13.03.2010 19:32Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur úrslitÞriðja mót Húnvetnsku liðakeppninnar er
lokið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki og í tölti unglinga.
Staðan eftir þessi þrjú mót í liðakeppninin er æsispennandi og getur
allt gerst á lokamótinu sem er tölt og verður 9. apríl. Menn tala um að
þetta verði líklega meira spennandi en sjálfar ICESAVE kosningarnar. Staðan er eftirfarandi: 1. sæti lið 1 með 96,5 stig 2. sæti lið 3 með 94 stig 3. sæti lið 2 með 90,5 stig 4. sæti lið 4 með 47 stig Úrslit urðu eftirfarandi, Einkunnir forkeppni/úrslit: Tölt unglingar: 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 6,25 / 7,0 2. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ, lið 2 - eink. 6,1 / 6,33 3. Eydís Anna Kristófersdóttir og Syrpa frá Hrísum, lið 3 - eink. 5,4 / 5,92 4. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Viður frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 5,5 / 5,92 5. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri, lið 2 - eink. 5,4 / 5,83 A-úrslit 2. flokkur - fimmgangur 1. Gréta B Karlsdóttir og Brimkló frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 5,4 / 6,46 (vann B-úrslit og fékk þar 6,50) 2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, lið 1 - eink. 5,65 / 6,32 3. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gella frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 5,5 / 6,11 4. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Ímynd frá Gröf, lið 3 - eink. 5,6 / 5,79 5. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, lið 1 - eink. 5,55 / 5,50 B-úrslit 2. flokkur - fimmgangur 6. Katharina Tescher og Brjánn frá Keldudal, lið 3 - eink. 5,15 / 5,86 7. Elías Guðmundsson og Pjakkur frá Stóru - Ásgeirsá, lið 3 - eink. 5,25 / 5,54 8. Halldór Pálsson og Efling frá Tunguhálsi II, lið 2 - eink. 5,15 / 5,54 9. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glanni frá Varmalæk, lið 3 - eink. 5,35 / 4,32 A-úrslit 1. flokkur - fimmgangur 1. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, lið 2 - eink. 7,05 / 7,61 2. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi, lið 1 - eink. 6,90 / 7,50 3. Elvar Einarsson og Smáralind frá Syðra-Skörðugili, lið 3 - eink. 6,90 / 7,07 4. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti, lið 1 - eink. 6,85 / 6,93 5. Sigurður Halldórsson og Stakur frá Efri-Þverá, lið 2 - eink. 6,45 / 6,57 (vann B-úrslit og fékk 6,75) B-úrslit 1. flokkur - fimmgangur 6. Agnar Þór Magnússon og Draumur frá Ólafsbergi, lið 1 - eink. 6,60 / 6,68 7. Elvar Logi Friðriksson og Brimrún frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 6,45 / 6,18 8. James Faulkner og Úlfur frá Fjalli, lið 3 - eink. 6,40 / 5,64 9. Herdís Einarsdóttir og Kasper frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 6,40 / 5,61 Einstaklingskeppnin stendur þannig: Unglingaflokkur 1.-4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 5 stig 1.-4. Sigrún Rós Helgadóttir 5 stig 1.-4. Jóhannes Geir Gunnarsson 5 stig 1.-4. Viktor J Kristófersson 5 stig 5.-7. Helga Rún Jóhannsdóttir 4 stig 5.-7. Stefán Logi Grímsson 4 stig 5.-7. Elín Hulda Harðardóttir 4 stig 8. Eydís Anna Kristófersdóttir 3 stig 9. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 2 stig 10. Albert Jóhannsson 1 stig 2. flokkur 1. Gréta B Karlsdóttir 13 stig 2. Patrik Snær Bjarnason 12 stig 3. Kolbrún Stella Indriðadóttir 10 stig 4. Halldór Pálsson 9 stig 5. Ninni Kulberg 8 stig 6. Sveinn Brynjar Friðriksson 7 stig 7. - 8. Garðar Valur Gíslason 6 stig 7. - 8. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir 6 stig 9. Elín Rósa Bjarnadóttir 5 stig 10. Gerður Rósa Sigurðardóttir 4 stig 1. flokkur 1. Tryggvi Björnsson 25 stig 2. Reynir Aðalsteinsson 22 stig 3. Elvar Einarsson með 18 stig 4. Elvar Logi Friðriksson 15 stig 5. Agnar Þór Magnússon 13 stig 6. Eline Manon Schrijver 12 stig 7. Herdís Einarsdóttir 11 stig 8. - 9. Birna Tryggvadóttir 10 stig 8. - 9. Helga Una Björnsdóttir 10 stig 10. Einar Reynisson með 9 stig Skrifað af selma 11.03.2010 11:09Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt unglinga ráslistarHér koma ráslistar fyrir fimmgang og
tölt unglinga í Húnvetnsku liðakeppninni, það verða tveir inn á í einu
og er prógrammið, tölt, brokk, stökk, fet og skeið í fimmgangi (skeiðið
eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki
snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt. Eftir æsilega keppni í smala á Blönduósi er staða liðakeppninnar eftirfarandi:
Skrifað af selma 10.03.2010 15:21Bygging hrossa - Kynbótadómar - Sköpulag hrossa
Bygging hrossa - Kynbótadómar - Sköpulag hrossa Í samstarfi við Hrossaræktarsamband V-Húnvetninga Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar. Staður og tími: lau. 13. mars kl. 09:30-17:00 Gauksmýri, Húnavatnssýslu. Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar) Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á [email protected] eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að
millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.
Senda kvittun á [email protected] Skrifað af selma 10.03.2010 14:14Aðalfundur Hestamannafélagsins NeistaAðalfundur Hestamannafélagsins Neista verður fimmtudaginn 11. mars kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Skrifað af selma 09.03.2010 14:11Lokaskráningardagur í dag í Húnvetnsku liðakeppninni - fimmgangurLokaskráningardagur er í dag 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið: [email protected]. Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri. Meira um mótið hér. Mótanefnd Skrifað af selma 09.03.2010 14:10Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttumHÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum. Ýmsar breytingar voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar hafa verið. Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda. Hjálagt fylgja helstu breytingarnar - en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál - íþróttadómarar og kynna sér hann. Í skeiði inná hringvelli er meiri munur í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett. Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli. Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn. Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina. Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju. Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5. Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar Gæðingaskeið: "HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN ER SETTUR Á STÖKK - HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5" Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: [email protected] Með bestu kveðjum Stjórn HÍDÍ Skrifað af selma 09.03.2010 11:19LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélagaLH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélagaFulltrúar hestamannafélaganna Geysi, Léttfeta, Sindra ogStíganda
Samkvæmt heimildum Feykis.is afboðar Haraldur fundinn um miðnætti fyrir fundardag á þeim forsendum að hann sé upptekinn og nái ekki að boða stjórnarmenn til fundarins. En daginn eftir eða sama dag og fundurinn átti að vera birtist frétt um að komið hafi verið á fundi milli LH og Fáks þar sem undirritaður var samningur um Landsmót í Reykjavík 2012. -Við furðum okkur á vinnubrögðum formanns LH og teljum þau ólýðræðisleg og ekki unnin af heilindum. Ljóst er að geysileg andstaða ríkir meðal hestamanna um val á Reykjavík sem Landsmótsstað 2012, segir í yfirlýsingu frá fulltrúahópnum. 08.03.2010 20:27Úrslit grunnskólamótsFyrsta grunnskólamót vetrarins var í Þytsheimum í gær.
Gaman var að sjá hvað margir sáu sér fært að koma og kíkja á
skemmtilegt mót. Úrslit urðu þessi;
Þá standa stigin í keppninni svona:
Smalinn er næsta mót og verður á Blönduósi 21.mars. fjölmennum og fylgjumst með framtíðarknöpunum okkar. Skrifað af selma 06.03.2010 16:52Úrslit á Ís-landsmótiÞað var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land. Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim að fresta mótinu, eða fella það niður, enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum. Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá keppendum. Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim. Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt. Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn 5. mars 2011. Úrslit urðu þessi: B-flokkur
1. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi 8,53 / 8,73 2. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum 8,51 / 8,44 3. Elvar Einarsson og Stimpill frá Vatni 8,44 / 8,46 Tryggvi knapi í forkeppni 4. Svavar Hreiðarsson og Johnny be good frá Hala 8,33 / 8,36 5. Jakob S. Sigurðsson og Glettingur frá St. Sandfelli 2 8,30 / 8,34 6. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum 8,29 / 8,27 7. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum 8,27 / 8,50 8. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði 8,17 / 8,23 A-flokkur
1. Jakob Svavar Sigurðsson og Vörður frá Árbæ 8,44 / 8,53 2. Páll Bjarki Pálsson og Hreimur frá Flugumýri II 8,43 / 8,43 3. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti 8,36 / 8,37 4. Sigurður Pálsson og Glettingur frá Steinnesi 8,31/8,36 Páll knapi í forkeppni 5. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi 8,30 / 8,37 6. Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri-Skógum 8,19 / 8,11 7. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli 8,18 / 8,41 8. Tryggvi Björnsson og Dáðadrengur frá Köldukinn 8,06/8,06 Elvar knapi í forkeppni Tölt
1. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey 7,50 / 6,83 2. Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu 7,17 / 7,33 3. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum 7,00 / 6,67 4. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ 6,83 / 6,50 5. Camilla Petra Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti 6,67 / 6,17 6. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti 6,67 / 6,67 Eftirtaldir luku ekki keppni Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Úði frá Húsavík Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum Skrifað af selma 06.03.2010 10:04Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangurNæsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur og tölt unglinga og verður í Þytsheimum föstudagskvöldið 12. mars nk. Lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið: [email protected]. Keppt verður í fimmgangi í 1. flokki, 2. flokki og í tölti í flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, fet, stökk og skeið í fimmgangi en í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt. Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri. Allt um reglur keppninnar má sjá hér. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar Skrifað af selma 05.03.2010 11:06Fyrsta grunnskólamótiðFyrsta grunnskólamótið verður í Þytsheimum á Hvammstanga sunnudaginn 7.mars kl. 13.00 Skrifað af selma 04.03.2010 22:46Ráslistar á Ís-landsmótDagskráin hefst stundvíslega kl. 10.00 á laugardagsmorgun á B-flokki, síðan A-flokki og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax eftir hverja grein. Ráslista er að finna hér. Skrifað af selma 04.03.2010 11:18KS- Deildin - Frábær tölt - úrslitÁhorfendur voru ekki sviknir af töltkeppni KS-deildarinnar sem haldin var í gær í Svaðastaðahöllini. Fyrsti hestur í braut gaf tóninn með einkunn uppá 7,30. Margar glæsilegar sýningar sáust og seinasti hestur inní B-úrslit var með einkunnina 6.93. Mikil spenna var svo í A-úrslitum og urðu tveir knapar Ísólfur og Ólafur jafnir í fyrsta til öðru sæti með einkunnina 8,11. Var því gripið til sætisröðunar þar sem Ísólfur hafði betur. Mikil spenna er komin í stigasöfnunina og verður fróðlegt að sjá hvað mun gerast eftir hálfann mánuð þegar keppt verður í fimmgangi. A-úrslit
B-úrslit 5. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50
Stigasöfnun 1 Ólafur Magnússon 16 stig Skrifað af selma 03.03.2010 11:01Tölt í KS deildinni í kvöld
Eftir frábæra fjórgangskeppni í KS deildinni er komið að tölti. Það
verður mikið fjör í Svaðastaðahöllinni
í kvöld, miðvikudagskvöld 3. mars kl:20:00. Eins og sjá má á
ráslistanum eru margir sterkir hestar skráðir til leiks og ljóst er að
hart verður barist. Ráslisti:
Skrifað af selma 02.03.2010 16:28Karlareið Hestamannafélagsins NeistaKarlareið Hestamannafélagsins Neista verður laugardaginn 13. mars n.k. Riðið verður úr "Bótinni" suður Svínavatn að Stekkjardal.
Gjald kr.3500.- Þátttaka tilkynnist fyrir miðnætti miðvikudaginn 10. mars. til einhvers eftirtalinna: Jóns Kr. Sigmars. sími 8989402 Guðmundar Sigf. sími 8926674 Páls Þórðar. sími 8484284 UndirbúningsnefndinSkrifað af selma Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is