15.02.2012 16:02

Aðalfundur


Aðalfundur hestmannafélagins Neista
verður
þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30
í Reiðhöllinni Arnargerði.

Dagskrá:
1.    Venjuleg aðalfundarstörf
2.    Önnur mál

Stjórnin


13.02.2012 12:52

Tölt í reiðhöllinni


Opið töltmót í reiðhöllinni Arnargerði

fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00



Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 14. febrúar.

Keppt verður í T1 opnum flokki og T7 opnum flokki.

Fram þarf að koma; knapi og hestur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 1.000 kr fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum.

Mótin í reiðhöllinni og ístöltið á Hnjúkatjörn er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem stigahæsti keppandinn í hverjum flokki fyrir sig hlýtur verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum.

Mótanefnd

12.02.2012 17:52

Opnun Húnvetnsku liðakeppninnar 2012 - FJÖRIÐ FER AÐ BYRJA !!!!


Flott myndband þar sem liðstjórar Húnvetnsku liðakeppninnar 2012 eru kynntir til leiks. Okkar maður, Rúnar, fer auðvitað á kostum. 

10.02.2012 07:48

Grunnskólamót 2012 - NÝJAR dagsetningar




Því miður þurfum við að breyta áður auglýstum dagsetningum fyrir Grunnskólamótin í vetur.
Mjög erfitt er að finna daga sem skarast sem minnst á við það sem er á dagskrá hjá skólunum og hestamannafélögunum, en endanlegar dagsetningar eru eftirfarandi:
4. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tölt (4.-10. bekkur) og skeið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga
18. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tvígangur (4.-7. bekkur), þrígangur (4.-7. bekkur), fjórgangur (8.-10. bekkur) og skeið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki
25. mars, þrautabraut (1.-3. bekkur), smali (4.-10. bekkur) og skeið (8.- 10.bekkur) í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra


07.02.2012 22:51

Mótaraðirnar af stað


Mótaraðirnar eru að hefjast.
Fyrsta mót vetrarins í Reiðhöllinni verður 16. febrúar.
Keppt verður í T7 tölti.

Nánar auglýst síðar.

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður 17. febrúar á Hvammstanga, sjá fyrri frétt.

Spennandi keppnistímabil framundan emoticon


07.02.2012 22:48

Húnvetnska liðakeppnin - fjórgangur



Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður 17. febrúar nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected]. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1995 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd


 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar


05.02.2012 17:18

Flottir krakkar


Það er alltaf gaman að koma saman og svo var í dag þegar krakkarnir komu og kepptu í tölti í Reiðhöllinni.
Hér eru þau sem tóku þátt í pollaflokknum en þau fengu öll verðlaun, að sjálfsögðu, fyrir hvað þau eru flott og dugleg
emoticon     

                   Bjartmar, Hlíðar, Olga og Einar. 


Það voru líka flottir krakkar sem tóku þátt í barnaflokknum og þau stóðu sig öll mjög vel, en eins og gengur komust bara 5 í úrslit.



Úrslit í barnaflokki:
1. Sigurður Bjarni og Þokki
2. Sólrún Tinna og Gjá
3. Ásdís Freyja og Gráni
4. Magnea Rut og Sigyn
5. Ásdís Brynja og Ör

Í unglingaflokki gekk líka allt glimrandi vel enda nokkuð vanir unglingar þar á ferð, þau voru reyndar bara 3 í dag.



Úrslit í unglingaflokki:
1. Sigurgeir Njáll og Hátíð
2  Friðrún Fanný og Demantur
3. Hákon Ari og Gleði


Eftir keppnina bauð æskulýðsnefndin uppá kaffi og kökur. Það var mjög vel sótt enda gott að setjast niður með kaffibolla/djús og fullt af kökum eftir skemmtilega og flotta keppni.




Mjög vel heppnaður og skemmtilegur dagur. Takk allir  emoticon
Höskuldur tók myndir og setur þær inn í myndaalbúm.






03.02.2012 21:42

Ís-landsmótið eftir mánuð



Árlegt gæðingamót á Svínavatni

Laugardaginn 3. mars nk. verður árlegt Ís-landsmót haldið á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu.

Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur.

Heimasíða mótsins er is-landsmot.is 

03.02.2012 08:06

Gólfið lagað í kvöld


Í kvöld á að laga gólfið í Reiðhöllinni svo hún verður lokuð eftir kvöldmat.
Þeir sem hafa áhuga og geta komið til að þrífa reiðsalinn eru velkomnir.


02.02.2012 08:25

Ísmót á Ólafsfirði


Hólmar Hákon, fyrrverandi Neistafélagi, sem nú býr á Ólafsfirði býður okkur velkomin á Ísmót Gnýfara á Ólafsfirði 11. febrúar.




Gnýfari Ólafsfirði


01.02.2012 08:00

Æskan - töltmót


Töltmót barna og unglinga

sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00


Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki og unglingaflokki.

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is  fyrir kl. 20:00 föstudaginn 3. febrúar.

Fram þarf að koma; knapi, aldur knapa, hestur og upp á hvora hönd er riðið.

Aðgangur er ókeypis.


Æskulýðsnefnd Neista

31.01.2012 08:36

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar 17. febrúar 2012





Vegna útfarar Reynis þann 10. febrúar nk hefur fyrsta móti í Húnvetnsku liðakeppninni  verið frestað til föstudagsins 17. febrúar.



30.01.2012 09:51

Námskeið hjá Birnu Tryggvadóttur


Mjög vel heppnað námskeið hjá Birnu Tryggvadóttur var sl. helgi og var það vel sótt af öllum aldrusflokkum.
Eins og oft áður komu heilu fjölskyldurnar og eyddu helginni í hestamennskuna. Ótrúlega duglegt fólk.

Nokkrar myndir í albúmi.

   
                     Börnin hér í tíma   .........                                                        og fullorðnir.....


  
                   stund milli tíma, hádegishlé.                               Þessir hestar komu líka á námskeið emoticon


24.01.2012 22:15

Nálastungumeðferð fyrir hunda og hesta





Ulrike Brilling er búin að læra nálastungumeðferð fyrir dýr og núna vantar henni "sjúklinga" sem gætu haft gott af þannig meðferð, til að fá meira reynslu. Hún er búin að meðhöndla sín eigin dýr og hefur það gengið vonum framar og árangurinn verið frábær.
Nálastungumeðferð virkar ein sér við ýmsum kvillum en líka sem viðbótameðferð og getur líka verið notuð fyrirbyggjandi. Hún er t.d. notuð til að auka blóðflæði, bæta ofnæmiskerfið eða lina verki og getur þannig bætt hreyfigetu og flýtt fyrir bata, svo eitthvað sé nefnt. Það góða er að engar aukaverkanir fygja henni.
Meðferðin kostar ekki neitt eins og er og ef þið hafið áhuga á að prófa hana endilega hafiði samband við Ulrike í síma 8699626.



23.01.2012 13:22

Fyrirlestur og kynning


Fimmtudag 26. jan. kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði.
 
Óli Magg verður með fyrirlestur um keppnismál/reglur.

Indíana Magnúsdóttir kynnir náttúrulegar vörur fyrir hesta.

Allir að mæta!



Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere