17.01.2010 10:13

Almennur fundur

Stjórn Neista heldur almennan félagsfund í Reiðhöllinni, kaffistofu,
miðvikudagskvöldið 20. janúar kl. 20.30

Rætt verður um;

Námskeiðahald í Reiðhöllinni
Húnvetnsku liðakeppnina
Mót vetrarins (heimamót)
Stórsýninguna í mars
Önnur mál

Allir velkomnir


14.01.2010 22:06

Námskeiðin byrja í næstu viku


Þá fer fjörið að hefjast, strax í næstu viku. Búið er að raða niður námskeiðum vetrarins og er þátttaka mjög góð á þau flest.

Mánudaginn 18. janúar Knapamerki 1 - konur.
Fyrsti hópur í Reiðhöll kl. 17.30. Ef einhver hefur ekki fengið póst um hvenær mæting er þá endilega hafa samband á netfang Neista eða Selmu í síma 661 9961. 
Kennari er Ólafur Magnússon.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 17.30 er Knapamerki 1 - krakkar.
Kennari er Hanna María Lindmark.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 18.30 er Knapamerki 2 - krakkar.
Kennari er Hanna María Lindmark.

Miðvikudagur 20. janúar kl. 18.00 er Knapamerki 3 - krakkar.
Kennari er Sandra Marín.

Miðvikudagur 20. janúar kl. 19.00 er Knapamerki 1 - karlar.
Kennari er Sandra Marín.

Námskeið hjá byrjendahóp og lengra komnir, þ.e. yngri börnin öll, byrja fimmtudaginn 28. janúar. Haft verður samband við foreldra og einnig verður það auglýst hér á síðunni.

13.01.2010 09:04

Húnvetnska liðakeppnin

Mótanefnd liðakeppninnar fundaði nýverið með liðsstjórum allra liðanna og var farið yfir  reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem allir voru mjög sammála um. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 5. febrúar í Hvammstangahöllinni.


Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

5. febrúar
- Fjórgangur
19. febrúar - Smali á Blönduósi

12. mars - Fimmgangur
9. apríl - Tölt

Reglur keppninnar árið 2010:

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili. Keppendur verða að finna sitt lið og láta hjartað ráða för
J


1. flokkur,
ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. 4 efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.

Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur,
sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 6 stig
3. sæti - 5 stig
4. sæti - 4 stig
5. sæti - 3 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 2 stig
7.sæti - 1 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1993 og seinna)

1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. eða 2. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Þytur

10.01.2010 23:53

KS-Deildin Úrtaka


Úrtaka fyrir 6 laus sæti í KS-Deildinni verður haldin miðvikudagskvöldið 27 janúar í Svaðastaðahöllinni. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og gildir samanlagður árangur.

Skráning fyrir föstudagskvöldið 22 janúar hjá
Eyþóri í síma 842-5240.

Meistaradeild Norðurlands


hestafrettir.is  

10.01.2010 23:49

Kynbótasýningar 2010

Fagráð í hrossarækt hefur ákveðið tímasetningar kynbótasýninga árið 2010. Alls verða sýningarnar 19 talsins og verður sú fyrsta á Sauðárkróki dagana 22. og 23.apríl og síðasta sýningin verður svo dagana 18. - 20. ágúst í Skagafirði/Eyjafirði.

Tími    Staður    Sími
22.4 - 23.4    Sauðárkrókur    455-7100
10.5 - 14.5    Reykjavík    480-1800
12.5 - 14.5    Eyjafjörður    460-4477
17.5 - 21.5    Hafnarfjörður    480-1800
24.5 - 28.5    Hafnarfjörður    480-1800
24.5 - 28.5    Sauðárkrókur    455-7100
31.5 - 4.6    Hella    480-1800
7.6 - 11.6    Hella    480-1800
31.5 - 4.6    Blönduós    451-2601
1.6 - 2.6    Hornafjörður    480-1800
3.6 - 4.6    Hérað    471-1161
7.6 - 11.6    Eyjafjörður    460-4477
7.6 - 11.6    Borgarfjörður    437-1215
27.6 - 4.7    Landsmót   
3.8 - 6.8    Borgarfjörður    437-1215
11.8 - 13.8    Blönduós    451-2601
9.8 - 13.8    Hella    480-1800
16.8 - 20.8    Hella    480-1800
18.8 - 20.8    Skagafjörður/Eyjafjörður    460-4477


hestafrettir.is

09.01.2010 09:57

Mikill áhugi


Gaman var að sjá hve margir komu á kynningarfund um Knapamerkin
sem Helga Thoroddsen var með sl. fimmtudagskvöld.
Mjög áhugaverður fundur og greinilegt að það er mikill áhugi hjá fólki
að kynnst því hvað felst í því að fara í Knapamerkin.

                      


                     

04.01.2010 10:34

Skráningar á reiðnámskeiðin

Þeir sem hafa hug á og hafa ekki skráð sig á námskeið
(sjá fréttir frá 30. nóv og 1. des)
þurfa að skrá sig á netfang Neista [email protected]
fyrir föstudaginn 8. janúar

svo hægt sé að fara að skipuleggja vetrarstarfið.


Þeir sem eru með Knapamerkjabækur vinsamlegast skilið þeim til Sillu eða Selmu.

02.01.2010 22:51

Kynningarfundur um Knapamerkin




Fimmtudaginn 7. janúar mun Helga Thoroddsen halda 
almennan kynningarfund (fyrirlestur) um Knapamerkin.

Fundurinn er öllum ætlaður sem vilja afla sér upplýsinga
um Knapamerkin, markmið þeirra og framkvæmd.


Fundurinn verður haldinn
í Grunnskólanum á Blönduósi og hefst kl. 20:00.

24.12.2009 08:35

Jólakveðja


Hestamannafélagið Neisti óskar Húnvetningum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.




14.12.2009 22:28

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: "Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta...."  

Á hátíðinni  verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki íslenska hestsins og því viðamikla og blómlega starfi sem honum tengist, bæði hér á landi og erlendis.  Hestamennska er atvinna margra sprottin af þeirri íþrótt og lífsstíl fjölda fólks á öllum aldri sem nýtur margbreytilegra eðliskosta íslenska hestsins í leik og keppni. Staða íslenska hestsins er sterk í menningu þjóðarinnar og sérstæðir eiginleikar hans hafa vakið verðskuldaða athygli víða um lönd það hefur reynst dýrmætt kynning landi og þjóð.

Afmælishátíðin hefst á fánareið úrvalsknapa á öðlingsgæðingum, sem koma ríðandi að Iðnó klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskrá þar sem fjallað verður  um fjölþætt hlutverk íslenska hestsins og það viðamikla og blómlega starf sem honum tengist, bæði hér heima og erlendis:  Kári Arnórsson flytur inngang um sögu LH, Þorvaldur Kristjánsson fjallar um íslenska hestinn og vísindasamfélagið, Ásta Möller ræðir lykilþætti í markaðssetningu íslenska hestsins, Benedikt Erlingsson fjallar um hestinn í listum og menningu, Pétur Behrens flytur erindi um tamningu og reiðlist og Hjörný Snorradóttir fjallar um stefnumótun varðandi framtíð Landsmóts hestamanna. Dísella Lárusdóttir syngur  og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri hátíðarinnar verður Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Landsamband hestamannafélaga er aðili að Íþróttasambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að sambandinu og er formaður þess Haraldur Þórarinsson. Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar er það, samkvæmt lögum Íþróttasambands Íslands, í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Árið 2010, 60 ára starfsár Landssambands hestamannafélaga, verður nýtt til þess að kynna enn betur íslenska hestinn og mikilvægi hans fyrir íslensku þjóðinni.  Landsmótið á Vindheimamelum verður hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna.

F.h. afmælisnefndar LH

Hallmar Sigurðsson síma 8960779

[email protected]


Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925995
Samtals gestir: 88422
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere