03.02.2010 12:09

Húnvetnska liðakeppnin


JÆJA......... rúmlega 100 keppendur skráðir til leiks....


Mótið þarf því að byrja klukkan 17.00

Dagskrá

Unglingaflokkur
B-úrslit í unglingaflokki
2. Flokkur
1.Flokkur
B-úrslit í 2. Flokki
B-úrslit í 1. Flokki
A-úrslit í Unglingaflokki
A-úrslit í 2. Flokki
A-úrslit í 1. Flokki

  Mótanefndin     


Þytur

02.02.2010 16:55

Æfing og skráning


Minna á æfingu fyrir fjórgang í kvöld. Maggi í Steinnesi ætlar að mæta á Braga frá Kópavogi og vinna fjórganginn fyrir vestan á föstudaginn.

Muna líka að það er lokaskráning í kvöld fyrir  fjórganginn í Húnvetnsku liðakeppninni. Sjá 
hér.

02.02.2010 10:55

Ís-landsmót á Svínavatni


Siggi Sig. og Freyðir

Laugardaginn 6. mars verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Hún. Mótið hefur verið það sterkasta og fjölmennasta sem haldið hefur verið á ís hérlendis undanfarin ár og  lítur út fyrir að þar verði engin breyting á. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og verið hefur og verður það nánar auglýst síðar.


Undirbúningsnefndin

01.02.2010 22:14

Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?


Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 - 17 ára verða í 1 - 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.



Einnig er fyrirhugað að bjóða erlendum unglingum til dvalar hér á landi á sömu forsendum.
Æskulýðsnefndin óskar eftir áhugasömum unglingum sem vilja fara og fjölskyldum sem mundu vilja bjóða heim erlendum unglingum.  Miðað verður við að þátttökugjald standi undir kostnaði. Ef þið hafið áhuga vinsamlega hafið samband sem fyrst við æskulýðsnefnd LH. Tölvupóstföng og símanúmer eru á heimasíðu LH á
www.lhhestar.is

Með kveðju
Æskulýðsnefndar LH


31.01.2010 20:35

Næsta æfing fyrir fjórgang er á þriðjudagskvöld


Þetta er Raggi Stef. liðsstjóri Austur-Húnvetnska liðsins
í Húnvetnsku liðakeppninni
(myndin tekin af Þytssíðunni, frábær mynd Kolla)

Hann hafði í nógu að snúast sl. laugardag þegar góður hópur fólks mætti til æfinga í Reiðhöllinni.

    

    


Næsta æfing er þriðjudagskvöldið 2. febrúar kl. 21.00


29.01.2010 19:46

Æfing fyrir fjórganginn


Senn líður að fyrsta mótinu í Húnvetnsku liðakeppninni en fjórgangur verður 5. feb. í Hvammstangahöllinni.
Þeir sem vilja vera með liðinu þ.e. Austur-Húnvetnska hafi samband við Ragga Stef í síma 8988924. Raggi ætlar að vera í Reiðhöllinni á morgun, laugardag kl. 17.00 og aðstoða þá sem það vilja, fara yfir keppnisreglurnar og æfa fjórganginn.

Mætum svo öll í Hvammstangahöllina 5. feb.
emoticon

29.01.2010 10:26

Yngir krakkarnir mættu í gær

Það var gaman hjá byrjendahópunum sem mættu á námskeið í gær. Þau eru 20 og skipt í 3 hópa, alveg byrjendur, aðeins vanari og þau sem eru búin að vera í mörg ár en ekki nógu gömul til að komast í knapamerki 1 en það er 12 ára aldurstakmark þar.
Kennarar eru 
Christina Mai og Sonja Noack.

Myndir eru komnar í myndaalbúm.

28.01.2010 14:40

Sjö nýjir knapar í KS deildinni

Knaparnir sjö sem unnu sér inn keppnisrétt í KS deildina í vetur

Í gærkvöldi fór fram úrtöka fyrir KS deildina og var keppt um sjö laus sæti fyrir keppni vetrarins. Hestakostur var mjög góður og glæsilegar sýningar fengu litið dagsins ljós fyrir þá rúmlega tvöhundruð áhorfendur sem fylgdust með.

Upphaflega átti að keppa um sex sæti en Stefán Friðgeirsson frá Dalvík sem vann sér inn keppnisrétt í fyrra boðaði forföll svo einum var bætt við og því sjö keppendur sem komust áfram.

Eftirtaldir knapar komust áfram í aðalkeppnina.

1-2       Tryggvi Björnsson  
1-2       Elvar E Einarsson
3          Þorsteinn Björnsson
4          Líney Hjálmarsdóttir 
5          Heiðrún Ó Eymundsd   
6          Viðar Bragason 
7          Riikka Anniina

27.01.2010 11:44

Húnvetnska liðakeppnin

Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður föstudagskvöldið 5. febrúar nk. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected] og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 02.02. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða mjög líklega tveir inn á í einu og er prógrammið, hægt tölt, brokk, fet, stökk og fegurðartölt.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.-


Allt um reglur keppninnar má sjá 
hér.

 
Mótanefnd Húvetnsku liðakeppninnar

Flettingar í dag: 1903
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 3769
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 1412320
Samtals gestir: 100317
Tölur uppfærðar: 2.11.2025 15:01:35

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere