Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 18:02

Ræktunarbúsýningar á Fjórðungsmóti

 

 

Ræktunarbúsýningar

Minnt er á að skráningafrestur fyrir ræktunarbúsýningar er til 10. júní 2009

Skráningar skulu berast á [email protected]

Dregin verða 12 ræktunarbú, úr þeim búum sem skrá sig, sem eiga rétt á þáttöku á mótinu.

Í ræktunarbúsýningum þarf að skrá 5 hesta frá hverju búi og 2 til vara.
Skilyrði er að hrossin séu fædd sama aðila eða á sama bæ og skráður er fyrir sýningunni.
Skráningargjald fyrir ræktunarbúsýningu er 50.000 kr.

28.05.2009 09:12

Vorferðin

Viljum minna á vorferð Neista sem verður farin 30. maí nk.
Farið verður frá Reiðhöllinni kl. 13.30
Mætum öll og eigum skemmtilegan dag saman.
Þátttökugjald kr:500.

Nefndin

28.05.2009 00:35

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009 skráning hafin

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16-18 júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli á Akureyri.

Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.

Hvert hestamannafélag fyrir sig sér um skráningu og óskum við eftir því að hvert félag skrái sína þátttakendur inn í Sportfeng mótanúmerið er IS2009LET056.

Lokafrestur skráningar er til miðnættis 2. júlí

Skráningargjöldin á að leggja inn á reikn. 0302- 26 - 15841 kt. 430269-6749 í einni greiðslu.

Kv. Hestamannafélagið Léttir

24.05.2009 21:38

Úrtaka fyrir Fjórðungsmót og félagsmót Neista


Laugardaginn 13.júní kl. 10.00 verður félagsmót Neista haldið á Blönduósvelli og verður það einnig úrtaka fyrir Fjórðungsmót. Neisti á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmóti í hverjum flokki.  Keppt verður í  A og B flokki gæðinga, flokki barna, unglinga og ungmenna. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected]  í síðasta lagi kl. 24.00 þriðjudagskvöld 9. júní. Skráningargjald er kr. 1.500  fyrir hverja skráningu en 1.000 fyrir börn. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i World Feng. Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. 


Nánari dagskrá auglýst síðar.

Mótanefndin

22.05.2009 09:14

Héraðssýning kynbótahrossa í Húnaþingi

Héraðssýning kynbótahrossa verður á Blönduósi 4. og 5. júní. Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi í síma 451 2602 7 895 4365 eða á netfangið [email protected] sem er enn betra.

Síðasti skráningardagur er föstudagur 29. maí.

Sýningargjald er 13.500 kr. en 9.000 kr. ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 0307-26-2650 á kt. 471101-2650 og senda kvittun á netfangið [email protected] með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða.

Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni og spattmyndir.

Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is

Búnaðarsambandið og Samtök hrossabænda í Húnaþingi.

21.05.2009 09:12

Vorferð Neista

Hin hefðbundna vorferð Neista verður farin 30. maí nk.
Farið verður frá Reiðhöllinni kl. 13.30

Nefndin

18.05.2009 21:55

Í heimsókn á Leikskólann Barnabæ

Það voru nokkuð margar ferðirnar sem Fluga, Pjakkur (heitir eitthvað annað) og Epli fóru um túnið norðan við Leikskólann Barnabæ í morgun þegar þær Neistakonur Silla, Selma og Angela mættu með þau þar og krakkarnir fengu að fara á hestbak. Allir sem vildu fóru hring á túninu norðan við leikskólann og þótti flestum þetta afar gaman, sumum leist samt ekki á þessar stóru skepnur og vildu ekki fara á bak en klöppuðu þeim pínulítið. Var þetta skemmtileg heimsókn bæði fyrir börnin og fullorðna. Takk fyrir skemmtunina og takk fyrir lán á  hestum, kerru og bíl.
Myndir eru fengnar af vef leikskólans.
.




12.05.2009 21:16

Tvíburafolöld - öllum að óvörum

Tvíburafolöld - öllum að óvörum

www.thingeyrar.is

Helga Thoroddsen, reiðkennari og hrossabóndi á Hestabúgarðinum Þingeyrum sendi Hestafréttum virkilega skemmtiega frétt af tvíburafolöldum sem fæddust hjá henni á Þingeyrum í gær.

Þegar farið var að gá að folaldshryssum hér á bæ um hádegið í gær þá kom í ljós að Dimmalimm frá Breiðavaði var að byrja að kasta. Það kom svo sem engum á óvart þar sem tíminn var kominn en þegar eitt folald var komið stóð hryssan ekki upp heldur fæddi annað öllum að óvörum. Það var heppni að við skildum taka eftir þessu þar sem óvíst er að bæði hefðu lifað án smá aðstoðar til að byrja með. Þetta eru hryssa og hestur undan Blæ frá Hesti og braggast bæði vel. Hryssan er agnarlítil en spræk og bæði eru þau komin á spena. Hryssan var 14 kíló við fæðingu og hesturinn 24 þannig að saman eru þau rúmlega meðalþyngd venjulegs folalds.

Það er gaman að segja frá því að það gekk mjög illa að koma folaldi í Dimmalimm fyrst þegar til stóð að halda henni enda var hún þá orðin 14. vetra. Í fyrra kom svo fyrsta folaldið, hestur undan Stála frá Kjarri sem til varð við sæðingu og núna er sú gamla heldur betur búin að bæta okkur upp biðina með því að koma í þetta sinnið með 2 stykki, frísk og snotur folöld.

tekið af vef www.thingeyrar.is

09.05.2009 15:40

Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, umsóknarfrestur og inntökupróf

 Umsóknarfrestur til að sækja um nám við Háskólann á Hólum er 1. júní.
Þeir sem hyggjast sækja um nám er veita réttindi þjálfara og reiðkennara eru vinsamlega beðnir að athuga að inntökuprófin eru fyrirhuguð á tímabilinu 20.-25. júní, en ekki í ágúst eins og venja hefur verið.
Inntökupróf fyrir þá sem eru að fara á 1. ár verða dagana 15.-20. júní.
Nánari tímasetning verður kynnt nemendum eftir afgreiðslu umsókna.

06.05.2009 10:11

Próf í knapamerkjum

Framundan eru próf í knapamerkjum.
12. maí kl. 16.30 eru próf hjá knapamerki 2 og 3. Annars vegar verklegt hjá knapamerki 3 og hins vegar  bóklegt hjá knapamerki 2 og og skipta svo kl. 17.30 .

Tímarnir hjá knapamerki 1 færast yfir á miðvikudag 13. maí á sama tíma.


Það eru komnar fullt, fullt af myndum af Æskan og hesturinn inná myndasíðuna hjá Létti.

05.05.2009 21:45

Félagsmót Neista og úrtaka fyrir Fjórðungsmót

Félagsmót Neista ásamt úrtöku fyrir Fjórðungsmót

verður haldið á Blönduósi 13. júní nk.

Nánar auglýst síðar.

04.05.2009 22:38

Nýr tengill

Nýr tengill á Fjórðungsmót Kaldármelum 2009 er hér til hliðar undir fréttasíðum.

Velkomin á FM 2009

1. - 5. júlí

Það stefnir í stórmót í fögru umhverfi Kaldármela á Snæfellsnesi í sumar með  tilheyrandi gleðskap að hestamannasið. Fjórðungsmót á Vesturlandi hafa verið haldin frá árinu 1953, hið fyrsta á Faxaborg í Borgarfirði en síðar fluttist mótahald yfir á Kaldármela árið 1980.

Það eru hestamannafélögin fimm á Vesturlandi sem standa að fjórðungsmótinu, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi.  Hestamannafélögin á Vestfjörðum Hending, Kinnskær og Stormur eru jafnframt þátttakendur á Fjórðungsmóti 2009.

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða siglfirskum, húnvetnskum og skagfirskum hestamannafélögum þátttöku og hefur það mælst vel fyrir. Eru félagar úr Glæsi, Neista, Þyti, Snarfara, Stíganda, Léttfeta, Svaða og Adam úr Kjós boðnir velkomnir  í hópinn.

Mikill hugur er í mótshöldurum og undirbúningur þegar kominn á fullan skrið.

Upplýsingar um Fjórðungsmót 2009 verðar settar inn reglulega.

frétt tekin af:
http://fm2009.lhhestar.is/forsida/


04.05.2009 17:36

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna


Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna verður haldið dagana 25-28 júní 2009, hjá
Herði Mosfellsbæ.
Skráning verður sem fyrr, í höndum félagsins og líkur eigi síðar en 15. júní 2009. Skráningagjald verður það sama og í fyrra kr. 3.500.-
Boðið verður upp á tjaldstæði í Mosfellsdal sem er um 10 mín akstur frá keppnissvæði. Við tjaldstæðið er beitihólf fyrir keppnishesta en gert er ráð fyrir að hver og einn stúki af hólf fyrir sinn hest.
Upplýsingar verða aðgengilegar inn á vefsíðu Harðar www.hordur.is

04.05.2009 09:38

Frábært á Akureyri

Æskan og hesturinn á Akureyri.
Krakkarnir úr Neista, ásamt foreldrum og fjölskyldum lögðu land undir fót, ýmist í gær eða í dag, til Akureyrar á sýninguna Æskan og hesturinn. Mættu þau til æfinga í Reiðhöllinni uppúr 10 í morgun en fyrri sýningin byrjaði kl. 13 og sú seinni kl. 16. Um 180 börn tóku þátt í þessari sýningu frá 10 hestamannafélögum. Sýning var stórskemmtileg í alla staði og heppnaðist mjög vel.
Sýningin hjá krökkunum okkar tókst frábærlega vel og stóðu þau sig með stakri prýði og megum  við öll vera stolt og glöð með svona flotta krakka. Takk takk fyrir frábæra sýningu og frábæran dag emoticon emoticon
Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í að koma þessum atriðum norður. Heilmikil vinna liggur að baki í pælingum, æfingum, saumaskap, flutningi á hrossum, sérstakar þakkir til Birgis í Uppsölum fyrir að lána hestaflutningabílinn og Himma fyrir að keyra hann fram og til baka. Bestu þakkir allir.
Myndir eru komnar inn á síðuna, ekki náðust myndir af atriðunum sjálfum en ef einhver á þær þá má gjarna senda þær á netfang Neista en líka mætti kíkja á heimasíðu Léttis, www.lettir.is á myndasíðuna hjá þeim og sjá hvort eitthvað skemmtilegt kemur þar inn emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 676
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433529
Samtals gestir: 51188
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:02:53

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere