14.06.2021 12:40

Opið félagsmót Neista

Þá er komið að okkar skemmtilega ??Félagsmóti sem verður opið mót í ár??, endilega allir að taka þátt og búum til frábært mót með frábæru fólki. Hægt er að skrá sig á mótið með því að skanna QR kóðann eða á þessum hlekk: https://forms.gle/wB3cRJkBUq72mKYP9

 

 
 

12.06.2021 18:25

Úrtaka fyrir fjórðungsmót - niðurstöður úr forkeppni

Hestamannafélögin Þytur og Neisti héldu saman úrtöku fyrir Fjórðungsmót Vesturlands í dag á Kirkjuhvammsvelli í blíðskaparveðri.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður Neistafélaga úr forkeppninni. Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar, niðurstöður úr forkeppni gilda hverjir komast inn á Fjórðungsmót. Í ungmennaflokki má sami knapi einungis fara með 1 hest.
 

Ungmennaflokkur

Pipar frá Reykjum og Ásdís Freyja Grímsdóttir, einkunn 8,297
Eldborg frá Þjóðólfshaga og Sólrún Tinna Grímsdóttir, einkunn 8,11
Nóta frá Tunguhálsi II og Una Ósk Guðmundsdóttir, einkunn 8,057
Lygna frá Lyngholti og Ásdís Freyja Grímsdóttir, einkunn 7,797

 

B-flokkur

Adrían frá Garðshorni og Daníel Jónsson, einkunn 8,77
Hrönn frá Ragnheiðarstöðum og Daníel Jónsson, einkunn 8,52
Galdur frá Geitaskarði og Bergrún Ingólfsdóttir, einkunn 8,433
Tenór frá Hólabaki og Guðjón Gunnarsson, einkunn 8,233
Sinfónía frá Blönduósi og Egill Þórir Bjarnason, einkunn 8,203
Ísafold frá Margrétarhofi og Sigurður Ólafsson, einkunn 8,20
Smiður frá Ólafsbergi og Guðjón Gunnarsson, einkunn 8,137
Kafteinn frá Hofi og Ásdís Brynja Jónsdóttir, einkunn 8,11

 

A-flokkur

Roði frá Lyngholti og Bergrún Ingólfsdóttir, einkunn 8,583
Spenna frá Blönduósi og Egill Þórir Bjarnason, einkunn 8,51
Konungur frá Hofi og Ásdís Brynja Jónsdóttir, einkunn 8,407
Sæmd frá Höskuldsstöðum og Gestur Stefánsson, einkunn 7,693

11.06.2021 00:01

Dagskrá Gæðingamóts Þyts og úrtöku félaganna í Húnavatnssýslu

Dagskrá Gæðingamóts Þyts og úrtöku Þyts, Neista og Snarfara fyrir Fjórðungsmót Vesturlands má sjá hér fyrir neðan. Gæðingatölt var sameinað í einn flokk vegna dræmrar þátttöku. 
 
Mótið hefst á knapafundi kl. 09.30 í félagshúsi Þyts. 
 
Laugardagur
9:30 Knapafundur
10:00 B-flokkur
Matarhlé
Pollaflokkur
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
A-flokkur
Kaffihlé
Gæðingatölt
Skeið

 

Sunnudagur
10:30 b-úrslit B flokkur
b úrslit - A flokkur
a-úrslit Gæðingatölt
Hádegismatur
a- úrslit Ungmennaflokkur
a- úrslit Unglingaflokkur
a- úrslit B - flokkur
a- úrslit Barnaflokkur
a- úrslit A - flokkur

 

10.06.2021 06:50

Sjálfboðaliðar á Fjórðungsmót

Hestamannafélagið leitar til félagsmanna og annara sem áhuga hafa til sjálfboðaliðastarfa á Fjóðrungsmóti.

Störfin felast m.a. miðasölu, gæslu á svæðinu, ritarar, umsjón með tónlist, hliðverðir og fleira. Starfsmaðurinn má vinna t.d. eina vakt á dag, tvær eða þrjár eða jafnvel vakt á miðvikudegi og svo aftur á laugardegi.
Starfsmaður sem vinnur að lágmarki 8 klst á FM´21 fær vikupassa á mótið í boði FM´21 en
þó skal það tekið fram að aðeins einn miði er í boði á mann.

Þeir sem hafa áhuga endilega sendið nafn og símanúmer á [email protected] sem allra fyrst.

07.06.2021 20:37

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt heiðurssess á Fjórðungsmótum, og á Fjórðungsmóti 2021 í Borgarnesi verður engin breyting þar á. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú. Sýning ræktunarbúa eru áætluð á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 9. júlí eftir kl. 19:00 og mun áhorfendum verða boðið að taka þátt við að velja besta ræktunarbúið með kosningu.

Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er miðað við 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótstjórn FM setur. Miðað er við að 4 - 8 hross séu í hópnum, og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.

Þátttakendur velja tónlist sjálfir og skila inn skriflega texta fyrir þul hvernig búið skuli kynnt. Hálf síða í mótaskrá fylgir til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í sýningunni en forsvarsmenn búanna verða að skila inn upplýsingum fyrir 20. Júní.

Ræktunarbú og Keppnishestabú ársins 2020 eru boðin til mótsins og munu þau koma fram ásamt verðlaunabúinu á kvöldvöku laugardagskvöldsins 10. júlí.

Þeir hrossaræktendur sem hafa áhuga á að koma fram með sinn hóp á Fjórðungsmóti 2021 eru beðnir að senda inn umsókn um slíkt og athugið að gefa upp upplýsingar um hvaða hross er stefnt með á sýninguna. Dregin verða svo 10 bú til þátttöku úr innsendum umsóknum. 

 

Þáttökugjaldið er kr.60.000.
Umsóknarfrestur er til 20. júní og verður tilkynnt þann 25. júní hvaða ræktunarbú munu taka þátt.

Umsóknir skulu sendar á netfangið [email protected]
 
 

06.06.2021 19:50

Frá æskulýðsnefnd!

Æskulýðsnefnin bíður uppá keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni fyrir úrtöku og fjórðungsmót.
Bergrún Ingólfsdóttir leiðbeinir.
Vinsamlegast hafa samband við Kristínu 8631241 eða Heiðu Haralds 861 8803.

Einnig hyggst æskulýðsnefnd bjóða börnum og fullorðnum á öllum aldri í ferð í Þingeyrar dagana 25.-27. júní þar sem verður grillað og vonandi gist. Nánari ferðatilhögun (reiðleið og tímasetninngar) verður sett inn síðar.
 
 
Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins var haldin í lok apríl. Þá var farinn langur útreiðatúr, grillaðar pylsur, farið í leik í reiðhöllinni og viðurkenningarskjöl afhent. Kennarar í vetur voru þær Bergrún Ingólfsdóttir og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Færum við þeim bestu þakkir fyrir frábærlega góðan og skemmtilegan vetur.
Hér eru nokkrar myndir frá uppskeruhátíðinni.
 
 
 

 

 

   
 

 

 

 

 

 

29.05.2021 17:04

Úrtaka og gæðingamót

Hestamannafélögin Þytur og Neisti halda saman úrtöku fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Þytur mun einnig hafa mótið sem sitt gæðingamót en Neisti einungis sem úrtökumót (12. júní).
Mótið verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, dagana 12. og 13. júní nk.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka fyrir úrtökumótið (fyrir félagsmenn Neista):

A-flokk gæðinga 
B-flokk gæðinga 
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) 
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
100m Skeið

ATH. fleiri flokkar eru í boði fyrir Þyts félaga því þetta er einnig gæðingamótið þeirra.
Neisti mun auglýsa síðar hvenær Félagsmótið verður.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 9. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. og fyrir börn og unglinga 3.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.000 kr á hest.

Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til Guðjóns (í reiðhöllinni) áður en mótið hefst.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið [email protected] og líka á [email protected] Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt.
Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar og er það forkeppnin sem gildir með hverjir komast inn á mót. Ekki verða riðinn úrslit hjá Neista félögum.

07.05.2021 19:56

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót Vesturlands

Hestamannafélögin Neisti og Þytur standa fyrir Úrtökumóti fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Stefnt er á að Úrtöku- og Félagamótið fari fram 12-13 júní, á vallarsvæði Þyts með þeim fyrirvara að nýji völlurinn þeirra verði í lagi (annars verður það haldið í Neista). Boðið verður uppá A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk og pollaflokk. Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt. Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar. Það verða riðinn úrslit á Úrtöku- og Félagsmótinu en forkeppnin gildir þó inn á Fjórðungsmótið.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
 
Með góðum kveðjum mótanefnd Neista

01.05.2021 20:31

Úrslit úr þrígangsmóti

Hér koma úrslit úr skemmtilegu og velheppnuðu þrígangsmóti.
Þökkum öllum sem tóku þátt, keppendum og starfsfólki.

 

Pollarnir með verðlaunin sín:
Victor Líndal og Fjörnir
Halldóra Líndal og Henrý
Katrín Heiða og Prins
Margrét Viðja og Hetta
Viktoría Máney og Hnoss
Hilmir og Feykir

 


Börn

 

1. Harpa Katrín og Maístjarna, ae. 8,0
2. Harpa Katrín og Jarpblesi,  ae. 7,9
3. Kristín Erla og Obama, ae. 7,6

 

Unghrossa flokkur

 

1. Guðmundur og Ólga, ae. 6,7
2. Guðjón og Svaðilfari , ae. 6,6



 

Unglingar

 

1. Inga Rós og Andvari, ae. 7,7
2. Sunna Margrét og Gáski, ae. 7,1


Ungmenni

 

1. Ásdís Freyja og Pipar, ae. 8,60
2. Sólrún Tinna og Eldborg, ae.  8,40
3. Hjördís og Glaður, ae. 8,10
4. Lilja María og Kristall, ae. 8,06

 

1. flokkur

 

1. Hafrún Ýr og Gjöf, ae. 8,30
3. Karen Ósk og Stika, ae. 8,17

2. Þorgeir og Birta, ae. 8,13
4. Guðmundur og Spenna, ae. 8,03
5
. Magnús og Elddór, ae 7,57

 

Opinn flokkur

 

1. Jakob Víðir og Stefnir, ae. 8,50
2. Guðjón og Smiður, ae. 8,48
3. Þorgerður og Nína, ae. 8,43
4. Bergrún og Galdur, ae. 8,30
5. Guðjón og Tenór  - Guðmundur knapi í úrslitum, ae. 8,10

 

29.04.2021 21:24

Ráslistinn

Fyrirkomulagið fyrir Þrígangsmótið (keppendur):
 
Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Knapi hefur sjálfur val um hvaða gangtegundir hann sýnir, en sýna ber þrjár af fimm viðurkenndum gangtegundum íslenska hestsins. Dómskali gæðingakeppni gildir og sýna dómarar einkunn eftir hverja ferð. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn (hægt tölt og greitt tölt telst ekki sem tvær gangtegundir) Keilur afmarka þar sem hestur er í dómi.
 
 
Ekki eru riðin úrslit nema í 1. flokki og opnum flokki.
Verðlaunaafhending er strax á eftir hverjum flokki fyrir sig.
 

 

Pollar


1. Hilmir Hrafn Jónasson og Feykir frá Stekkjardal, rauður
2. Viktoría Máney Guðjónsdóttir og Hnoss frá Hvammi, brún
3. Halldóra Líndal Magnúsdóttir og Henrý frá Kjalarlandi, rauðhöttóttur, blesóttur
4. Katrín Heiða Finnbogadóttir og Prins frá Kjalarlandi, moldóttur
5. Camilla Líndal Magnúsdóttir og Fjörnir frá Kjalarlandi, brúnn
6. Margrét Viðja Jakobsdóttir og Hetta frá Stóradal, brúnskjótt

7. Victor Líndal Magnússon og Fjörnir frá Kjalarlandi, brúnn


Börn

1. Harpa Katrín Sigurðardóttir og Jarpblesi frá Hnjúki, jarpblesóttur með leista
2. Kristín Erla Sævarsdóttir og Obama frá Dýrfinnustöðum, brúnn
3. Harpa Katrín Sigurðardóttir og Maístjarna frá Rauðkollsstöðum, grá

 

Unghrossa flokkur

1. Guðmundur Sigfússon og Ólga, 4v. brún
2. Guðjón Gunnarsson og Svaðilfari frá Blöndubakka , 4v. brúnskjóttur, höttóttur



Unglingar og ungmenni

1. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Pipar frá Reykjum, draugmoldóttskjóttur
2. Inga Rós Suska Hauksdóttir og Andvari frá Hvammi 2, jarpskjóttur
3. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Gáski frá Sveinsstöðum, brúnstjörnóttur

4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Eldborg frá Þjóðólfshaga, móbrún
5. Hjördís Þórarinsdóttir og Glaður frá Blönduósi, rauður
6. Lilja María Suska og Kristall frá Hvammi 2, rauðtvístjörnóttur



1. flokkur

1. Þorgeir Jóhannesson og Birta frá Áslandi, grá
2. Karen Ósk Guðmundsdóttir og Stika, grá
3. Magnús Líndal og Elddór frá Kjalarlandi, rauður

4. Hafrún Ýr Halldórsdóttir og Gjöf frá Steinnesi, rauð
5. Guðmundur Sigfússon og Spenna, brún
6. Ásmundur Sigurkarlsson og Hreyfing frá Áslandi, brún

7. Camilla Czichowsky og Júpíter frá Stóradal, brúnstjörnóttur
8. Þorgeir Jóhannesson og Stígur frá Reykjum 1, jarpur

 

Opinn flokkur

1. Ægir Sigurgeirsson og Gleði frá Stekkjardal, rauðblesótt
2. Guðjón Gunnarsson og Smiður frá Ólafsbergi, móálóttur
3. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir og Sinfónía frá Krossum, rauðskjótt/slettuskjótt, glaseygð
4. Eline Manon Schrijver og Klaufi frá Hofi, rauðskjóttur
5. Jakob Víðir Kristjánsson og Stefnir frá Réttarholti, grár
6. Bergrún Ingólfsdóttir og Galdur frá Geitaskarði, brúnn
7. Ægir Sigurgeirsson og Trilla frá Stekkjardal, moldótt
8. Guðjón Gunnarsson og Tenór frá Hólabaki, jarpur
9. Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Nína frá Áslandi, brún
10. Halla María Þórðardóttir og Henrý frá Kjalarlandi, rauðhöttóttur, blesóttur
11. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir og Rebekka frá Skagaströnd, móbrún
12. Eline Manon Schrijver og Oddi frá Hofi, rauðstjörnóttur
13. Ægir Sigurgeirsson og Tomma frá Stekkjardal, rauðblesótt
14. Guðjón Gunnarsson og Óskadís frá Syðri-Löngumýri, jörp

 

29.04.2021 12:30

Skráningargjöld

Við minnum þátttakendur á Opna þrígangsmótið að greiða skráningargjöldin fyrir kl. 19.00 í dag inná 0307-26-055624 kt. 480269- 7139 (Pollar frítt - börn og unglingar 1.500 og fullorðnir 2.000)
Skráning tekur gildi þegar millifærsla hefur borist.

19.04.2021 15:17

Þrígangsmót - opið!

Nú er kominn ný dagsetning fyrir Opna þrígangsmótið sem er síðasta mótið í mótaröð Neista og SAH afurða 2021.

Stefnt er að því að halda það 1. maí kl. 14:00 - allir velkomnir.
Mótið mun fara fram úti á velli á beinni braut.
Pollar og börn á hringvelli.
Allir að mæta ?? flott verðlaun og sérstaklega fyrir þau yngstu ??

Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum fram og til baka.
Dæmt eftir gæðingaskala.

Skráning fer fram á þessum hlekk: https://forms.gle/4Ewn4x89FgGdCiNX8
Skráningar skulu berast fyrir klukkan 23:00 miðvikudaginn 28.04.2021.
Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139 (Pollar frítt - börn og unglingar 1.500 og fullorðnir 2.000)
Skráning tekur gildi þegar millifærsla hefur borist.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollar (9 ára á árinu eða yngri)
Börn (13 ára á keppnisárinu og yngri)
Unglingar (14 - 17 ára á keppnisárinu)
Ungmenni (18 - 21 ára á keppnisárinu)
1.Flokkur
Opinn flokkur

Unghross 4.-5. vetra

Mótanefnd áskilur sér rétt til þess að sameina flokka ef ekki næst næg skráning.

19.04.2021 12:11

Ný stjórn Samtaka hrossabænda í A-Hún

Á aðalfundi Samtaka Hrossbænda í A.-Hún. í gærkvöldi var kosin ný stjórn.

Hana skipa:
Jón Árni Magnússon, formaður
Eline Manon Schrijver
Harpa Birgisdóttir
Jón Gíslason
Sigfús Óli Sigurðsson

Þeir sem vilja gerast félagar í samtökunum hafi samband við Jón Árna í síma 6591523.


 

Á fundinum voru ræktendum í félaginu veittar viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin.  

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Stóðhestar 4. vetra
Tengill frá Hofi, a.e. 8,24

Stóðhestar 5. vetra
Kunningi frá Hofi, a.e. 8,39

Stóðhestar 6. vetra
Styrkur frá Leysingjastöðum, a.e. 8,50


Stóðhestar 7. vetra og eldri
Vegur frá Kagaðarhóli, a.e. 8,81


Hryssur 4. vetra
Ösp frá Neðri-Mýrum, a.e. 7,93


Hryssur 5. vetra
Eik frá Þingeyrum, a.e. 8,04


Hryssur 6. vetra
Dúfa frá Bergsstöðum, a.e. 8,47


Hryssur 7.vetra og eldri
Saga frá Blönduósi, a.e. 8,26

 

Ræktunarbú ársins 2020
Skagaströnd, Þorlákur Sveinsson og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir

18.04.2021 10:48

Aðalfundur Samtaka hrossabænda í A.-Hún

Aðalfundur Samtaka hrossabænda í A-Hún verður haldinn sunnudagskvöldið 18. apríl kl 20:00 í reiðhöllinni, Arnargerði.
 
Dagskrá:
Reikningar félagsins
Framtíð félagsins
Kosningar
Önnur mál
 
Stjórnin
 

17.04.2021 12:23

Hesthús í byggingu

Spennandi hlutir að gerast í hesthúsahverfinu í Arnargerði, það er hesthús í byggingu.
Það hefur ekki verið byggð hesthús á Blönduósi síðan 2004 og þar áður Reiðhöllin árið 2000.

Þeir voru hressir strákarnir sem voru mættir í morgun að hjálpa Páli Marteinssyni sem er að byggja 8 hesta hús.
Útveggir voru settir upp í gær og þakið fer á í dag.
Læt hér nokkrar myndir fylgja með.

 
 
 
 
 

 

 
   
 
 
Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere