æskulýðsnefnd

23.12.2012 18:19

Gleðileg jól




Hestamannafélagið Neisti óskar

félagsmönnum, Húnvetningum
sem og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þökkum stuðning, gott samstarf
og
ánægjulegar samverustundir

á
árinu sem er að líða.

23.12.2012 18:10

Snjómokstur


Þau eru ýmis verkin sem þarf að gera. Mikill snjór kom í sum gerðin uppí Arnargerði í nóvember og hesthúseigendur hafa verið að moka úr þeim undanfarið. Gunni er hér að moka úr gerðinu hjá Ingu Maju og Sighvati, þar var gerðið nánast fullt af snjó.







Magnús Ólafsson mokaði allan snjó úr sínu gerði fyrir nokkrum dögum.


heilu snjófjöllin komin útfyrir ....





18.12.2012 22:14

Frá æskulýðsnefnd


Búið er að raða niður námskeiðum vetrarins og verður sendur út póstur mjög fljótlega.

Ef einhver sem skráði sig á námskeið fær ekki póst endilega hafa samband á 
netfang Neista eða í Selmu í síma 6619961.

Æskulýðsnefnd

18.12.2012 21:29

Myndakvöld


Þar sem æskulýðsstarf Neista er að hefja sitt 11. starfsár í Reiðhöllinni í Arnargerði þá ætlar æskulýðsnefnd Neista að bjóða öllum þeim börnum, unglingum, ungmennum og kennurum sem hafa verið á námskeiðum og sýningum hjá Neista sl. 10 ár að koma og hittast og hafa gaman saman 27. desember kl. 18.30. Einnig allir þeir sem ætla að vera á námskeiðum í vetur eru boðnir velkomnir.
Dregnar verða fram gamlar myndir og upptökur af sýningum úr Reiðhöllinni.
Ekki er alveg búið að ákveða hvar við ætlum að vera, trúlega uppí Reiðhöll (auglýst síðar), fer svolítið eftir þátttöku en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang Neista  svo við vitum hvað við eigum von á mörgum. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir.

 
Elín Hulda og Karen Ósk á sýningu í Reiðhöllinni í mars 2009


Æskulýðsnefnd

27.11.2012 20:55

Félagsfundur


Almennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði, kaffistofu,
fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20.30.


Rætt verður um vetrardagskrána: mót og námskeið, reiðhallarmál og fleira.

Stjórnin

27.11.2012 20:52

Vetrarþjálfun og járning


                                                                           
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands vekur athygli á tveimur áhugaverðum námskeiðum sem í boði eru á Hvanneyri nú í desember og janúar.

Undirbúningur vetrarþjálfunar með Agli Þórarinssyni

Egill Þórarinsson er einn af reyndustu reiðkennurum landsins. Hann á að baki langan og farsælan feril að baki í reiðkennslu, þjálfun, sýningu kynbótahrossa og keppnishrossa.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir komandi þjálfunartímabil. Farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga í byrjun vetrar, atriði sem snúa bæði að hesti og knapa. Nú er rétti tíminn til að vinna í því sem krefst nákvæmni og þolinmæði; leiðrétta taumsamband og höfuðburð, lengja og teygja á yfirlínu og styrkja bak. Námskeiðið verður einstaklingsmiðað og leitast verður eftir að meta hvern knapa og hest og leggja áherslu á að byggja og bæta grunninn í þjálfuninni sem síðan verður hægt að byggja áframhaldandi vetrarþjálfun á.

Kennari: Egill Þórarinsson, reiðkennari og sýninga- og keppnisknapi.

Tímar: lau. 8. des. kl 9:30-19:00 (einkatímar) og sun. 9. des. Kl 9:00-17:00 (sýnikennsla, hópatímar, o.fl.) í Hestamiðstöð Lbhí á Miðfossum. Með fyrirvara um breytingar.

Verð: 26.500.- (kennsla, aðstaða fyrri hross, hádegissnarl á sunnudegi). Skráningarfrestur er til 3. des.

Skráningar:  [email protected]  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 7.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið [email protected]

Járningar og hófhirða

Einnig er búið að opna fyrir skráningar á námskeiðið Járningar og hófhirða sem fer fram í janúar.

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.     

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Skráningar: [email protected] eða s: 433 5000.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda - www.bondi.is

25.11.2012 23:00

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var í gærkvöldi og tókst vel eins og alltaf. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         
Knapi ársins 2012 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.
Hann gerir það alltaf gott á þeim mótum sem hann mætir. Var í KS-deildinni, í 1. sæti í tölti. Í úrslitum í tölti á Ís-landsmót og á Landsmóti varð hann í 10. sæti í B-flokk og 15. sæti í tölti á Gáska frá Sveinsstöðum.


               Óli tekur hér við viðurkenningu og auðvitað fær Inga Sóley
blóm






                                  Óli og Gáski á Landsmóti 2012

Innilega til hamingju með flottan árangur.





Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin.  Þeir félagarnir Magnús Jósefsson og Magnús Jósefsson (Þorlákur Sveinsson) sáu um að veita þær viðurkenningar emoticon

  


 

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Katla frá Blönduósi
F. Akkur frá Brautarholti
M. Kantata frá Sveinatungu
B: 7,96  H: 8,45  A: 8,25
Ræktendur og eigendur: Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


      Kampakátur Aron Orri Tryggvason tekur hér á móti verðlaunum fyrir Kötlu frá Blönduósi



5 vetra 
Eydís frá Hæli
F. Glymur frá Innri Skeljabrekku
M. Dáð frá Blönduósi
B: 7,99  H: 8,40  A: 8,24
Ræktandi og eigandi: Jón Kristófer Sigmarsson
Sýnandi: Gísli Gíslason


         Jón Kristófer ánægður með verðlaun fyrir Eydísi sína.



6 vetra
Kátína frá Steinnesi
F. Garpur frá Hvoli
M. Kylja frá Steinnesi
B:  7,57  H: 8,38  A: 8,06
Ræktendur og eigendur: Magnús Jósefsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


    Magnús var hoppandi kátur með verðlaun fyrir Kátínu
   

7 vetra og eldri
Smáralind frá Skagaströnd 
F. Smári frá Skagaströnd
M. Sól frá Litla-Kambi
B: 8,15   H:  8,46   A: 8,34
Ræktandi: Sveinn Ingi Grímsson
Eigandi: Gestüt Sunnaholt GmbH
Sýnandi:  Þórarinn Eymundsson


        Sveinn Ingi kampakátur með verðlaunin fyrir Smáralind



Stóðhestar

5 vetra
Guðberg frá Skagaströnd
F. Smári frá Skagaströnd  M. Þyrla frá Skagaströnd
B: 7,96   H: 8,23   A: 8,12
Ræktandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Eigandi: Eva Husbom
Sýnandi:  Guðmundur Friðrik Björgvinsson


     og Sveinn fékk líka verðlaun fyrir Guðberg



6 vetra
Kompás frá Skagaströnd

F.  Hágangur frá Narfastöðum 
M. Sunna frá Akranesi
B: 8,46   H: 8,40    A:  8,43
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Daníel Jónsson


      og Líney fékk verðlaunin fyrir Kompás



7 vetra og eldri 
Sævar frá Hæli
F.  Keilir frá Miðsitju
M. Veröld frá Blönduósi
B: 8,26  H: 8,23   A: 8,24
Ræktandi: Jón Kristófer Sigmarsson og Ólöf Birna Björnsdóttir
Eigendi: Inge Kringeland
Sýnandi:  Heiðrún Ósk Eymundsdóttir


       Jón Kristófer þakkar hér kærlega fyrir verðlaun fyrir Sævar



Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns. 

Sif frá Söguey
 

F. Orri frá Þúfu
M. Gefjun frá Sauðanesi
B: 8,29  H: 8,07   A: 8,16
Ræktandi:  Torben Haugaard
Eigendur: Tryggvi Björnsson og Jónas Hallgrímsson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson


                      Aron Orri tekur hér á móti verðlaunum fyrir Sif frá Söguey 



Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.

Áfangi frá Sauðanesi

F.  Hágangur frá Narfastöðum
M. Slæða frá Sauðanesi
B:  8,50  H: 7,75   A: 8,05
Ræktandi og eigandi:  Ingibjörg Guðmundsdóttir
SýnandiTryggvi Björnsson


     Ingibjörg með sín verðlaun fyrir Áfanga



Fengsbikarinn
- bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns
.  

Kompás frá Skagaströnd
F.  Hágangur frá Narfastöðum 
M. Sunna frá Akranesi
B: 8,46   H: 8,40    A:  8,43
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Daníel Jónsson


     Sveinn og Líney með veðlaunin fyrir Kompás




Ræktunarbú  2012 : Sunnukvistir, Skagaströnd
Sveinn Ingi Grímsson og Líney Jósefsdóttir



Á árinu 2012 voru 5 hross úr þeirra ræktun sýnd í kynbótadómi, þau: Sunna með aðaleinkunn 8,02,  Guðberg með aðaleinkunn 8,12, Kompás með aðaleinkunn 8,43, Smáralind með aðaleinkunn 8.34 og Kostur með aðaleinkunn 7,95. Kvistur fór í úrtöku fyrir Landsmót hjá Herði og fékk þar í aðaleinkunn 8,91 en í A-flokki á Landsmóti fékk hann aðaleinkunina 8,56.

Glæsilegur árangur, innilega til hamingju Sveinn og Líney.


21.11.2012 14:30

Félagsfundurinn


Félagsfundurinn verður í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20.30.

Stjórnin


21.11.2012 08:19

Meistaradeild Norðurlands 2013


Meistaradeild Norðurlands hefst á úrtöku þan 30 jan næstkomandi

Keppnisdagar í vetur eru eftirfarandi.

30. jan. úrtaka um 6 laus sæti í deildinni.
20. feb. 4. gangur
6. mars. 5. gangur
20. mars. tölt
10. apríl. skeið og slaktaumatölt.

kv. Stjórn MN


Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere