Færslur: 2015 Febrúar

28.02.2015 19:20

Svínavatn - úrslit

 

Verðlaunaafhending í A-flokki

 

Þá er lokið enn einu frábæru ísmóti á Svínavatni. Veður og færi var eins og best verður á kosið eins og sést best á myndinni hér fyrir ofan.

Skráningar voru tæplega 100 og hrossin ótrúlega góð miðað við afskaplega leiðinlega útreiðatíð það sem af er vetri.

Kærar þakkir til áhorfenda, starfsmanna og ekki síst til knapa sem margir komu um langan veg létu aldrei bíða eftir sér í brautina.

Væntanlega sjáumst við svo 5. mars á næsta ári.

B-flokkur      
Sæti Hestur Knapi Einkunn
1 Hrynur frá Hrísdal Siguroddur Pétursson 9
2 Kvika frá Leiurbakka Jóhann Ragnarsson 8,89
3 Nökkvi frá Syðra- Skörðugili Jakob Sigurðsson 8,74
4 Kúnst frá Ytri-Skógum Teitur Árnason 8,51
5 Hlynur frá Haukatungu Tryggvi Björnsson 8,47
6 Týr frá Bæ Laufey Rún Sveinsdóttir 8,44
7 Hlýr frá Breiðabólsstað Hanna Rún Ingibergsdóttir 8,4
8 Glaumur frá Hafnarfirði Finnur Bessi Svavarsson 8,26
       
       
A-flokkur      
Sæti Hestur Knapi Einkunn
1 Atlas frá Lýsuhóli Jóhann Ragnarsson 8,76
2 Brattur frá Tóftum Líney María Hjálmarsdóttir 8,66
3 Straumur frá Skrúð Jakob Sigurðsson 8,63
4 Júlía frá Hvítholti Anna Funni Jonasson 8,46
5 Fróði frá Akureyri Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,44
6 Gosi frá Staðartungu Finnur Bessi Svavarsson 8,43
7 Orka frá Ytri- Skógum Hlynur Guðmundsson 8,33
8 Bruni frá Akureyri Skapti R Skaptason 8,23
       
       
Tölt      
Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Teitur Árnason Kúnst frá Ytri-Skógum 8,5
2 Siguroddur Pétursson Hrynur frá Hrísdal 8,1
3 Skapti Steinbjörnsson Oddi frá Hafsteinsstöðum 7,8
4 Jakob Sigurðsson Kilja frá Grindavík 7,73
5 Tryggvi Björnsson Hlynur frá Haukatungu 7,2
6 Pernille Möller Sörli frá Hárlaugsstöðum 7,13
7 Fríða Hansen Hekla frá Leirubakka 6,7
8 Edda Rún Guðmundsd Gljúfri frá Bergi 6,67
9 Skapti R Skaptason Fannar frá Hafsteinsst 6,5

 

Svínavatn 2015

 

 

26.02.2015 11:35

Mótaröð Neista - fjórgangur


Næsta mót Mótaraðar Neista er 4. mars kl. 19:00  

Jæja !!  Þá er komið að næsta móti í Mótaröð Neista, sem er fjórgangur. Mótið verður haldið n.k. miðvikudag,  4 mars nk. kl.19.00 í reiðhöllinni Arnargerði.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 3. mars. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 3 flokkum.

  • Flokkur 17 ára og yngri
  • Áhugamannaflokkur
  • Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 1.500 kr. þ.e.a.s. fyrir fyrsta hest en 1.000 krónur eftir það.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Prógrammið er eftirfarandi:

1 knapi er inni á vellinum í einu og stýrir hann sjálfur prógraminu.  Mega knapar sýna gangtegundirnar í hvaða röð sem er og eru knapar minntir á að hneigja sig.
 

Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni og eftirfarandi eru gangtegundirnar sem knapi sýnir.
 

Forkeppni:
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Fegurðartölt

 

Keppni í úrslitum er stýrt af þul. Sömu gangtegundir.

Mótið er öllum opið til þátttöku og við hvetjum sem flesta til að skrá sig og keppa. Aðgangur áhorfenda er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta

Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem 3 stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins.

Mótanefnd

 

22.02.2015 11:53

Skráning á Svínavatn 2015

 

 


Ísmótið Svínavatn 2015 verður haldið laugardaginn 28. febrúar næstkomandi. Að sögn forsvarsmanna keppninnar er ísinn afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar í keppnina þurfa að berist netfangið  [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 24. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og Tölt. Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu.

Greiðist inn á reikning 0307-13-110240 Kt: 480269-7139 og setja sem skýringu fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Vegleg peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar hér á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.
 

15.02.2015 17:56

Vinamót - Úrslit

 

 

Smali 8-10 bekk

1. Magnea Rut Gunnarsdóttir

10

Neisti

Sigyn frá Litladal

32,34

2. Sólrún Tinna Grímsdóttir

9

Neisti

Perla frá Reykjum

32,81

3. Ásdís Brynja Jónsdóttir

10

Neisti

Laufi frá Syðra-Skörðugili

43,18

4. Lilja Maria Suska

8

Neisti

Laufi frá Röðli

47,09

5.  Lara Margrét Jónsdóttir

8

Neisti

Meiður frá Hjarðarhaga

51,12

 

Smali 4-7 bekk

1. Rakel Gígja Ragnarsdóttir

5

Þytur

Hlynur frá Blönduósi

37,93

2. Ásdís Freyja Grímsdóttir

7

Neisti

Sigyn frá Litladal

37,96

3. Eysteinn Tjörvi Kristinsson

7

Þytur

Sandey fra Höfðabakka

48,56

4. Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir

7

Þytur

Raggi frá Bala

50,28

 

Skeið

1. Lilja Maria Suska

8

Neisti

Tinna frá Hvammi 2

4,93

2. Magnea Rut Gunnarsdóttir

10

Neisti

Sigyn frá Litladal

6,03

3. Sólrún Tinna Grímsdóttir

9

Neisti

Hnakkur frá Reykjum

7,00

 

Þrautabraut 1-3. Bekk

Inga Rós Suska Hauksdóttir

3

Neisti

Feykir frá Stekkjardal

Sunna Margrét Ólafsdòttir

2

Neisti

Staka fra Heradsdal

Guðmar Hólm Ísólfsson

3

Þytur

Valdís frá Blesastöðum 1A

Elísabet Nótt Guðmundsdóttir

2

Neisti

Max

Indriði Rökkvi Ragnarsson

1

þytur

Freyðir frá Grafarkoti

 

Stig eftir mótið:

1. Neisti með 31 stig

2. Þytur með 12 stig

 

14.02.2015 13:06

Vinamót hestamannafélaganna

Þrautabraut, smali og skeið  í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 15. febrúar kl. 14.00

Dagskrá mótsins:
Smali 8. - 10. Bekkur. Úrslit eru riðin strax á eftir
Smali 4. - 7. Bekkur. Úrslit eru riðin strax á eftir
hlé
Þrautabraut
Skeið

 

Ráslistar: 

 

Smali 8. - 10. Bekkur

 

nafn

bekkur

félag

hestur

1. Sólrún Tinna Grímsdóttir

9

Neisti

Irpa frá Saurbæ

2. Ásdís Brynja Jónsdóttir

10

Neisti

Laufi frá Syðra-skörðugili

3. Lara Margrét Jónsdóttir

8

Neisti

Meiður frá Hjarðarhaga

4. Lilja Maria Suska

8

Neisti

Laufi frá Röðli

5. Magnea Rut Gunnarsdóttir

10

Neisti

Sigyn frá Litladal

6. Sólrún Tinna Grímsdóttir

9

Neisti

Perla frá Reykjum

 

Smali 4. - 7. Bekkur

 

nafn

bekkur

félag

hestur

1. Ásdís Freyja Grímsdóttir

7

Neisti

Irpa frá Saurbæ

2. Eysteinn Tjörvi Kristinsson

7

Þytur

Sandey fra Höfðabakka

3. Ingvar Óli Sigurðsson

7

Þytur

Þyrla frá Nýpukoti

4. Margrét Jóna Þrastardóttir

5

Þytur

Birtingur

5. Rakel Gígja Ragnarsdóttir

5

Þytur

Hlynur frá Blönduósi

6. Ásdís Freyja Grímsdóttir

7

Neisti

Sigyn frá Litladal

7. Eysteinn Tjörvi  Kristinsson

7

Þytur

Raggi frá Bala

 

 

Þrautabraut

nafn

bekkur

félag

hestur

1. Inga Rós Suska Hauksdóttir

3

Neisti

Feykir frá Stekkjardal

2. Sunna Margrét Ólafsdòttir

2

Neisti

Staka fra Heradsdal

3. Einar Örn Sigurðsson

3

Þytur

Ljúfur frá Hvoli

4. Guðmar Hólm Ísólfsson

3

Þytur

Valdís frá Blesastöðum 1A

5. Elísabet Nótt Guðmundsdóttir

2

Neisti

Max

 

Skeið

nafn

bekkur

félag

hestur

1. Lilja Maria Suska

8

Neisti

Tinna frá Hvammi 2

2.Magnea Rut Gunnarsdóttir

10

Neisti

Sigyn frá Litladal

14.02.2015 13:00

Smalabrautin

 

Þrautabrautin fyrir þau yngstu er aðeins auðveldari, það þarf t.d. ekki að fara yfir pallinn, nánar útskýrt fyrir keppni.
 

 

13.02.2015 20:16

Ísmótinu aflýst


Vegna lélegrar þátttöku er Ísmótinu sem vera átti á morgun 14. feb. aflýst.

Þökkum þeim sem skráðu þátttöku og vonum að þeir og miklu fleiri skrái sig þegar næsta mót verður auglýst!

 

Mótanefnd

11.02.2015 21:47

Frá reiðhöllinni!

 

Af gefnu tilefni til þeirra sem nota reiðhöllina!

Vinsamlegast þrífið skítinn upp eftir hestana ykkar, þetta á við um ALLA sem fara í reiðhöllina, jafnt einstaklinga sem hópa á reiðnámskeiðum.

Göngum vel um!

10.02.2015 22:00

Mótaröð Neista - Ísmótið

 

Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, er fyrirhugað að halda nk. laugardag, 14. febrúar kl.13.00.

Hvar það verður haldið er ekki ljóst þar sem það er háð veðri og ís. Til tals hefur komið Flóðið, Vatnsdalsá við Sveinsstaði, Hnjúkatjörn og Svínavatn.

Ákvörðun um það verður tekin þegar nær líður móti  og veður það auglýst "á síðustu stundu".


Keppt verður í 3 flokkum í tölti eins og verið hefur.

  • Flokkur 16 ára og yngri
  • Áhugamannaflokkur
  • Opinn flokkur

Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.500 fyrir hverja skráningu.

Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 12.00 föstudaginn 13. febrúar.

Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt.

Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa.


Skráningargjöld má greiðaa inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum.

 

09.02.2015 11:27

Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra - Þrautabraut/Smali/Skeið


Mótið hét áður fyrr "Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra". En er um liðakeppni að ræða. Í ár verður keppt á milli hestamannafélaga en ekki grunnskóla.
 

Vinamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra verða:

15.febrúar á Blönduós - þrautabraut, smali og skeið

15.mars á Sauðárkróki - fegurðarreið, tvígangur, þrígangur, fjórgangur og skeið

 12. apríl á Hvammstanga - fegurðarreið, tölt og skeið

 

Þrautabraut, smali og skeið verða í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi 15. febrúar kl. 14.00

Keppnisgreinar eru:

1. - 3. bekkur þrautabraut

4. - 7. bekkur smali

8. - 10. bekkur smali

8. - 10. bekkur skeið

Skáningar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti miðvikudaginn 11.02. á netfangið:[email protected]

 Fram þarf að koma: nafn, bekkur og hestamannafélag knapa, nafns hests og uppruni, aldur, litur og keppnisgrein.

Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr fyrir næstu skráningar og skal greiða á staðnum áður en mót hefst  (ekki tekið við greiðslukortum).

 

Reglur:

Þrautabraut   1. - 3. Bekkur

Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál, þar skal stöðva hestinn og halda svo áfram.

Smali   4. - 7. og 8 .- 10. Bekkur

Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap. Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt. Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við. Ef tunna dettur er bætt við 4 sekúndum og ef tunnu er sleppt bætast við 4x4 sekúndur. Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn. Ef hleypt er yfir pallinn bætast við 4x4 sekúndur.

Skeið  8. - 10. bekkur

mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

07.02.2015 11:24

Ísmótið Svínavatn 2015

 

Ísmótið Svínavatn 2015 verður haldið laugardaginn 28. febrúar næstkomandi á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu. Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.

 

Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki, fyrir tilstuðlan helstu styrktar aðila mótsins sem eru; Hrossaræktarbúið Geitaskarði, G. Hjálmarsson, Margrétarhof og KS. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

04.02.2015 22:19

Úrslit úr T7

 

Í kvöld  var fyrsta mótið í mótaröð Neista haldið í reiðhöllinni á Blönduósi.  Keppt var í tölti T7 og voru úrslit eftirfarandi:

Unglingaflokkur, 16 ára og yngri:

 

1. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1   7,50
2. Ásdís Brynja Jónsdóttir / Keisari frá Hofi   6,15
3. Guðrún Tinna Rúnarsdóttir / Kasper frá Blönduósi   6,00
4. Lara Margrét Jónsdóttir / Króna frá Hofi    5,65
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir / Loki frá Barkarstöðum  5,40

 

Áhugamannaflokkur:

 

1. Magnús Ólafsson / Píla frá Sveinsstöðum   6,40
2. Höskuldur B Erlingsson / Börkur frá Akurgerði  6,25
3. Lisa Inga Haelterlein / Metalía frá Áslandi  6,10
4. Júlía / Glanni   4,85
5. Selma Svavarsdóttir / Háfeti frá Blönduósi 3,75
6. Skafti Vignisson / Penni frá Sólheimum  3,20

 

Opinn flokkur:

 
 

1. Finnur Bessi Svavarsson / Glaumur frá Hafnarfirði  7,20
2. Anna Funni Jonasson / Tyrfingur  6,65
3. Jón Kristófer Sigmarsson / Óðinn frá Enni  6,50


 

 

01.02.2015 22:19

Mótaröð Neista - T7


Miðvikudaginn 4. febrúar kl. 19:00 verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði og er það hluti af mótaröð Neista. 

Keppt verður í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð.

Keppt er í unglingaflokki þ.e. 16 ára  og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki.

Skráning er á netfang Neist
[email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 3. febrúar.
Við skráningu þarf að koma fram; knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir hverja skráningu.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista 
[email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ár og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta.

Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem 3 stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins.

Mótanefnd

  • 1
Flettingar í dag: 682
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433535
Samtals gestir: 51189
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:27:55

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere