19.03.2011 09:00

Jakkar


Fyrirhugað er að panta þessa jakka fyrir Neistafélaga.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við
Hólmar Hákon í sími 6956381.
Hann er með flestar stærðir heima hjá sér
þannig að hægt er að kíkja til hans og máta
.



18.03.2011 13:08

Grunnskólamót - ráslisti


Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra er  sunnudag 20. mars í Reiðhöllinni á Sauðárkróki og hefst kl. 13:00. 
Keppt er í fegurðarreið, tví-og þrígangi, fjórgangi og skeiði.  Þetta er annað mótið í mótaröðinni og er þátttaka mjög góð 88 skráningar samtals þannig að það verður mikið um að vera í Reiðhöllinni á Sauðárkróki á sunnudag.

Skráningargjöld skulu greidd áður en mót hefst og þá helst í peningum, ekki með kortum.

Ráslisti má sjá á heimasíðu Léttfeta !


17.03.2011 10:40

KS-deildin - tölt úrslit


Gríðarlega spennandi og skemmtileg töltkeppni fór fram í KS-deildinni í gærkvöld. Að mati áhorfenda og knapa  hafa sennilega eins sterk úrslit vart sést í reiðhöllinni Svaðastaðir áður. Árni Björn Pálsson á gæðingshryssunni List frá Vakursstöðum stóð upp sem sigurverari og var vel að því komin eftir glæsi sýningar. Áhorfendur voru vel með á nótunum og stemming verulega góð, og gaman að sjá hversu vel var mætt þrátt fyrir að veðurguðinn væri ekki í sínu besta skapi. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr töltinu og stöðuna í stigasöfnunni eftir þrjár greinar. Keppt verður í smala og skeiði 30. mars og er það lokamótið og keppnin í deilinni er mjög jöfn og allt getur gerst enn.



Úrslit urðu eftirfarandi:
 
A-úrslit 
1. Árni Björn Pálsson 8,39
2. Ólafur Magnússon 7,78
3. Eyjólfur Þorsteinsson  7,61
4. Bjarni jónasson 7,61
5. Sölvi Sigurðarson 6,72

B-úrslit 
5. Sölvi Sigurðarson 7,00
6. Tryggvi Björnsson  6,94
7. Baldvin Ari Guðlaugsson 6,78
8. Hörður Óli Sæmundarson 6,72
9. Ísólfur L Þórisson   6,50
 

Forkeppni
1. Árni Björn Pálsson List frá Vakurstöðum 7,50
2. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 7,30
3. Eyjólfur Þorsteinsson    Klerkur frá Bjarnanesi 7,30
4. Bjarni jónasson   Komma frá Garði 7,13
5. Hörður Óli Sæmundarson Lína frá Vatnsleysu 6,83
6. Tryggvi Björnsson  Júpiter frá Egilsstaðabæ 6,70
7. Sölvi Sigurðarson  Nanna frá Halldórsstöðum 6,70
8. Ísólfur L Þórisson    Freymóður frá Feti 6,43
9. Baldvin Ari Guðlaugsson  Blær frá Kálfholti 6,37
10. Mette Mannseth   Stormur frá Herríðarhóli 6,30
11. Magnús Bragi Magnússon Vafi frá Y-Mói 6,27
12. Elvar Einarsson  Lárus frá S-Skörðugili 6,27
13. Þorsteinn Björnsson  Haukur frá Flugumýri 2  6,13
14. Riikka Anniina   Gnótt frá Grund 2 6,07
15. Þórarinn Eymundsson   Fold frá Miðsitju 6,00
16. Ragnar Stefánsson  Sif frá Söguey 5,63
17. Jón Herkovic   Formúla frá Vatnsleysu  5,47



Stigasöfnun eftir þrjár greinar

1 Eyjólfur Þorsteinsson   24,5
2 Bjarni Jónasson   20,5
3 Ólafur Magnússon   16
4 Árni Björn Pálsson   16
5 Tryggvi Björnsson   12
6 Þórarinn Eymundsson   11
7 Hörður Óli Sæmundarson   10
8 Sölvi Sigurðarson   7,5
9 Baldvin Ari Guðlaugsson   7
10 Ísólfur Líndal   6,5
11 Mette Mannseth   4
12 Erlingur Ingvarsson   3

16.03.2011 21:07

Staðan í einstaklingskeppninni í Sparisjóðs-liðakeppninni



Fyrir lokamótið í Sparisjóðs-liðakeppninni stendur einstaklingskeppnin svona:

1. flokkur


1. Tryggvi Björnsson 26 stig
2. Ísólfur L Þórisson 18 stig
3-4. Reynir Aðalsteinsson 15 stig
3-4. Elvar Einarsson 15 stig
5. Elvar Logi Friðriksson 14 stig

2. flokkur

1. Halldór Pálsson 14 stig
2-3. Sveinn Brynjar Friðriksson 12 stig
2-3. Pálmi Geir Ríkharðsson 12 stig
4. Vigdís Gunnarsdóttir 10 stig
5. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir 8 stig


3. flokkur

1. Ragnar Smári Helgason 4,5 stig
2-4. Selma Svavarsdóttir 3 stig
2-4. Kristján Jónsson 3 stig
2-4. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir 3 stig

Unglingaflokkur

1-2. Jóhannes Geir Gunnarsson 8 stig
1-2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 8 stig
3, Fríða Marý Halldórsdóttir 5,5 stig
4-5. Rakel Ólafsdóttir 5 stig
4-5. Birna Ósk Ólafsdóttir 5 stig

14.03.2011 17:54

Grunnskólamót á Sauðárkróki 20. mars

Sunnudaginn 20. febrúar verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00  Æskilegt er að skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 16. marz á netfangið [email protected]

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.  Taka skal skýrt fram hjá 4. - 7. bekk hvort keppa á í tví- eða þrígangi.

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið
4. - 7. bekkur tví- eða þrígangur (sjá grein nr. 6. í reglum)
8. - 10. bekkur fjórgangur
8. - 10. bekkur skeið

 

Reglur keppninnar eru:


Grunnskólamót

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 

1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

 2.    Keppnisgreinar eru:

 Ø  Fegurðarreið    1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 3 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur         4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø  Þrígangur          4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur        8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø  Þrautabraut        1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.        

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Skeið                  8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.


3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk.  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 

7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10. Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.


Stig

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

            1. sæti                       gefur 10 stig til viðkomandi skóla
            2. sæti                       gefur  8 stig

            3. sæti                       gefur  7 stig

            4. sæti                       gefur  6 stig

            5. sæti                       gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

 1. sæti                       gefur  5 stig
 2. sæti                       gefur  4 stig
 3. sæti                       gefur  3 stig
 4. sæti                       gefur  2 stig
 5. sæti                       gefur  1 stig


12.03.2011 11:33

Sparisjóðs-liðakeppnin fimmgangur úrslit

 

1. flokkur

Stórglæsilegu kvöldi lokið í fimmgangi í Sparisjóðs-liðakeppninni ( Húnvetnska liðakeppnin), kvöldið endaði á rosalegum úrslitum í 1. flokk þar sem 5 stóðhestar öttu kappi. Magnús Bragi Magnússon á gæðingnum Vafa frá Ysta-Mó sigraði með einkunnina 7,14, í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson á Kaftein frá Kommu með einkunnina 7,07 en hann kom upp úr b-úrslitum. Lið 3 sigraði kvöldið með 39,5 stig eftir endurútreikning á stigum.

Liðakeppnin stendur þannig að lið 3 er enn efst með 129,5 stig, í öðru sæti er lið 1 með 113 stig, í þriðja sæti er lið 2 með 103 stig og í fjórða sæti kemur lið 4 með 65,5 stig

Úrslit urðu eftirfarandi:


1. flokkur
A - flokkur
eink fork/úrsl
1. Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mó 6,67 / 7,14
2. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 7,07
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Kraftur frá Efri-Þverá 6,57 / 6,83
4. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli 6,77 / 5,90
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum 6,83 / 4,83

B-úrslit

5. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 6,83
6. Elvar Einarsson og Vestri frá Borgarnesi 6,37 / 6,62
7-8 Líney María Hjálmarsdóttir og Þerna frá Miðsitju 6,23 / 6,48
7-8 Randi Holaker og Skáli frá Skáney 6,17 / 6,48
9. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka 6,23 / 6,19


2. flokkur
A-úrslit

eink fork/úrsl
1. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk I 6,13 / 6.90
2. Patrik Snær Bjarnason og Sváfnir frá Söguey 6,10 / 6,62
3. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,10 / 6,33
4. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,12 (vann b-úrslit)
5. Vigdís Gunnarsdóttir og Ræll frá Gauksmýri 5,97 / 6,05

B-úrslit
5. Halldór Pálsson og Goði frá Súluvöllum 5,53 / 6,14
6. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Katarína frá Tjarnarlandi 5,93 / 6,05
7. Halldór P Sigurðsson og Gósi frá Miðhópi 5,53 / 5,83
8. Unnsteinn Andrésson og Lokkur frá Sólheimatungu 5,47 / 5,62
9. Gréta Brimrún Karlsdóttir og Kátína frá Efri-Fitjum 5,57 / 4,45


3. flokkur

eink fork/úrsl
1-2 Sigrún Þórðardóttir og Dröfn frá Höfðabakka 4,33 / 4,98
1-2 Ragnar Smári Helgason og Spurning frá Gröf 3,90 / 4,98
3. Guðmundur Sigurðsson og Stakur frá Sólheimum 3,47 / 4,07
4. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir og Freyr frá Litlu-Ásgeirsá 3,13 / 3,83
5. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir og Bassi frá Áslandi 3,47 / 3,38


Unglingaflokkur
Eink fork/úrsl
A-úrslit
1. Birna Ósk Ólafsdóttir og Kolbeinn frá Sauðárkróki 5,93 / 6,67
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Ópera frá Brautarholti  6,10 / 6,56
3-4 Valdimar Sigurðsson og Berserkur frá Breiðabólsstað 5,47 / 6,28 (vann B-úrslit)
3-4 Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 5,50 / 6,28
5. Kristófer Smári Gunnarsson og Krapi frá Efri-Þverá 5,50 / 5,67

B-úrslit

5. Valdimar Sigurðsson og Berserkur frá Breiðabólsstað 5,47 / 6,33
6. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík 5,37 / 5,89
7. Eydís Anna Kristófersdóttir og Geisli frá Efri-Þveá 5,30 / 5,56
8-9 Lilja Karen Kjartansdóttir og Tangó frá Síðu 5,13 / 5,44
8-9 Róbert Arnar Sigurðsson og Leiknir frá Löngumýri 4,93 / 5,44


10.03.2011 14:33

Sparisjóðs-liðakeppnin - fimmgangur og tölt unglinga RÁSLISTAR


Mótið hefst kl. 17.00, dagskrá kemur inn á vef Þyts  í kvöld. Mótið mun byrja á unglingaflokki. Mótanefnd vill ítreka það við knapa að mæta tímanlega og láta innkallarann vita af sér.  

Skráningargjöld verður að greiða fyrir mót og eru þau 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Ráslista má sjá hér.


09.03.2011 09:37

Hrossaræktendur - hestamenn


Almennur fundur um málefni hrossaræktar og hestamennsku verður haldinn á
Gauksmýri
miðvikudaginn 9.mars og hefst kl. 20:30.

Frummælendur:
Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda,
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ,
Haraldur Þórarinsson, formaður LH

Samtök Húnvetnskra Hrossabænda


07.03.2011 14:04

Lokaskráningardagur á morgun



Lokaskráningardagur á morgun í Sparisjóðs-liðakeppnina. Keppt verður í fimmgangi 1. 2. og 3. flokki og tölti unglinga. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn 11. mars nk. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Skráning sendist á email [email protected] og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 8. mars.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

05.03.2011 19:45

Úrslit á Svínavatni

Tölt úrslit 2011


     
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Hulda Finnsdóttir Jódís frá Ferjubakka 3 7,17
2 Sara Ástþórsdóttir Díva frá Álfhólum 7,00
3 Sigurður Sigurðarson Blæja Lýtingsstöðum 6,83
4 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 6,67
5 John Sigurjónsson Kraftur frá Strönd II 6,50
6 Leó Geir Arnarsson Krít frá Miðhjáleigu 6,33
7 Gísli Steinþórsson Skrugga frá Kýrholti 6,17
8 Vignir Siggeirsson Melkorka frá Hemlu II 6,00
 

Úrslit A-flokkur 2011


   
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Þórarinn Eymundsson Seyðir frá Hafsteinsstöðum 8,77
2 Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu 8,67
3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,66
4 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,63
5 Sara Ástþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum 8,58
6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Týr frá Litla-Dal 8,57
7 Björn Jóhann Steinarsson Þyrnir  frá frá Borgarhóli 8,14
8 Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II 7,73
       
 

Úrslit B-flokkur 2011


   
Nr Knapi Hestur Samtals
1 Sölvi Sigurðarson Ögri frá Hólum 8,74
2 Tryggvi Björnsson Blær frá Hesti 8,70
3 Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum 8,67
4 Sigurður Sigurðarson Hríma frá Þjóðólfshaga 1 8,66
5 John Sigurjónsson Dáti frá Hrappsstöðum 8,56
6 Baldvin Ari Guðlaugsson Röst frá Efri-Rauðalæk 8,54
7 Sigursteinn Sumarliðason Geisli frá Svanavatni 8,46
8 Leó Geir Arnarson Stimpill frá Vatni 8,37
       
 



Is-landsmót

05.03.2011 16:06

Ís-Landsmót úrslit í A-flokki


Seyðir frá Hafsteinsstöðum og Þórarinn Eymundsson sigruðu með yfirburgðum
Úrslit A-flokkur
Seyðir frá Hafsteinsstöðum og Þórarinn Eymundsson sigruðu úrslit í A-flokki með einkunnina 8,77, annar varð Heljar frá Hemlu og Vignir Siggeirsson með einkunnina 8,67. Í því þriðja varð Tristan frá Árgerði og Stefán Birgir Stefánsson með einkunnina 8,66. Úrslit urðu eftirfarandi.



 1  Þórarinn Eymundsson Seyðir frá Hafsteinsstöðum  8,77
 2 Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu  8,67 
 3 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði  8,66 
 4 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju  8,63 
 5 Sara Ástþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum  8,58 
 6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson Týr frá Litla-Dal  8,57  7
 7 Björn Jóhann Steinarsson Þyrnir  frá Borgarhóli 8,14 
 8 Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II

hestafrettir

05.03.2011 14:20

Ís-Landsmót úrslit í B-flokki



Ögri frá Hólum og Sölvi Sigurðsson sigruðu B-Flokkinn á Ís-Landsmóti rétt í þessu, en það var Dalur frá Hárleggstöðum og Barbara Wenzl sem voru efst eftir forkeppni, mikklar sviftingar urðu þegar komið var að lika greininni sem var yfirferða tölt, úrslit urðu eftir farandi.

1. Ögri frá Hólum, Sölvi Sigurðsson 8,74
2. Blær frá Hesti, Tryggvi Björnsson 8,70
3. Dalur frá Hárleggstöðum. Barbara Wenzl 8,67
4. Hríma frá Þjóðhólfshaga, Sigurður Sigurðsson 8,66
5. Dáti frá Hrappsstöðum, John Sigurjónsson 8,56
6. Röst frá Efri- Rauðalæk, Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,54
7. Geisli frá Svanavatni, Sigursteinn Sumarliðason, 8,46
8. Stimpill frá Vatni, Leo Geir, 8,37


hestafrettir

03.03.2011 21:35

Ráslistar á Ís-landsmóti á Svínavatni 2011


Ráslistar á Ís-landsmóti á Svínavatni 2011 má sjá hér.


03.03.2011 11:59

Meistaradeild Norðurlands 2011


KS-deildin
Óvenju fjölmennt á verðlaunapalli. Mynd: Sveinn Brynjar Ellefu 1.verðlauna hross voru meðal

Þórarinn Eymundsson sigraði fimmganginn í gær kvöld á Þóru frá Prestbæ með einkunnina  7,10 annar varð Eyjólfur Þorsteinsson og Ögri frá Baldurshaga með einkunnina  7,07 og í því þriðja varð  Bjarni Jónasson á  Djásn frá Hnjúki með einkunnina 6,95. Eyjólfur Þorsteinsson leiðir þar með stiga söfnunina með 18 stig. Sjá öll úrslit.

Fimmgangur
Forkeppni  Knapi Hestur Eink
1 Þórarinn Eymundsson Þóra frá Prestbæ 6,80
2 Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga 6,80
3 Hörður Óli Sæmundarson  Hreinn frá Vatnsley 6,53
4 Baldvin Ari Guðlaugsson  Sóldís frá Akureyri 6,47
5 Bjarni Jónasson  Djásn frá Hnjúki  6,47
6 Ólafur Magnússon Ódeseifur frá Möðrufelli 6,43
7 Ísólfur Líndal  Borgar frá Strandarhjáleigu 6,37
8 Erlingur Ingvarsson  Blær frá Torfunesi 6,37
9 Árni Björn Pálsson  Feldur frá Hæli  6,37
10 Sölvi Sigurðarson  Seiður frá Hafsteinsstöðum 6,23
11 Mette Mannseth  Háttur frá Þúfum 6,23
12 Tryggvi Björnsson   Blær frá Miðsitju 6,13
13 Þorsteinn Björnsson   Kylja frá Hólum  6,10
14 Magnús B Magnússon   Vafi frá Y-Mói  5,93
15 Jón Herkovic   Formúla frá Vatnsleysu  5,83
16 Elvar Einarsson Svala frá Garði   5,73
17 Riikka Anniina   Styrnir frá N-Vindheimum 5,60
18 Ragnar Stefánsson   Maur frá Fornhaga 5,20

B-úrslit
6. Ísólfur Líndal  Borgar frá Strandarhjáleigu    6,95
7. Erlingur  Ingvarsson  Blær frá Torfunesi 6,69
8. Ólafur Magnússon  Ódeseifur frá Möðrufelli 6,31
9. Árni Björn Pálsson  Feldur frá Hæli   6,07

A-úrslit
1. Þórarinn Eymundsson Þóra frá Prestbæ  7,10
2. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga  7,07
3. Bjarni Jónasson  Djásn frá Hnjúki   6,95
4. Hörður Óli Sæmundarson  Hreinn frá Vatnsleysu 6,86
5. Ísólfur Líndal  Borgar frá Strandarhjáleigu  6,86
6. Baldvin Ari Guðlaugsson  Sóldís frá Akureyri 6,57


Stiga söfnun eftir tvær greinar

 Knapar Heild.stig
1 Eyjólfur Þorsteinsson   18
2 Bjarni Jónasson   14
3 Þórarinn Eymundsson   11
4 Tryggvi Björnsson   8
5 Ólafur Magnússon   8
6 Hörður Óli Sæmundarson   8
7 Árni Björn Pálsson   6
8 Ísólfur Líndal   5,5
9 Mette Mannseth   4
10 Baldvin Ari Guðlaugsson   4
11 Erlingur Ingvarsson   3
12 Sölvi Sigurðarson   2,5
13 Elvar Einarsson   0
14 Magnús B Magnússon   0
15 Jón Herkovic   0
16 Þorsteinn Björnsson   0
17 Riikka Anniina   0
18 Ragnar Stefánsson   0

02.03.2011 21:25

Ís-landsmótið á Svínavatn



Skráningu er lokið á Ís-landsmótið.
 
Verið er að vinna úr þeim og setja upp ráslista, en sennilega
hafa skráningar aldrei verið fleiri. Mótið byrjar kl. 10
á laugardagsmorguninn nk. á B-flokk síðan A-flokkur og endar á tölti.

Ráslistar verða birtir hér um leið og þeir liggja fyrir eða á heimasíðu mótsins www.is-landsmot.is

Neisti og Þytur

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925995
Samtals gestir: 88422
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere