10.03.2012 20:29

Vetrarleikunum frestað


Þar sem veðurspáin er leiðinleg fyrir morgundaginn þá hefur mótanefnd ákveðið að fresta vetrarleikum á Svínavatni um óákveðinn tíma. Það verður auglýst hér á vefnum þegar þeir verða haldnir.


08.03.2012 23:08

Úrslit í fjórgangi


Góð þátttaka var á fjórgangsmótið í Reiðhöllinni í kvöld og skemmtilegt stemming.

Úrslit urðu þessi:

Unglingaflokkur:


1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli
2. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi
3. Haukur Marian Suska og Esja frá Hvammi 2
4. Lilja María Suska og Feykir frá Stekkjardal
5. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör frá Hvammi 1
6. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka


Áhugamannaflokkur:


1. Selma Svavarsdóttir og Hátíð frá Blönduósi
2. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi
3. Þórólfur Óli Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi
4. Hörður Ríkharðsson og Gleypnir frá Steinnes
5. Guðmundur Sigfússong og Þrymur frá Holti
6. Veronika og Stjarni frá Hálsi


Opinn flokkur:



1. Víðir Kristjánsson og Börkur frá Brekkukoti
2. Ólafur Magnússon og Heilladís frá Sveinsstöðum
3. Karen Ósk Guðmundsdóttir og Kjarkur frá Flögu
4. Ægir Sigurgeirsson og Hrókur frá Grænuhlíð
5. Valur K Valsson og Kládíus frá Kollaleiru


08.03.2012 15:36

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt





Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur í 1. og 2. flokki og tölt T7 í 3. flokki og tölt T3 í unglingaflokki, fædd 1995 og seinna (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) en það verður föstudaginn 16. mars nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 13. mars. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected]. Í fimmgangi verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, tölt, brokk, stökk, fet og skeið (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Töltið verður einnig stjórnað af þul og það verður ekki snúið við og er prógrammið í tölti T7 hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. Í tölti T3 er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.


Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.



Mótanefnd



08.03.2012 15:20

Ráslistar fyrir fjórganginn


Fjórgangur verður í kvöld fimmtudagskvöld 8. mars kl.20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.
Aðgangseyrir 500 kr.


Í unglinga- og áhugamannaflokki verða tveir inná í einu og þeim verður stórnað af þul.
Í opnum flokki verður einn inná í einu og þeir ráð sínu prógrammi sjálfir.








06.03.2012 20:19

Myndir frá Grunnskólamótinu


Hjálmar Kárdal skrapp á Grunnskólamótið á Hvammstanga og tók myndir sem komnar eru í myndaalbúm. Færum við honum bestu þakkir fyrir.



06.03.2012 17:00

Karlareið Neista á Svínavatni


Árleg karlareið á Svínavatni verður laugardaginn 10. mars.
Mæting er við Dalsmynni kl. 14:00
.
 

Riðinn verður hringur á vatninu.
Að ferðinni lokinni verður haldið í Reiðhöllina
þar sem grillað verður, sungið og spaugað.
Verð er kr. 2.000 og er miðað við það
að menn sjái að mestu um drykki sína sjálfir.


Skráning í ferðina er á [email protected]
  eða hjá Magnúsi í síma 8973486 eða Herði í 8940081.
Ekki seinna en á miðvikudagskvöld.

Nefndin.




05.03.2012 22:00

Fjórgangur í Reiðhöllinni og Vetrarleikar á Svínavatni


Fjórgangur verður haldinn nk. fimmtudagskvöld 8. mars kl.20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í flokki unglinga, áhugamanna og í opnum flokki. Skráningargjald er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.

Skráning sendist á email [email protected]  fyrir kl. 20:00 miðvikudagskvöld
7. mars.
Fram þarf að koma knapi og hestur og upp á hvaða hönd skal riðið sem og í hvaða flokki er keppt.
Keppnisfyrirkomulag ræðst af þátttökufjölda, nánar auglýst síðar.

Skráningargjöld þarf að greiða inná reikning Neista 0307-26-055624
kt. 480269-7139  áður en mót hefst.





Vetrarleikar Neista
á Svínavatni
sunnudaginn 11. mars kl. 13.00






Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti föstudag 9. mars.
Keppt verður í  tölti í opnum flokki, áhugamannaflokki, unglingaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi og  hestur.

Einnig verður bæjakeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld.

Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139.



05.03.2012 10:51

Grunnskólamót - úrslit


gær var haldið í Þytsheimum á Hvammstanga fyrsta af þremur Grunnskólamótum hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra í vetur. Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti.
Mótið tókst mjög vel, góð þátttaka, góð stemning og gott veður. Æskulýðsnefnd Þyts þakkar öllum keppendum, aðstandendum þeirra og öllum starfsmönnum kærlega fyrir mjög góðan dag.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Fegurðarreið 1.-3. bekkur



1. Björg Ingólfsdóttir og Hnokki frá Dýrfinnustöðum  Varmahlíðarskóli  7,75
2. Jón Hjálmar Ingimarsson og Flæsa frá Fjalli  Varmahlíðarskóli  6,25
3. Júlía Kristín Pálsdóttir og Náð frá Flugumýri  Varmahlíðarskóli  5,50
4. Einar Pétursson og Prímus frá Brekkukoti  Húnavallaskóli  5,25
5. Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Uggur frá Grafarkoti  Gr. Húnaþings vestra  4,00



Tölt 4.-7. bekkur B-úrslit


6. Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi   Blönduskóli  5,67
7. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli   Húnavallaskóli   5,17

8. Viktor Jóhannes Kristófersson og Geilsi frá Efri-Þverá  Gr. Húnaþings vestra  4,42
9. Anna Herdís Sigurbjartsdóttir og Funi frá Fremri-Fitjum  Gr. Húnaþings vestra  4,42



Tölt 4.-7. bekkur A-úrslit


1. Ingunn Ingólfsdóttir og Hágangur frá Narfastöðum   Varmahlíðarskóli  6,42
2. Rakel Eir Ingimarsdóttir og Vera frá Falli   Varmahlíðarskóli  6,17
3. Viktoría Eik og Máni frá Fremri-Kvestu  Varmahlíðarskóli   5,83
4. Karitas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði  Gr. Húnaþings vestra  5,83
5. Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi   Blönduskóli  5,75
6. Lilja María Suska og Feykir frá Stekkjardal  Húnavallaskóli  5,33




Tölt 8.-10. bekkur B-úrslit


5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Logadís frá Múla   Gr. Húnaþings vestra  6,50
6. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátið frá Blönduósi   Blönduskóli  6,33
7. Gunnar Freyr Gestsson og Flokkur frá Borgarhóli  Varmahlíðarskóli   6,33
8. Ragnheiður Petra Óladóttir og  Rán frá Skefilsstöðum  Árskóli   6,25
9. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Glymur frá Hofsstaðaseli  Varmahlíðarskóli  5,67


Tölt 8.-10. bekkur A-úrslit



1. Þórdís Inga Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi   Varmahliðarskóli  7,50
2. Birna Olivia Agnarsdóttir og Jafet frá Lækjamóti  Gr. Húnaþings vestra  6,83
3. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Ópera frá Brautarholti  Varmahliðarskóli  6,67
4. Fanndís Ósk Pálsdóttir og Glaðværð frá Fremri-Fitjum  Gr. Húnaþings vestra 6,58
5. Helga Rún Jóhannsdóttir og Logadís frá Múla  Gr. Húnaþings vestra  6,33


Skeið 8.-10. bekkur


1. Helga Rún Jóhannsdóttir og Hvirfill frá Bessastöðum  Gr. Húnaþings vestra   4,46
2. Haukur Marian Suska og Tinna frá Hvammi II  Húnavallaskóli  4,70
3. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá  Gr. Húnaþings vestra  4,76
4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrappur frá Sauðárkróki   Varmahliðarskóli  4,77
5. Hanna Ægisdóttir og Gúrkublesa frá Stekkarhlíð   Húnavallaskóli  5,01


03.03.2012 18:08

Ís-landsmót úrslit

Nú er lokið frábæru Ís-landsmóti á Svínavatni. Veðrið var eins og best verður á kosið logn, þurrt, hiti um frostmark og ísinn aldrei betri. Allt gekk eins og best verður á kosið og hafið  heila þökk fyrir, keppendur,  starfsmenn, áhorfendur, og ekki síst styrktaraðilar sem gera okkur kleift að hafa þetta eins veglegt mót og raun ber vitni. Sjáumst svo 2. mars á næsta ári kát og hress.

 

 

Úrslit

    Úrslit B-flokkur    
1   Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum 8,76
2   Tryggvi Björnsson Stimpill frá Vatni 8,73
3   Hörður Óli Sæmundarson Andri frá Vatnsleysu 8,70
4   Arnar Bjarki Sigurðsson Kaspar frá Kommu 8,67
5   Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 8,64
6   Þórarinn Ragnarsson Hrafnhetta frá Steinnesi 8,59
7   Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 8,51
8   Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjarmóti 8,49
9   Stefán Birgir Stefánsson Gangster frá Árgerði 8,40
         
    Úrslit A-flokkur    
1   Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,54
2   Páll Bjarki Pálsson Seiður frá Flugumýri 2 8,47
3   Stefán  Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,46
4   Sæmundur Þ Sæmundarson Mirra frá Vindheimum 8,43
5   Elvar Eylert Einarsson Starkaður frá Stóru Gröf Ytri 8,40
6   Vignir Sigurðsson Spói frá Litlu- Brekku 8,34
7   Sverrir Sigurðsson Rammur frá Höfðabakka 8,28
8   Friðgeir Ingi Jóhannsson Ljúfur frá Hofi 8,21
         
    Úrslit tölt    
1   Barbara Wenzl Dalur frá Háleggstöðum 7,23
2   Arnar Bjarki Sigurðarson Rán frá Neistastöðum 7,00
3   Líney María Hjálmarsdóttir Kristall frá Varmalæk 6,93
4   Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey 6,87
5   Sölvi Sigurðarson Kolvakur frá Syðri- Hofdölum 6,77
6   Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu 6,73
7   Hekla Katharína Kristinsd Hrymur frá Skarði 6,67
8   Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum

4,67

 

Ólafur Magnússon var efstur fyrir yfirferð í tölti en missti þá skeifu undan.



02.03.2012 12:14

Grunnskólamót - Dagskrá og ráslisti


Mótið verður sunnudaginn 4. mars í Þytsheimum á Hvammstanga og hefst kl. 13:00.
Dagskrá:
  • Fegurðartölt 1.-3. bekkjar
  • Tölt 4.-7. bekkjar
  • B-úrslit í tölti 4.-7. bekkjar
  • stutt hlé
  • Tölt 8.-10. bekkjar
  • B-úrslit í tölti 8.-10.bekkjar
  • 15 mínútna hlé
  • A-úrslit í tölti 4.-7. bekkjar
  • A-úrslit í tölti 8.-10. bekkjar
  • stutt hlé
  • skeið 8.-10. bekkjar
Ráslisti má sjá hér á heimasíðu Þyts.

01.03.2012 00:18

Uppfærður ráslisti á Ís-landsmótinu á Svínavatni

 

Hér fyrir neðan eru komnir uppfærðir ráslistar fyrir Ís-landsmótið á Svínavatni.
Mótið byrjar stundvíslega kl. 10 á laugardagsmorgun á B-flokk síðan A-flokk og endar á tölti.
Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Skráningar eru um 100 og margt af feikna góðum hrossum.
Útvarpað á fm 103,7
Veitingasala verður á staðnum, heitir drykkir, samlokur, pönnukökur, kleinur o.fl.
Ekki verður selt inn en skrár verða seldar á 500. kr.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins.



B- flokkur í boði:




1 Helgi Eyjólfsson Friður frá Þúfum
1 Lárus Sindri Lárusson Þokkadís frá Efra-Seli
1 Rúnar Freyr Rúnarsson Fróði frá Torfustöðum
2 Hörður Óli Sæmundarson Albert frá Vatnsleysu
2 Tryggvi Björnsson Spaði frá Fremra-Hálsi
2 Hulda Finnsdóttir Jódís frá Ferjubakka 3
3 Sölvi Sigurðarson Óði Blesi frá Lundi
3 Þórarinn Ragnarsson Hrafnhetta frá Steinnesi
3 Þórður Pálsson Áfangi frá Sauðanesi
4 Eline Manon Schijver Eyvör frá Eyri
4 Ástríður Magnúsdóttir Hróarr frá Vatnsleysu
4 Sigurður Sigurðarson Blæja frá Lýtingsstöðum
5 Baldvin Ari Guðlaugsson Öngull frá Efri Rauðalæk
5 Finnur Bessi Svavarsson Vörður frá Hafnarfirði
5 Vignir Sigurðsson Auður frá Ytri-Hofdölum
6 Jón Helgi Sigurgeirsson Töfri frá Keldulandi
6 Bjarni Sveinsson Leiftur frá Laugardælum
6 Barbara Benzl Dalur frá Háleggsstöðum
7 Selma Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi
7 Fredrica Fagerlund Leikur frá Lýtingsstöðum
7 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum
8 Friðgeir Ingi Jóhannsson Reyr frá Hofi
8 Sverrir Sigurðsson Dröfn frá Höfðabakka
8 Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu
9 Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjarmóti
9 Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund
9 Gestur Freyr Stefánsson Dís frá Höskuldsstöðum
10 Arnar Bjarki Sigurðsson Kaspar frá Kommu
10 Katrín Birna Vignisdóttir Prinsessa frá Garði
10 Sæmundur Þ Sæmundsson Baugur frá Tunguhálsi 2
11 Hörður Óli Sæmundarson Andri frá Vatnsleysu
11 Líney María Hjálmarsdóttir Þytur frá Húsavík
11 Sölvi Sigurðarson Bjarmi frá Garðakoti
12 Jón Helgi Sigurgeirsson Bjarmi frá Enni
12 Torunn Hjelvik Asi frá Lundum II
12 Tryggvi Björnsson Stimpill frá Vatni
13 Sigurður Sigurðarson Glæða frá Þjóðólfshaga 1
13 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir Evelyn frá Litla Garði
13 Stefán Birgir Stefánsson Gangster frá Árgerði
14 Páll Bjarki Pálsson Reynir frá Flugumýri
14 Ástríður Magnúsdóttir Núpur frá Vatnsleysu
14 Karen Ósk Guðmundsdóttir Kjarkur frá Flögu


A-flokkur í boði:




1 Sæmundur Þ Sæmundarson Mirra frá Vindheimum
1 Jóhann B. Magnússon Hera frá Bessastöðum
2 Ásdís Helga Sigursteinsd Kiljan frá Árgerði
2 Vignir Sigurðsson Spói frá Litlu- Brekku
3 Eline Manon Schijver Snerpa frá Eyri
3 Elvar Eylert Einarsson Starkaður frá Stóru Gröf Ytri
4 Tryggvi Björnsson Rammur frá Höfðabakka
4 Baldvin Ari Guðlaugsson Bergsteinn frá Akureyri
5 Finnur Bessi Svavarson Öskubuska frá Litladal
5 Friðgeir Ingi Jóhannsson Ljúfur frá Hofi
6 Gestur Freyr Stefánsson Sveipur frá Borgarhóli
6 Sæmundur Þ Sæmundarson Þyrill frá Djúpadal
7 Sverrir Sigurðsson Diljá frá Höfðabakka
7 Torunn Hjelvik Laufi frá Bakka
8 Sigurður Sigurðarson Frosti frá Efri-Rauðalæk
8 Vignir Sigurðsson Lygna frá Litlu- Brekku
9 Stefán Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði
9 Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju
10 Elvar Einarsson Segull frá Halldórsstöðum
10 Ásdís Helga Sigursteinsd Hvinur frá Litla-Garði
11 Jóhann B. Magnússon Skyggnir frá Bessastöðum
11 Páll Bjarki Pálsson Seiður frá Flugumýri 2
12 Líney María Hjálmarsdóttir Gola frá Ólafsfirði
12 Hans Thor Hilmarsson Lotta frá Hellu

Tölt í boði:




1 Sölvi Sigurðarson Óði Blesi frá Lundi
1 Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey
1 Hörður Óli Sæmundarson Albert frá Vatnsleysu
2 Hekla Katharína Kristinsd Hrymur frá Skarði
2 Tryggvi Björnsson Spaði frá Fremra-Hálsi
2 Vignir Sigurðsson Auður frá Ytri- Hofdölum
3 Jóhann B. Magnússon Oddviti frá Bessastöðum
3 Líney María Hjálmarsdóttir Völsungur frá Húsavík
3 Lárus Sindri Lárusson Þokkadís frá Efra- Seli
4 Rúnar Freyr Rúnarsson Fróði frá Torfustöðum
4 Sigurður Sigurðarson Blæja frá Lýtingsstöðum
4 Sæmundur Þ Sæmundarson Baugur frá Tunguhálsi 2
5 Hulda Finnsdóttir Jódís frá Ferjubakka 3
5 Elvar Einarsson Lárus frá Syðra-Skörðugili
5 Höskuldur Birkir Erlingsson Börkur frá Akurgerði
6 Guðlaugur Arason Logar frá Möðrufelli
6 Stefanie Wermelinger Njála frá Reykjavík
6 Sölvi Sigurðarson Dóri frá Melstað
7 Finnur Bessi Svavarsson Drafnar frá Þingnesi
7 Jón Helgi Sigurgeirsson Töfri frá Keldulandi
7 Þórarinn Ragnarsson Hrafnhetta frá Steinnesi
8 Bjarni Sveinsson Leiftur frá Laugardælum
8 Barbara Wenzl Dalur frá Háleggstöðum
8 Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum
9 Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu
9 Baldvin Ari Guðlaugsson Geisli frá Efri Rauðalæk
9 Vignir Sigurðsson Lygna frá Litlu - Brekku
10 Gestur Freyr Stefánsson Sveipur frá Borgarhóli
10 Tryggvi Björnsson Stimpill frá Vatni
10 Arnar Bjarki Sigurðarson Rán frá Neistastöðum
11 Sigurður Sigurðarson Glæða frá Þjóðólfshaga 1
11 Selma Svavarsdóttir Hátíð frá Blönduósi
11 Sölvi Sigurðarson Kolvakur frá Syðri- Hofdölum
12 Hörður Óli Sæmundarson Andri frá Vatnsleysu
12 Líney María Hjálmarsdóttir Kristall frá Varmalæk
12 Katrín Birna Vignisdóttir Prinsessa frá Garði


27.02.2012 18:41

Hrossarækt og hestamennska


Fundaröð um allt land

Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. 

Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
 
Mánudaginn 5. mars. Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík.
Þriðjudaginn 6. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.
Miðvikudaginn 7. mars. Árgarði, Hvanneyri, Borgarfirði.
 
Mánudaginn 12. mars. Ljósvetningabúð, Suður - Þing. 
Þriðjudaginn 13. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki.
Miðvikudaginn 14. mars. Sjálfstæðissalnum, Blönduósi
 
Mánudaginn 19. mars. Gistiheimilinu, Egilsstöðum.
Þriðjudaginn 20. mars. Stekkhól, Hornafirði.
 
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands og Lárus Hannesson formaður Gæðingadómarafélags LH.


27.02.2012 09:02

Grunnskólamót á Hvammstanga


Sunnudaginn 4. mars
verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00  Þetta er fyrsta mótið í vetur og vonumst við eftir góðri þátttöku og skemmtilegri keppni eins og síðastliðin ár.

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudag, 29. febrúar á netfangið: [email protected]

 Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið

4. - 7. bekkur tölt

8. - 10. bekkur tölt

8. - 10. bekkur skeið, ef veður og aðstæður leyfa

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

 Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Reglur keppninnar eru:

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul.  Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna.  Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.    Keppnisgreinar eru:

Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur 4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø  Þrígangur            4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur          8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø  Þrautabraut         1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í þvermál.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.  Bannað er að fara á stökki yfir pallinn

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

¨       Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

 

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 

 7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. - 7. og 8. - 10. bekk og Fjórgangi 8. - 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Stig:

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti            gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti            gefur  8 stig
3. sæti            gefur  7 stig
4. sæti            gefur  6 stig
5. sæti            gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti            gefur  5 stig
2. sæti            gefur  4 stig
3. sæti            gefur  3 stig
4. sæti            gefur  2 stig
5. sæti            gefur  1 stig


26.02.2012 19:23

Smalinn

Eins og öllum er kunnugt um þá var Smalinn í gær og stóð okkar fólk sig alveg frábærlega. Hérna eru nokkrar myndir og fleiri eru væntanlegar.




Hákon Ari Grímsson og Frosti frá Flögu



Arnar Freyr Ómarsson og Hespa frá Þorkelshóli



Leon Paul Suska og Neisti frá Bolungarvík



Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum



Þórólfur Óli



Barbara Dittmar og Vordís frá Finnstungu




26.02.2012 10:00

Skráning hafin á Ís-landsmótið á Svínavatni


Það styttist í Ís-landsmótið á Svínavatni en það fer fram laugardaginn 3. mars á Svínavatni í A - Húnavatnssýslu. Söfnun styrktaraðila mótsins stendur nú yfir og ljóst er að verðlaunafé verður það sama ef ekki meira en í fyrra. Keppt er í tölti, A og B flokki og var verðlaunafé í fyrra 100.000 kr fyrir fyrsta sætið, 40.000 kr fyrir annað sætið og 20.000 kr fyrir þriðja sætið. Sigurvegarar 2011 voru Hulda Finnsdóttir og Jódís frá Ferjubakka 3 í töltinu, Sölvi Sigurðsson og Ögri frá Hólum í B - flokki og Þórarinn Eymundsson og Seyðir frá Hafsteinsstöðum í A - flokki. Ísinn um þessar mundir er hnausþykkur og sléttur.

Skráningar berist á netfangið [email protected]í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru              A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Sendið kvittun á [email protected]þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.



Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere