19.06.2010 10:0017. júníÞað var blíðskaparveður á Blönduósi 17. júní þegar hátíðarhöld fóru fram sem hestamannafélagið Neisti hafði umsjón með eins og undanfarin ár. Margt var í boði en dagurinn byrjaði á því að Hjörtur formaður og Sigurjón Guðmunds mættu eldsnemma á lyftara til að setja fánana upp og náðust af því myndir þar sem myndasmiður fór líka snemma á fætur ![]() ![]() Börnum var boðið á hestbak í Reiðhöllinni og var ágætis þátttaka. Gott var að sjá hesta aftur í Reiðhöllinni en þar hefur varla sést hestur síðan í lok apríl. ![]() "Forsetaskjóna" var treyst fyrir börnum undir styrkri stjórn Bjargar en hún sagði upp vöfflubakstri þar sem hún tapaði fyrir Óla syni sínum í fyrra og þau Maggi Ó., ásamt fleirum tóku að sér að teyma undir börnum þennan morguninn. Að venju var "blásið" í blöðrur og skrúðganga var farin frá SAH. Þar var andlitsmálun og ýmiss 17. júní varningur til sölu og var bara góð mæting og skemmtileg stemming á planinu. ![]() Á Bæjartorginu stjórnaði Gísli Geirsson dagskrá, Sr. Sveinbjörn Einarsson flutti hugvekju, Þórdís Erla Björnsdóttir var fjallkonan að þessu sinni, hátíðarræðuna flutti Bóthildur Halldórsdóttir og tónlistaratriði voru flutt af Dagmar og Sigurjóni annars vegar og þeim Höskuldi og Pálma hins vegar og síðan voru leikir fyrir börnin á Þríhyrnunni. Kaffi og vöfflubakstur var í
höndum Neistafélaga og þar stóðu Knapamerkjakonur ásamt fleiri konum sig stórkostlega eins og alltaf.
Sýndar voru 3 kvikmyndir. Ein þeirra, Fákar og fólk, er heimildarmynd úr Laxárdalnum og Skrapatungurétt. Myndin var tekin haustið 2008 og sýnir hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er.
Í myndinni koma m.a. fram: Haukur Pálsson, Haukur Suska, Valgarður Hilmarsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Jón Ingi Einarsson. Haukur Ásgeirsson, Benedikt Blöndal og Skarphéðinn Einarsson sömdu tónlistina en Örn Ingi framleiddi myndina. Hann fékk þetta frábæra fólk uppá svið fyrir sýningu og veitti þeim þakklætisvott fyrir góða og skemmtilega samvinnu.
(á myndina vantar Skarphéðinn). Fótboltaleikur ársins fór fram þetta kvöld en það var stórleikur Brunavarna A-Hún gegn
meistaraflokki Hvatar í knattspyrnu. Þar áttust við leikmenn meistaraflokks Hvatar í
knattspyrnu og liðsmenn Brunavarna A-Hún. Fjöldi manns kom til að
fylgjast með leiknum en óhætt er að segja að leikurinn hafi verið hin
besta skemmtan frá upphafi til enda og líka í framlengingunni. ![]() Um kvöldið var fjölskyldudiskótek sem Sindri Guðmundsson hafði umsjón með. Stjórn Neista þakkar
öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin
og
í kaffið kærlega fyrir komuna. Myndir eru komnar í myndaalbúm, teknar af Höskuldi og Selmu. Takk fyrir þær. Skrifað af selma 11.06.2010 18:44Önnur uppskeruhátíðEkki náðist að klára öll próf í knapamerkjum fullorðinna í vor en þó svo að námskeiðum hafi ekki verið lokið þá ákváðu nemendur að halda uppskeruhátíð með leikjum og grilli í Reiðhöllinni. Ekki er hægt að ætlast til þess að allir komist þegar boðað er til samkomu með stuttum fyrirvara en góður hópur mætti til leiks miðvikudagskvöldið 9. júní. Farið var í þrautabraut og ratleik, voru heilmikil tilþrif og klöpp hjá hvoru liði fyrir sig og var þetta hin besta skemmtun, sjá myndaalbúm. Hjörtur formaður Neista grillaði síðan frábært kjöt frá SAH afurðum og átti þessi góði hópur notalega stund saman. Rúmlega 30 fullorðnir stunduðu nám í knapamerki 1 í vetur. Þeir sem áttu eftir að taka próf í vor munu taka þau í haust þegar allir verða við hestaheilsu. Vonandi verður hægt að bjóða uppá námskeið í knapamerki 2 næsta vetur og að þeir sem voru á námskeiðum í vetur sjái sér fært að koma á þau. Það væri frábært Nemendur úr knapamerkjum 1 ásamt kennurunum Söndru og Óla Magg og prófdómaranum Helgu Thor. Skrifað af selma 08.06.2010 23:18Skagfirðingar snúa vörn í sóknSumarsæla í stað Landsmóts hestamanna
Frestun Landsmóts hestamanna sem fara átti fram
27. júní - 5. júlí á Vindheimamelum í Skagafirði er mikið áfall fyrir
hestamennsku og ferðaþjónustu í landinu og samfélagið allt, þó
sérstaklega í Skagafirði, þar sem búið var að skipuleggja móttöku
þúsunda gesta. Meðal þess sem í boði verður fyrir þá sem sækja Skagafjörð heim þessa viku verða Lummudagar með glæsilegum skemmtiatriðum, knattspyrnumót fyrir stúlkur á Sauðárkróki, rútuferðir og gönguferðir um slóðir Sturlunga, Barokkhátíð á Hólum, afmælismót Golfklúbbs Sauðárkróks á Hlíðarendavelli og stórdansleikir með hestamannaívafi í Miðgarði. Kynbótasýning mun fara fram á Vindheimamelum á vegum Hrossaræktarsambandsins. Þá er ótalin sú fjölbreytta afþreying sem alla jafna er boðið er upp á í Skagafirði s.s. flúðasiglingar, skipulagðar gönguferðir, siglingar út í hinar glæsilegu eyjar Drangey og Málmey. Þá bíður Skagafjörður upp á glæsilega flóra safna s.s. Vesturfarasetur, Samgönguminjasafn, Byggðasafnið í Glaumbæ, Víðimýrarkirkju og Minjahúsið á Sauðárkróki, þar sem m.a. er hægt að berja augum ísbjörninn sem gekk á land í Skagafirði árið 2008. Gestastofa sútarans hefur verið opnuð á Sauðárkróki þar sem hægt er að fræðast um sútun á skinnum og roði og þær afurðir sem hönnuðir vinna úr því hráefni. Ný og glæsileg sundlaug á Hofsósi hefur bæst í hóp sundlauga og heitra náttúrulauga sem finna má um allan Skagafjörð. Í Skagafirði eru einnig frábærir veitingastaðir sem m.a. bjóða upp á kræsingar úr afurðum úr héraðinu og gistimöguleikarnir eru fjölbreyttir og margir, m.a. á nýju og glæsilegu tjaldstæði í Varmahlíð og endurbættu tjaldstæði á Sauðárkróki. Skagfirðingar munu því leggja sig sérstaklega fram við að taka vel á
móti og skemmta gestum sínum þá daga sem ætlaðir voru fyrir Landsmót
hestamanna. Áætlað er að Landsmót verði haldið sumarið 2011 í
Skagafirði. Skrifað af selma 04.06.2010 10:00UppskeruhátíðinÆskulýðsnefndin hélt uppskeruhátíð í gær fyrir alla krakkana úr námskeiðshópunum í vetur. Þau mættu flest ásamt foreldrum. Farið var í þrautabraut þar sem krökkunum var skipt í tvö lið og foreldrum einnig. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir hvöttu sína foreldra mikið þegar þeir fóru í brautina. Síðan var farið í ratleik og endað í pizzu. Öll fengu þau viðurkenningarskjal og gjöf fyrir hvað þau stóðu sig frábærlega vel í vetur og var virkilega gaman að sjá hvað þau eru dugleg og flott á hestbaki. Takk fyrir skemmtilegan vetur og vonum við að þau komi öll aftur á námskeið næsta vetur ![]() Auðvitað voru teknar myndir af þessum flottu krökkum ![]() Nokkrar myndir komnar í myndaalbúm. Skrifað af selma 01.06.2010 22:11KrakkagamanUppskeruhátíðin hjá krökkunum verður í Reiðhöllinni 3. júní kl. 18.00 Þar sem hóstapestin er enn að angra hestana okkar frestum við útreiðum sem vera áttu á Þingeyrum 13. júní og hittumst í staðinn uppí Reiðhöll nk. fimmtudag 3. júní kl. 18.00 og gerum eitthvað skemmtilegt. Uppskeruhátíðin er fyrir alla krakka sem voru á námskeiðum í vetur. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma 01.06.2010 09:16Stóðhestar 2010 í Gröf VíðidalArður frá Brautarholti Stimpill frá Vatni Óðinn frá Hvítárholti Nánari upplýsingar hjá Tryggva Björnssyni í síma 89810 Skrifað af selma 31.05.2010 21:54Endurgreiðslur til viðskiptavina Landsmóts hestamanna 2010Af gefnu tilefni skal það ítrekað að
Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem
keypt hafa verið
vegna Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta. Við biðjum
viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts
biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum að vinda ofan af mótinu í
ár og fjöldi viðskiptavina er stór. Við munum næstu daga ganga skipulega til verks við að endurgreiða, en bendum á að þar sem viðskiptin fóru að mestu leyti fram í gegnum kreditkortaviðskipti í gegnum netmiðasölukerfi okkar, getur liðið einhver tími þar Landsmót kreditfærir og þar til eiginleg endurgreiðsla berst inná reikning viðskiptavinar. Við biðjum viðskiptavini Landsmóts að hafa þetta í huga og búa sig undir að greiðslur í gegnum kreditkortafyrirtæki berast ekki strax og gætu jafnvel borist í fleiri en einni greiðslu (dæmi: keypt er fyrir 48.000; greiðsla berst uppá 24.000 og nokkrum dögum síðar lokagreiðsla). Ógerlegt er að taka við svo miklum fjölda símtala og því biðjum við þá sem vilja endurgreiðslu um að senda tölvupóst ásamt kvittun um kaupin á netfangið: landsmot@landsmot.is. Þar sem fyrirhugað er að Landsmót verði haldið að ári (2011) er viðskiptavinum að sjálfsögðu í sjálfvald sett hvort þeir vilji eiga miðana inni hjá mótshöldurum. Öllum tölvupóstum verður sinnt skipulega en eins og áður sagði; fjöldinn er mikill og munu starfsmenn Landsmóts ganga vasklega til verks og leggja sig fram um að vera í góðu sambandi við viðskiptavini við að endurgreiða. F.h. Landsmóts hestamanna ehf. Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri www.lhhestar.is Skrifað af selma 31.05.2010 21:49Landsmóti 2010 frestaðSamhljóða ákvörðun var tekin á fundi
hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum
dýralæknamála,
starfandi dýralæknum, fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og fulltrúa sjávar-
og landbúnaðarráðuneytisins vegna smitandi
hósta sem herjað hefur á hrossastofninn í landinu undanfarið.
Í ályktuninni samþykkti fundurinn að fresta Landsmóti 2010 en halda það að ári, á Vindheimamelum í Skagafirði eins og til stóð á þessu ári. Fundurinn ítrekaði að þessi frestun Landsmóts um ár skyldi unnin í nánu samstarfi við Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga (FEIF). Jafnframt var skorað á Landssamband hestamannafélaga (LH) og Bændasamtök Íslands (BÍ) að sýningar- og keppnishald yrði endurskoðað á næstu mánuðum til að gera eigendum hrossa, sem stefnt var með í dóma, sýningar- eða keppni á árinu, kleift að skrá þau til þátttöku þegar þau eru orðin heilsuhraust. Tryggt verði að sýningar- og keppnishald fari fram með velferð hestsins og heilsu að leiðarljósi. Fundinn sátu auk helstu hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt, fulltrúi sjávar- og landbúnaðarráðuneytis, formenn BÍ og LH, stjórn Landsmóts ehf., formaður Félags hrossabænda og Félags tamningamanna. Fulltrúar yfirvalda dýrlæknamála sátu jafnframt fundinn ásamt starfandi dýralæknum og fulltrúum leiðbeiningaþjónustu. Fyrir liggur að tjón greinarinnar vegna sjúkdómsins er nú þegar orðið gífurlegt og hagsmunir miklir. Er skorað á stjórnvöld að tryggja Matvælastofnun (MAST) og Tilraunastöðinni á Keldum nægjanlegt fjármagnt til að auka rannsóknir og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Jafnframt verði Landsmótshöldurum tryggð sú fjárhagslega staða að framtíðar mótahaldi sé ekki ógnað. Aðspurður segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Landsmóts hestamanna ehf Landsmót vera stærsta glugga hestamennskunnar í landinu og gífurlega mikilvægt öllum greinum hestamennskunnar þ.m.t. ferðaþjónustu í landinu. "Tjónið er alvarlegt og það má líkja þessu við náttúruhamfarir, greinin er lömuð og þetta teygir anga sína um allt samfélagið. Þessi ákvörðun var þó óviðráðanleg enda er velferð hestsins algjörlega í fyrirrúmi." Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma segir að ýmislegt varðandi sjúkdóminn og feril hans hafi verið að skýrast á síðustu dögum. Nauðsynlegt sé þó að fara í frekari rannsóknir á eðli hans og uppruna. "Þetta er vægur sjúkdómur en einkenni hans vara í nokkrar vikur og það hefur sett undirbúning Landsmóts í uppnám" segir Sigríður. Að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Landsmóts ehf. munu seldir miðar að sjálfsögðu verða endurgreiddir. "Ég vil þó biðja fólk um að sýna okkur smá biðlund, en allir sem þess óska fá miðana endurgreidda en einnig er möguleiki á að geyma miðana til ársins 2011. Reynt verður að fara í samstarf við flugfélög vegna flugfarmiða þeirra sem eru að koma erlendis frá en flestir eiga þó að geta nýtt sér ferða- eða forfallatryggingar. Við munum á næstunni senda út leiðbeiningar til allra sem keypt hafa miða og kynna fyrirkomulagið" segir Jóna Fanney. Ályktun fundarins má sjá með því að smella hér.www.lhhestar.is Skrifað af selma 31.05.2010 16:03Landsmóti 2010 hefur verið frestaðLandsmóti 2010 hefur verið frestað ![]() það á fundi hagsmunaaðila sem nú er að ljúka í landbúnaðarráðuneytinu. Nánar verður skýrt frá fundinum með fréttatilkynningu LH. Skrifað af selma 28.05.2010 20:10Mikil samstaða á formannafundi LHFormannafundur Landssambands hestamannafélaga var haldin í dag, 28.maí, í
húsakynnum ÍSÍ. Fundurinn var vel sóttur en auk formanna og
fulltrúa hestamannafélaganna sátu fundinn: stjórn LH, fyrrverandi
formenn LH, formaður FHB og formaður FT. Fyrir hönd Landsmóts hestamanna
ehf.
mættu: stjórn Landsmóts ehf., framkvæmdastjóri, mótsstjóri og hluti
framkvæmdanefndar. Umræðuefni fundarins var áhrif kvefpestar á Landsmót 2010. Fundurinn hófst með því að Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur og Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir héldu stutt erindi um veikina. Að því loknu voru fyrirspurnir fundargesta úr sal leyfðar. Hér að neðan má sjá þær spurningar og svör sem dýralæknarnir sátu fyrir: Sigurður Ævarsson - LH: Vísar í fyrirlestur Gunnars og spyr hvort að þeir hestar sem búið var að sleppa út hvort þeir hafi verið í upphafi eða enda veikinda? GÖG: Hestarnir voru búnir að vera veikir og veiktust aftur. Fengu hita og hor. Mælir með því að byrja ekki að þjálfa hrossin aftur fyrr en 2 vikum eftir síðasta hósta. Byrja mjög rólega. Ómar Didriksson - Geysi: Hefur veikin áhrif á sæði/frjósemi stóðhesta? GÖG: Langvinnur sótthiti í stóðhestum hefur áhrif á sæðisgæði, en svona skammvinnur hiti eins og nú er í gangi hefur ekki áhrif. Kristinn Guðnason - FHB: Sem dæmi; hestur sem er búin að vera veikur í 3 vikur og er einkennalaus í dag, hvað er eðlilegt að líði langur tími þar til hesturinn sé tilbúin til að þola þau átök sem hann verður fyrir í keppni? GÖG: Það er mjög misjafnt eftir hrossum. Það var skoðað ofan í barka á nokkrum hrossum sem voru á mismunandi stigum veikinnar. Sum þeirra voru með roða og stækkaðan eitlavef. Sást slím í barka. Slímið virðist koma mest frá slímhimnum nefs, en ekki ofan úr lungunum. Ef einkennin eru horfin en hesturinn samt með einstakan hósta þá getur það tekið 3-6 vikur, misjafnt eftir einstaklingnum, að komast aftur í þjálfun. Kristinn Guðnason - FHB: Ef farið er of geyst af stað að nýju getur það haft varanleg áhrif á hestinn? GÖG: Ég hef ekki trú á því að hesturinn beri varanlegan skaða. Guðni Árnason - Smára: Er það möguleiki að hross sem hefur verið stopp í 7-8 vikur og er komið í þjálfun, hittir hross á LM sem er smitað, getur verið að það smitist aftur? VS: Tekur sem dæmi kverkeitlabólgu að það sé möguleiki á endursmiti 6 mánuðum seinna. Oddur Hafsteinsson - LH: Vísar til prófana á lyfjum í Steinsholti og í Ingólfshvoli, vitið þið eitthvað um það? VS og GÖG: nei, ekki neitt. Haraldur Þórarinsson - LH: er sannað að hross séu að smitast aftur og aftur? VS: hross sem eru í mjög smituðu umhverfi, þá já. Valgerður Sveinsdóttir - Fákur: Þegar hross eru að endursmit, smitast aftur og aftur, er þetta þá sama bakterían sem er að koma aftur eða er þetta ný baktería? VS: Þekkjum það bara frá mönnum að við fáum króníska streptokokka, semsagt sama bakterían aftur. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Er til einhver áætlun fyrir næsta áfall? Því mér sýnist að við eigum von á fleiri veirum á næstunni til landsins ef ekkert verður að gert. GÖG: Já það er til grunnur að viðbragðsáætlun. Eitt stærsta áfallið væri ef inflúensan myndi berast til landsins. Hún er svo feiknalega smitandi. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Eru hestamenn með í því eða er þetta bara innan skrifstofunnar? GÖG: Byrjar innan skrifstofunnar og svo eru fengnir til liðs hestamenn sem þekkja vel til. Ekki hægt að búa til viðbraðgsáætlun fyrir allar veirur, en grunnurinn er til. Sveinbjörn Sveinbjörnsson fundarstjóri: Hverjar eru smitvarnirnar á Keflavíkurflugvelli? GÖG: Tollverðir vita að það má ekki koma inn með hestabúnað. Innflutningur með pósti er allur tjékkaður af. Hestamenn sjálfir verndi búin sín. Stoppi sína gesti líka sjálf. Varðandi þessa veiru voru viðbrögðin ekki samræmd í upphafi meðal manna. Jón Albert - fyrrv. form. LH: Greinin er í molum útaf kvefpest, hvað gerist þá ef verri veira berst til landsins? Leggur áherslu á að ítreka smitvarnir! GÖG: hefur verið reynt að fá fjármagn til þess að dreifa bæklingum/einblöðungum í t.d. flugvélum en ekki fengist. Óþekktur fundargestur: Afhverju er fræðsla meðal þeirra sem koma til landins ekki betri? GÖG: segir að ekki hafi fjárveiting fengist til þess að kynna svona til erlendra ferðamanna um borð í flugvélum. Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Segir að dæmi úr Skagafirði hafa sýnt að fúkkalyf, astmalyf og slímlosandi lyf hafa lítið hjálpað veikum hrossum og engin áhrif haft á veikina. GÖG: sumum hrossum virðist batna og líða betur við fúkkalyfsmeðferð. Hversu vel þeim batnar, upp á að geta farið að æfa þau aftur vill hann þó ekki fullyrða um. Jónína Stefánsdóttir - Stígandi: Getur krónískur hósti, líkt og virðist hafa komið fram hjá Gísla Gíslasyni í Þúfum Skagafirði, komið fram ef hross eru hreyfð of snemma og hvort þau séu þá ekki orðin verðlaus? GÖG: Fullyrði ekki um þetta en segir þó að dæmi séu um hross sem hóstað hafa í margar vikur hafa hætt því eftir fimm daga fúkkalyfsmeðferð. Jónína Stefánsdóttir - Stígandi: Hvernig fer influensan með okkur fyrst þessi væga kvefpest er að setja allt á hausinn núna? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja að influensan nái til okkar, kannski með bóluefni? VS: Ekki eru til góð bóluefni við influensu, því miður. Þó að influensan sé endilega ekki það versta, það versta við hana er hversu þrælsmitandi hún er. Ef influensa nær til landsins verður hún ekki landlæg heldur einn snarpur faraldur sem nánast ógjörlegt verður að stoppa. Sigurður Ævarsson - LH: Hefði fólk áttað sig á því fyrr, hvað um var að ræða, hefði verið farið í lokanir á svæðum, og þá hvað lengi? GÖG: Svíar hafa góða reynslu af slíkum lokunum, þeir loka hrossabúgörðum í 2-3 mánuði. Vandræði okkar Íslendinga er að þessi hesthúsahverfi okkar eru einsdæmi, þekkjast ekki erlendis, mjög flókið að loka þeim. Ómar Diðriksson - Geysir: Hafa einhverjir hestar sloppið við pestina? GÖG: Hugsanlegt er að einhverjir sleppi, það er ekki vitað. Björn Bjarnason - Sörli: Það eru margir hestamenn mjög svartsýnir á að halda LM2010 en vill benda á að um 120 hross hafa verið sýnd á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Þar á meðal var 1 hestur sýndur frá Þúfum, Kappi frá Kommu, og fór í góðar tölur. Guðmundur Sveinsson - Léttfeti: Vill taka það fram að Gísli Gíslason Þúfum tók það sérstaklega fram að hann hefur ekki séð Kappi frá Kommu veikjast. Gunnari og Vilhjálmi þakkað fyrir fyrirlestrana og góð svör við spurningum fundargesta. Á fundinum voru eftirfarandi tvær ályktanir samþykktar: 1) Ályktun til Matvælastofnunnar Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 skorar á Matvælastofnun að hún láti rannsaka með hvaða hætti sjúkdómur sá sem herjar á íslenska hrossastofninn barst til landsins. Þá krefst fundurinn þess að stofnunin leiti þegar allra leiða til að koma í veg fyrir að aðrir sjúkdómar berist hingað. Telur fundurinn að núverandi framkvæmd sjúkdómavarna sé verulega ábótavant. 2)Formannafundur LH haldinn 28.maí 2010 hvetur stjórnir Landssambands hestamannafélaga, Bændasamtaka Íslands og Landsmóts hestamanna ehf. að hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við ákvarðanatöku um hvort halda eigi Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2010 í ljósi þess sjúkdóms sem nú herjar á íslenska hrossastofninn: - Velferð hestsins - Ímynd hestamennskunnar og Landsmóts til framtíðar. Nánar verður greint frá fundinum og niðurstöðum hans síðar. www.lhhestar.is Skrifað af selma 27.05.2010 20:18Hrossapestin er bráðsmitandi Innlendar fréttir | Heilbrigðismál | 27.05.2010 18:01
Hrossapestin er bráðsmitandiNú er ljóst að smitandi hósti í hrossum, sem breiðst hefur út um allt land eins og eldur í sinu undanfarið, er ekki veirusýking. Um er að ræða bráðsmitandi bakteríusýkingu. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma á Matvælastofnun segir að bakterían magnist upp inni í hesthúsum og því sé mikilvægtm, þar sem því verði við komið, að setja hrossin út.26.05.2010 23:02Félagsmót Neista og úrtaka fyrir LandsmótÞar sem hestapestin svonefnda virðist ekkert vera í rénum þá er félagsmóti Neista frestað um óákveðinn tíma. Stefnt er að þátttöku á Landsmóti hestamanna og verður úrtaka fyrir það væntanlega haldin með Vestur Húnvetningum. Þeir sem hyggja á að taka þátt í úrtökunni hafi sambandi við Val Vals í síma 8679785 eða Óla Magg í síma 8690705 svo hægt sé að sjá fjölda þeirra keppenda sem hug hafa á að taka þátt. Landssamband hestamannafélaga hefur boðað til formannafundur föstudaginn 28. maí. Þar eru formenn beðnir að taka stöðumat hjá sínu hestamannafélagi. Í framhaldi af þessum fundi verður ákörðun tekin um það hvort Landsmót verði haldið á réttum tíma. Því miður er þessi veiki miklu alvarlegri en í upphafi var haldið og virðist hún vera þrálát og erfið viðureignar. Eigendur hrossa eru hvattir til að fylgjast vel með hrossum sínum og fá upplýsingar hjá dýralæknum varðandi meðhöndlun ef þau veikjast. Stjórn Neista Skrifað af selma 26.05.2010 18:58Opinn fundur á Norðurlandi um hestapestinaNæstkomandi Sunnudag (30. maí) munu hrossaræktarsamböndin á Norðurlandi standa fyrir opnum fundi á Hótel Varmahlíð vegna hinnar svokölluðu hestapestar. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum til hrossaræktenda og tamningamanna vegna veikinnar og gefa mönnum færi á að skiptast á skoðunum um stöðu mála. Gestir fundarins verða Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma, Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Keldum og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ. Fundurinn hefst kl: 20:00. Hrossaræktarsamband Skagfirðinga Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga Hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu Samtök hrossabænda í A-Húnavatnssýslu Skrifað af selma 26.05.2010 18:55Kynbótasýning á Blönduósi 3. og 4. júní 2010Að öllu óbreyttu er stefnt að því að halda kynbótasýningu á Blönduósi fimmtudaginn 3. júní og yfirlitssýningu að morgni föstudags 4. júní. Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu rhs@bondi.is eða í síma 451-2602 / 895-4365. Síðasti skráningardagur er mánudagur 31. maí. Sýningargjald er 14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið rhs@bondi.is með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða. Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Skrifað af selma 21.05.2010 23:16Hestafréttir spurðu nokkra knapa álitsHestafréttir spurðu nokkra knapa álits Skiptar skoðanir eru varðandi niðurstöðu Landsmótsnefndar eftir fundinn í dag. Hestafréttir tóku nokkra knapa tali í dag til að kanna álit þeirra varðandi ákvörðunatöku Landsmótsnefndar: Hver er afstaða þín varðandi ákvörðunartöku Landsmótsnefndar? Hvað myndir þú vilja gera í stöðunni? Hvað eru hrossin búin að vera veik lengi hjá þér? Flettingar í dag: 226 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 929821 Samtals gestir: 88562 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 01:48:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is