24.03.2017 19:02Ráslisti T7 og fjórgangur
Ráslistinn eins og hann lítur út núna kl. 13:10. Hér er svo áríðandi tilkynning frá stjórn Neista: Á mótinu í kvöld býður Neisti keppendum og gestum upp á pizzur og drykki í hléi. Við vonumst til þess að sjá sem flesta í reiðhöllinni og eiga góða stund saman. Stjórn Neista
24.03.2017 19:01T7 í Reiðhöllinni á föstudaginn
T7 í öllum flokkum á föstudagskvöldið í Reiðhöllinni Arnargerði. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bjóða upp á keppni í T7 á föstudagskvöldið í opnum flokki og áhugamannaflokki. Riðinn er einn hringur á hægu tölti þá snúið við og frjáls ferð á tölti. Að öðru leyti gildir áður auglýst fyrirkomulag. Keppni hefst kl. 19:00 með T7 unglinga, þá T7 áhugamenn , síðan T7 opinn flokkur. Fjórgangur unglinga er næstur, þá áhugamenn í fjórgangi og loks fjórgangur í opnum flokki. Sama röð í úrslitum. Verði sérstaklega fáar skráningar kann að koma til greina að sameina flokka. Skemmtilegast er ef sömu hestar eru ekki að keppa í báðum greinum. Nefndin. 24.03.2017 19:00Fjórgangur Reiðhöllinni Arnargerði
Föstudagskvöldið 24. Mars kl. 19:00 verður Fjórgangur í Reiðhöllinni Arnargerði og T7 í unglingaflokki. Keppt verður í fjórgangi, í flokki unglinga 16 ára og yngri, áhugamanna flokki og opnum flokki. Einnig verður boðið upp á keppni í T7 fyrir yngri en 16 ára. Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á fegurðar tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu og ljúka henni að norðan. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet. Skráningar berist á netfangið: [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 23. mars. Skráningargjald í unglingaflokki er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum. Fram komi nafn á hrossi, uppruni, aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Nefndin. 12.03.2017 16:54Ísmót vetrarleikar
Laugardaginn 11. Mars fóru fram Vetrarleikar Hestamannafélagsins Neista á Svínavatni. Blíðskaparveður var og skemmtu menn og hestar sér hið besta. Lara Margrét Jónsdóttir keppti í unglingaflokki og hlaut einkunnina 6,66 í tölti
08.03.2017 07:59Ísmót á SvínavatniÁkveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur 11. mars kl. 13:00. Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti. Bæjarkeppni með firmakeppnissniði fer fram að tölti loknu. Skráning berist fyrir kl. 20:00 föstudaginn 10. mars á netfangið [email protected]. Skráningargjöld eru 1.000 kr.
Nefndin. Skrifað af Selmu 05.03.2017 09:26Ísmótinu frestað!Vegna ónógrar þátttöku verður að fresta auglýstu ísmóti á Svínavatni. Nefndin
Skrifað af Selmu 04.03.2017 18:52AðalfundurAðalfundur hestmannafélagins Neista verður fimmtudagskvöldið 9. mars kl. 20:30 Í Reiðhöllinni Arnargerði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Hvetum áhugasama um að mæta og koma málefnum sínum á framfæri.
Stjórn hestamannafélagsins Neista Skrifað af Selmu 02.03.2017 23:07Ísmót Neista á SvínavatniÞar sem ís er aftur kominn á Svínavatn hefur verið ákveðið með skömmum fyrirvara að efna til ísmóts á sunnudaginn 5. mars kl. 13:00. Skrifað af Selmu 28.02.2017 08:14Árleg fundarferð um málefni hestamannaSveinn Steinarsson formaður félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar ferðast um landið
Skrifað af Selmu 27.02.2017 21:29Úrslit töltmótsinsÚrslit mótsins urðu þessi: Unglingaflokkur:
1. Lara Margrét og Keisari 6,7
Áhugamannaflokkur:
1. Berglind og Mirra 6,7
Opinn flokkur:
1. Hörður og Djarfur 6,8 Skrifað af Selmu 20.02.2017 22:02Svínavatni 2017 aflýstNú er aðstæður orðnar þannig að ekki er líklegt að hægt sé halda mótið í vetur. Hefur því verið ákveðið að aflýsa mótinu í ár, en með von um eðlilegt tíðarfar næsta vetur er stefnt á glæsilegt mót á sama stað þann 3. mars 2018. Skrifað af Selmu 20.02.2017 17:03KarlareiðVeður hefur raskað þeirri áætlun að fara í karlareið um Laxárvatn um næstu helgi eins og ætlunin var. Karlareið er því frestað nú um sinn en við sjáum hvað setur og verum tilbúnir ef færi gefst. Nefndin. Skrifað af Selmu 15.02.2017 20:28Töltmót í ReiðhöllinniAth. töltmótið verður á fimmtudag en ekki þriðjudag. Skrifað af Selmu 06.02.2017 13:07KARLAREIÐ!
Áformað er að hafa hefðbundna karlareið Neista þann 25.febrúar n.k. Hugmyndir um reiðleiðir eru ekki fullmótaðar enda hefur veður mikil áhrif á hvert leið liggur. Efst er þó á blaði að ríða um Laxárvatn þannig að hefja ferð í Sauðanesi og leggja þar aftur að landi eftir góða hringferð um vatnið. Þegar nær dregur þá verða frekari upplýsingar hér á heimasíðu Neista. Áhugasamir karlar, allir velkomnir, tilkynni þátttöku til Páls Þórðarsonar í síma 848 4284 eða Kristjáns Þorbjörnssonar í síma 892 1713. Skrifað af Selmu Flettingar í dag: 762 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 325 Gestir í gær: 18 Samtals flettingar: 925995 Samtals gestir: 88422 Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:35:16 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is