01.04.2022 05:42

Hvatningarverðlaun

Stjórn Neista ákvað í vetur að veita hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða sem hefur unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins fyrir árið 2021.

Margir hafa lagt hönd á plóginn og  unnið mikið starf fyrir félagið og það þyrfti að hampa öllu þessu góða fólki oftar.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir, hér með.

Stjórnin (hluti stjórnar) ákvað að veita Selmu Erludóttur þessi verðlaun fyrir árið 2021.
Hún hefur unnið ötult starf fyrir félagið í mörg ár og alltaf tilbúin að hjálpa eða leiðbeina. Hún hefur verið í stjórn síðan 2008, tók sér þó hlé 2018-2021 en hefur verið gjaldkeri hjá félaginu frá 2008, var gjaldkeri utan stjórnar þessi ár sem hún var ekki í stjórn. Ársreikninga félagsins hefur hún gert síðan árið 2000, verið í æskulýðsnefnd meðan hennar strákarnir hennar voru á námskeiðum og séð um ýmis mál.  Lætur sér verulega annt um hestamennskuna hér á svæðinu.

Við erum því afar þakklát fyrir hennar störf í þágu félagsins og vonumst til þess að hún haldi áfram því góða starfi sem hún hefur innt af hendi í öll þessi ár.

Hafrún Ýr, formaður Neista, afhendir Selmu hvatningarverðlaunin.

 

31.03.2022 23:42

Knapar ársins 2021

Eftir fjórgangsmótið var haldið uppí sal reiðhallarinnar og verðlaun veitt.
Loksins var hægt að verðlauna knapa ársins 2021 en það voru þær

Ásdís Freyja Grímsdóttir í yngri flokkum og Bergrún Ingólfsdóttir í flokki fullorðinna sem hlutu þau.

 

Ásdís Freyja Grímsdóttir, knapi ársins í yngri flokkum.

Hún komst ekki til að taka við verðlaununum en mamma hennar, Jóhanna, kom í staðin,
hér er hún ásamt formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr.


Ásdís gerði það gott í keppni á sl. ári, í ungmennaflokki.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk þar 8.30 í forkeppninni á Pipar frá Reykjum.

Ásdís og Pipar gerðu það gott alls staðar þar sem þau kepptu, á félagsmótinu urðu þau í 1. sæti með 8.33. Þau fóru fyrir hönd Neista á  fjórðungsmótinu og urðu þar  í 6. sæti í forkeppni með 8.32 og í úrslitum í 8. sæti með einkunina 8.07.
Hún á Pipar, hefur tamið hann og þjálfað.  Virkilega flott par þar á ferð.

Ásdís Freyja byrjaði á námskeiðum í þessari reiðhöll  um leið og hún fór að ganga og var hér á námskeiðum hvern einasta vetur þar til hún fór í framhaldsskóla, foreldrarnir endalaust duglegir að keyra frá Reykjum hér niður eftir með krakkana á námskeið.

Hún var að vinna hjá Bergrúnu í fyrravetur og þær stöllur voru greinilega gott lið saman með góða hesta!!

Innilega til hamingju með flottan árangur!



Bergrún Ingólfsdóttir, knapi ársins í flokki fullorðinna

Bergrún tekur við verðlaunum sínum frá formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr.


Bergrún gerði það gott á keppnisvellinum á sl. ári eins og oft áður.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk frábærar tölur á Galdur og Roða. Þar var hún í 1. sæti á Roða í forkeppni með einkunina 8,58 í A-flokki og 7. sæti á Galdri í B-flokki með einkunina 8,43. Glæsilega gert!

Bergrún fór á fjórðungsmót fyrir hönd Neista og stóð sig frábærlega með Galdur og Roða. Hún var í 9. sæti í forkeppni á Galdri 8,52 og 14. í úrslitum með einkunina 8.11.

Á félagsmótinu var Galdur efstur í forkeppni í B-flokki, keppti ekki í úrslitum. Hún var í 2. sæti í úrslitum á Sóldögg í A-flokki og í 2. sæti í úrslitum í gæðingatölti á Lygnu.

Vel gert og innilega til hamingju!

 

31.03.2022 23:00

Fjórgangur - úrslit

Skemmtileg mót var í kvöld í reiðhöllinni, vel sótt og tókst vel í alla staði.

Verðlaunaafhendingin var upp í salnum  eftir mót og bauð hestamannafélagið öllum uppá pizzur.
 

 

Pollaflokkur:

 

Hilmir Hrafn og Feykir
Rakel Ósk og Korgur
Margrét Viðja og Apall
Haraldur Bjarki og Moldi
Sveinbjörn Óskar og Sóldögg

Þau fengu verðlaunapeningana sína uppí sal þar sem verðlaunaafhending fór fram.

 

 

 

Barnaflokkur:

 

1. Hera og Feykir 5,8
2. Karoline og Strönd 5,13
3. Salka Kristín og Hríma 4,3

 

Unglingaflokkur:

 

1. Þórey Helga og Ólga  5,3
2. Kristín Erla og Sónata 5,13
3. Sunna Margrét og Píla  5,06

 

2. flokkur:

 

1. Carina og Katla 6,8
2. Guðrún Tinna og Toppur 6,43
3. Hafrún Ýr og Gjöf  6,0
4. Camilla og Júpíter  5,94
5. Sólrún Tinna og Eldborg  5,63

 

 

1. flokkur:

 

1. Bergrún og Baldur  6,6
2. Eline og Kolur  6,5
3. Klara og Snörp 6,3
4. Ágúst og Andrómeda  4,6

 

 

 

Pizzapartí, virkilega gaman að sjá svona marga.
Takk fyrir komuna og bestu þakkir til þeirra sem tóku þátt og sáu um mótið.

 

     
 
 
 

 

31.03.2022 17:41

SAH - mótaröðin, fjórgangur í kvöld

Dagskrá ??
18.30
Forkeppni í öllum flokkum
~Barna- og unglingaflokkur
Þessir flokkar riða forkeppni og úrslit saman en eru verðlaunuð sér.
~2.flokkur
~1.flokkur
Pollaflokkur
10 mín hlé
Úrslit
Barna og unglingaflokkur
2.flokkur
1.flokkur

23.03.2022 15:11

Félagsfundur reiðhallarinnar

Félagsfundur Reiðhallarinnar Arnargerði verður haldinn þriðjudaginn 29. mars klukkan 20:00 í sal reiðhallarinnar.
Hvetjum sem flesta til að mæta og koma að umræðum um framtíð húsnæðisins.

Stjórnin

23.03.2022 15:03

SAH mótaröðin - fjórgangur

 
ATH!! Breytt dagsetning ????
 
Fimmtudaginn 31. mars ætlum við að halda mót í reiðhöllinni á Blönduósi.
Keppt verður í fjórgangi V5 í barna-, unglinga-, ungmenna- og 2. flokki og V2 í 1. flokki.
Keppni hefst klukkan 18.30.
Skráningar berast á netfangið [email protected], koma þarf fram nafn knapa og hests, flokkur, aldur og litur hests og upp á hvaða hönd skal riðið.
Í V5 er sýnt fegurðartölt, brokk, fet og hægt stökk. Að sjálfsögðu er boðið upp á pollaflokk og veitt þátttökuverðlaun. Skráningagjald er 2000 kr í alla flokka nema pollaflokk, þar er skráningagjald 500 kr. Stjórnað af þul.
Skráningargjald skal lagt inn á Hestamannafélagið Neista:
Áður en keppni hefst!!
kt. 480269-7139
reikningur 0307-26-055624

17.03.2022 21:15

Grímutölt - úrslit

Skemmtilegt grímutölt í gær!

Hér koma úrslitin.
 

Pollar:


1. Margrét Viðja og Apall frá Hala
2. Sveinn Óli og Þrenna frá Lækjardal
3. Haraldur Bjarki og Moldi frá Stóradal
4. Heiðdís Harpa og Birna

 

Barnaflokkur:

 

1. Salka Kristín og Funi frá Leysingjastöðum
2. Hera Rakel og Feykir frá Stekkjardal
3. Harpa Katrín og Maístjarna frá Rauðkollsstöðum
4. Karoline og Strönd frá Sveinsstöðum



Unglingaflokkur:

 

1. Sunna Margrét og Gáski frá Sveinsstöðum
2. Þórey Helga og Ólga frá Skeggsstöðum
3. Inga Rós og Andvari frá Hvammi 2
4. Kristín Erla og Sónata frá Sauðanesi

 

 

2. flokkur:

 

1. Guðrún Tinna og Toppur frá Litlu-Reykjum
2. Alice Akkermann og Andrómeda frá Bakka
3. Katharina Dietz og Krít frá Steinnesi
4. Þórður Páls og Slaufa frá Sauðanesi
5. Felix George og Spá frá Brekku

19.02.2022 17:41

SAH mótaröðin - ísmót, úrslit

 
Úrslit 17 ára og yngri
 
 
Unglingaflokkur
1. Sunna Margrét og Gáski frá Sveinsstöðum
2. Kristín Erla Sævarsdóttir og Sónata frá Sauðanesi
3. Þórey Helga og Ólga frá Skeggsstöðum

Barnaflokkur
 1. Harpa Katrín Sigurðardóttir
 
 
 
Úrslit  2. flokkur
 
1. Lilja María Suska og Viðar frá Hvammi
2. Alice Akkermann og Sendill frá Þingnesi
3. Kristín Jósteinsdóttir og Garri frá Sveinsstöðum
4. Hjördís Jónsdóttir og Gandur frá Sveinsstöðum
5. Lara Margrét Jónsdóttir og Koli frá Efri-Fitjum
 
 
Úrslit  1. flokkur
 
1. Klara Sveinbjörnsdóttir og Trölli frá Sandhólaferju
2. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir og Skjár frá Skagaströnd
3. Bergrún Ingólfsdóttir og Katla frá Skeggsstöðum
4. Eline Manon Schrijver og Þrá frá Hofi
5. Ágúst Gestur Guðbjargarson og Snörp frá Meiri-Tungu 2
 

12.02.2022 15:45

Úrslit smalans

 

Úrslit smalamótsins: 
Pollaflokkur
Rebekka Lárey & Kjarkur frá Fagranesi 
Hilmir Hrafn Jónasson & Feykir frá Stekkjadal

16 ára og yngri
1 Sunna Margrét og Píla frá Sveinsstöðum 42 sek
2 Inga Rós og Andvari frá Hvammi 49 sek
3 Salka Kristín og Þrenna frá Lækjardal 52 sek
4 Þórey Helga og Gréta frá Hnaukum 56 sek
5 Hera Rakel og Feykir frá Stekkjadal 1.20 sek 

17 ára og eldri
1 Klara Sveinbjörnsdóttir & Glettir frá Þorkelshóli 2 32 sek
2 Alice Akkerman & Frigg frá Torfunesi 37 sek
3 Hjördís Jónsdóttir og Hríma frá Leysingjastöðum ll 55 sek
4 Lilja María Suska og Elding frá Hvammi 56 sek
5 Heiða Haralds og Hadez frá Skriðulandi 1.11 sek

04.02.2022 11:48

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Hestamannafélagsins Neista verður haldinn í sal Reiðhallarinnar Arnargerðis fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 20.00

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Önnur mál

Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í stjórn og/eða nefndum hafi samband á netfangið [email protected]

 

Stjórnin

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere