08.08.2012 09:02

Opið íþróttamót Þyts 18 - 19 ágúst 2012



Skráning fer fram á [email protected] og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 14. ágúst. Við skráningu skal koma fram IS númer hests, kennitala knapa, í hvaða grein og uppá hvora höndina skal riðið. Fyrsta skráning kostar 3.000 kr. og 2.000 kr eftir það. Skráning fyrir börn og unglinga er 1.500 kr. Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 16. ágúst, annars ógildist skráningin.

Mótanefnd áskilar sér rétt til þess að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka

Greinar:
4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur
4-gangur og tölt unglingaflokkur
4-gangur og tölt barnaflokkur
5-gangur 1.flokkur
Tölt T2 1.flokkur
gæðingaskeið
100 metra skeið
300 metra Brokk
300 metra Stökk

Verðlaunafé verður fyrir þrjú efstu sætin í 100 m skeiði, brokki og stökki

Sjá nánar á heimasíðu Þyts: http://thytur.123.is/

Mótanefnd

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Þyts

27.07.2012 09:08

Móti frestað


Vegna dræmrar þátttöku er mótinu, sem vera átti nk. laugardag, frestað um óákveðinn tíma.

Mótanefnd


25.07.2012 18:12

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga

Kynbótasýning hrossa verður á Hvammstanga 8. - 10. ágúst 2012.

Dagafjöldi ræðst af þáttöku


Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má skrá í síma 451 -2602  miðvikudaginn 1. ágúst og fimmtudag 2. ágúst.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 2. ágúst.


Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem reikningur á að stílast á og óskir um tíma ef einhverjar eru.
Gjald er 18.500 fyrir fullnaðardóm en 13.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar.

Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Síðasti greiðsludagur er föstudagur 3. ágúst og ekkert hross verður dæmt sem ekki hefur verið greitt fyrir.

Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll eigi síðar en degi fyrir sýningu.

Minnum á DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda


23.07.2012 19:48

Opið hestaíþróttamót


Héraðsmót USAH í hestaíþróttum  verður haldið 28. júlí nk. á Neistavelli.

Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, T2, gæðingaskeiði og 100 m skeiði, fjórgangi ungmenna, unglinga og barna.
Mótið er opið fyrir alla.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein.

Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 22.00 fimmtudagskvöldið 26. júlí.

Skráningargjöld verða 1.500 kr fyrir fyrstu skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða knapa/hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.


Mótanefnd

12.07.2012 12:52

Héraðsmót í Hestaíþróttum


Héraðsmótið í hestaíþróttum sem vera átti
21. júlí verður 28. júlí.

Nánar auglýst síðar.

Mótanefnd.



09.07.2012 22:19

Íslandsmót yngri flokka

Hestamannafélagið Geysir mun halda Íslandsmót Yngriflokka á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 25-29 júlí 2012. Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri. Keppt verður í öllum hefðbundnum flokkum hestaíþróttana og aldursskipt í barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk eins og venjan er. Nú er um að gera að taka þátt og ná sér í dýrmæta keppnisreynslu á einu stærsta íþróttamóti ársins. Nánari upplýsingar um skráningu, dagskrá og aðrar upplýsingar um mótið munu koma þegar nær dregur Íslandsmóti.
Fjölmennum og hittumst hress og kát á Gaddstaðaflötum í lok júlí.

Aðalstyrktaraðilar mótsins eru:
Margrétarhof ehf
Lúðvík Bergmann(Búaðföng, Bakkakot, Foss og Hungurfit)

Mótanefndin


09.07.2012 22:16

Íslandsmót 2012 á Vindheimamelum



Skráning hefst þriðjudaginn 10 júlí og líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12 júlí.
Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á [email protected]. Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 - 16:00 þessa þrjá daga.
Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Skráningargjöld
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).
Reikningsnúmer: 1125 - 26 - 1630 kt: 520705-1630


Senda þarf kvittun í tölvupósti á [email protected]
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.


Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Hægt verður að fá spiluð óskalög keppenda þegar keppnin fer fram en þá verða keppendur að setja sig í samband við tónlistarstjóra á keppnisstað með lagið tilbúið á disk eða kubb.

Minnum á að lágmörk í einstökum greinum eru eftirfarandi:
Tölt (T1) 6,0
Fjórgangur (V1) 5,7
Fimmgangur (F1) 5,5
Tölt (T2) 5,7
Gæðingaskeið (PP1) 6,0
250 m skeið 26 sek
150 m skeið 17 sek
100 m skeið 9 sek

Árangur frá árunum 2011 og 2012 gildir.

Hestahald á Íslandsmóti

Nægt svæði er á Vindheimamelum þar sem menn geta tjaldað og girt fyrir hross sín.

Á Vindheimamelum eru tvö hesthús. Annað húsið verður haft laust til afnota yfir daginn fyrir keppendur. Hitt húsið er hugsað sem stóðhestahús og þarf að panta fyrir stóðhestana fyrirfram.

Rúnar Hreinsson (867-4256) tekur á móti pöntunum fyrir stóðhesta. Rúnar mun einnig veita upplýsingar um hvert sé best að leita vilji menn komast í hesthús í nágrenni Vindheimamela.

Varðandi gjaldtöku, þá kostar ekkert að vera með beitarhólf á Vindheimamelum. Ekki verður tekið gjald fyrir stíur í stóðhestahúsunum á Vindheimamelum og verður þar hey í boði. Hinsvegar verða menn sjálfir að skaffa undirburð og annast umhirðu og eftirlit með hestunum, en þeir verða þar á ábyrgð umsjónamanna sinna.


09.07.2012 22:13

Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Hér má sjá allar upplýsingar um mótið. Sérgreianstjóri: Ágúst Hafsteinsson 8944710 japipulagnir@simnet.is Staðsetning: Brávellir Laugardagur Keppni hefst kl. 11:00 Keppni lýkur kl. 17:00 Sunnudagur Keppni hefst kl. 11:00 Keppni lýkur kl. 16:00...

Um verslunarmannahelgina verður haldið 15. unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Þar munu ýmsir ungir íþróttamenn og konur etja kappi saman og þar á meðal verður keppt í hestaíþróttum. Skráningu á mótið lýkur á miðnætti þann 29. júlí og er keppnisgjaldið 6.000 kr. Skráning fer fram hér


Dagskrá mótsins er eftirfarandi :
Laugardagur  

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 17:00 

Sunnudagur 

Keppni hefst kl. 11:00
Keppni lýkur kl. 16:00

Flokkarnir og greinarnar á mótinu er eftirfarandi:

Keppnisflokkar: 

Börn 11 - 13 ára
Unglingaflokkur 14 - 17 ára
Ungmennaflokkur  18 ára

Keppnisgreinar: 

Tölt og fjórgangur 11 - 13 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 14 - 17 ára
Tölt, fjórgangur og fimmgangur 18 ára

Keppt er samkvæmt reglum Landssambands hestamannafélaga og verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni. 

Nánari upplýsingar á http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/


05.07.2012 21:00

Miðnæturreiðtúr



Næstkomandi laugardagskvöld, 7. júlí, ætla Sigurlaug Markúsdóttir og Gunnlaug Kjartansdóttir að standa fyrir miðnæturreiðtúr frá Hæli til Blönduóss og er mæting á Hæli klukkan 23. Markmiðið er að koma saman og eiga góða kvöldstund í góðra vina hópi. Vonast þær til að sjá sem flesta.

 "Þar sem veðurspáin er góð og besta veðrið er á kvöldin og nóttunni þá ætlum við að fara í miðnæturreiðtúr, njóta fegurðarinnar og útsýnisins frá Hæli til Blönduós laugardagskvöldið 7. júlí," segir í tilkynningu frá þeim stöllum.

Fólk sér um sig sjálft hvað varðar drykk og brauð þannig að kostnaðurinn er á valdi hvers og eins.

Ef áhugi er fyrir hendi að fara með hestana í rekstri á föstudagkvöldið fram á Hæli hafið þá samband við Sillu 691-8228 eða Gullu 848-9447.

Hægt er að leigja hesta hjá Hestaleigunni Galsa, sími 690-0118.

01.07.2012 23:00

Frábær árangur hjá fulltrúum Neista á Landsmóti


Glæsilegu Landsmóti er lokið þar sem fulltrúar Neista stóðu sig frábærlega.
Neisti sendi 8 fulltrúa og 4 komust í milliriðla, 2 af þeim komust í B-úrslit og 1 í A-úrslit. Aðrir stóðu sig frábærlega vel.
Glæsilegur árangur hjá öllum, til hamingju með frábæra frammistöðu.



Freyðir frá Leysingastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson kepptu í B-flokki.
Þeir komust strax í A-úrslit úr milliriðlum, urðu þar í 5. sæti  með einkunina 8.63.
Þeir kepptu í A-úrslitum í dag og urðu í 6. sæti með einkunnirnar 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70.
Eigandi Freyðis er Hreinn Magnússon.





Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon kepptu einnig í B-flokki.
Í milliriðli fengu þeir einkunina 8,56 og 10. sætið. Þeir hefðu þurft að fá 8,60 til að komast beint í A-úrslitin en keppnin var mikil og spennandi og lítill munur á frábærum hestum.
Á föstudag kepptu þeir í B-úrslitum og urðu aftur í 10. sæti með einkunnirnar 8,42- 8,78 - 8,76 - 8,74 - 8,56= 8,65. Það munaði einungis 6 kommum á þeim og efsta hesti í  B-úrslitum, mjög jafnir og flottir hestar.
Þeir félagarnir kepptu einnig í tölti og urðu í 15. sæti í forkeppninni með einkunina 7,43.
Eigandi Gáska er Magnús Ólafsson.




Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti kepptu í B-úrslitum í barnaflokki á föstudag og urðu þau í 12. sæti með einkunina 8,43 (var í 11.-12. sæti, hlutkesti og Ásdís lenti í 12).
Eigandi Prímusar eru Pétur Snær Sæmundsson og Magnús Ágústsson.




Sigurður Bjarni Aadnegard komst í milliriðla í barnaflokki en Prinsessa varð fyrir óhappi fyrir keppnina í milliriðli og gat því miður ekki keppt.
Eigandi Prinsessu er Þórólfur Óli Aadnedard.







Hestamannafélagið Neisti átti að sjálfsögðu flotta fulltrúa í hópreiðinni á fimmtudagskvöld. Fánaberi var Stefán Logi Grímsson á Berki frá Akurgerði.





Félagið þakkar öllum þeim fulltrúum sem tóku þátt, á einn eða annan hátt, fyrir hönd félagsins fyrir góða keppni/starf og frábæra skemmtun. Við megum vera afar stolt af okkar fulltrúum sem voru félaginu til mikils sóma.



27.06.2012 13:36

Ásdís Brynja í B-úrslit


Frábært árangur hjá Ásdísi Brynju og Prímus í morgun en þau fengu einkunina 8,31 og 14 sætið og keppa því í B-úrslitum á laugardaginn. Til hamingju.



Ásdís og Prímus (mynd tekin af heimasíðu Brekkukots)


Sigurður Bjarni varð hins vegar að draga sig úr keppni þar sem Prinsessa var bitin í nótt. Það var afskaplega leiðinlegt þar sem þau áttu góða möguleika á topp 15.


Sigurður og Prinsessa (mynd tekin af heimasíðu Hestar og Ferðir Suska)


Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Sonju og Hauks í Hvammi.



27.06.2012 01:53

Forkeppnum lokið


Forkeppnum er lokið á landsmóti og allir Neistafélagar luku keppni með góðum árangri, til hamingju með það.

Milliriðlar voru í dag í B-flokki og stóðu þeir sig frábærlega.
Ísólfur og Freyðir eru  5. inn í úrslit og Ólafur og Gáksi 10. sæti inn í úrslit. Frábært hjá þeim. Það verður gaman að fylgjast með þeim í úrslitum um helgina.


Freyðir og Ísólfur (mynd síðan í vor, tekin af heimasíðu Lækjamóts)



Gáski og Ólafur



Milliriðlar barna eru á morgun, miðvikudag og óskum við þeim góðs gengis.



26.06.2012 01:45

Glæsilegir fulltrúar Neista


Fyrsti dagur Landsmót á landsmóti og Neisti þegar kominn með 4 fulltrúa í milliriðla.
Frábær árangur hjá  krökkunum í barnaflokki en Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti fengu 8,50 í forkeppni og 7. sætið og Siguður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi fengu 8,35 og urðu í 21. sæti.
Bæði komin í milliriðla, til hamingju með það.



Ásdís og Prímus


Það gekk líka vel í B-flokkunum  því báðir hestar Neista eru komnir í milliriðla.
Þeir félagar Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon fengu 8,59 í forkeppninni og 16-17 sætið og rétt á eftir þeim komu þeir Freyðir frá Leysingjastöðum og Ísólfur Líndal Þórisson en þeir fengu 8,58 og 20 sæti.
Til hamingju með það.



25.06.2012 22:57

Fulltrúar Neista í gæðingakeppni á LM 2012





A flokkur:      IS2005187251 Vökull frá Sæfelli og Ísólfur Líndal Þórisson
                       IS2006235678 Snerpa frá Eyri og Ísólfur Líndal Þórisson

B flokkur:      IS1998156278 Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 
                       IS2005156304 Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson

Barnaflokkur:  
IS2003156420 Prímus frá Brekkukoti og Ásdís Brynja Jónsdóttir
                           IS2003256481 Prinsessa frá Blönduósi og Sigurður Bjarni Aadnegard
                        

Unglingaflokkur:
  IS2005156079 Viðar frá Hvammi 2 og Haukur Marian Suska

Ungmennaflokkur: IS2002187621 Börkur frá Akurgerði og Stefán Logi Grímsson

Töltkeppni: IS1998156278 Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 

21.06.2012 11:04

Úrslit

Afsakið töfina en hér koma úrslitin af félagsmótinu þann 16. júní emoticon

Barnaflokkur:



1. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti   8,23 / 8,68
2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi   8,28 / 8,57
3. Lilja Maria Suska og Neisti frá Bolungarvík   8,16  /  8,25
4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli  8,08  /  8,13
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka  8,02  /  7,99


Unglingaflokkur:


1. Hanna Ægisdóttir og Penni frá Stekkjardal  8,05  /  8,22
2. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi  8,02  /  7,99
3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Sóldögg frá Kaldárbakka  8,10  /  7,98
4. Haukur Marian Suska og Viðar frá Hvammi 2  8,09  /  7,19
5.  Hrafnhildur Björnsdóttir og Álfadís frá Árholti  7,79  /  0,00



Ungmennaflokkur:


1. Elín Hulda Harðardóttir og Syrpa frá Hnjúkahlíð  8,05  /  8,20
2. Hanifé Muller-Schoenau og Pyttla frá Grænuhlíð 8,02  /  8,15
3. Stefán Logi Grímsson og Börkur frá Akurgerði  8,14  /  8,07
4. Harpa Birgisdóttir og Kládíus frá Kollaleiru  7,93  /  7,97
5. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi  8,15  /  0,00


B flokkur:


1. Gáski frá Sveinsstöðum og Ólafur Magnússon 8,45  /  8,81
2. Áfangi frá Sauðanesi og Tryggvi Björnsson  8,29  /  8,53
3. Börkur frá Brekkukoti og Ragnhildur Haraldsdóttir  8,18  /  8,40
4. Fylkir frá Þingeyrum og Helga Thoroddsen  8,32  /  8,23
5. Hrókur frá Grænuhlíð og Ægir Sigurgeirsson  8,14  /  8,07

Freyðir frá Leysingjastöðum og Ísólfur Líndal Þórisson urðu efstir eftir forkeppnina með einkunina 8,61 og þar með farmiða á Landsmót en kepptu ekki í úrslitum.




A flokkur:


1. Vökull frá Sæfelli og Ísólfur Líndal Þórisson  8,33  / 8,30
2. Eyvör frá Eyri og Eline Schriver 8,03  /  8,23
3. Snerpa frá Eyri og Jón Gíslason  8,17  /  8,03
4. Von frá Kópavogi og Hlega Thoroddsen  8,11  /  8,01
5. Þokki frá Blönduósi og Þórólfur Óli Aadnegard  7,74  /  7,68



Tölt:


1. Tryggvi Björnsson og Hátíð frá Blönduósi  6,30  /  7,17
2. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Grænuhlíð  6,63  /  6,67
3. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti  4,83  /  6,28
4. Cristine Mai og ölur frá Þingeyrum  5,67  /  6,00
5. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi  5,43  /  4,94





Skeið (100 m flugskeið):

1. Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum  tími: 8,50
2. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhól    tími: 9,40
3. Haukur Marian Suska og Tinna frá Hvammi  tími: 11,25





Par mótsins voru, valin af dómurum, Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukotiemoticon





Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere