Færslur: 2022 Nóvember

30.11.2022 21:13

Hesthúsið við Reiðhöllina

Stjórn Reiðhallarinnar ákvað á dögunum að hesthúsið við reiðhöllina yrði leigt út sem félagshesthús í vetur, til félagsmanna Neista.
Hestamannafélagið Neisti mun hafa yfirumsjón með því verkefni og auglýsir það á næstu dögum.
Hægt verður að leiga hest og/eða hesthúspláss og koma þær upplýsingar á næstu dögum.
 
Stjórn Reiðhallarinnar

30.11.2022 21:07

Frá æskulýðsnefnd

Hestamannafélagið Neisti

Reiðnámskeið veturinn 2023

Veturinn 2023 ætlar Neisti að bjóða upp á eftirfarandi námskeið á Blönduósi:

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar.
Hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista,
www.neisti.net.

Skráning fer fram hér https://forms.gle/cEixFMtK7zArgzxGA fyrir 20.12.2022.

Almennt reiðnámskeið fyrir börn - 1 x í viku (sunnudagur)

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í byrjun maí (eftir Æskan og Hesturinn).

Kennari: Lilja Maria Suska

Verð: 15.000kr

 

Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna 1 - 1 x í viku (sunnudagur)

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðin sem eru að byrja í hestamennsku eða hafa misst kjarkinn. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Kennari: Lilja Maria Suska

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr.

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði

Ætlað fyrir yngri börn.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði.

Námskeið hefst í byrjun febrúar.

Verð: 5.000 kr.

___________________________________________________________________________

Knapamerki 1

Fyrirkomulag:

  • byrjar með helgarnámskeið í lok janúar

  • 1x í viku á sunnudögum

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

  • verklegt próf í lok maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 18-20 bóklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Ath: Nemendur á unglingastigi grunnskóla geta notað knapamerki sem valfag. Einnig safna þau einingum fyrir framhaldsskóla.

Kennari: Lilja Maria Suska

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 25.000

fullorðin: kr. 35.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 2

Fyrirkomulag:

  • byrja með helgarnámskeið í lok janúar

  • 1x í viku á sunnudögum

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

  • verklegt próf í lok maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 28-30 verklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Ath: Nemendur á unglingastigi grunnskóla geta notað knapamerki sem valfag. Einnig safna þau einingum fyrir framhaldsskóla.

Kennari: Lilja Maria Suska

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 30.000

fullorðin: kr. 40.000

___________________________________________________________________________

Námskeið fyrir lengra komna (einnig sem undirbúningur fyrir knapamerki 3)

Fyrirkomulag:

  • byrja með helgarnámskeið í lok janúar

  • 1x í viku á sunnudögum

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

Lýsing

Almennt reiðnámskeið þar sem farið er í æfingar til að bæta hestinn. Bæta samspil knapa og hests. Þjálfa gangtegundir og undirbúningur fyrir keppni.

Kennari: Lilja Maria Suska

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 25.000

fullorðin: kr. 35.000


 

Sonja og Katharina
æskulýðsnefnd

20.11.2022 10:44

Frá Æskulýðsnefnd Neista

Miðvikudaginn 23. nóv. kl 17:30 verður haldin kynning á námskeiðum og öðru sem æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Neista mun standa fyrir í vetur.
Við hvetjum foreldra, börn og alla sem áhuga hafa á að kynna sér og móta vetrarstarfið að mæta, sérstaklega þá sem ekki hafa tekið þátt á reiðnámskeiðum. Ekki er skylda að vera með reynslu í hestamennsku!!
Við stefnum á að gera fullt af skemmtilegum hlutum í vetur og bjóða upp á nokkrar nýjungar t.d. leiguhesta, æfingakeppni með leiðsögn, afmælissýning Neista, slútt með gistingu, prufudag í janúar (fyrir þau sem eru óákveðin) og skiptimarkað fyrir reiðföt.
Fleiri hugmyndir vel þegnar.
Það væri gaman að sjá sem flesta. Ef þið hafið áhuga en komist ekki á fundinn, endilega sendið okkur tölvupóst [email protected] svo að við getum sett ykkur á póstlistann.
Hittumst á kaffistofunni í Reiðhöllinni Arnargerði.
Léttar veitingar í boði.

 
Bestu kveðjur
Katharina og Sonja, æskulýðsnefnd.
 
 

20.11.2022 08:25

Uppskeruhátíð Búgreinafélaganna og hestamannafélagsins Neista

Glæsilegi uppskeruhátíð búgreinafélaganna og hestamannafélagsins Neista var haldin 19. nóvember.
Þar voru knapar ársins og sjálfboðaliði ársins verðlaunaðir.
 
Knapi ársins 2022 í fullorðinsflokki hjá Hestamannafélaginu Neista er Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.
 

Guðrún Rut gerði það gott á árinu, tók þátt í vetrarmótaröð Skagfirðings og félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara í vor.
Á vetrarmótaröð Skagfirðins fór hún með Kristal og Skjá.
Á félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara mætti Guðrún Rut með Kristal, Skjá, Rebekku og Sál. Öll þessi hross eru frá Skagaströnd.
Glæsileg pör þar á fer og stóðu þau sig öll með prýði á þessum mótum.

Þess má líka geta að Guðrún Rut hefur kennt hjá okkur á námskeiðum í nokkur ár. Frábær kennari.
Innilega til hamingju!


 

Knapi ársins 2022 í yngri flokkum hjá Hestamannafélaginu Neista er Una Ósk Guðmundsdóttir.

 

Una átti frábært ár, tók þátt í Gæðingakvöldmóti Skagfirðings, Vetrarmótaröð Skagfirðins, WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings, Félagsmóti og úrtöku Neista og Snarfara og Landsmóti hestamanna.

Una fór á Landsmót hestamanna fyrir hönd félagsins með Snældu frá Húsavík og stóðu þær sig frábærlega vel.
Glæsilega gert, innilega til hamingju!

 

 

Sjálfboðaliði ársins hjá hestamannafélaginu Neista er Kristján Þorbjörnsson.
Arnar Freyr tók á móti verðlaununum.

 

Kristján er búinn að vera í reiðveganefnd Neista til fjölda ára, hann er einnig í samgöngunefnd Landsambands hestamanna sem kemur saman einu sinni á ári og fer yfir reiðvegamál hestamannafélaga.
Þeir eru ófáir reiðvegirnir sem Kristján er búinn að leggja hér í héraði, með hjálp annarra auðvitað, en það liggur mikil vinna að koma þessum vegum í framkvæmd.
Hann kom einnig upp hrossaáningagerði hjá Sveinsstöðum 2019, sótti um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að setja upp áningagerði, sem hann fékk.

Í sumar fór mikil vinna í að fá reiðveg meðfram nýja Skagsstrandarveginum samþykktan.

Hann á mikið hrós skilið fyrir að leggja alla þessa vinnu fram til að við hin getum riðið hér um héruð.
Spuring hvort hann vilji ekki taka okkur í hópreið um þessa vegi sem hann hefur haft í hönd með að koma í framkvæmd.

Innilega til hamingju og bestu þakkir fyrir!



 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 710
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434688
Samtals gestir: 51300
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 19:58:35

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere