15.11.2010 18:02Ráðstefnan Hrossarækt 2010Ráðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: 13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt 13:05 Hrossaræktarárið 2010 - Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ 13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2010 13:45 Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt) 13:55 Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins 14:05 Erindi: - Hreyfigreiningar á feti og tölti, - Fóðurnýting og fóðurþarfir - er íslenski hesturinn einstakur? - Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu hnakks, 15:10 Tilnefningar og verðlaun fyrir ræktunarmann/menn ársins 2010 15:30 Kaffihlé 16:00 Kynning á nýjum verðlaunagrip sem veittur verður á landsmótum til minningar um Þorkel Bjarnason, Sveinn Steinarsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 16:05 Umræður um erindin og ræktunarmál almennt 17:00 Ráðstefnuslit Skrifað af selma 11.11.2010 22:28Dagsetningar Íslandsmóta
Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum: Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011. Landssamband hestamanna Skrifað af selma 01.11.2010 11:00Stöðupróf í knapamerki 1 og 2(fyrir fullorðna). Áhugasamir hafi samband við Selmu í síma 661 9961 fyrir 8. nóv nk. Skrifað af selma 28.10.2010 13:50Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu 9. nóvember 2010. Kenndar verða 2 kennslustundir í einu og áætlað er að klára bóklega hlutann fyrir jól. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Þriðjudagur 9. nóvember kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 1 (verða á þriðjudögum) kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 2 börn og unglingar (verða á þriðjudögum) Fimmtudagur 11. nóvember kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 3 unglingar (verða á fimmtudögum) kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 2 fullorðnir (verða á fimmtudögum) Verkleg kennsla hefst strax eftir áramótin. Þeir sem ætla í knapamerkin í vetur vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista. Fram þarf að koma nafn og hvaða knapamerki er fyrirhugað að fara í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára (fædd 1999). Þeir sem áhuga hafa á að fara á reiðnámskeið, börn eða fullurðnir mættu líka skrá sig á áðurnefnt netfang. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma 27.10.2010 15:53UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinasamtaka í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardagskvöldið 27. nóvember 2010. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin Skrifað af selma 25.10.2010 12:11Húnvetnska liðakeppnin 2011Komnar eru dagssetningar fyrir mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2011. Einnig eru komnar tillögur að breytingum sem verða kynntar liðsstjórum liðanna á næstunni og settar inn á heimasíðu Þyts ef þær verða samþykktar. En mót vetrarins verða: 11. febrúar - Fjórgangur 25. febrúar - Smali 11. mars - Fimmgangur 8. apríl - Tölt Þytur Skrifað af selma 24.10.2010 22:19Gott Landsþing LHGlæsilegu landsþingi LH lauk í gær með þingslitafagnaði. Almenn ánægja var með þingið sem var málefnalegt og afkastaði miklu en mörg mál voru rædd og afgreidd. Töluverðar umræður urðu um mál er varða landsmót, framtíð þeirra, framkvæmd og landsmótsstaðina.
Mörgum málum þessa málaflokks var vísað til hinnar nýlega skipuðu landsmótsnefndar þannig að þar er nóg af verkefnum að vinna. Ný stjórn LHHaraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs. Níu einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur, kosningu hlutu fimm eftirtalin: Einar Höskuldsson frá Mosfelli fékk Gullmerki LH
|
![]() |
|||
|
Nú haustar óðum og dagarnir kólna. Hestar landsins eru flestir í góðum holdum eftir mikið sprettusumar og litla hreyfingu vegna smitandi hósta sem komið hefur illa bæði við hesta og hestaeigendur. Skýrt er að streptokokkar eru að valda sjúkdómnum en ekki veira og er endursmit mögulegt. Með kólnandi veðri þarf að huga að heilsufari hrossana.
Sem betur fer mun skýringin á hóstanum vera fundin, sýkillinn Streptococcus zooepidemicus sem hingað til hefur verið skaðlítill meðlimur í eðlilegri örveruflóru hrossa en hefur nú tekið á sig hættulegri mynd. Í upphafi sýkingar er erfitt að finna hann, en þegar nefrennslið fer að verða hvít- eða grænleitt er það merki þess að sýkillinn hefur náð að fjölga sér verulega. Kjörlendi sýkilsins er á slímhúðinni í öndunarvegi, sýklalyf hafa því yfirleitt takmörkuð áhrif nema þegar sýkingin hefur náð sér svo fyrir að eitlar stækki og líkamshiti hækki. Þá er að sjálfsögðu rétt að kalla til dýralækni.
Lengi vel var leitað að veiru sem mögulegum orsakavaldi hóstans en vel þekkt er að streptokokkasýkingar fylgja oft í kjölfar veirusýkinga, bæði hjá mönnum og dýrum. Nú hafa veirur verið nánast útilokaðar sem orsök þessa sjúkdóms. Sömuleiðis hefur svipuðum sjúkdómseinkennum verið lýst erlendis þar sem S. zooepidemicus er orsökin, afbrigði sýkilsins virðast sýna breytta hegðun.
Því er rétt að beina athyglinni frá veirukenningunni og þeim meðferðarúrræðum sem bent hefur verið á í því samhengi. Mikilvægt er sömuleiðis að koma faglegum og réttum skilaboðum til kaupenda erlendis, en útflutningur er nýhafinn eftir margra mánaða hlé. Órökstudd umræða um veirur getur haft mjög skaðleg áhrif á erlenda markaði.
Töluvert hefur verið rætt um mögulegt endursmit, en líkaminn myndar yfirleitt ekki langvarandi ónæmi gegn streptokokkum, það þekkja þeir sem hafa fengið ítrekaðar sýkingar í háls af völdum streptokokka. Algengasta orsök endursmits er að sýkt hross kemur inn í hjörðina, þá sést smitið í heimahrossunum 2- 4 vikum seinna.
Hestaeigendur hafa eðlilega áhyggjur af kaldari tíð og heilsufari
hrossana í vetur. Best er fyrir hrossin að ganga úti, að þau fari vel
feit inn í veturinn en fitan er þeim nauðsynleg vörn gegn kulda, að þau
hafi aðgengi að skjóli, góðri beit, vatni og steinefnum. Ormahreinsanir
eru mikilvægar til að viðhalda heilbrigði.
Fylgjast skal sérstaklega
vel með folöldum sem virðast nú afar móttækileg fyrir sýkingunni. Þegar
hryssurnar bíta undan sér í vetur þarf að huga vel að þessum hópi.
Mikilvægt er að nýjum hrossum sé ekki bætt í stóðið nema að brýna
nauðsyn beri til og þá sé fylgst vel með stóðinu næstu mánuði.
Að lokum skal minnt á að Keldur kryfja nú hross eigendum að kostnaðarlausu, ef líkur eru á að hóstinn hafi orðið hrossinu að fjörtjóni. Hestaeigendur eru því hvattir til að láta dýralækni vita um grunsamleg tilvik, með því móti leggja þeir sitt af mörkum til aukinnar þekkingar á sjúkdóminum.
Ítarefni
Upplýsingar um smitandi hósta í hrossum
/mast.is
Sölusýning verður haldin á Gauksmýri
fimmtudaginn 30. september kl 17.30 í tengslum við Víðidalstungurétt.
Fimmtudaginn 23.sept verður boðið uppá videoupptöku á þeim hrossum sem menn hafa í boði, mun videoupptakan fara fram á vallarsvæði Þyts upp í Kirkjuhvammi. Þar fá allir video af sínum hesti og við munum setja videoin inn á youtube.com fyrir þá sem það vilja.
En video af öllum hrossunum verður sýnt á Gauksmýri á fimmtudeginum og í Víðidalstungurétt á laugardeginum.
Þeir sem vilja láta video af hrossum og taka þátt í sölusýningu er bent á að hafa samband við Tryggva í síma 898-1057 eða senda póst [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 21. september. Þar þarf að koma fram IS númer hests og símanúmer umráðamanns.
Skráningargjald fyrir hvert hross í videoupptöku er 3000 krónur.
Vonandi sjáumst við sem flest og seljum sem mest.
Hrossaræktarsamtök V-Hún
Félag hrossabænda A-Hún
Ítarlegar rannsóknir hafa nú leitt í ljós að smitandi hósti í hrossum stafar fyrst og fremst af bakteríusýkingu (Streptococcus zooepidemicus) í efri hluta öndunarfæranna, barka og jafnvel berkjum. Allur hrossastofninn hefur reynst næmur fyrir sýkingunni og ætla má að flest hross landsins hafi nú þegar smitast. Komið hefur í ljós að hross sem gengið hafa í gegnum veikina geta smitast á ný ef þau eru undir miklu smitálagi, þ.e. í snertingu við veika hesta eða í mjög smituðu umhverfi. Þetta bendir til að hrossin myndi ekki öll fullnægjandi ónæmi gegn sýkingunni. Veikin mun því ekki ganga yfir í eitt skipti fyrir öll eins og þekkt er með sumar veirusýkingar, s.s. hitasóttina sem gekk yfir stofninn 1998. Við verðum þess í stað að læra að halda veikinni í skefjum og lágmarka það tjón sem af henni hlýst.
Afar áríðandi er að hrossin fari eins frísk og auðið er inn í haustið og veturinn. Eigendur og umsjónarmenn hrossa þurfa að auka mjög eftirlit með hrossunum og þá sérstaklega folöldum og tryggja þeim meðhöndlun ef þörf krefur.
Með öllum ráðum þarf að varna því að nýr faraldur sjúkdómsins brjótist út þegar hross verða tekin á hús að nýju.
Veikir hestar (hóstandi og með litaðan hor) viðhalda smitinu og helsta smitleiðin er snertismit frá hesti til hests. Því er grundvallar atriði að hafa veika hesta aldrei innan um fríska og halda þá helst í nokkurri fjarlægð. Ekki verður með öllu hægt að komast hjá hættunni á óbeinu smiti en nú þegar veikum hestum fer fækkandi og mótstaðan eykst hægt og sígandi, verður sú smitleið ekki eins öflug og áður.
Helstu reglur:
Eins og áður hefur verið ítrekað, á að hreinsa og sótthreinsa öll hesthús áður en þau verða tekin í notkun með haustinu eða næsta vetur. Mikilvægt er að húsin hafi þornað vel áður en þau eru tekin í notkun að nýju. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka þrif og sótthreinsun á húsum sem hreinsuð voru í vor ef þau hafa verið notuð í sumar.
Almenna reglan er sú að taka ekki hesta á hús nema þeir hafi verið einkennalausir í a.m.k. 30 daga og það sama eigi við um öll hross sem þau hafa komist í snertingu við í þann tíma. Ef taka þarf hesta inn vegna veikinda, s.s. hita eða annarra alvarlegra einkenna, þarf að finna hús þar sem ekki er hætta á að önnur hross smitist.
Þetta þýðir að menn verða að flokka hross í hópa eftir einkennum og/eða hættunni á að þau beri með sér smit. Æskilegt er að hafa hrossahópa á útigangi ekki of stóra og almennt séð að hafa eins rúmt á hrossum og frekast er unnt.
Nú eru hryssur að tínast heim úr stóðhestagirðingum og verður að líta á þær, folöldin og stóðhestana sem mögulega smitbera. Sama á við um ferðahesta og aðra hesta sem hafa verið fluttir til og hugsanlega komist í samneyti við veik hross eða verið í smituðu umhverfi. Þetta eru dæmi um hópa sem halda ætti sér þar til komið hefur í ljós hvort veikir hestar eru þar innanum. Sama á við um hross sem koma af fjalli í haust.
Hestar sem ætlunin er að selja, senda í tamningu eða þjálfun eða flytja af öðrum orsökum milli staða, þurfa að hafa tilheyrt sama einkennalausa hópnum í einn mánuð fyrir brottför til að draga úr líkum á að þeir beri veikina með sér. Hesta sem nota á í fjallferðir/göngur eða aðra haustbrúkun þarf nú þegar að halda með einkennalausum hestum til að tryggja eins og auðið er að þeir verði tilbúnir til þeirra nota.
Verði vart við hósta eða graftarkennt nefrennsli í hrossum á húsi ber að taka þau tafarlaust úr húsunum og koma þeim fyrir þar sem þau smita ekki aðra hesta. Hver og einn eigandi þarf að huga að aðstöðu fyrir veika hesta og sjá til þess að þeir hafi félagsskap af a.m.k. einu öðru hrossi. Séu einkennin væg og hestarnir í góðu standi fer væntanlega best um þá á útigangi við góðan aðbúnað, fóðrun og eftirlit. Að öðrum kosti þarf að veita veikum hrossum húsaskjól þar sem ekki er hætta á að önnur hross smitist. Gæta þarf ítrustu smitvarna við gegningar á veikum hrossum.
Matvælastofnun mun í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga útfæra nánar smitvarnir í hesthúsahverfum.
19.08.2010
F.h. Matvælastofnunar
Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdómaDagana 18. og 19. september verður mikið fjör í Austur-Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt og er þetta í tuttugasta skipti sem gestum er boðið að taka þátt í ævintýrinu. Verður ýmislegt til gamans gert í tilefni af þeim tímamótum. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri.
Þátttakendur leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 18. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Athugið að aðstaða til að geyma hross nóttina fyrir smölunardag er við sandnámu við Strjúgsstaði (norðari afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.
Við Kirkjuskarðsrétt á Laxárdal er hópurinn um kl 14. Þar hvíla hestar og menn og fá sér að eta og drekka eftir þörfum. Veitingar verða seldar á staðnum. Ráðgert er að leggja af stað kl. 16 frá Kirkjuskarði. Þaðan er riðið norður í Skrapatungrétt sem er ein myndarlegasta stóðrétt landsins. Gestir og heimamenn heillast ávallt af tignarlegu stóðinu.
Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrri ár verður Valgarður Hilmarsson. Hann er heimavanur á þessum slóðum og mun sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni. Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungurétt er í um 15 mín. akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín.
Veitingar fyrir svanga smala og aðra gesti á Pottinum og Pönnunni Blönduósi.
Á laugardagskvöldinu leikur besta stóðréttarhljómsveit landsins Paparnir fyrir dansi í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar kl. 23:00. Barinn opinn. 18 ára aldurstakmark.
Á sunnudagsmorgun hefjast réttarhöld í Skrapatungurétt um kl. 11. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Oft finna karlar og konur sinn draumagæðing í smalamennskunni eða í réttunum.
Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga.
Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar um þjónustu hjá ferðamannafjallkóngi í síma: 893 2059 (eftir kl. 18 á virkum dögum) eða í netfangi [email protected].
Eldra efni
Um hestamannafélagið Neista
Nafn:
Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang:
[email protected]Afmælisdagur:
1943Heimilisfang:
540 BlönduósStaðsetning:
BlönduósUm:
Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is