20.11.2012 10:34Minnum á félagsfundinnAlmennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði, kaffistofu, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20.30. Rætt verður um vetrardagskrána: mót og námskeið, reiðhallarmál og fleira. Stjórnin. Skrifað af selma 20.11.2012 08:51Sýnikennslur 1. des í ÞytsheimumLaugardaginn 1.desember verða þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum. Dagskráin hefst kl. 17:00 og lýkur 19:30. Gert er ráð fyrir einu matarhléi og verða veitingar til sölu á staðnum.
Fram koma:
Guðmundur Arnarson þjálfari og reiðkennari
Ísólfur Líndal Þórisson þjálfari og reiðkennari
Þórarinn Eymundsson tamningameistari
Aðgangseyrir kr. 2000.- sem rennur óskiptur til hestamannafélagsins Þyts.
Frítt fyrir 14 ára og yngri.
Hvetjum alla hestamenn nær og fjær til að mæta enda um mjög áhugaverða fræðslu að ræða.
Stjórnin
Skrifað af selma 15.11.2012 16:59Í Þytsheimum 1. des.Vöru- og sölukynning
Þann
1. desember nk. verða verslanirnar Kidka, Knapinn Borgarnesi ofl. með
kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum. Þetta mæltist vel fyrir í
fyrra, nýtið ykkur tækifærið og verslið í heimabyggð!
Fræðslunefnd Sýnikennslur í Þytsheimum
Laugardagskvöldið 1.desember verða áhugaverðar sýnikennslur fyrir alla hestamenn í Þytsheimum. Skrifað af selma 15.11.2012 16:46Knapamerkja og prófdómaranámskeiðSunnudaginn 18 nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf. Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum. Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember. Staðsetning - Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18 Verð Dagskrá Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem vilja uppfæra prófdómararéttindi sín. Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara. Skrifað af selma 14.11.2012 09:14UppskeruhátíðinUppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 24. nóvember n.k. í Félagsheimilinu á Blönduósi. Veislustjóri verður Gísli Einarsson. Húsið opnað kl. 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða . Glæsilegur 4ra rétta kvöldverður. Hljómsveitin Í sjöunda himni mun síðan leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Miðaverð kr. 6.500. Miðapantanir hjá: Rannveigu og Rúnari s: 452 4527 / 695 3363 Stefaníu og Bjarka s: 4524338 / 862 2993 Janine og Pálma s: 452 4284 / 897 4761 Þórunni og Birgi s: 452 4572 / 893 2196 Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 18. nóvember. Skrifað af selma 13.11.2012 08:31Almennur félagsfundurAlmennur félagsfundur verður haldinn í Reiðhöllinni Arnargerði, kaffistofu, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20.30. Skrifað af selma 11.11.2012 21:07Námskeið í veturÆskulýðsnefnd Neista er að hefja sitt 12. starfsár í Reiðhöllinni Arnargerði. Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á. Mikil þátttaka var á námskeiðin strax á 1. vetri. Helga Thoroddsen og Herdís Reynisdóttir kenndu eldri krökkunum á laugardögum en nefndarmenn voru með yngri krakkana milli 16-18 nokkra daga í viku. Þá gaf Lionsklúbburinn á Blönduósi krökkunum 10 hjálma að gjöf. Námskeiðin nú í vetur verða öll á sínum stað ef næg þátttaka fæst. Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga: byrjendur minna vana meira vana knapamerki 1, 2, 3 og 4 - lágmarks fjöldi í hóp í knapamerkjum eru 4 Bókleg og verkleg kennsla í knapamerkjum hefst snemma í janúar en önnur námskeið byrja í lok janúar. Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari. Vinsamlegast skráið ykkur á þau námskeið sem þið hafið áhuga á netfang Neista fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins. Önnur námskeið: Einnig er fyrirhugað að vera með námskeið fyrir fullorðna í knapamerkjum 1, 2, 3 og 4 ef næg þátttaka fæst. Kennari í vetur verður Sonja Noack, reiðkennari. Vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 1. desember svo hægt verði að skipuleggja námskeiðahald vetrarins. Ef einhverjar óskir eru um önnur námskeið endilega látið vita um það á netfang Neista. Sonja Noack útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum sl. vor og hefur áhuga á að kenna allt það sem okkur dettur í hug. Ef einhver hefur t.d. misst kjarkinn og á erfitt með að fara aftur á hestbak þá getur hún verið með námskeið fyrir þá. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma 24.10.2012 09:55Naflaskoðun nauðsynlegFlýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi? Gunnar Steinn Pálsson almannatengill hélt afar eftirtektarvert erindi á Landsþingi LH, þar hvatti hann til endurskoðunar á stefnunni. Þeir sem halda um valdataumana og eiga að vera ábyrgir fyrir samstöðu meðal hestamanna þurfi að finna leiðir til lausnar. Sjá má myndband frá erindinu hér: Skrifað af selma 21.10.2012 10:29LandsþingiðMjög góðu Landsþingi lauk í gær og á Neisti nú fulltrúa í varastjórn LH, Sigurð Örn Ágústsson, til hamingju með það. Mörg góð erindi voru flutt á þinginu. Gunnar Steinn Pálsson var með mjög þarft erindi um hvert við hestamenn stefnum: Flýtur hestamennskan sofandi að feigðarósi? Freyja Imsland flutti afar áhugavert erindi um erfðaþætti sem hafa afdrifarík áhrif á hreyfimynstur og gangtegundir hjá hrossum. Sjá líka í ágúst tölublaði Nature. Vilhjálmur Skúlason kynnti nýja keppnisgrein fyrir hinn almenna hestamann TREC. Eitthvað sem við hér hjá Neista ættum að prófa, við erum orðin svo góð í smala ![]() Trausti Þór Guðmundsson kynnti nýja keppnisgrein Töltfimi, líka mjög áhugaverð keppnisgrein sem við gætum auðveldlega keppt í. Íslandsmótsstaðir 2013 og 2014. Ferða-og samgöngunefnd fór vel yfir reiðvegamál og kynnti kortasjána sem er inná LH vefnum. Frábærlega góðar upplýsingar þar inná. Mikil umræða var í æskulýðsnefnd og keppnisnefnd um þingskjal 43, Stökk í barnaflokki en þingið felldi tillöguna. Í lok þings urðu umræður um að leyfa aftur skáreim í gæðinga- og íþróttakeppni en tillagan var ekki þingtæk og því ekki afgreidd. Þingtillögur sem lágu fyrir þinginu voru 46 og voru þær afgreiddar með mismikilli umræðu. Inná vef LH Landsþing er hægt að finna skýrslur þingnefnda og niðurstöður þingsins. Um að gera að kynna sér það. Skrifað af selma 17.10.2012 12:27UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinafélaga A-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 24. nóvember n.k. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Skrifað af Selma 27.09.2012 09:10Hestamenn hugi vel að hesthúsum sínum um helginaLaufskálarétt í Skagafirði fer fram um helgina. Hestamenn í Húnaþingi ættu að huga vel að hesthúsum sínum því reynslan hefur sýnt að síðastliðin ár hefur verið brotist inn í hesthús hér á svæðinu og verðmætum stolið á sama tíma og Laufskálarétt er haldin. Skrifað af selma 13.09.2012 17:48Ævintýri norðursins 2012 ***ATH. BREYTT DAGSKRÁ***Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt Laugardaginn 15. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Skrapatungurétt kl. 11:00. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt kl. 13:00 og haldið þaðan kl. 15:00. Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson.
Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag í Skrapatungurétt. Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.
Um kvöldið verða veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Stórdansleikur með Pöpum verður í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar kl. 23:00. Barinn opinn og er aldurstakmark 18 ár. Sunnudaginn 16. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt kl. 11:00. Skemmtileg alíslensk stemning. Veitingasala í réttarskála. Skrifað af selma 04.09.2012 08:36Ævintýri norðursins 2012Stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt. ![]() Laugardaginn 15. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal. Öllum er velkomið að taka þátt í þessum einstaka reiðtúr. Lagt verður upp frá Strjúgsstöðum í Langadal klukkan 10. Áætlað er að koma í Kirkjuskarðsrétt klukkan 14 og haldið þaðan klukkan 16. Ferðamannafjallkóngur verður Valgarður Hilmarsson.
Veitingasala verður í Kirkjuskarðs- og Skrapatungurétt. Aðstaða er til að geyma hesta frá föstudegi yfir á laugardag á Strjúgsstöðum, við sandnámu (norðan afleggjara). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.
Um kvöldið verða veitingar fyrir svanga smala og aðra hestamenn á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Stórdansleikur með Pöpum verður í Félagsheimilinu Blönduósi. Húsið opnar klukkan 23. Barinn opinn og er aldurstakmark 18 ár. Sunnudaginn 16. september hefjast stóðréttir í Skrapatungurétt klukkan 11. Skemmtileg alíslensk stemning. Veitingasala í réttarskála. Skrifað af selma 01.09.2012 09:04SöluhrossElka Guðmundsdóttir verður á ferð um miðjan september til að taka upp myndband af söluhrossum. Sem síðan birtast á sölusíðunum www.icehorse.is og www.hest.is Áhugasamir hafi samband við Elku í netfangið [email protected] eða í síma 8638813. Samtök hrossabænda. Skrifað af selma 08.08.2012 09:04Kynbótasýning 8. og 9. ágúst á HvammstangaKynbótasýning verður haldin á Hvammstanga 8. og 9. ágúst nk. Dómar hefjast kl. 8.30 á miðvikudaginn 8. ágúst og yfirlitssýning hefst fimmtudaginn 9. ágúst kl. 9.30. Skrifað af selma Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is