21.05.2010 23:06

Fundur með hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar

Fundur með hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar

Í dag fór fram fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með öllum hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar. Tilgangur fundarins var að fá heildarsýn yfir stöðu mála vegna hóstapestarinnar svonefndu. Síðast liðinn mánudag skipaði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir nefnd, en í henni eiga sæti Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Sveinn Ólason dýralæknir. Þau hafa verið að safna öllum tiltækum upplýsingum um veikina og kynnti Sigríður helstu niðurstöður á rannsóknum þeirra og veitti ráðgjöf í ljósi þeirra.

Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi, ekki síst er varðar Landsmót hestamanna sem fara á fram á Vindheimamelum  í Skagafirði 27. júní - 4. júlí.

Við ákvarðanatöku var reynt að meta þyngd og alvarleika hóstapestarinnar með tilliti til velferðar hrossa og jafnframt hvort faraldurinn muni verða að miklu leyti genginn yfir þegar úrtökur fyrir landsmótið fara fram.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun:

Á sameiginlegum fundi hagsmunaaðila í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu voru aðilar sammála um að stefnt skuli að því að halda Landsmót hestamanna á áður ákveðnum tíma. Aðilar voru sammála um að endurskoða fyrirkomulag og dagsetningar á úrtökum og dómum hrossa fyrir landsmótið með það að leiðarljósi að gera sem flestum hrossum mögulegt að vinna sér þátttökurétt.

Hópurinn mun koma saman um næstu mánaðarmót og endurmeta stöðuna.

11.05.2010 08:52

Frá Æskulýðsnefnd


Þó svo það sé hlé á námskeiðahaldi hjá krökkunum í knapamerkjunum vegna kvefpestarinnar í hestunum okkar þá er æskulýðsnefnd búin að ákveða að halda uppskeruhátíðina á Þingeyrum sunnudaginn 13. júní og vonum auðvitað að allir hestar verði orðnir hressir þá emoticon

Þar sem engin var ferðin á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki verðum við að gera langa og skemmtilega ferð í staðin og er því fyrirhugað að reka (á laugardegi) og eða flytja (á sunnudegi) hestana í Þingeyrar, ríða út á sunnudeginum, gera eitthvað skemmtilegt og grilla eitthvað gott.



Þetta verður allt auglýst betur þegar nær dregur en endilega takið daginn frá, pabbar og mömmur, afar og ömmur, frænkur og frændur og allir aðrir, gerum skemmtilegan dag með krökkunum okkar 13. júní á Þingeyrum því þar eru frábærar útreiðaleiðir og skemmtilegt að vera.

10.05.2010 11:00

Tilkynning frá framkvæmdanefnd Landsmóts hestamann


Frá fundi framkvæmdanefndar í Skagafirði 7. maí.
Á fundi framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna sem haldinn var í Skagafirði, 7. maí með dýralækni hrossasjúkdóma var ákveðið að ekki verði hvikað frá undirbúningi Landsmóts þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir hrossastofninn.

Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá.    Ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda.
Í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku.  
Félögin eru hvött til þess að nýta þetta ákvæði, ef þörf krefur, til að veita sem flestum tækifæri til að afla sér þátttökuréttar á Landsmóti.

Hestamenn eru hvattir til að gæta að velferð hrossa sinna og mæta ekki með veik hross til keppni eða sýninga.

Frekari upplýsingar um smitandi hósta hrossa er að finna HÉR.

Framkvæmdanefnd Landsmóts
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun

05.05.2010 14:00

Tilkynning frá hrossaræktarráðunaut Guðlaugur V. Antonsson


Varla hefur hún farið framhjá nokkrum hestamanni sú kvefpest sem þessa dagana herjar á hrossastofninn. Ljóst er að pestin er mun alvarlegri en í fyrstu var talið og virðist hrossum mjög hætt við að slá niður ef ekki er varlega farið, þó menn telji einkenni horfin.

Hinar hefðbundnu vor- og héraðssýningar kynbótahrossa munu á næstunni fara í gang af fullum þunga svo sem vant er á þessum árstíma. Ekki hefur á þessu stigi málsins verið ákveðið með neinar breytingar á fyrirliggjandi dagskrá sýninganna. Vil ég því hvetja þá sem enn hafa sloppið við pestina eða sem hafa hross sem náð hafa sér að fullu að nýta tækifærið og koma hrossum til dóms hið fyrsta. Fyrirsjáanlegt er að álag verður að vanda mikið síðustu vikur dóma og eykst væntanlega enn með tilkomu pestarinnar.

Tuttugu og sjö hross mættu til dóms á Sauðárkróki, um fjörtíu eru skráð á Blönduósi og um áttatíu í Reykjavík þannig að greinilegt er að enn eru einhver hross heilbrigð. Næstu sýningar eru síðan í Eyjafirði og Hafnarfirði. 

Ákveðið hefur verið að öllum hrossum sem sýna sjúkdómseinkenni pestarinnar verði umsvifalaust vísað frá sýningunum. Enda um ótvírætt dýraverndunarmál að ræða að aðeins sé komið til dóms með hross í góðu heilbrigðisástandi. 

Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ

04.05.2010 19:29

Kynbótasýning Blönduósi 6. maí 2010 - Röð knapa

Fimmtudagur 6. maí Holl 1 kl 8:00

1 Tryggvi Björnsson
2 Baldvin Ari Guðlaugsson
3 Tryggvi Björnsson
4 Sandra Maria Marin
5 Tryggvi Björnsson
6 Þórarinn Eymundsson
7 Baldvin Ari Guðlaugsson
8 Tryggvi Björnsson
9 Helga Thoroddsen
10 Þórarinn Eymundsson
11 Tryggvi Björnsson
12 Fanney Dögg Indriðadóttir
13 Sandra Maria Marin
14 Tryggvi Björnsson

Fimmtudagur 6. maí Holl 2 kl 12:30
1 Jóhann Birgir Magnússon
2 Baldvin Ari Guðlaugsson
3 Tryggvi Björnsson
4 Agnar Þór Magnússon
5 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
6 Jóhann Birgir Magnússon
7 Tryggvi Björnsson
8 Herdís Einarsdóttir
9 Jakob Svavar Sigurðsson
10 Agnar Þór Magnússon
11 Jóhann Birgir Magnússon
12 Tryggvi Björnsson
13 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
14 Herdís Einarsdóttir

Fimmtudagur 6. maí Holl 3 kl 16:30
1 Ólafur Magnússon
2 Tryggvi Björnsson
3 Jóhann Birgir Magnússon
4 Baldvin Ari Guðlaugsson
5 Agnar Þór Magnússon
6 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
7 Ólafur Magnússon
8 Tryggvi Björnsson
9 Jóhann Birgir Magnússon
10 Herdís Einarsdóttir
11 Jakob Svavar Sigurðsson
12 Ólafur Magnússon
13 Tryggvi Björnsson



Yfirlitssýning hefst kl 9:30 á föstudag 7. maí

Vorsýning á Blönduósi

Mót númer: 03 - 06.05.2010

Sýningarstjóri: Gunnar Ríkharðsson
Aðaldómari: Guðlaugur V Antonsson
Dómari 2: Sigbjörn Björnsson
Dómari 3: Elsa Albertsdóttir
Annað starfsfólk: Þórður Pálsson

Einstaklingssýndir stóðhestar 6 vetra

IS2004155411 Kufl Grafarkoti
Litur: 2510 Brúnn/milli- skjótt
Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson
Eigandi: Herdís Einarsdóttir
F: IS1998187045 Klettur Hvammi
M: IS1988255410 Kórea Grafarkoti
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir

IS2004157547 Sólnes Ytra-Skörðugili
Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt
Ræktandi: Ingimar Ingimarsson
Eigandi: Ingimar Ingimarsson
F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1992257552 Svartasól Ytra-Skörðugili
Sýnandi: Þórarinn Eymundsson


Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra

IS2005165493 Baugur Efri-Rauðalæk
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Guðlaugur Arason
Eigandi: Guðlaugur Arason
F: IS2000165490 Krókur Efri-Rauðalæk
M: IS1984260002 Dögg Akureyri
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson

IS2005158843 Blær Miðsitju
Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt
Ræktandi: Magnús Andrésson
Eigandi: Magnús Andrésson
F: IS2001137637 Arður Brautarholti
M: IS1991258302 Björk Hólum
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2005155354 Rammur Höfðabakka
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson
Eigandi: Sigrún Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sigurðsson
F: IS2001165222 Rammi Búlandi
M: IS1994255353 Smella Höfðabakka
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


Einstaklingssýndir stóðhestar 4 vetra

IS2006136481 Bliki Hjarðarholti
Litur: 8410 Vindóttur/rauð- skjótt
Ræktandi: Jón Þór Jónasson
Eigandi: Jón Þór Jónasson
F: IS1981187020 Kolfinnur Kjarnholtum I
M: IS1992236485 Snót Hjarðarholti
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon

IS2006155022 Eldfari Stóru-Ásgeirsá
Litur: 0100 Grár/rauður einlitt
Ræktandi: Elías Guðmundsson
Eigandi: Elías Guðmundsson
F: IS1994166620 Huginn Haga I
M: IS1993255035 Eldspýta Stóru-Ásgeirsá
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon

IS2006156400 Magni Sauðanesi
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Ræktandi: Páll Þórðarson
Eigandi: Páll Þórðarson
F: IS1998156539 Parker Sólheimum
M: IS1992256400 Mirra Sauðanesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2006165495 Símon Efri-Rauðalæk
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Guðlaugur Arason, Snjólaug Baldvinsdóttir
Eigandi: Guðlaugur Arason, Snjólaug Baldvinsdóttir
F: IS1990157003 Galsi Sauðárkróki
M: IS1996266032 Pandóra Tungu
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson

IS2006165490 Svartur Efri-Rauðalæk
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Heimir Guðlaugsson
Eigandi: Heimir Guðlaugsson
F: IS1990184730 Andvari Ey I
M: IS1989265805 Nótt Þverá, Skíðadal
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson


Einstaklingssýndar hryssur 7 vetra og eldri

IS2000238376 Aníta Vatni
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Ræktandi: Sigurður Hrafn Jökulsson
Eigandi: Sigurður Hrafn Jökulsson
F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1988238376 Andrá Vatni
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon

IS2003265893 Auðna Kommu
Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt
Ræktandi: Vilberg Jónsson
Eigandi: Gangráður ehf
F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1995265892 Ugla Kommu
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson

IS2003284654 Demba Vestra-Fíflholti
Litur: 3300 Jarpur/botnu- einlitt
Ræktandi: Ágúst Rúnarsson
Eigandi: Ásmundur Ingvarsson
F: IS1997184662 Elvis Vestra-Fíflholti
M: IS1988284978 Rökkva Dufþaksholti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2002256345 Gletta Sveinsstöðum
Litur: 0100 Grár/rauður einlitt
Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir
Eigandi: Ólafur Magnússon
F: IS1988165895 Gustur Hóli
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon

IS2003286686 Gæfa Holtsmúla 1
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Aðalsteinn Sæmundsson
Eigandi: Aðalsteinn Sæmundsson
F: IS1995186691 Suðri Holtsmúla 1
M: IS1987257225 Gígja Ytra-Skörðugili
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson

IS2003225049 Orrahríð Kiðafelli
Litur: 1500 Rauður/milli- einlitt
Ræktandi: Sigurbjörn Hjaltason
Eigandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason
F: IS1986186055 Orri Þúfu
M: IS1993257183 Tónaflóð Hólkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2003256345 Stjörnudís Sveinsstöðum
Litur: 2220 Brúnn/mó- stjörnótt
Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir
Eigandi: Þorgils Magnússon
F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon

IS2003265669 Týja Árgerði
Litur: 2720 Brúnn/dökk/sv. stjörnótt
Ræktandi: Magni Kjartansson
Eigandi: Magni Kjartansson
F: IS1998165661 Týr Árgerði
M: IS1990265660 Hrefna Árgerði
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

IS2002265671 Von Árgerði
Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt
Ræktandi: Magni Kjartansson
Eigandi: Magni Kjartansson
F: IS1995165663 Kjarni Árgerði
M: IS1991265663 Græja Árgerði
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir


Einstaklingssýndar hryssur 6 vetra

IS2004255050 Brimkló Efri-Fitjum
Litur: 6400 Bleikur/fífil- einlitt
Ræktandi: Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson
Eigandi: Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson
F: IS1994158700 Keilir Miðsitju
M: IS1995255418 Ballerína Grafarkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2004255416 Gella Grafarkoti
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson
Eigandi: Herdís Einarsdóttir
F: IS1998187045 Klettur Hvammi
M: IS1994255410 Glæta Grafarkoti
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir

IS2004256345 Heilladís Sveinsstöðum
Litur: 3540 Jarpur/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Björg Þorgilsdóttir
Eigandi: Björg Þorgilsdóttir
F: IS1989158501 Glampi Vatnsleysu
M: IS1992256282 Maístjarna Sveinsstöðum
Sýnandi: Ólafur Magnússon

IS2004276450 Hildigunnur Kollaleiru
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Hans Friðrik Kjerulf
Eigandi: Pétur Vopni Sigurðsson
F: IS1996181791 Geisli Sælukoti
M: IS1992276426 Þota Reyðarfirði
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2004258430 Hrifning Kýrholti
Litur: 4594 Leirljós/Hvítur/milli- blesa auk leista eða sokka hringeygt eða glaseygt
Ræktandi: Steinþór Tryggvason
Eigandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir, Gísli Steinþórsson, Steinþór Tryggvason
F: IS1995135993 Hróður Refsstöðum
M: IS1986257809 Þörf Hólum
Sýnandi: Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

IS2004255474 Hugsýn Þóreyjarnúpi
Litur: 7500 Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
Ræktandi: Þóreyjarnúpshestar ehf
Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon
F: IS1994166620 Huginn Haga I
M: IS1989255475 Kólga Þóreyjarnúpi
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon

IS2004265492 Krækja Efri-Rauðalæk
Litur: 2700 Brúnn/dökk/sv. einlitt
Ræktandi: Guðlaugur Arason
Eigandi: Guðlaugur Arason
F: IS1986186055 Orri Þúfu
M: IS1994265490 Drottning Efri-Rauðalæk
Sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson

IS2004256287 Ólga Steinnesi
Litur: 1540 Rauður/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Jósef Magnússon
Eigandi: Magnús Jósefsson
F: IS1996156290 Gammur Steinnesi
M: IS1995256298 Hnota Steinnesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2004256392 Stefna Sauðanesi
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Ingibjörg Guðmundsdóttir
Eigandi: Þórður Pálsson
F: IS1994184553 Sveinn-Hervar Þúfu
M: IS1984256018 Skikkja Sauðanesi
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2004256322 Þraut Þingeyrum
Litur: 0200 Grár/brúnn einlitt
Ræktandi: Þingeyrabúið ehf
Eigandi: Þingeyrabúið ehf
F: IS1996135467 Flygill Vestri-Leirárgörðum
M: IS1991287378 Tíbrá Stóra-Ármóti
Sýnandi: Helga Thoroddsen


Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra

IS2005255573 Byrjun Bessastöðum
Litur: 1200 Rauður/ljós- einlitt
Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk
Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk
F: IS1994158700 Keilir Miðsitju
M: IS1998255417 Önn Grafarkoti
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon

IS2005255415 Drápa Grafarkoti
Litur: 2540 Brúnn/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Indriði Karlsson
Eigandi: Herdís Einarsdóttir
F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleigu
M: IS1996255714 Aría Grafarkoti
Sýnandi: Herdís Einarsdóttir

IS2005255410 Kara Grafarkoti
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Herdís Einarsdóttir, Indriði Karlsson
Eigandi: Herdís Einarsdóttir
F: IS1996156290 Gammur Steinnesi
M: IS1987255412 Klassík Grafarkoti
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2005256275 Líf Hólabaki
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Björn Magnússon
Eigandi: Björn Magnússon
F: IS1993186930 Adam Ásmundarstöðum
M: IS1992256275 Dreyra Hólabaki
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

IS2005258703 Þjóðhátíð Miðsitju
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Guðmar Þór Pétursson
Eigandi: Guðmar Þór Pétursson
F: IS1997186541 Rökkvi Hárlaugsstöðum
M: IS1996258700 Skyggna Miðsitju
Sýnandi: Tryggvi Björnsson


Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra

IS2006257342 Blálilja Hafsteinsstöðum
Litur: 3400 Jarpur/rauð- einlitt
Ræktandi: Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson
Eigandi: Hildur Claessen, Skapti Steinbjörnsson
F: IS1993156910 Smári Skagaströnd
M: IS1997257340 Dimmblá Hafsteinsstöðum
Sýnandi: Þórarinn Eymundsson

IS2006255573 Hera Bessastöðum
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk
Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon, Vandemoortele Harold, Verbesselt Dirk
F: IS2000187051 Gígjar Auðsholtshjáleigu
M: IS1998255417 Önn Grafarkoti
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon

IS2006256895 Orða Eyjarkoti
Litur: 3720 Jarpur/dökk- stjörnótt
Ræktandi: Guðbjörg Gestsdóttir
Eigandi: Guðbjörg Gestsdóttir
F: IS2001156297 Glettingur Steinnesi
M: IS2002256894 Sæunn Eyjarkoti
Sýnandi: Sandra Maria Marin

IS2006255571 Ósk Bessastöðum
Litur: 6600 Bleikur/álóttur einlitt
Ræktandi: Jóhann Birgir Magnússon
Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon
F: IS2001186077 Herakles Herríðarhóli
M: IS1995265661 Milla Árgerði
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon

IS2006256139 Stikla Efri-Mýrum
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Sandra Maria Marin
Eigandi: Sandra Maria Marin
F: IS1993156910 Smári Skagaströnd
M: IS1995235510 Þruma Hvítárbakka 1
Sýnandi: Sandra Maria Marin

IS2006255411 Sýn Grafarkoti
Litur: 1520 Rauður/milli- stjörnótt
Ræktandi: Fanney Dögg Indriðadóttir
Eigandi: Elvar Logi Friðriksson, Fanney Dögg Indriðadóttir
F: IS2000135815 Sólon Skáney
M: IS1994255415 Ásjóna Grafarkoti
Sýnandi: Fanney Dögg Indriðadóttir

IS2006235698 Unun Vatnshömrum
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Hallgrímur Sveinn Sveinsson, Jóhann Birgir Magnússon, Sveinn Hallgrímsson
Eigandi: Jóhann Birgir Magnússon
F: IS1998184713 Aron Strandarhöfði
M: IS1998235698 Iða Vatnshömrum
Sýnandi: Jóhann Birgir Magnússon


04.05.2010 12:23

Hrossasýningar raskast


Röskun hefur orðið á undirbúningi landsmóts hestamanna í sumar vegna smitandi hósta í hrossum sem grasserar nú í hesthúsum. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, ráðleggur hestamönnum eindregið að hvíla veik hross og segir að ekki megi mæta með þau á sýningar eða í keppni.

Ekki hefur tekist að greina sjúkdóminn. Sigríður segir að þetta virðist nýr veirusjúkdómur hér á landi því lítil mótstaða sé gegn honum. Gjarnan fylgja bakteríusýkingar í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös.

"Vandinn liggur í því hvað hrossin eru lengi að jafna sig og raunar ekki útséð með það hversu lengi þau eru að ná sér alveg," segir Sigríður.

Hún segir að reynslan sýni að hrossin þurfi að fá hvíld meðan sjúkdómurinn gangi yfir. Ef menn byrji of snemma að ríða út geti hrossunum slegið niður. "Hestamenn verða að taka þetta alvarlega. Við erum smám saman að sjá að raunveruleikinn er verri en við héldum í upphafi."

03.05.2010 11:37

Félagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót


Félagsmót Neista
ásamt úrtöku fyrir Landsmót

verður haldið á Blönduósi 5. júní nk.
Nánar auglýst síðar.

03.05.2010 11:27

Ungfolasýning - úrslit


 hér má sjá video af Hvin frá Blönduósi, Álfssyni sem vann flokk 2ja vetra.

Margir flottir ungfolar mættu á Ungfolasýninguna í Þytsheimum föstudaginn 30. apríl sl. Eyþór Einarsson dæmdi folana bæði í byggingu og á gangi.

Keppt var í þrem flokkum:
2ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
3ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
4ra vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina eða sýndur í reið.

Úrslit urðu eftirfarandi: 

2ja vetra hestar:

1. Hvinur IS2008156500 frá Blönduósi, gráskjóttur
F: Álfur frá Selfossi

M: Hríma frá Blönduósi

Eig. Jónas Hallgrímsson, Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson.

2. Vörður IS2008155465 frá Sauðá, rauðblesóttur glófextur
F: Grettir frá Grafarkoti
M: Orka frá Sauðá

Eigendur: Ellert Gunnlaugsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Elvar Logi Friðriksson

3.Straumur IS2008155380 frá Súluvöllum ytri, rauðblesóttur
F: Kraftur frá Efri-Þverá

M: Rispa frá Ragnheiðarstöðum

Eigandi: Halldór Jón Pálsson

3ja vetra stóðhestar:

1. Morgunroði IS2007155501 frá Gauksmýri, rauðtvístj.

F: Roði frá Múla

M: Svikamylla frá Gauksmýri

Eigandi Sigríður Lárusdóttir

2. Hugi IS2007155263 frá Síðu, jarpskjóttur
F:Klettur frá Hvammi

M: Abbadís frá Síðu

Eigandi: Steinbjörn Tryggvason

3. Samverji IS2007155419 frá Grafarkoti, rauðtvístj, hringeygður
F: Grettir frá Grafarkoti

M: Sameign frá Sauðárkróki

Eigandi Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson

4ra vetra stóðhestar:

1.Illugi IS2006155181frá Þorkelshóli, brúnstjörnóttur
F: Platon frá Þorkelshóli
M: Ísold frá Neðra-Vatnshorni

Eigendur Krístín Lundberg og Kolbrún Grétarsdóttir

2.Magni IS2006137316 frá Hellnafelli, brúnn
F: Gígjar frá Auðholtshjáleigu
M: Sóley frá Þorkelshóli

Eigendur Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Magni Oddsson

30.04.2010 15:34

Hestahósti

Starfsemi lamast af völdum hestahósta
Hóstapest í hrossum breiðist út um landið og hefur víða haft áhrif á hestatengda atvinnustarfsemi svo og mótahald. Pestin er lúmsk og endar í sumum tilvikum í illskeyttri bakteríusýkingu. Ekki er vitað um orsök eða tegund hennar.
DÝRAHALD Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið.

DÝRAHALD Margar tamningastöðvar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossahóstans sem smitast enn út um landið.

Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma.

Að sögn Sigríðar hefur enn ekki fundist hvað veldur pestinni. Hins vegar hafa þekktar sýkingapestir í öndunarfærum hrossa verið útilokaðar með veitugreiningu. Allt þykir benda til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þéttskipuðum hesthúsum. Bakteríusýkingar virðast í mörgum tilfellum fylgja í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös. Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að oft er um að ræða streptókokka sem nú er verið að greina nánar. Slíkar sýkingar er í mörgum tilfellum hægt að meðhöndla til að flýta bata hrossanna.

Nú er að koma í ljós að mörg hross eru lengi með hóstapestina, allt upp í fjórar vikur, og enn sér ekki fyrir endann á því hversu lengi þau verða að jafna sig að fullu. Unnið er áfram að greiningu hennar bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar.

"Pestin er mjög lúmsk þegar hún er að byrja," segir Sigríður. "Síðan magnast hún upp með tímanum og fer að breiðast út. Allra fyrstu einkenni eru þurr hósti, glært nefrennsli og slappleiki sem þó verður aðeins vart í reið. Hestarnir sækja gjarnan niður með hausinn til að hósta.

Ég legg mikið upp úr því að eigendur hrossa átti sig því fljótt á því ef þau veikjast. Þá er nauðsynlegt að gefa þeim frí og búa vel að þeim. Mikilvægt er að loftið sé gott, en alls ekki kalt. Með vorinu á að vera hægt að koma betur til móts þessar þarfir."

Sigríður segir ekki vitað til þess að hross hafi drepist í kjölfar pestarinnar né orðið það alvarlega veik að þeim hafi verið hætta búin. Mörg hrossanna gangi í gegnum veikindin án þess að fá hita.

"Hins vegar er vandinn sá að þetta situr lengur í hrossunum heldur en við héldum í fyrstu og kemur þess vegna verr við alla hestatengda starfsemi. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta valdi hrossunum varanlegu tjóni."

Sigríður segir að pestin raski að líkindum vorsýningum kynbótahrossa, þannig að meginþunginn verði á síðsumarsýningunum.

[email protected]

30.04.2010 08:16

Æskan og Hesturinn

Æskan og Hesturinn - Frestað

29. apríl 2010

Sýningunni Æskan og Hesturinn sem vera átti í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki,1. maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna hestaflensunar sem er að ganga.

Nánar auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin.

28.04.2010 23:26

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna - breytt dagsetning


Ákveðið hefur verið að færa Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna sem átti að vera dagana 5.-8. ágúst aftur um eina viku og verður það því 12.-15. ágúst. Ástæða þessa er beiðni frá Landssambandi Hestamanna (LH) þar sem Norðurlandamótið í hestaíþróttum er dagana 4.-8 ágúst og hefði því skarast á við Íslandsmótið. 

Íslandsmótið verður því haldið dagana 12.-15. ágúst á félagssvæði hestamanna á Hvammstanga.


28.04.2010 23:22

Þátttökufjöldi hrossa á LM

16.apríl síðastliðinn var lesið úr félagatali hestamannafélaganna fjölda félagsmanna í hverju félagi fyrir sig. Út frá þeim tölum er reiknaður fjöldi hrossa sem hverju félagi er heimilt að senda á Landsmót 2010. Fyrir hverja 125 félaga fer einn hestur.

Fjöldi hrossa á LM 2010

Félag:  
Adam    1
Andvari    5
Blær    1
Dreyri    2
Faxi    3
Fákur    16
Feykir    1
Freyfaxi    2
Funi    2
Geisli    1
Geysir    6
Glaður    2
Glófaxi    1
Glæsir    1
Gnýfari    1
Goði    1
Grani    1
Gustur    4
Háfeti    1
Hending    1
Hornfirðingur    2
Hringur    2
Hörður    6
Kinnskær    1
Kópur    1
Léttfeti    3
Léttir    5
Ljúfur    2
Logi    2
Máni    5
Neisti    2
Sindri    2
Skuggi    3
Sleipnir    4
Smári    3
Snarfari    1
Snæfaxi    1
Snæfellingur    2
Sóti    2
Stígandi    3
Stormur    1
Svaði    2
Sörli    7
Trausti    1
Þjálfi    1
Þráinn    1
Þytur    3

Samtals 121 hross

Það er því ljóst að í hverjum flokki Gæðingakeppninnar á Landsmóti 2010 mun 121 hross hafa þátttökurétt.

28.04.2010 23:00

Kynbótasýning á Blönduósi 6. og 7. maí 2010

Vegna hættu á útbreiðslu á veirusýkingu í hrossum hefur verið ákveðið að halda kynbótasýningu á Blönduósi fimmtudaginn 6. maí og yfirlitssýningu að morgni föstudags 7. maí. Ef skráningar gefa tilefni til verður miðvikudegi 5. maí bætt við.

Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu  [email protected] eða í síma 451-2602 / 895-4365.

Síðasti skráningardagur er mánudagur 3. maí.

Sýningargjald er 14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið [email protected]  með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða. 

Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.

Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

28.04.2010 08:39

Vinnudagur nefnda Neista


Minnum á vinnufund  nefnda Neista í Reiðhöllinni
fimmtudagskvöldið 29. apríl kl. 19.30.

Stjórn Neista


23.04.2010 20:32

Dagskrá Tekið til kostanna 2010

Gustur í góðum félagsskap.   
Gustur í góðum félagsskap.                                       Ingunn og Hágangur.

Það er gaman að segja frá því að á sýningunna Tekið til kostanna munu heimasæturnar á Dýrfinnustöðum þær Ingunn og Björg mæta sérdeilis vel ríðandi. Reiðskjótar þeirra eru gæðingarnir og hestagullin Hágangur frá Narfastöðum og Gustur frá Hóli sem er í feikna formi. Það er greinilegt að Gustur fær gott atlot hjá Ingólfi bónda á Dýfinnustöðum því klárinn lítur glæsilega út og er unun að sjá hann dans um með miklum hreyfingum hjá Ingunni dóttur Ingólfs.Dagskrá sýningarinnar er nú fullmótuð og stefnir í skemmtilega og flotta sýningu. Í fyrsta sinn í heiminum verður riðin munsturreið á fljúgandi skeiði en það eru knáir skeiðreiðarmenn úr Skagafirði undir stjórn Elvars E. Einarssonar sem það sýna. Börn og unglingar úr vetrarstarfi hestamannafélagana í Skagafirði munu sýna flott munsturatriði einnig verða nemendur frá Hólaskóla með glæsileg munsturatriði. Ekki má gleyma hinum stórglæsilegu húnvetnsku Dívum sem koma með enn eitt glæsiatriðið eins og þeim er einum lagið. Sýningin byrjar kl: 20:30 á laugardagskvöldið í reiðhöllinni Svaðastaðir. Forsala miða er í reiðhöllinni og kostar miðinn 2500.- krónur.

Dagskrá Tekið til kostanna 2010.
Heimasæturnar á Dýrfinnustöðum
Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 1

Kynbótahross

Reiðkennaraefni Hólaskóla

Katla-Hervör og Christina

Munsturreið á skeiði

Sumarsveifla

Klárhross

Prúðbúnar dömur

Gola og Heiðrún

Hlé 20 mín

Skeiðkeppni

Léttisfélagar

Penni frá Glæsibæ

Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 2

Alhliðahross

Die Sensenfrauen (Hólanemar 1.ár)

Íþróttamenn Skagafjarðar

Húnvetnsku Dívurnar

Bragi og Tryggvi


Lesa meira
    

Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925995
Samtals gestir: 88422
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere