Færslur: 2016 Janúar

28.01.2016 21:57

Reiðnámskeið byrjuð

 

Alltaf gaman í Reiðhöllinni þegar hún fyllist af ungum knöpum, foreldrum og hestunum þeirra að sjálfsögðu.
Kristín Jósteinsdóttir ætar vera með krökkunum í vetur að gera fullt af skemmtilegum og alls konar æfingum.

 

 

 
 

 

 

 

 
 
 


 

 

 

 

 

 

 

 

24.01.2016 20:47

Mót veturinn 2016

 

Mót vetrarins:

 

11. feb. verður keppt í T7

27. feb. verður Ísmót

17. mars verður fjórgangur

7. apríl verður tölt-skeið

 

Keppt verður í tveimur flokkum:

opinn flokkur 

unglingaflokkur 16 ára og yngri.

 

Mótanefnd.

21.01.2016 09:12

Heyefnagreiningar fyrir hestamenn

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen. Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri. Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk. Blóðgreiningar. Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur. Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk. Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf Ásvegi 4, Hvanneyri 311 Borgarnes

Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

17.01.2016 21:24

Aðalfundur

Aðalfundur hestmannafélagins Neista

verður mánudagskvöldið 25. janúar kl. 20:30

Í Reiðhöllinni Arnargerði.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf
Kosningar

 

Hvetum áhugasama um að mæta og koma málefnum sínum á framfæri.
Komin er tillaga að nýjum fulltrúum í stjórn sem kjósa á um.

 

Stjórn hestamannafélagsins Neista

15.01.2016 09:23

Frá Æskulýðsnefnd

Vegna ónógar þátttöku er ekki unnt að kenna Knapamerkjanámskeið á þessari önn. Þess í stað er unnað að því að halda almennt reiðnámskeið hjá félaginu. Mun það vera auglýst sérstaklega þegar það liggur fyrir. Reiðnámskeið fyrir börn hefjast í lok mánaðar, þeir sem hafa skrá sig til þátttöku fá tölvupóst með frekari upplýsingum.

Hestamenn eru sérstaklega hvattir til þess að setja sig í samband við æskulýðsnefndina ([email protected]) hafi þeir sérstakar óskir/ábendingar um styttri námskeið sem unnt væri að halda hjá félaginu.

  • 1
Flettingar í dag: 1049
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433902
Samtals gestir: 51225
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:38:29

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere