22.04.2010 09:21"Strákarnir í prófi"Þeir voru sko flottir "strákarnir" hennar Söndru sem mættu í próf í Knapamerki 1 í gær. Hér eru þeir Magnús Ólafsson, "forsetaskjóni" og Sandra reiðkennari "Strákarnir" þeir Beggi, Rúnar, Kristján, Lalli, Maggi og Hjalli (vantar Sævar) með prófdómaranum Helgu og reiðkennaranum Söndru. Það mættu 7 í próf í gær og þá hafa 20 fullorðnir lokið prófi í Knapamerki 1, 10 konur og 10 karlar. Allir stóðust það með glæsibrag. Til hamingju öll. Skrifað af selma 21.04.2010 09:29Hósti í hrossumEftrifarandi tilkynning er á heimasíðu
Matvælastofnunar - mast.is Smitandi hósti í hrossum breiðist nú á milli hesthúsa víða um land og er talið líklegast að um veirusýkingu sé að ræða. Fyrstu rannsóknir benda til þess að ekki sé um hestainflúensu eða smitandi háls- og lungnakvef/fósturlát (EHV-1) að ræða en það eru alvarlegustu veirusýkingarnar sem leggjast á öndunarfæri hrossa. Áfram er unnið að því að greina orsökina. Ekki er enn vitað til þess að hross á útigangi hafi sýkst og óvíst hvort það muni gerast, en það kæmi sér sérlega illa nú þegar hætta á öskufalli er yfirvofandi á stórum landssvæðum. Hestamönnum er því ráðlagt að hafa fataskipti og þvo sér um hendur áður en útigangshrossum er gefið og ekki gefa útigangi moð frá sýktum hrossum. Mikilvægt er að hvíla hesta sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar eða eru í byrjunarfasa slíkrar sýkingar og getur það skipt sköpum um hversu hratt þeir ná bata. Alls ekki má mæta með slíka hesta í keppni eða sýningar af nokkru tagi. Hestamenn eru því hvattir til að halda sýningahaldi í lágmarki á meðan veikin gengur yfir. Skrifað af selma 18.04.2010 20:16Grunnskólamót - úrslitUm hálf fimmleytið í dag lauk keppni í hestaíþróttum
grunnskólanna á norðvesturlandi. Var keppt í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkrók og var hinn besta skemmtan. Úrslit urðu eftirfarandi: Fegurðareið 1. - 3. bekkur 1.Guðný Rúna Vésteinsdóttir á Blesa frá Litlu-Tungu 2 Varmahlíðarskóli 2.Lara Margrét Jónsdóttir á Vörpu frá Hofi Húnavallaskóli 3.Jón Hjálmar Ingimarsson á Flæsu frá Fjalli Varmahlíðarskóli 4. Hólmar Björn Birgirsson á Tangó frá Reykjum Grunnskóli Austan Vatna 5.-6.Ásdís Freyja Grímsdóttir á Funa frá Þorkelshóli Húnavallaskóli 5.-6.Guðmunda Góa Haraldsdóttir á Mána frá Árbakka Árskóli Tölt 4. - 7. bekkur 1.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjarmóti Varmahlíðarskóli 2.Ingunn Ingólfsdóttir og Hágangur frá Narfastöðum Varmahlíðarskóli 3.Guðmar Freyr Magnússon og Frami frá Íbishóli Árskóli 4.Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi Gr. Blönduósi 5.Rakel Eir Ingimarsdóttir og Smáralind frá S.-Skörðugili Varmahlíðarskóli Tölt 8.-10.bekkur 1. Eydís Anna Kristófersdóttir og Spyrna frá Syðri-Reykjum Gr.Húnaþings Vestra 2.Elínborg Bessadóttir og Blesi frá Litlu-Tungu Varmahlíðarskóli 3.Stefán Logi Grímsson og Gleði frá Sveinsstöðum Húnavallaskóli 4.Katarína Ingimarsdóttir og Johnny Be Good frá Hala Varmahlíðarskóli 5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ Gr.Húnaþings Vestra 6.Friðrik Andri Atlason og Perla frá Kvistum Varmhlíðarskóli Skeið 8.-10.bekkur 1. Fríða Marý Halldórsdóttir og Stígur frá Efri-Þverá Gr.Húnaþings Vestra 2.Stefán Logi Grímsson og Hávar frá Hofi Húnavallaskóli 3.Steindóra Ólöf Haraldsdóttir og Gneisti frá Ysta-Mói Árskóli 4.Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir og Kráka frá Starrastöðum Varmahlíðarskóli 5.Ragnheiður Petra Óladóttir og Hrekkur frá Enni Árskóli Og það fór þannig að Varmahlíðarskóli varði bikarinn frá því í fyrra og verður geymdur í Varmahlíðarskóla næsta árið. 1. Varmahlíðarskóli 2. Húnavallaskóli 3. Árskóli Til hamingju krakkar úr Varmahlíðaskóla með þennann frábæra árangur Skrifað af selma 18.04.2010 09:33Ráslisti fyrir Grunnskólamótið á SauðárkrókiHér kemur ráslistinn fyrir síðasta grunnskólamót vetrarins, það verður í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á morgun. Keppnin hefst kl. 13:00. Skráningargjöld skulu greidd fyrir keppni. Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst. Gjaldkeri verður við sjoppuna í aðalinngangi reiðhallarinnar. Þar verður hægt að kaupa sér kaffi, gos, sælgæti og pizzu. Ef einhverjar athugasemdir eru, þá vinsamlega sendið póst á [email protected] Dagskrá Fegurðarreið Tölt 4. - 7. bekkur Tölt 8. - 10. bekkur Skeið 8. - 10. bekkur Að lokinni keppni er keppendum boðið uppá pizzu og gos. * ATH úrslit eru riðin í lok hverrar greinar
Skrifað af selma 14.04.2010 21:24Frábær myndFengum sendar flottar myndir af æskulýðssýningunni frá Hjálmari Ólafssyni í Kárdalstungu sem settar voru í myndaalbúm. Takk fyrir Hjálmar. Verð að setja hér þessa æðislega flottu mynd af þeim feðginum Ingu Rós og Hauki. Skrifað af selma 13.04.2010 23:16KnapamerkjaprófÓli Magg og Sandra mættu með nemendur sína í fyrstu knapamerkjapróf vetrarins í Reiðhöllina í gær. Helga Thoroddsen prófdómari mætti kl. 17 til að taka út 13 nemendur. Í prófið mættu 10 konur og 3 karlar sem stóðust öll prófið með glæsibrag. Innilega til hamingju með það. Óli og Helga eitthvað að spá..... Didda í Litladal mætt í hringinn Sandra, Edda, Gummi og Helga Sigga, Anna Magga og Höskuldur Þeir voru glaðir nemendur, kennari og prófdómari að aflokun góðu dagsverki. Nú er hægt að kíkja á YouTube og sjá verklegt Knapamerkjapróf 2 stig. Skrifað af selma 13.04.2010 11:44Loka GrunnskólamótiðNú er komið að loka mótinu í Grunnskólamótaröð hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.Það verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00 Keppt verður í: Fegurðarreið 1. - 3. bekkur Tölt 4. - 7. bekkur Tölt 8. - 10. bekkur Skeið 8. - 10. bekkur Við skráningu þarf að koma fram keppnisgrein, nafn knapa, bekkur og skóli. Nafn hests, aldur, litur og upp á hvora hönd er riðið. Skráningargjald er 1000 krónur á hest og 500 á næstu hesta og greiðist á staðnum áður en mót hefst. Frekari upplýsingar hjá Smára í síma 8447285 Skrifað af sm 11.04.2010 22:48Lokaúrslit í KS-deildinni 2010Þá er KS-deildin búin þetta árið. Lokakvöldið var 7.apríl síðastliðinn
og var þá keppt í smala og skeiði og
einnig réðust úrslit í heildarstiga keppninni.Í smalanum sigraði
smalakóngurinn Magnús Bragi Magnússon og er þetta ekki í fyrsta skipti
sem
Magnús Bragi vinnur glæsta sigra í smalakeppni. Í skeiðinu sigraði
Bjarni Jónasson eftir harða keppni við Tryggva Björnsson en þeir félagar
þeyttust í gegnum höllinna á sama tíma 5,10 sek. sem er mjög góður tími,
en Bjarni vann sökum þess að tími hans úr hinum
sprettinum var betri en Tryggva. Með sigrinum í skeiðinu gulltryggði
Bjarni sér sigur í KS-deildinni þetta árið. Stirkleiki á keppninni í
ár var sennilega sá mesti frá upphafi deildarinnar og eflaust eigum við
eftir að sjá marga af þeim hestum og knöpum sem hvað mest hvað að í
KS-deildinni í vetur standa ofarlega á komandi landsmóti í Skagafirði í
sumar.Úrslit úr smala og skeiði má sjá á flipanum ýmis
mót - ks deild - úrslit - smali/skeið. Hér fyrir neðan eru heildarúrslit
í KS-deildinni 2010. Tólf efstu knapar hafa unnið sér
þáttökurétt á næsta ári.
Skrifað af selma 11.04.2010 09:55Frábær æskulýðssýningÆskulýðssýning Neista var í gær og tóku tæplega 40 börn, á öllum aldri, þátt í henni. Elín Hulda Harðardóttir opnaði sýninguna á henni Móheiði sinni og var Elínu veitt viðurkenning fyrir frábæran árangur og framför á árinu 2009. Áttu þær stöllur margan góðan sprettinn á keppnisbrautinn 2009, urðu t.d. í 4. sæti í unglingaflokki á Fjórðungsmóti. Elín Hulda og Móheiður á Landsmóti 2008 Elstu krakkarnir, 7 talsins, voru með 3 atriði, knapahreysti þar sem 2 lið kepptu sín á milli í ýmsum þrautum þar sem rauða liðið vann. Síðan var hindrunarstökk og svo var kennarinn þeirra Sandra Marín með sýnikennslu. Mjög skemmtilegt og flott hjá þeim. ![]() Hanna Lindmark og Christina Mai náðu 17 indíánum og kúrekum saman í keppni. Þeir kepptu sín á milli í 2 mismunandi þrautum, annars vegar héldu þau á sigti með bolta í og riðu milli stika og hins vegar í slaufur milli stika. Mikil spenna var á síðustu metrunum og fór það svo að indíánar unnu sigtakeppnina en kúrekarnir slaufur, svo bæði liðin fengu verðlaun. ![]() Minnstu krakkarnir, 12 talsins, voru trúðar, riðu berbakt og gerðu ýmsar æfingar á hestbaki, sneru sér við, stóðu upp og gerðu aðrar jafnvægisæfingar. Rosalega dugleg og flott. Sonja Noack hefur leiðbeint þessum krökkum í vetur. ![]() Í lokin voru allir krakkarnir og kennararnir þeirra kallaðir upp þeim veitt smá viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu, dugnað, áhuga og bara fyrir hvað við eigum flotta og duglega krakka. Við megum vera mjög stolt af þeim. Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm. Helga Thoroddsen tók fullt af myndum og sendi okkur. Kærar þakkir fyrir. Selma Svavarsdóttir tók líka nokkrar myndir. Kærar þakkir fyrir. Skrifað af selma 10.04.2010 23:56Húnvetnska liðakeppnin - tölt úrslitLið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) sigruðu í liðakeppninni með 142,5 stig. Í öðru sæti varð lið 3 (Víðidalur, Fitjárdalur) með 132 stig. Í þriðja sæti varð lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 114,5 stig og í fjórða sæti varð lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 50 stig. Mótið var gríðarsterkt og var stemmingin á pöllunum rosaleg og gaman að sjá hvað stuðningsfólk liðanna studdi vel sitt fólk. Dómarar voru skagfirðingarnir Maggi Magg, Hinrik Már og Júlía. Úrslitin og myndir má sjá hér. Skrifað af selma 08.04.2010 15:46Húnvetnska liðakeppnin - TÖLT ráslistarLokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður eins og flestir vita á
morgun í Þytsheimum og hefst klukkan 17.00. 104 keppendur eru skráðir
til leiks og spennan er rosaleg. Keppendur verða að vera búnir að greiða skráningargjald fyrir mót inn á 1105-15-200343 kt. 550180-0499, gjaldið er 1.500 fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Dagskrá Unglingaflokkur 2. flokkur 1. flokkur B-úrslit í unglingaflokki B-úrslit í 2. flokki B-úrslit í 1. flokki A-úrslit í unglingaflokki A-úrslit í 2. flokki A-úrslit í 1. flokki Skrifað af selma 07.04.2010 10:15Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Neista
Fram
koma um 40 krakkar á öllum aldri Hvetjum
alla til að koma og sjá þessa Aðgangseyrir kr. 500 fyrir 12 ára og eldri. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma 06.04.2010 15:04Lokakvöld KS - DeildarinnarMiðvikudagskvöldið 7. apríl fer fram lokakeppnin í KS - Deildinni. Keppt verður í Svaðastaðahöllinni og hefst keppnin kl.20.00. Keppt verður í smala og skeiði. Mikil spenna er fyrir þetta síðasta kvöld en nokkrir knapar eiga enn raunhæfa möguleika á að vinna deildina. Þar stendur Bjarni Jónasson þó best að vígi. Allt getur gerst þetta lokakvöld, því keppnisgreinarnar bjóða báðar upp á hraða og spennu. Búist er við fjölda áhorfenda en aðsókn að deildinni í vetur hefur verið mjög góð. Björn Jónsson frá Vatnsleysu hefur hætt keppni. Eftirfarandi er rásröð: Smali
Skeið
Skrifað af selma 06.04.2010 12:09Frá Endurmenntun LbhÍNámskeið á Miðsitju í Skagafirði um
byggingadóma hrossa! Búið er að opna fyrir skráningar
;-) Lýsing: Bygging hrossa Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á
ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver
eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga
og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir
að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór
Einarsson, kynbótadómarar. Staður og tími: Lau. 17. apríl kl.
10:30-17:00 (8 kennslustundir) á Miðsitju
í samstarfi við Hrossaræktarsamband Skagfirðinga Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar) Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á [email protected] eða í síma 433 5000 (fram komi nafn,
kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með
því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt.
411204-3590. Senda kvittun á [email protected] með skýringu. Skrifað af selma 04.04.2010 11:02Húnvetnska liðakeppnin - töltLokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 9. apríl nk. Keppt verður í tölti í unglingaflokki, 2.flokki og 1.flokki. Skráningu skal senda á [email protected] og þarf að vera lokið á miðnætti þriðjudaginn 6. apríl. Aðgangseyrir: 1.000 kr Skráningargjald: 1.500 kr. Hvaða lið tekur fyrsta sætið í liðakeppninni? Hverjir vinna einstaklingskeppnirnar? Komdu og fylgstu með spennandi
keppni, sjoppa á staðnum !! Skrifað af selma Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is