05.05.2011 08:14Námskeiðahaldi vetrarins lokiðÞá er námskeiðahaldi vetrarins lokið en í gær mætti Arndís Brynjólfsdóttir og tók út 17 nemendur í knapamerkjum 1, 2 og 3. Auðvitað var fólk misstressað þegar í próf var komið en allt gekk þetta vel og stóðust allir prófin. Innilega til hamingju með það. Í vetur voru 23 fullorðnir sem luku prófum í knapamerki 1 og 2 og 14 krakkar sem luku prófum í 1, 2 og 3. Knapamerki 3 er kennt á 2 vetrum og byrjuðu þrjú í vetur en þau taka þá ekki próf fyrr en næsta vor. Á almennum námskeiðum voru 16 börn á aldrinum 4-11 ára en aldurstakmark í knapamerkin er 12 ára svo þessi hópur mun halda áfram á skemmtilegum námskeiðum fram að þeim aldri. Kennarar í vetur voru Petronella Hannula, Barbara Dittmar, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Hafdís Arnardóttir. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært og skemmtilegt starf í vetur. Þá er bara að fara að huga að Æskan og hesturinn sem verður á Sauðárkróki laugardaginn 7. maí og síðan verða uppskeruhátíðir fyrir námskeiðshópa í lok maí - byrjun júní. Skrifað af selma 30.04.2011 23:47Það er svo gaman samanÆskulýðssýning Neista var í dag og tóku um 30 börn, á öllum aldri, þátt í henni. Fyrst var örðuvísi þrautabraut þar sem "mið"krakkarnir gerðu ýmsar þrautir og fórst það vel úr hendi. Í þessum hópi voru krakkar sem hafa verið í knapamerki 1 í vetur og þau sem hafa verið lengi á námskeiðum en hafa ekki aldur til að vera í knapamerki 1. Kennarar í vetur eru þær Barbara Dittmar, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Petronella Hannula og Hafdís Arnardóttir. Gaman var að sjá hve liðlega þau gerðu þrautirnar en mínusstig voru gefin fyrir ef eitthvað mistókst og það fór nú allavega. Ekki kannski alveg farið eftir því sem þau hafa lært í knapamerki 1, t.d. við að fara af og á baki, en alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt. ![]() Prinsessurnar 2 voru svoooo sætar og duglegar og hlupu mömmurnar nokkra hringi með þær í höllinni á meðan prinsessurnar gerðu ýmsar jafnvægisæfingar. Petronella Hannula hefur kennt þeim í vetur og það hefur alltaf verið rosalega mikið gaman hjá þeim. ![]() Síðan komu "yngri" krakkarnir en það eru þau sem hafa verið 1-3 vetur á reiðnámskeiðum og gaman að sjá hvað þeim hefur farið fram í vetur. Þau fóru þrautabraut þar sem þarf að sýna mjúkan leiðandi taum og stoppa og fara yfir smá hindrun. Aldeilis flott hjá þeim og hún Petronella hefur gert mjög gott starf þar í vetur. ![]() Elstu krakkarnir, úr knapamerki 2 og 3 voru svo með flotta mynsturreið sem tókst frábærlega vel, rosafottir krakkar. Kennarar í vetur eru Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Barbara Dittmar og Hafdís Arnardóttir. ![]() Í lokin fóru þeir sem vildu hindrunarstökk, alltaf gaman að sjá hve dugleg þau eru í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. ![]() Það er virkilega gaman að sjá hvað krökkunum fer fram á hverjum vetri og verða betri og betri reiðmenn. Við megum vera stolt af þessum krökkum og hversu mikið og gott starf er unnið á hverjum vetri í æskulýðsstarfi hjá hestamannafélaginu og hvað við höfum verið heppin með frábæra kennara. Takk takk fyrir frábært starf. Eftir sýninguna var kaffi og "með því" og var fjölmenni, gott og gaman að geta átt notalega stund saman eftir svona skemmtilega sýningu. ![]() Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm. Skrifað af selma 29.04.2011 08:14Úrslit úr töltmótiLítið en skemmtilegt töltmót var í reiðhöllinni í gær og urðu úrslit þessi: Áhugamannaflokkur: (á myndina vantar Magnús og Gleði) 1. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi 2. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi 3. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 4. Edda Sigurðardóttir og Flosi frá Skefilsstöðum 5. Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum Opinn flokkur: 1. Guðmundur Þór elíasson og Fáni frá Lækjardal 2. Halldór P. Sigurðsson og 3. Paula Tillonen og Stimpill frá Vatni 4. Hörður Ríkharðsson og Móheiður frá Helguhvammi 5. Jóhanna Heiða Friðriksdóttir og Alki frá Stóru-Ásgeirsá Skrifað af selma 28.04.2011 14:35Æskulýðssýning Hestamannafélagsins NeistaLaugardaginn 30. apríl kl. 14:00 verður sýning á vegum Æskulýðsnefndar Neista í reiðhöllinni Arnargerði. Fram koma um 30 krakkar á öllum aldri sem hafa verið dugleg á námskeiðum í vetur. Hvetjum alla til að koma og sjá þessa fræbæru krakka. Aðgangseyrir 600 kr. (ekki tekið við kortum) fyrir 12 ára og eldri. Innifalið í aðgangseyri er kaffi og með því. Hlökkum til að sjá ykkur. kveðja, Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma 26.04.2011 17:40Folalda og ungfolasýning í Þytsheimum
Folöld og ungfolar 2-3 vetra verða dæmd en einnig má koma með eldri hesta til kynningar og til að sýna í reið. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 28. apríl á netfangið [email protected] (Malin 847-6726) Skráningargjald er 1.000 kr á hross. Dómari er Eyþór Einarsson kynbótadómari.
Skrifað af selma 25.04.2011 21:13Opið töltmót í reiðhöllinni Arnargerði Opið töltmót verður haldið nk. fimmtudagskvöld 28.apríl kl.20.00 í reiðhöllinni Arnargerði. Skrifað af HBE 21.04.2011 12:20Próf í knapamerkjumÞað var mikið um að vera í reiðhöllinni síðastliðinn mánudag þegar Arndís Björk Brynjólfsdóttir prófdómari kom og tók út 14 próf í knapamerkjum 1 og 2. Í prófið mættu 2 unglingar, 6 konur og 3 karlar. Sumir tóku próf í kn 1 og aðrir í kn 2, tveir tóku bæði í 1 og 2 og einn tók stöðupróf en allt gekk þetta glimarndi vel. Til hamingju með það. Skrifað af selma 11.04.2011 21:30ÆskulýðssýningÆskulýðssýning Neista verður 30. apríl nk. í Reiðhöllinni Arnargerði og munu u.þ.b. 30 börn taka þátt í henni. ![]() Æskan og hesturinn verður á Sauðárkróki 7. maí og þangað er förinni auðvitað heitið. Nánar verður þetta auglýst síðar. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma 11.04.2011 16:41ViljafélagarSjá má hér til hliðar í tenglinum "Viljafélagar" þá aðila eru með árskort í reiðhöllinni en það gildir til og með 01.06.2011. Ef einhverja vantar á þennan lista vinsamlegast hafið samband við Hödda í síma 894 0081. Reikningsnúmer sem greiða skal inná vegna árgjalds er 0307-26-106506 kt. 650699-2979. Árgjaldið er 14.000 kr. Þeir sem eru í greiðsludreifingu og hafa ekki hækkað árgjaldið eru vinsamlegast beðnir um að gera það. Munum að slökkva ljósin í höllinni og hirða upp skítinn eftir hrossin. Skrifað af selma 09.04.2011 15:50Sparisjóðs - liðakeppnin úrslitRosalegu kvöldi lokið í liðakeppninni, þvílík stemming á pöllunum og aldrei hefur töltmótið verið jafnt sterkt. Það er greinilega rétt það sem hefur verið í fréttum undanfarið að húnvetningar eigi heimsmet í fjölda hrossa á hvern íbúa en 104 keppendur voru skráðir til leiks. Lið 3 Víðidalur sigraði Sparisjóðs-liðakeppnina 2011 (Húnvetnsku liðakeppnin) með yfirburðum eða 212,5 stigum, í 2. sæti varð lið 2 með 173 stig, í 3. sæti varð lið 1 með 128 stig og lið 4 í 4. sæti með 87,5 stig. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. flokkur A-úrslit eink fork/úrslit ![]() 1 Ólafur Magnússon / Gáski frá Sveinsstöðum 7,57 / 8,22 2 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,33 / 7,78 3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 7,13 / 7,67 4 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,28 (sigraði B-úrslit) 5 Pétur Vopni Sigurðsson / Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 6,97 / 7,00 B - úrslit ![]() 5 Reynir Aðalsteinsson / Sikill frá Sigmundarstöðum 6,77 / 7,33 6 James Bóas Faulkner / Brimar frá Margrétarhofi 6,93 / 7,17 7 Ísólfur Líndal Þórisson / Freymóður frá Feti 6,83 / 7,06 8 Þórir Ísólfsson / Kvaran frá Lækjamóti 6,77 / 6,83 9 Jóhann Magnússon / Punktur frá Varmalæk 6,80 6,72 2. flokkur A-úrslit eink fork/úrslit ![]() 1 Þóranna Másdóttir / Gátt frá Dalbæ 6,57 / 7,00 2 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,67 3 Herdís Rútsdóttir / Taktur frá Hestasýn 6,30 / 6,61 4 Ingunn Reynisdóttir / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,43 / 6,39 5 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,17 / 6,22 B-úrslit eink fork/úrslit ![]() 5 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,13 / 6,61 6 Halldór Sigfússon / Seiður frá Breið 6,10 / 6,44 7-8 Alma Gulla Matthíasdóttir / Drottning frá Tunguhálsi II 6,00 / 6,33 7-8 Paula Tillonen / Sif frá frá Söguey 6,13 / 6,33 9 Pálmi Geir Ríkharðsson / Greipur frá Syðri-Völlum 6,00 / 6,28 3. flokkur eink fork/úrslit ![]() 1 Selma H Svavarsdóttir / Hátíð frá Blönduósi 5,93 / 6,39 2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,67 / 6,39 3 Jón Ragnar Gíslason / Bleikur frá Bjarnastaðahlíð 5,77 / 6,28 4 Sigrún Þórðardóttir / Kolbrá frá Hafnarfirði 6,00 / 6,22 5 Ragnar Smári Helgason / Gæska frá Grafarkoti 5,60 / 5,83 Unglingaflokkur eink fork/úrslit ![]() 1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 6,07 / 6,78 2 Helga Rún Jóhannsdóttir / Lávarður frá Þóreyjarnúpi 5,77 / 6,17 3 Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 5,37 / 6,00 4 Valdimar Sigurðsson / Berserkur frá Breiðabólsstað 5,33 / 5,83 5 Birna Olivia Ödqvist / Djákni frá Höfðabakka 5,275,72 EINSTAKLINGSKEPPNIN: 1. flokkur ![]() 1. sæti Tryggvi Björnsson með 26 stig 2. sæti Elvar Einarsson með 24 stig 3. sæti Reynir Aðalsteinsson með 23 stig 2. flokkur ![]() 1. sæti Vigdís Gunnarsdóttir með 17 stig 2. sæti Þóranna Másdóttir með 15 stig 3. sæti Halldór Pálsson með 14 stig 3. flokkur ![]() 1. sæti Selma Svavarsdóttir með 5,5 stig 2. sæti Ragnar Smári Helgason með 5,5 stig 3. sæti Sigrún Þórðardóttir með 3,5 stig Unglingaflokkur ![]() 1. sæti Ásdís Ósk Elvarsdóttir með 13 stig 2. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 8 stig 3. sæti Fríða Marý Halldórsdóttir með 5,5 stig Mótanefnd þakkar starfsfólki mótaraðarinnar kærlega fyrir að gera mótið svona skemmtilegt, án ykkar væri þetta ekki hægt. Guðný tók fullt af myndum og setti hérna inn á síðuna. Skrifað af selma 08.04.2011 11:39Sparisjóðs-liðakeppnin dagskráMótið hefst kl. 17.00 og er dagskráin eftirfarandi: Unglingaflokkur 3. flokkur 10 mín. hlé 2. flokkur 10 mín. hlé 1. flokkur 20 mín. hlé b úrslit 2. flokkur b úrslit 1. flokkur a úrslit unglingaflokkur 15 mín hlé a úrslit 3. flokkur a úrslit 2. flokkur a úrslit 1. flokkur Skrifað af selma 07.04.2011 08:32Sparisjóðs-liðakeppnin í töltiSparisjóðs-liðakeppnin ráslistar í töltiTölt - 1. flokkur Holl Hönd Knapi Hestur Lið 1 V Einar Reynisson Glæta frá frá Sveinatungu - 2 1 V Ingólfur Pálmason Höfði frá Sauðárkróki - 1 2 V Magnús Bragi Magnússon Bylgja frá Dísarstöðum 2 - 2 2 V Helga Rós Níelsdóttir Glaðværð frá Fremri-Fitjum - 1 3 V Ísólfur Líndal Þórisson Freymóður frá Feti - 3 3 V Aðalsteinn Reynisson Magnea frá Syðri-Völlum - 2 4 V Líney María Hjálmarsdóttir Þerna frá Miðsitju - 3 4 V Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum - 4 5 H Sæmundur Þ Sæmundsson Baugur frá frá Tunguhálsi 2 - 3 5 H Jóhann Magnússon Neisti frá Skeggsstöðum - 2 6 H Þórir Ísólfsson Kvaran frá Lækjamóti - 3 6 H Herdís Einarsdóttir Drápa frá Grafarkoti - 2 7 V Ninnii Kullberg Sóldögg frá Efri-Fitjum - 1 7 V Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum - 2 8 H Helga Una Björnsdóttir Adama frá Búrfelli - 1 8 H Pétur Vopni Sigurðsson Silfurtoppur frá Oddgeirshólum 4 - 1 9 V Líney María Hjálmarsdóttir Hekla frá Tunguhálsi II - 3 9 V Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti - 3 10 V Magnús Ásgeir Elíasson Daði frá Stóru-Ásgeirsá - 3 10 V James Bóas Faulkner Brimar frá Margrétarhofi - 3 11 V Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili - 3 11 V Elvar Logi Friðriksson Stuðull frá Grafarkoti - 3 12 V Sæmundur Þ Sæmundsson Frikka frá frá Fyrirbarði - 3 12 V Einar Reynisson Hvönn frá frá Syðri-Völlum - 2 13 V Magnús Bragi Magnússon Punktur frá Varmalæk - 2 14 H Helga Rós Níelsdóttir Mísla frá Fremri-Fitjum - 1 14 H Ísólfur Líndal Þórisson Borgar frá Strandarhjáleigu - 3 Tölt - 2. flokkur Holl Hönd Knapi Hestur Lið 1 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Kóði frá Grafarkoti - 2 1 V Jóhanna Stella Jóhannsdóttir Hnakkur frá Reykjum - 4 2 H Pétur H. Guðbjörnsson Gantur frá Oddgeirshólum - 1 2 H Greta Brimrún Karlsdóttir Orka frá Sauðá - 3 3 H Alma Gulla Matthíasdóttir Drottning frá Tunguhálsi II - 3 3 H Unnsteinn Andrésson Persóna frá Grafarkoti - 1 4 V Pálmi Geir Ríkharðsson Greipur frá Syðri-Völlum - 2 4 V Valur Valsson Bylgja frá Vatnsdalshólum - 4 5 H Þóranna Másdóttir Gátt frá Dalbæ - 2 5 H Petronella Hannula Heilladís frá frá Sveinsstöðum - 4 6 H Jóhann Albertsson Carmen frá Hrísum - 2 6 H Sveinn Brynjar Friðriksson Synd frá Varmalæk - 3 7 H Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Dreyri frá Hóli - 1 7 H Halldór Sigfússon Seiður frá Breið - 1 8 V Halldór Pálsson Rispa frá frá Ragnheiðarstöðum - 2 8 V Guðný Helga Björnsdóttir Þór frá Saurbæ - 2 9 V Anna-Lena Aldenhoff Dorrit frá frá Gauksmýri - 2 9 V Vigdís Gunnarsdóttir Freyðir frá Leysingjastöðum II - 3 10 V Þórólfur Óli Aadnegard Þokki frá Blönduósi - 4 10 V Elías Guðmundsson Birtingur frá Stóru-Ásgeirsá - 3 11 V Kolbrún Stella Indriðadóttir Skugga-Sveinn frá Grafarkoti - 2 11 V Steinbjörn Tryggvason Þráður frá Þorkelshóli 2 - 1 12 V Herdís Rútsdóttir Taktur frá Hestasýn - 3 12 V Hjörtur Karl Einarsson Syrpa frá Hnjúkahlíð - 4 13 V Barbara Dittmar Vordís frá frá Finnstungu - 4 13 V Halldór P. Sigurðsson Geisli frá Efri-Þverá - 1 14 H Steinbjörn Tryggvason Elegant frá Austvaðsholti 1 - 1 14 H Greta Brimrún Karlsdóttir Blæja frá Laugarmýri - 3 15 V Paula Tillonen Sif frá frá Söguey - 1 15 V Ingveldur Ása Konráðsdóttir Hrefna frá Dalbæ - 2 16 V Ingunn Reynisdóttir Heimir frá Sigmundarstöðum - 2 16 V Hjördís Ósk Óskarsdóttir Ímynd frá Gröf - 3 17 V Petronella Hannula Óseseifur frá frá Möðrufelli - 4 17 V Gerður Rósa Sigurðardóttir Katarína frá Tjarnarlandi - 3 18 V Malin Maria Person Mímir frá frá Syðra-Kolugili - 3 18 V Elías Guðmundsson Dimma frá Stóru-Ásgeirsá - 3 19 V Guðmundur Sigfússon Kjarkur frá Flögu - 4 19 V Sigtryggur Sigurvaldason Máni frá Helguhvammi II - 3 20 H Halldór Pálsson Goði frá frá Súluvöllum - 2 20 H Kolbrún Stella Indriðadóttir Vottur frá Grafarkoti - 2 21 H Pétur H. Guðbjörnsson Klerkur frá Keflavík - 1 Tölt - 3. flokkur Hópur Hönd Knapi Hestur Lið 1 V Lena Marie Pettersson Fjöður frá frá Grund - 1 1 V Ragnar Smári Helgason Loki frá Grafarkoti - 2 2 V Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Blær frá Hvoli - 1 2 V Jón Ragnar Gíslason Bleikur frá Bjarnastaðahlíð - 2 3 H Stella Guðrún Ellertsdóttir Blær frá Sauðá - 2 3 H Sigrún Þórðardóttir Kolbrá frá Hafnarfirði - 1 4 H Selma H Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi - 4 4 H Rúnar Örn Guðmundsson Kasper frá Blönduósi - 4 5 V Sigríður Alda Björnsdóttir Setning frá Breiðabólsstað - 2 5 V Sigríður Ólafsdóttir Gletta frá Víðidalstungu - 3 6 V Gunnar Þorgeirsson Hvinur frá Sólheimum - 3 6 V Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir Bassi frá Áslandi - 1 7 H Dalrós Gottschalk Funi frá frá Fremri-Fitjum - 1 7 H Jón Benedikts Sigurðsson Tvistur frá Hraunbæ - 2 8 H Höskuldur B Erlingsson Fjalar frá Vogsósum 2 - 4 8 H Kjartan Sveinsson Tangó frá Síðu - 1 9 H Jón Árni Magnússon Gleypnir frá Steinnesi - 4 9 H Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Óvissa frá Galtanesi - 1 10 V Sigurbjörg Þ Jónsdóttir Fróði frá Litladal - 4 10 V Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Sverta frá Ósabakka 2 - 1 11 V Ragnar Smári Helgason Gæska frá Grafarkoti - 2 11 V Jón Ragnar Gíslason Víma frá Garðakoti - 2 12 H Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Freyr frá Litlu-Ásgeirsá - 1 12 H Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir Gósi frá Miðhópi - 3 Tölt - unglingaflokkur Holl Hönd Knapi Hestur Lið 1 V Róbert Arnar Sigurðsson Leiknir frá Löngumýri 1 - 1 1 V Hákon Ari Grímsson Gleði frá Sveinsstöðum - 4 2 H Telma Rún Magnúsdóttir Hrafn frá frá Hvoli - 1 2 H Birna Olivia Ödqvist Djákni frá Höfðabakka - 3 3 V Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti - 3 3 V Eydís Anna Kristófersdóttir Hula frá frá Efri-Fitjum - 3 4 H Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Stjarni frá - 1 5 V Jóhannes Geir Gunnarsson Þróttur frá Húsavík - 3 5 V Valdimar Sigurðsson Berserkur frá Breiðabólsstað - 2 6 V Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu-Brekku - 3 6 V Guðmar Freyr Magnússun Frami frá Íbishóli - 2 7 H Kristófer Már Tryggvason Gammur frá Steinnesi - 1 7 H Kristófer Smári Gunnarsson Krapi frá Efri-Þverá - 1 8 H Lilja Karen Kjartansdóttir Glóðar frá Hólabaki - 1 8 H Telma Rún Magnúsdóttir Efling frá Hvoli - 1 9 V Helga Rún Jóhannsdóttir Lávarður frá Þóreyjarnúpi - 2 9 V Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Fremri-Hvestu - 3 Skrifað af HBE 06.04.2011 09:11Kvennatölt Norðurlands
Skrifað af selma 05.04.2011 10:01Lokaskráningardagur er í dag á Sparisjóðs-liðakeppninaLokamót Sparisjóðs-liðakeppninnar er tölt. Keppt verður í 1. 2. 3. og unglingaflokki. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn 8. apríl nk. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt og verður ekki snúið við. Skráning sendist á email [email protected] og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 5. apríl. Fram þarf að koma kennitala knapa, flokkur, IS númer hests og í hvaða liði keppandinn er. Einnig þarf að koma fram upp á hvaða hönd skal riðið. Skráningargjald er 2.000.- fyrir fullorðna en 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri. Mótanefnd Skrifað af selma 05.04.2011 09:23Myndir frá Grunnskólamótinu á HvammstangaHjálmar Kárdal mætti með myndavélina á Grunnskólamótið á Hvammstanga, tók fullt af myndum og sendi okkur. Þær eru komnar í myndaalbúm. Þökkum við honum kærlega fyrir. ![]() Skrifað af selma Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is