23.01.2022 10:24Smalanum frestað!
Skrifað af Selma 31.12.2021 09:37Frá æskulýðsnefndReiðnámskeið vetrarins byrja 10. janúar. Knapamerki 1 Knapamerki 2:
Almennt reiðnámskeið:
Auk þessa verður boðið uppá keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem hefst um mánaðamót jan-feb, nánar auglýst þegar nær dregur. Viljum einnig benda á að ef nemandi er skráður í fleiri en 1 námskeið er veittur 10% afsláttur af ódýrara námskeiðinu. Vegna hnakkaþrifa-dags sem til stóð að hafa 6. janúar gætum við þurft að aflýsa honum eða endurskoða, vegna samkomutakmarkanna, það verður tilkynnt á mánudag. Með fyrirvara um breytingar. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af Selma 22.12.2021 16:19Knapi ársins
Stjórn Neista
Skrifað af Selma 22.12.2021 16:03Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2022
Skrifað af Selma 16.12.2021 06:21SAH - mótaröðin vetur/vor 202228. jan - Smali Mótanefnd Skrifað af Selma 22.11.2021 09:46Frá æskulýðsnefndMiðvikudaginn 24. nóv. kl 18:00 verður haldinn kynning á námkeiðum og öðru sem æskulýðsnefnd mun standa fyrir í vetur.
Við hvetjum foreldra, börn og alla sem hafa áhuga á að kynna sér og móta vetrarstarfið að mæta.
ATH! munum eftir grímum, þær verða ekki á staðnum, stöndum saman í smitvörnum, bara ekki of nálægt. Æskulýðsnefnd
Skrifað af Selma 22.11.2021 09:30Af gefnu tilefni
Vinsamleg tilmæli frá stjórn Neista.
Skrifað af Selma 20.10.2021 12:35Námskeið með Jóhönnu MargrétiHelgarnámskeið með Jóhönnu Margréti í reiðhöllinni á Blönduósi, 11. og 12. desember. Skráning hjá Klöru á netfangið [email protected]
Skrifað af Selma 17.10.2021 08:06Velkomin í hverfið
Skrifað af Selma 23.06.2021 20:01Frá æskulýðsnefnd!Æskulýðsnefnd auglýsti fyrr í sumar ferð fyrir hestfær börn á öllum aldri og hér kemur dagskráin:
Lagt verður af stað frá réttinni við Stóru-Giljá föstudaginn 25. júní kl 17:30.
Þaðan ríðum við yfir Húnavatn og í Sveinsstaði þar sem við grillum nokkrar pylsur og gerum klárar tjaldbúðir fyrir þá sem ætla að gista þar. Ef mikið er í vatninu þá verður reiðvegurinn farinn (meðfram þjóðveginum) fram í Sveinsstaði. Á laugardag leggjum við af stað frá Sveinsstöðum kl 10:00.
Riðið út í Þingeyrar og þaðan í Vaðhvamm með nesti í vasa (eða hnakktösku) og svo aftur í Sveinsstaði og gerum lauslega ráð fyrir að vera þar milli kl 16-17. Þar grillum við hamborgara og höfum svolitið notalega stund. Nokkur atriði til að hafa í huga
1) þau börn sem ætla að tjalda og gista verða að vera í fylgd fullorðinna og hafa með sér morgunmat fyrir laugardag 2) þeir sem gista þurfa auðvitað að hafa allan viðlegubúnað með sér 3) ef einhverjir eru með fæðuóþol þarf nefndin að fá að vita það upp á nestið að gera 4) það kostar kr. 250.- fyrir hestinn í næturhólf á Sveinsstöðum Þessi ferð er alls ekki bundin félagsmönnum, öll börn velkomin. Skráning hjá Kristínu 8631241 eða Heiðu Haralds 861 8803 fyrir kl. 13.00 á fimmtudag 24. júní. Skrifað af Selma 20.06.2021 20:19Félagsmót Neista - úrslitFélagsmót Neista var haldið í gær í blíðskaparveðri.
1. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Klaufi frá Hofi - 8,35
1. Salka Kristín Ólafsdóttir og Valur frá Sveinsstöðum - 7,77
1. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum - 7,90
1. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Pipar frá Reykjum - 8,33
1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal - 8,37
1. Lilja Maria og Viðar frá Hvammi 2 - 8,34
1. Lilja María og Viðar frá Hvammi 2 - 7,73sek Skrifað af Selma 18.06.2021 08:15RáslistarB Flokkur 1. Ægir Sigurgeirsson - Gleði frá Stekkjardal, 11v, rauðblesótt 2. Eline Manon Schrijver - Oddi frá Hofi, 8v, rauðstjörnóttur 3. Jón Kristófer Sigmarsson - Ásjóna frá Hæli, 8v, brún 4. Sigurður Ólafsson – Ísafold frá Margrétarhofi, 6v, brúnblesótt 5. Guðmundur Sigfússon – Órator frá Blönduósi, 10v, rauður 6. Ásdís Brynja Jónsdóttir – Kafteinn frá Hofi, 7v, brúnn 7. Guðjón Gunnarsson – Tenór frá Hólabaki, 8v, jarpur 8. Bergrún Ingólfsdóttir – Galdur frá Geitaskarði, 7v, brúnn 9. Ægir Sigurgeirsson – Gítar frá Stekkjardal, 20v, rauður 10. Selma Svavarsdóttir – Glódís frá Blönduósi, 6v, glóbrún
Ungmennaflokkur 1. Sólrún Tinna – Eldborg frá Þjóðólfshaga, 7v, móbrún 2. Hjördís Þórarinsdóttir – Glaður frá Blönduósi, 8v, rauðstjörnóttur 3. Ásdís Freyja Grímsdóttir – Pipar frá Reykjum, 10v, draugmoldóttskjóttur 4. Sólrún Tinna – Hrönn frá Reykjum, 7v, brún
A Flokkur 1. Lilja Maria – Viðar frá Hvammi 2, 16v, brúnskjóttur 2. Guðjón Gunnarsson – Óskadís frá Syðri-Löngumýri, 7v, jörp 3. Hörður Ríkharðsson – Þrá frá Þingeyrum, 8v, rauðstjörnótt 4. Ásdís Brynja Jónsdóttir – Konungur frá Hofi, 10v, brúnn 5. Ægir Sigurgeirsson – Tomma frá Stekkjardal, 9v, rauðblesótt 6. Bergrún Ingólfsdóttir – Sóldögg frá Röðli, 10v, brún 7. Guðjón Gunnarsson – Haukur frá Fremstagili, 7v, brúnn
Gæðingatölt 1. Hjördís Þórarinsdóttir – Glaður frá Blönduósi, 8v, rauðstjörnóttur 1. Ásdís Freyja Grímsdóttir – Hátign frá Reykjum, 6v, brún 2. Lára Margrét Arinbjarnardóttir – Sóldís frá Bergsstöðum, 10v, brún. 2. Sunna Margrét Ólafsdóttir – Píla frá Sveinsstöðum,15v, rauðblesótt 3. Bergrún Ingólfsdóttir – Lygna frá Lyngholti, 7v, brún 3. Ásdís Brynja Jónsdóttir – Klaufi frá Hofi, 10v, rauðskjóttur 4. Ægir Sigurgeirsson – Gleði frá Stekkjardal, 11v, rauðblesótt 4. Lilja Maria – Andvari frá Hvammi 2, 10v, jarpskjóttur 5. Kristín Jósteinsdóttir – Garri frá Sveinsstöðum, 14v, rauðblesóttur 5. Selma Svavarsdóttir – Hlökk frá Blönduósi, 9v, brúnstjörnótt
Barna- og Unglingaflokkur 1. Salka Kristín Ólafsdóttir – Valur frá Sveinsstöðum, 20v, grár 2. Karoline Kathrine Nielsen – Strönd frá Snjallsteinshöfða, 17v, leirljós 3. Sunna Margrét Ólafsdóttir – Píla frá Sveinsstöðum, 15v, rauðblesóttur
100m Skeið 1. Lilja María – Gaukur frá Sveinsstöðum, 10v, móálóttur 2. Ægir Sigurgeirsson – Trilla frá Stekkjardal, 8v, moldótt 3. Sigurður Ólafsson – Stormur frá Hríshóli 1, 10v, dökkjarpur 4. Sólrún Tinna – Hnakkur frá Reykjum, 17v, brúnskjóttur 5. Lilja María – Viðar frá Hvammi 2, 16v, brúnskjóttur
Skrifað af Selma 15.06.2021 18:43Félagsmót Neista - dagskráÞá er komið að því kæru Neistafélagar!!
Dagskrá gæðingamóts Neista liggur fyrir. Mótið hefst stundvíslega kl 10:00 laugardaginn 19. júní.
Í matarhléinu verður boðið uppá súpu og kaffi gegn vægu gjaldi.
Að loknu móti verður boðið uppá grill fyrir starfsmenn og keppendur mótsins.
Dagskrá 10:00 – B Flokkur
Ungmennaflokkur
A Flokkur
Gæðingatölt
Kaffi/Matarhlé
Barna – og Unglingaflokkur
Úrslit
Gæðingatölt
B Flokkur
Ungmennaflokkur
A Flokkur
100m Skeið
Skrifað af Selma Flettingar í dag: 702 Gestir í dag: 44 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925935 Samtals gestir: 88415 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is