04.04.2011 21:03

Verðlaunapeningarnir á Grunnskólamótunum


Fyrir Grunnskólamótin í vetur voru hannaðir og heimasmíðaðir verðlaunapeningar úr plexigleri en.... 



hugmynda af þeim fékk Kristín Brynja Ármannsdóttir á Sauðárkróki þegar hún heimsótti verknámshús Fjörlbrautarskóla Norðurlands vestra þar sem FabLab vinnustofa er staðsett. Sigríður Ólafsdóttir í Viðidalstungu hannaði hestinn og Kristín vann síðan peninginn í tölvu og skar hann út í FabLab vinnustofunni.
Færum við þeim Kristínu og Sigríði bestu þakkir fyrir, aldeilis frábær hugmynd, skemmtileg og öðruvísi.



03.04.2011 22:26

Grunnskólamót - úrslit


Í dag var síðasta Grunnskólamótið í þriggja móta röð haldið í Þytsheimum á Hvammstanga og tókst það með stakri prýði. 85 skráningar voru og höfðu þátttökurétt börn í Grunnskólum á Norðurlandi vestra. Æskulýðsnefndir hestamannafélaga svæðisins héldu þessi mót. Fyrsta mótið var haldið á Blönduósi í febrúar og annað mótið á Sauðárkróki í mars.

Að móti loknu varð ljóst hvaða skóli var hlutskarpastur í stigakeppninni, en naumt hafði verið á munum fyrir síðustu grein, sem var skeið.

Stigakeppnin fór svo:
1. Varmahlíðarskól 94 stig
2. Húnavallaskóli með 89 stig
3. Grunnskóli Húnaþings vestra með 59 stig
4. Árskóli með 53 stig
5. Blönduskóli með 48 stig
6. Grunnskólinn Austan Vatna 41 stig




Þau voru glöð krakkarnir úr Varmahlíðarskóla með stóra flotta bikarinn.

Innilega til hamingju.



Úrslit mótsins í dag voru eftirfarandi:

Fegurðarreið 1.-3. bekkur








Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli Úrslit Forkeppni
1 Freydís Þóra Bergsdóttir Gola frá Ytra-Vallholti 3 Gr.Austan v. 7 6,8
2 Stefanía Sigfúsdóttir Lady frá Syðra-Vallholti 3 Árskóla 6,5 7
3 Ásdís Freyja Grímsdóttir Drífandi frá Steinnesi 3 Húnavallask 6 6,8
4 Einar Pétursson Jarl frá Hjallalandi  1 Húnavallask 5,5 5,8
5 Jón Hjálmar Ingimarsson Garður frá Fjalli 2 Varmahl.sk 5 6


B-úrslit tölt 4. - 7. bekkur:
Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli Úrslit Forkeppni
5 Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Kvestu 6 Varmahl.sk 7 6
6 Þórdís Inga Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi 7 Varmahl.sk 6,83 6
7 Lilja María Suska Hamur frá Hamarshlíð 4 Húnavallask 6,33 5,8
8 Viktor Jóhannes Kristófersson Flosi frá Litlu Brekku 6 Gr.Húnaþ ve 6,17 5,8
9 Lara Margrét Jónsdóttir Eyvör frá Eyri 4 Húnavallask 5,67 6



A- úrslit tölt 4. - 7. bekkur:
Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli     Úrslit Forkeppni
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti 7 Varmahl.sk 6,67 6,8
2 Sigurður Bjarni Aadnegard Þokki frá Blönduósi 6 Blönduskóli 6,33 6,3
3 Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Kvestu 6 Varmahl.sk 6,17 7
4 Rakel Eir Ingimarsdóttir Vera frá Fjalli 6 Varmahl.sk 6,17 6,7
5 Anna Baldvina Vagnsdóttir Skrúfa frá Lágmúla 7 Varmahl.sk 5,83 6,7


B-úrslit tölt 8. - 10. bekkur:
Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli     Úrslit Forkeppni
4 Sigurgeir Njáll Bergþórsson Hátíð frá Blönduósi 8 Blönduskóli 6,5 5,5
5 Hákon Ari Grímsson Gleði frá Sveinsstöðum 9 Húnavallask 6,33 5,5
6 Haukur Marian Suska Þruma frá Steinnesi 9 Húnavallask 5,83 5,3
7 Fanndís Ósk Pálsdóttir Gyðja frá Miklagarði 9 Gr.Húnaþ ve 5,83 5,5
8 Lilja Karen Kjartansdóttir Tangó frá Síðu 8 Gr.Húnaþ ve 5,67 5,3
9 Eydís Anna Kristófersd Renna frá Efri-Þverá 10 Gr.Húnaþ ve 5,5 5,5
10 Gunnar Freyr Gestsson Flokkur frá Borgarhóli 9 Varmahl.sk 5,33 5,5



A-úrslit tölt 8. - 10. bekkur:
Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli Úrslit Forkeppni
1 Hákon Ari Grímsson Gleði frá Sveinsstöðum 9 Húnavallask 6,33 Upp úr B úrslitum m/6,33
2 Sigurgeir Njáll Bergþórsson Hátíð frá Blönduósi 8 Blönduskóli 6,17 Upp úr B úrslitum m/6,50
3 Helga Rún Jóhannsdóttir Lávarður frá Þóreyjarnúpi 9 Gr.Húnaþ ve 6,17 6,5
4 Jón Helgi Sigurgeirsson Samson frá Svignaskarði 10 Varmahl.sk 6 6,2
5 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir Glymur frá Hofstaðaseli 8 Varmahl.sk 5,83 5,8




Skeið 8.-10. bekkur:
Nr Nafn Hestur Bekkur Skóli Besti tími
1 Jón Helgi Sigurgeirsson Kóngur frá Lækjarmóti 10 Varmahl.sk 3,9
2 Helga Rún Jóhannsdóttir Hvirfill frá Bessastöðum 9 Gr.Húnaþ ve 4,15
3 Kristófer Smári Gunnarsson Stakur frá Sólheimum 9 Gr.Húnaþ ve 4,15
4 Hanna Ægisdóttir Blesa frá Hnjúkahlíð 9 Húnavallask 5
5 Haukur Marian Suska Tinna frá Hvammi II 9 Húnavallask 5,31



02.04.2011 07:39

Grunnskólamót - Ráslistar


Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra er  sunnudaginn
3. apríl  í Þytsheimum á Hvammstanga og  hefst kl. 13:00. 

Keppt er í fegurðarreið, tölti og skeiði.  Þetta er þriðja og síðasta mótið í mótaröðinni og er þátttaka mjög góð. Það verður því mikið um að vera í Þytsheimum á sunnudag.

Skráningargjöld skulu greidd áður en mót hefst og þá helst í peningum, ekki með kortum.

Ráslista má sjá á heimasíðu Þyts.

01.04.2011 08:14

Jakkar


Þeir sem eru að hugsa um að panta jakka
þurfa að hafa samband við
Hólmar Hákon í síma 6956381
fyrir 7. apríl.
 


Hann er með flestar stærðir heima hjá sér
þannig að hægt er að kíkja til hans og máta.

01.04.2011 08:00

Alltaf gaman


Þær voru alltaf kátar þessar litlu hnátur sem mæta á hverjum fimmtudegi á námskeið til hennar Nellu. Alltaf svo gaman hjá þeim og foreldrum þeirra sem fá að hlaupa hring eftir hring í reiðhöllinni.....
emoticon   


Hafdís og Dögun, Sunna Margrét og Inga Sóley, Inga Rós og Haukur


31.03.2011 11:47

KS-deildin ÚRSLIT

Eyjólfur hampar öðrum titli




Spenna og stemning var á lokakvöldi KS-deildarinnar sem  fram fór í gærkvöld í reiðhöllinni Svaðastöðum. Eyjólfur Þorsteinsson er samanlagður sigurvegari KS-deildarinnar, en hafnaði í 2. sæti í smala en í 9. sæti í skeiðkeppninni.

"Mikill spenna var hjá knöpum og áhorfendum sem tóku vel undir með hrópum og fagnaðarlátum. Smalakóngurinn Magnús Bragi Magnússon sigraði smalann eins og oft áður og var allveg magnað að sjá þá félaga Magnús og fák hans Frama frá Íbishóli fara smalabrautina villulaust á ógnarhraða. Og voru Magnús og Frami hilltir af áhorfendum lengi og vel í verðlaunaafhendingu. Skeiðið var mjög spennandi allt fram á síðasta hest. Um sigurinn börðust Elvar Einarsson á Kóng frá Lækjamóti og Árni Björn Pálsson á Ás frá Hvoli, báðir fóru þeir 60 metranna undir 5 sek sem er mjög gott miðað við árstíma. Árni Björn hafði sigur í skeiðinu og fór báða sprettina undir 5 sek ( 4,99 og 4,97 sek )og eru Ás og Árni Björn í feykna fomi. Meistaradeild Norðurlands þakkar styrktaraðila KS-deildarinnar Kaupfélagi Skagfirðinga kærlega fyrir rausnalegan stuðning," segir í tilkynningu frá aðstandendum mótaraðarinnar.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Smali
1.      Magnús Bragi Magnússon  Frami frá íbishóli
2.      Eyjólfur Þorsteinsson   Bróðir frá Stekkjardal
3.      Ragnar Stefánsson       Hvöt frá Miðsitju
4.      Þorsteinn Björnsson     Kóngur frá Hólum
5.      Bjarni Jónasson         Lipurtá frá Varmalæk
6.      Ólafur Magnússon        Kæla frá Bergstöðum
7.      Tryggvi Björnsson       Óvissa frá Grafarkoti
8.      Elvar Einarsson         Muggur frá Sauðárkróki
9.      Árni Björn Pálsson      Korka frá Steinnesi

Skeið
1.      Árni Björn Pálsson      Ás frá Hvoli     4,97
2.      Elvar Einarsson         Kóngur frá Lækjamóti    4,99
3.      Þórarinn Eymundsson      Bragur frá Bjarnastöðum 5,1
4.      Erlingur Ingvarsson     Möttul frá Torfunesi    5,17
5.      Tryggvi Björnsson       Gjafar frá Þingeyrum    5,19
6.      Mette Mannseth          Þúsöld frá Hólum        5,21
7.      Magnús Bragi Magnússon  Fjölnir frá Sjávarborg  5,24
8.      Sölvi Sigurðarson       Steinn frá Bakkakoti    5,28
9.      Eyjólfur Þorsteinsson   Spirna frá Vindási      5,28

Lokaúrslit einstaklingskeppninnar eru eftirfarandi:
1       Eyjólfur Þorsteinsson    33,5
2       Árni Björn Pálsson       27
3       Bjarni Jónasson          25,5
4-5     Ólafur Magnússon         20
4-5     Tryggvi Björnsson        20
6       Þórarinn Eymundsson      18
7       Magnús B Magnússon       13
8-9     Hörður Óli Sæmundarson  10
8-9     Elvar Einarsson          10
10      Sölvi Sigurðarson        9,5
11      Erlingur Ingvarsson      9
12      Mette Mannseth   8
13-14   Baldvin Ari Guðlaugsson 7
13-14   Ragnar Stefánsson        7
15      Ísólfur Líndal   6,5
16      Þorsteinn Björnsson      6
17-18   Jón Herkovic             0
17-18   Riikka Anniina   0


30.03.2011 08:16

LOKASKRÁNINGARDAGUR á Grunnskólamótið er í dag

Sunnudaginn 3. apríl verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00  Þetta er síðasta mótið í vetur og verður spennandi að sjá hvaða skóli ber sigur úr bítum. En mest gaman er að sjá sem flesta keppendur spreyta sig og bæta sinn eigin árangur.

Skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 30. mars á netfangið [email protected]

 Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið
4. - 7. bekkur tölt
8. - 10. bekkur tölt
8. - 10. bekkur skeið

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

 Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

30.03.2011 08:14

Sparisjóðs-liðakeppnin tölt



Lokamót Sparisjóðs-liðakeppninnar er tölt. Keppt verður í 1. 2. 3. og unglingaflokki. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn 8. apríl nk. Það verða tveir inn á í einu og prógrammið er hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt og verður ekki snúið við.

Skráning sendist á email [email protected] og lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 5. apríl. Fram þarf að koma kennitala knapa, flokkur, IS númer hests og í hvaða liði keppandinn er. Einnig þarf að koma fram upp á hvaða hönd skal riðið.

Skráningargjald er 2.000.- fyrir fullorðna en 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd

29.03.2011 20:30

Stórsýning Þyts


verður haldin í Þytsheimum laugardaginn 2.apríl kl. 20:30
 


Stóðhestar, gæðingamæður framtíðarinnar, skeið, ræktunarbú
hestafimleikar, skrautsýning og óvænt atriði.
 
Aðgangseyrir 1500 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri

28.03.2011 13:05

Grunnskólamót - Hvammstanga


Sunnudaginn 3. apríl verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00  Þetta er síðasta mótið í vetur og verður spennandi að sjá hvaða skóli ber sigur úr bítum. En mest gaman er að sjá sem flesta keppendur spreyta sig og bæta sinn eigin árangur.

Æskilegt er að skráningar berist fyrir miðnætti á miðvikudag, 30. mars á netfangið [email protected]

 Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið

4. - 7. bekkur tölt

8. - 10. bekkur tölt

8. - 10. bekkur skeið

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

 Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Reglur keppninnar eru:

Grunnskólamót

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

      1.      Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.
2.     
Keppnisgreinar eru:

Ø      Fegurðarreið    1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 3 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø      Tvígangur          4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø      Þrígangur          4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø      Fjórgangur        8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø      Þrautabraut         1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í ummál.

Ø      Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

Ø      Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø      Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø      Skeið                  8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

v     Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

     3.      Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í  hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.
4.     
Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.
5.     
Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur
6.     
Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk.  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.
7.     
Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.
8.     
Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.
9.     
Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.
10.
Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

 Stig

 Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,
Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti                       gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti                       gefur  8 stig
3. sæti                       gefur  7 stig
4. sæti                       gefur  6 stig
5. sæti                       gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti                       gefur  5 stig
2. sæti                       gefur  4 stig
3. sæti                       gefur  3 stig
4. sæti                       gefur  2 stig
5. sæti                       gefur 1 stig.


25.03.2011 08:16

Tilkynning frá Landsmóti og Landssambandi hestamanna


N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga. Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags.

Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að   senda tölvupóst til LH á [email protected] eða hringja í síma 514-4030 með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Aðildarfélög LH og félagsmenn fá frábær kjör með N1 kortinu.
5kr afsláttur af eldsneyti
15% afsláttur af smurolíu
15% afsláttur af smurþjónustu
15% afsláttur af almennum rekstrarvörum
13% afsláttur af vinnu á verkstæði Funahöfða (ísetningar tækja, radíóviðgerðir ofl)
10-30% afsláttur af bíla-og rekstrarvörum (mism eftir vöruflokkum) / (sem dæmi: rafgeymar 18%, síur 30%, bílperur 18%, bremsur 20%, frostlögur 15%, pappírsvörur 15%, bón og hreinsivörur 10-20%).

Sérstök tilboð eru í gangi á hverjum tíma varðandi fjáröflunarvörur.
15% afsláttur af hjólbörðum
15% afsláttur af vinnu við hjólbarða
15% afsláttur af dekkjageymslu
15% afsláttur af Nítró vörum s.s. fatnaði, aukahlutum, varahlutum o.fl. (mótorhjól, fjórhjól, vespur, Jet-Ski o.s.fv. eru undanskilin).

Hægt er að greiða fyrir allar vörur í öllum N1 verslunum og þjónustustöðvum með N1 punktum (1 punktur = 1 króna).

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

22.03.2011 16:20

Fundur um málefni hestamanna á Blönduósi


Hestaeigendafélag Blönduóss boðar til fundar um málefni hestamanna á Blönduósi í Reiðhöllinni fimmtudaginn 24. mars kl. 20:30.

Rætt verður um fasteignagjöld, landleigu, landmat ofl. málefni sem brenna á hesthúsaeigendum, landleigjendum og almennum hestamönnum.


Stjórnin

22.03.2011 16:18

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A.-Hún.

Hrossabændur - Hestaáhugafólk

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Reiðhöllinni á Blönduósi þriðjudaginn 29. mars 2011 og hefst stundvíslega kl. 20:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf -  stóðhestahald 2011 ofl.

Fræðslufundur undir yfirskriftinni  "Ræktun í Kirkjubæ" hefst kl 21:00 en þar mun Ágúst Sigurðsson hrossaræktandi í Kirkjubæ og fyrrverandi landsráðunautur í hrossarækt segja frá  hrossaræktinni í Kirkjubæ sem er landsþekkt og byggir á gömlum grunni. Ágúst mun fara yfir sviðið í víðu samhengi og sýna myndir máli sínu til stuðnings. Umræður að lokinni framsögu .  Kaffi og kleinur

 

Athugið að fræðslufundurinn er öllum opinn

Stóðhestar á vegum Samtaka Hrossabænda í A-Hún sumarið 2011:

Víðir frá Prestsbakka verður á Þingeyrum á fyrra gangmáli. Víðir er brúnn 10 v alhliðahestur undan Keili frá Miðsitju og Gleði frá Prestsbakka, bygging 8,41; hæfilækar 8,30 og aðaleinkunn 8,34. Verð til félagsmanna 85 þús með öllu.

Brimnir frá Ketilsstöðum verður á Gauksmýri eftir landsmót. Brimnir er bleikálóttur 6 v alhliðahestur undan Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, bygging 8,28; hæfilækar 8,56 og aðaleinkunn 8,45. Verð til félagsmanna 110 þús með öllu.

Pantanir hjá Gunnari á Þingeyrum ([email protected]) eða Magnúsi í Steinnesi (897-3486)


Samtök Hrossabænda í A-Hún

22.03.2011 08:45

Myndir frá Grunnskólamóti


Hjálmar Kárdal kíkti á Grunnskólamótið á Sauðárkróki og tók myndir
sem hann sendi okkur og eru þær komnar í myndaalbúm.
Þökkum við honum kærlega fyrir.


Hanna Ægisdóttir og Penni frá Stekkjardal

21.03.2011 16:29

Grunnskólamót úrslit



grunnskolamot

Mjög góð þátttaka var á Grunnskólamótinu í hestaíþróttum sem haldið var í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í gær. Margir nemendur úr grunnskólum á Norðurlandi vestra tóku þátt og stóðu sig með stakriprýði. Eftirtektarvert er hvað krakkarnir eru vel ríðandi og æskulýðsstarf hestamannafélaganna hefur skilað góðum árangri.

Eftir tvö mót af þremur stendur Varmahliðarskóli efstur með 67 stig en á hæla honum kemur Húnavallaskóli. 

Staða skólanna eftir tvö mót
1. Varmahlíðarskóli 67
2. Húnavallaskóli 62
3. Árskóli 40
4. Gr. Húnaþings vestra 39
5. Blönduskóli 27
6. Gr. Austan vatna 26


Úrslit í einstökum greinum.

Fegurðarreið Hestur Skóli Einkunn
1. Aníta Ýr Atladóttir Demantur f. Syðri-Hofdölum Varmahlíðarskóli 7,5
2. Björg Ingólfsdóttir Hágangur frá Narfastöðum Varmahlíðarskóli 7
3. Stefanía Sigfúsdóttir Lady frá Syðra-Vallholti Árskóli 6,5
4. Freydís Þóra Bergsdóttir Gola frá Ytra-Vallholti Gr.austan vatna 6
5. Jón Hjálmar Ingimarsson Flæsa frá Fjalli Varmahlíðarskóli 5,5

 

Tvígangur Hestur Skóli Einkunn
1. Sigurður Bjarni Aadnegard Prinsessa frá Blönduósi Blönduskóli 6,8
2. Viktoría Eik Elvarsdóttir Máni frá Kvestu Varmahlíðarskóli 6,5
3. Leon Paul Suska Neisti frá Bolungarvík Húnavallaskóli 6
4. Stella Finnbogadóttir Dalablesi frá Nautabúi Árskóli 5,8
5. Hólmar Björn Birgisson Tangó frá Reykjum Gr.austan vatna 5,5

  

Þrígangur Hestur Skóli Einkunn
1. Þórdís Inga Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Varmahlíðarskóli 7
2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti Varmahlíðarskóli 6,7
3. Ingunn Ingólfsdóttir Hágangur f. Narfastöðum Varmahlíðarskóli 6,5
4. Lilja María Suska Þruma frá Steinnesi Húnavallaskóli 6,2
5. Viktor Jóhannes Kristóferss. Flosi frá Litlu-Brekku Gr.Húnaþings vestra 6

 

Fjórgangur Hestur Skóli Einkunn
1. Ragna Vigdís Vésteinsd. Glymur frá Hofsstaðaseli Varmahlíðarskóli 6,2
2. Jón Helgi Sigurgeirsson Töfri frá Keldulandi Varmahlíðarskóli 6,1
3. Haukur Marian Suska Þruma frá Steinnesi Húnavallaskóli 5,6
4. Eydís Anna Kristófersdóttir Sómi frá Böðvarshólum Gr.Húnaþings vestra 5,5
5. Gunnar Freyr Gestsson Flokkur frá Borgarhóli Varmahlíðarskóli 5,4

 

Skeið Hestur Skóli
1. Bryndís Rún Baldursdóttir Björk frá Íbishóli Árskóli
2. Hanna Ægisdóttir Blesa frá Hnjúkahlíð Húnavallaskóli
3. Friðrik Andri Atlason Gneisti frá Ysta-Mó Varmahlíðarskóli
4. Sara María Ásgeirsdóttir Jarpblesa frá Djúpadal Varmahlíðarskóli

 

Feykir

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 925935
Samtals gestir: 88415
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:13:44

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere